Þjóðviljinn - 16.09.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. septembcr 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Ragnar
Ólafur Ragnar
Svavar
Einar Karl
Hjörleifur
Miðstjórnarfundur í kvöld -
V erkalýðsmálaráð á morgun
Úm helgina kemur miðstjórn Alþýðubandalags-
ins saman til fundar og haldinn verður aðalfundur
Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins.
Á fundi miðstjórnarinnar verður fjallað um efna-
hagsmál og atvinnumál. Ragnar Arnalds og Hjör-
leifur Guttormsson munu hafa framsögu um þau
efni. Svavar Gestsson fjallar um samvinnu vinstri
manna. Einar Karl Haraldsson kynnir tillögur laga-
og skipulagsnefndar og Ólafur Ragnar Grímsson
skýrir frá undirbúningi landsfundar.
Á laugardag hefst svo aðalfundur Verkalýðsmála-
ráðsins og munu sækja hann forystumenn og trún-
aðarmenn í samtökum launafólks víðs vegar af
landinu.
Á aðalfundinum munu Ásmundur Stefánsson og
Ólafur Jóhannesson fjalla um kjarabaráttuna fram-
undan. Snorri Konráðsson og Hansína Stefánsdóttir
hafa framsögu um innra starf verkalýðsfélaganna.
Benedikt Davíðsson flytur setningarræðu fundar-
ins.
Þessir tveir fundir eru fyrstu meiriháttar
stjórnmálafundir Alþýðubandalagsins á þessu
hausti. Þeir verða haldnir í flokksmiðstöðinni að
Hverfisgötu 105.
Benedikt
Asmundur
Ólafur
Hansina
Snorri
Hœkkanir, hœkkanir:
Læknataxtar hækka
j Sovétstjórn harðlega fordæmd
Lendingarbann
á Sovétvélar
i-
Ríkisstjórnin, Farmanna- og
! fiskimannasambandið og Flugvirkja-
félagið vilja refsiaðgerðir
! Kíkisstjórnin hefur ákveðið að
i veita sovéskum flugvélum ekki leyfi
| Ályktun ÆFAB:
Gjald til sérfræðinga í lækna-
stéttinni hcfur nýlega hækkað um
7,92 prósent og sömuleiðis númera-
gjald og vaktgjald hjá heimilis-
læknum. Að sögn Vilhjálms Ólafs-
sonar hjá Hagstofunni er hér um að
ræða hækkanir á gjaldi vegna
hækkunar á rekstrarkostnaði hjá
þessari stétt fyrir mánuðina maí-
ágúst. Gjaldið hækkar hins vegar
ekki hjá þeim læknum sem starfa á
heilsugæslustöðum.
Þá mun viðtal við heimilislækna
á læknastofum hækka hinn 1. októ-
ber úr 15 krónum í 25 krónur og
vitjunargjald úr 30 krónum í 50
krónur. Stofugjald hjá sérfræðing-
um mun hækka úr 64 krónum í 100
krónur.
Að sögn Páls Sigurðssonar,
ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu, hækka þessi
gjöld vegna rekstarkostnaðar-
hækkana og er nú verið að jafna
kostnaðinn miðað við það sem
hann var árið 1980. Þessar hækkan-
ir koma inn í vísitöiu sem verður
reiknuð út í byrjun október en
óvíst er hversu miicilli hækkun þær
valda á framfærsluvísitölunni.
Launafólk fær þá aðeins 4 prós-
enta hækkun á launum til þess að
mæta þessum hækkunum sem öðr-
um rekstrarkostnaðarhækkunum
frá því í mars, en þá var kaup-
gjaldsvísitölunni kippt úr sam-
bandi í raun. ast.
! Á morgun kl. 14.00 í Fs.
E1 Salvadornefndin
með fræðslufund
El Salvador-nefndin á íslandi heldur fræöslufund á morgun kl.
; 14.00. Kúbufarar frá því í sumar segja frá ferðum sínum og fjallað
, verður um starfið framundan. - óg.
Enn
semur
Nordal
af sér
„Enn einu sinni hefur íslensk rík-
isstjórn beygt sig fyrir hagsmunum
Alusuissc á kostnað innlendra raf-
orkukaupenda", segir í yfirlýsingu
Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda-
lagsins í tilefni álpappírsins frá
Zúrich. Síðan segir:
„Æskulýðsnefnd Alþýðubanda-
lagsins fordæmir harölega það
bráðabirgðasamkomulag sem nú
hefur verið staðfest af ríkisstjórn
Islands og felur í sér áframhaldandi
niðurgreiðslur almennings á raf-
orku til svissneska auðhringsins
Alusuisse.
Æskulýðsfylking Alþýðubanda-
lagsins átelur harðlega þau vinnu-
brögð sem ríkt hafa við samninga-
gerðina og þá leynd sem hvílt hefur
yfir henni.
Það er ljóst að í þriðja sinn hefur
samninganefnd undir forystu Jó-
hannesar Nordal látið Alusuisse
leika á sig. Honum tókst ekki að
leiðrétta raforkuverðið til ÍSAL,
hann samdi af sér.
Reykjavík 13. september.
Æskulýðsfylking
Alþýðubandalagsins. “
til lendingar á íslenskum flugvélum
né til flugs í lofthclgi íslands á tíma-
bilinu 15. september til 29. scpt-
ember. Þessi ákvörðun er tekin
„með hliðsjón af milliríkjasam-
ráði“ að því er segir í fréttatilkynn-
ingu frá ríkisstjórninni.
I fréttatilkynnmgu ríkisstjórnar-
innar segir að hún vilji með þessu
leggja áherslu á algjöra nauðsyn
þess að öryggi í farþegaflugi sé
tryggt - og að slíkur atburður end-
urtaki sig ekki.
Fáheyrð villimennska
„Flugvirkjafélag íslands harmar
og lýsir hér með vanþóknun sinni á
þeirri fáheyrðu villimennsku sov-
éskra stjórnvalda að láta skjóta
niður farþegaflugvél í áætlunar-
flugi og granda henni ásamt farþeg-
um og áhöfn, jafnvel þótt hún
kunni að hafa villst inn í sovéskt
yfirráðasvæði", segir í fréttatilk-
ynningu frá Flugvirkjafélaginu.
Skorar félagið á stjórnvöld að
bregðast hart við.
Þá hefur og borist fréttatilkynn-
ing frá Farmanna- og fiskimanna-
sambandi íslands um hinn voveif-
lega atburð. Þar segir að Alþjóöa-
samband flutningaverkamanna
hafi vegna árásar sovéskra flugvéla
á farþegaþotuna fordæmt atburð-
inn og lýst vanþóknun sinni í skeyti
til Andropovs leiðtoga Sovétríkj-
anna.
Alþjóðasambandið sem Far-
manna- og fiskimannasambandið
er aðili að, krefst rannsókna á at-
burðinum og refsiaðgerða sem
beint yrði að Sovétstjórninni.
„Hegðan sovésku stjórnarinar frá
því harmleikurinn átti sér staö
sýnir ómannúðleg viðbrögð
þeirra", segir í fréttatilkynningu
frá Farmannasambandinu.
-óg.
Viðskiptabankar taka 26 kr. fyrir að senda bréfí pósti en pósturinn 6.50
Mörg ný gjöld og
Þjónustugjöld bankanna
hækkuðu 1. september sl. í sam-
ræmi við hækkun póstburðar-
gjalda, en síðustu vikur hefur al-
menningur verið að átta sig á
ýmsum nýjum þjónustugjöldum
sem þessar stofnanir eru farnar
að taka m.a. fyrir póstsendingar,
símaþjónustu, Ijósritun og fyrir
að útbúa skuldabréf fyrir lántak-
endur.
ÖII gjöld sem viðskiptabank-
arnir taka fyrir sína þjónustu og
eru bundin vöxtum eða metin
sem ígildi vaxta er ákVeðin hverju
sinni af Seðlabanka. Önnur þjón-
ustugjöld ákveða viðskiptabank-
arnir hins vegar sín í milli og fá
blessun bankaeftirlitsins og upp-
áskrift Seðlabankans.
í maí sl. kom svokölluð af-
komunefnd banka og sparisjóða
sér saman um að samræma þessi
þjónustugjöld og var þá ýmsum
nýjum gjöldum bætt við sem áður
sagði og önnur hækkuð snarlega
sbr. ávísana- og hlaupareiknings-
hefti.
208 kr. fyrir að vélrita
Meðal þeirra nýju gjalda sem
komið var á í sumar eftir að
Seðlabankinn hafði legið yfir
þeim í rúman mánuð og síðar
samþykkt er sérstakt gjald fyrir
að útbúa skuldabréf eða tryg-
gingarbréf. Eftir síðustu hækkun
núna um mánaðamótin kostar
þessi vinna 208 kr. Sömu upphæð
þarf að borga ef viðskiptabanki
Stjórn Neytendafélags
Reyicjavíkur og nágrennis hefur
sent frá sér ályktun þar sem mælt
er harðlega þeirri auknu gjald-
töku sem samvinnunefnd banka
og sparisjóða hefur ákveðið á
bankaþjónustu.
„Á sama tíma og bann er lagt
við launahækkunum í landinu og
landslög banna breytingar á
álagningarreglum og greiðslu-
útbýr veðleyfi, veðbandslausn
eða breytingu á skilmálum.
Fyrir umbeðna tilkynningu
símleiðis þarf nú að greiða 20 kr. í
útlagðan kostnað og 26 krónur
fyrir umbeðna póstsendingu á
kvittun vegna t.d. millifærslu á
kjörum í óhag neytenda ganga
bankar á lagið og auka stórlega
gjaldtöku sína“, segir í ályktun-
inni.
„Stjórn NRON fordæmir einn-
ig þá aðgerð sem notuð er við
setningu þessara nýju reglna.
Viðskiptamenn bankanna eru
ekki taldir þess verðir að fá vitn-
eskju um þessar reglur, heldur er
þeim lætt inn bakdyramegin.
hærra
milli banka- og ávísanareiknings.
Póstburðargjald fyrir slíka al-
menna bréfasendingu er hins
vegar kr. 6.50. Ef bankinn sendir
í ábyrgð kostar sendingin með
öllu álögðum kostnaði 40 kr.
Fyrir ljósritun á einu eintaki skal
borga 7 kr.
Vart eru vinnubrögð sem þessi
í samræmi við ákvæði laga um
bann við samkeppnishömlum
sem ætlað er að koma í veg fyrir
samtfyggingu einokunaraðila svo
sem hér hefur gerst. Auk þess
virðist hér um að ræða augljóst
brot á bráðabirgðalögum um
verðlagsmál frá því í maí sl.“ segir
að lokum í ályktun Neytendafé-
lags Reykjavíkur og nágrennis.
- lg-
Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis:
Stóraukinni gjaldtöku
banka harðlega mótmælt
verð
Onnur gjöld
Önnur þjónustugjöld viðskipta-
bankanna eru m.a. útvegun veð-
bókarvottorðs og umsjón með
þinglýsingu, 33 kr. hvort um sig.
Fyrir innheimtu með árangri 160
kr. og árangurslausa.120 kr. Fyrir
útvegun samþykkis á skuldarsk-
jali 40 kr. í þóknun og aðrar 40 í
kostnað samtals 80 krónur. Við-
bótargjald vegna vanskila 26
krónur og ítrekuð tilkynning 52
kr. Fyrir viðtöku geymslufjár
(depositum) skal greiða í út-
lagðan kostnað 208 kr.
Ávísana- og hlaupareiknings-
hefti með 25 blöðum kostar nú 65
kr og útlagður kostnaður vegna
innistæðulauss tékk er metinn á
103 kr.
Ekkert auglýst
opinberlega
Það sem skiptir þó ekki
minnstu máli er að stór hluti þess-
ara þjónustugjalda hefur hvergi
verið auglýstur opinberlega fyrir
almenningi heldur liggja gjald-
skrár banka og sparisjóða fyrir
innan afgreiðsluborð ef einhverj-
um dytti í hug að spyrja nánar út í
þessa verðlagningu. - lg.