Þjóðviljinn - 16.09.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. scptembcr 1983 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9
\ ^ M m i X 1 1 Arja Sajonmaa í viðtali við Þjóðviljann
„ Fólk hlustará listamenn og þess vegna getur andóf þeirra gegn kjarnorkuvopnum skipt verulegu máli”.
Erlingur Gíslason leikari og Arja Sajonmaa á tali í Norræna húsinu.
Listamannasamtök í þágu lífsins
„ Fy rsta og æösta sky Ida
listamannsins er að vera betri
listamaður í dag en í gær.
Listamaðurinn tjáir sig í verkum
sínum fyrst og fremst. En
listamenn eins og aðrirtaka
ekki aðeins afstöðu í verkunum
heldur einnig í sínu einkalífi. Og
stofnun PAND-lnternational
hljómareins og loforð um að
listamenn hefji sig yfir allan
innbyrðis kryt og sameinist um
að vegsama lífið í heimi sem nú
fæst við að undirbúa sín eigin
endalok. Fólk hlustar á góða
listamenn og þess vegna getur
andóf þeirragegn
kjarnorkuvopnaógnuninni skipt
verulegu máli.”
Frægð og frami
Sú sem þetta mælir í stuttu sam-
tali við Þjóðviljann er finnska
söng- og leikkonan Arja Sajon-
maa, sem kom hér á friðarviku,
kynnti alþjóðasamtök listamanna í
þágu kjarnorkuafvopnunar og
söng fyrir gesti á Þjóðleikhúshátíð-
inni „Lífið er þess virði”, sl. sunnu-
dag. Arja er mörgum að góðu
kunn, söngur hennar heyrist stund-
um í Ríkisútvarpinu og í fyrra
staldraði hún við í Þjóðleikhúsinu
og flutti dagskrá sem hún var á leið
með á Scandinavia Today í Banda-
ríkjunum. Arja Sajonmaa lét fyrst
að sér kveða í Kom-leikhúsinu og
Stúdentaleikhúsinu í Helsinki og
var framkvæmdastjóri þess síðar-
nefnda um skeið, auk þess sem hún
skrifaði og söng. Það var svo gríska
tónskáldið Mikis Theodórakis sem
uppgötvaði hana sem efni í stór-
söngkonu og tók hana með ásamt
tveimur einsöngvurum öðrum á
þriggja ára heimsreisu. Síðan hefur
orðstír Örju Sajonmaa farið vax-
andi og við hafa tekið hljómplötu-
útgáfur, konsertar, kvikmynda- og
sjónvarpsleikur og sviðsleikur að-
allega í Finnlandi og Svíþjóð. Hún
hefur gert mikið af því að kynna
gríska, ítalska og chileanska tónlist
fyrir Norðurlandabúum, enda fell-
ur suðrænn skaphiti vel að dramat-
ískum sönghæfileikum Örju. Og
framundan bíða tilboð frá Broa-
dway og hinn stóri stjörnuheimur,
þó að Arja taki slíkum framtíð-
arpælingum með miklum fyrir-
vörum um að hennar heimili og að-
alvettvangur séu og verði Norður-
löndin. Uppá síðkastið hefur hún
fengist við að kafa í finnska músík
og m.a. komist að því að hjarta
Finna liggur einhvers staðar milli
tangósins og valsins, og finnskir
tangóar hennar með sænskum text-
um hafa náð feykilegum vinsæld-
um eins og fleiri plötur hennar.
Heima í Finnlandi býður ný plötu-
upptaka og senn liggur leiðin til
Ameríku aftur. Og ekki værum við
hissa þótt nafni Örju Sajonmaa
skyti upp hér á næstu Listahátíð,
enda hefur hún áhuga á að koma
hingað með skandinavískan kons-
ert í stað þess „ameríska”, sem hún
var með hér í fyrra.
PAND-lnternational
En viðtalið átti fyrst og fremst að
snúast um PAND-International og
Arja Sajonmaa byrjar að segja frá
á klingjandi finnlands-sænsku:
„Þetta byrjaði í Ameríku eins og
fleira gott. En 6. nóvember 1982
héldu samtökin „Listamenn með
friði” í Austurríki mikinn konsert í
Vínarborg, þar sem krafist var
kjarnorkuvopnalausrar Evrópu.
Tíu þúsund manns voru saman-
komnir í Borgarhöllinni í Vín og
hlýddu á marga af bestu listamönn-
um Evrópu klukkutímum saman.
Harry Belafonte var fulltrúi
Bandaríkjanna og PAND, en
Bitschevskaya var fulltrúi Sovét-
ríkjanna og var það í fyrsta sinn
sem meiriháttar sovéskur listamað-
ur kom fram á afvopnunarfundi í
Vestur-Evrópu. í lokin stjórnaði
International og er hér á myndinni
ásamt dóttur sinni Adrienne og
eiginkonunni Julie sem er aðstoð-
arframkvæmdastjóri PAND-
International.
Belafonte fjöldasöng í alþjóðlegu
friðarlagi, þar sem hann söng fyrsta
versið á ensku, þá Bitscheveska
annað vers á rússnesku, hinn
þekkti Hamborgarkór hélt áfram
með hið þriðja og að lokum sam-
einuðust allir viðstaddir í voldug-
um söng á fjölmörgum tungumál-
um, sveifluðu ljósum og héldust í
hendur.
Þetta var atburður sem snart alla
viðstadda djúpt, og daginn eftir var
haldinn fundur listamanna sem
ákváðu að stofna PAND-
International. (PAND - stendur
fyrir Performers and Artists for
Nuclear Disarmament - Flytjend-
ur og listamenn í þágu kjarnorku-
afvopnunar-og International þýð-
ir alþjóðasamtök). Fyrsti . fundur
samtakanna var haldinn í New
York í febrúar sl. og voru viðstadd-
ir fulltrúar frá 8 Evrópulöndum,
Bandaríkjunum (þar á meðal sjálf-
stæður hópur „Innfæddra
Ameríku-þjóða”), Kanada, Ást-
ralíu og Japan. Ákveðið var að
PAND-International ætti að þróa
smá saman upp í alheimssamtök
með aðalstöðvum í New York og
Vínarborg. Harry Belafonte var
kjörinn forseti og sænska leikkon-
an Bibi Anderson varaforseti.
Heimssamtök
Fyrsta verkefni PAND-
International var að ná varan-
legum tengslum við flytjendur og
listamannahópa í Sovétríkjunum
og ríkjum Áustur-Evrópu. Um
þetta verkefni hafa sameinast ýms-
ir þeir listamenn á Vesturlöndum
sem hafa sambönd og hafa flutt list
sína í Austur-Evrópu.
Það var svo fyrstu vikuna í þess-
um mánuði sem var efnt til annarr-
ar meiriháttar samkomu PAND-
International í Hamborg, þaðan
sem ég kem beint til íslands. 1.
september er hinn hefðbundni
minningardagur gegn stríði í Evr-
ópu, þegar menn minnast upphafs
síðari heimsstyrjaldarinnar 1. sept-
ember 1939. Listamönnum frá
stríðshrjáðum löndum var boðið
að taka þátt í miklum tónleikum
sem efnt var til af „Listamönnum
með friði” í Vestur-Þýskalandi.
Þarna komu saman listamenn úr
austri og vestri.
Að því verður nú unnið á næstu
mánuðum að stofna samtök í hin-
um ýmsu heimshlutum og einstök-
um löndum. PAND-International í
Bandaríkjunum hefur tekið að sér
forystuhlutverk í því efni og hafa
Florence Falk og Julie Belafonte,
sem eru aðstoðarframkvæmda-
stjórar samtakanna ferðast víða í
því skyni.
Ég er mjög ánægð með það að
íslenskir listamenn skuli nú hugsa
sér að stofna samtök í þágu kjarn-
orkuafvopnunar, og vera með í
þessu starfi á Norðurlöndum frá
byrjun. Ég vonast svo til þess að
framhaldið verði á þann veg að við
getum haft með okkur svæðissam-
band á Norðurlöndum og staðið
fyrir sameiginlegum samkomum
og aðgerðum.”
Söng fyrir Palme
og Koivisto
Arja Sajonmaa er stundum á
skúffumáli blaðamanna nefnd
„engagerad sángerska” og líta
menn á það neikvætt eða jákvætt
eftir því hvar þeir standa. Afstaða
hennar til lífsins kemur m.a. fram í
verkefnavalinu og þeim söngvum
sem hún velur að túlka, eins og t.d.
ljóðum Violettu Parra, sem hún
hefur kynnt Norðurlandabúum á
eftirminnilegan hátt, svo og ýms-
um grískum og suður-amerískum
frelsis- og mannréttindasöngvum.
Hún hikar heldur ekki við að taka
afstöðu í heimapólitíkinni og hefur
bæði sungið Koivistó inn í forseta-
embætti og Olof Palme inn í forsæt-
isráðherraembætti. Hún var aðal-
söngkona á kosningaferðalögum
þeirra beggja í Svíþjóð og Finn-
landi nú nýverið.
„Ég söng fyrir Olof Palme vegna
þess að hann heíur lagt sitt lóð á
vogarskál frelsishreyfinga víða um
heim, og afskipti hans af alþjóða-
málum eru mér að skapi. Hann á
skilið að fá viðurkenningu fyrir
það, en ég tók það fram að öðru
leyti tæki ég ekki afstöðu til innan-
ríkismála í Svíþjóð. Þeir unnu báð-
ir, Koivisto og Palme, en ég held að
þegar upp er staðið sé það hvorki
mér að kenna né þakka. Þó er pg
ekki í neinum vafa um að góður
listamaður hann hefur skapað mið-
il, samband við áhorfendur og
áheyrendur, sem má nota á ýmsan
hátt til þess að koma skilaboðum
áleiðis til fólks. Og þó það kunni að
vera umdeilt að taka afstöðu inn-
anlands þá vona ég að allir lista-
menn geti sameinast um að nota
rödd sína og tjáningarmátt í þágu
kjarnorkuafvopnunar og lífsins á
jörðunni. Eins og segir í markmiðs-
lýsingu PAND-International þá
viljum við ekki búa við heim sem
undirbýr markvisst endalok sín.
Þess í stað viljum við hjálpa til að
fóstra menningu sem kveikir
sköpunarmátt mannsins, heldur
upp á lífið og gerir fólki hvarvetna
kleift að ráða örlögum sínum. Það
er ætlun PAND að sameina lista-
mannahópa og aðdáendur þeirra í
stöðugri og virkri viðleitni til að
koma á kjarnorkuafvopnun allra
þjóða.”
-e.k.h.
Arja Sajonmaa kom á fund með fulltrúum listamanna í Norræna húsinu og
greindi frá PAND-International.