Þjóðviljinn - 16.09.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.09.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. september 1983 Hver mínúta er nýtt í degi ungra ísienskra kvenna: í matarhléinu eru prjónar og saumadót tekið upp og unnið af fulium krafti. Talið frá vinstri: Hrafnhildur Stígsdóttir, Kristín Ingvarsdóttir, Óiöf Sigríður Magnúsdóttir, Erna Arnardóttir, Katrín Kristjánsdóttir og Ester Jónsdóttir. (Ljósm. - Magnús) ( 55 Gætuin ekki lifað án eftirvinnu“ Rætt viö verkafólk í BÚR „Okkur líst afskaplega ilia á kaupið. Hverjum líst ekki illa á það þegar allt hækkar upp úr öllu valdi? Við vinnum hér til klukkan tíu á hverju kvöldi og líka á laugar- dögum - öðru vísi gætum við ekki lifað.“ Við hittum sex ungar konur í matarhléinu í Bæjarútgerð Reykjavíkur þar sem þær höfðu hreiðrað notalega um sig í horni undir stiga. Þar glömruðu prjón- arnir meðan skipst var á upplýsing- um úr daglega lífinu. Lífsfjörið var á sínum stað. Hrafnhildur Ólöf, Erna Kristín Ester og Katrín vinna allar í bónus og vinna eins mikið og boðið er uppá: 12 tíma á sólarhring og einn- ig um helgar. Fastakaupið er tæp ellefu þúsund á mánuði og bónus- greiðslan fer eftir dugnaði og gæð- um fiskaflans sem berst að landi. „Bónusinn getur farið upp í 2 til 2.500 krónur á viku,“ segja þær. „Þetta er þó afskaplega misjafnt, bæði eftir fólki og eftir dögum. Stundum berst lélegur afli og þá minnkar bónusinn, en stundum er þetta gott.“ Ein hinna ungu kvenna er að byggja, tvær leigja húsnæði, hinar búnar að kaupa eða búa hjá for- eldrum. Þrjár þeirra hafa börn á framfæri; allar verða að vinna sem þær geta - fyrir þau laun sem bjóð- ast. „Jú, ástandið er ákaflega slæmt,“ segja þær einum rómi. „Þetta er alltof mikil vinna og alltof lítið kaup. Ef ekki væri bónusinn væri þetta ekki hægt. En bónusinn er erfiður og of lítið greitt fyrir alla þessavinnu.“ ast „Kaupmennirnir kvarta ekki núna“ „Ætli við vitum ekki hvað þú ætl- ar að spyrja um. Dýrtíðina auðvit- að. Hún er á allra vörum núna, enda ástæða til þegar fólk er hætt að geta keypt nokkurn skapaðan hlut.“ Hulda, Ásgerður, Fjóla og Sig- urbjörg spiluðu í óðaönn á spil í matartímanum. „Þetta er hreint of- boðsleg dýrtíð. Vinkona mín keypti sér fjórar javanálar á heilar 48 krónur um daginn. Þetta er nú bara lítið dæmi af litlum nálum, sem sýnir best hvernig komið er,“ segir ein þeirra. Allar konurnar vinna allan dag- inn í bónus. „Við lifum ekki öðru vísi,“ segja þær. Bónusinn fer illa með fólk, þær eru alltaf með bólgur í handleggjum og hálsi. En það verður að hafa það fyrst ekki er öðru vísi hægt að lifa. „Það er til ríkt fólk hér á landi og það fólk á mikið undir sér og sífellt verið að hlaupa undir bagga með því. Þótt ríkisstjórnin ætli að hjálpa eitthvað þeim sem eru að fjárfesta núna munu þeir áreiðanlega ná því til baka af okkur aftur. Hinir ríku sleppa alltaf. Við hin megum bara vera á götunni, geta ekki keypt í matinn eða fætt börnin okkar." Fjóla Sigurjónsdóttir hefur unn- ið í fiski í 17 ár, og hún segir að sér hafi aldrei gengið eins illa að láta enda ná saman og nú. Hún segist vera að reyna að hjálpa krökkun- um sínum við að koma sér upp hús- næði, þetta gangi ekki nema með mikilli aðstoð. „Mesta áhyggjuefn- ið núna er unga fólkið og framtíð þess,“ segir Fjóla. Tekið í spil í matartímanum. Hulda Jakobsdóttir, Ásgerður Andrésdóttir, Fjóla Sigurjónsdóttir og Sigurbjörg Jónsdóttir. (Ljósm. Magnús) „Það er hart að dagvinnutekj- Nú heyrist aldrei frá kaupmönnun- um. En ekki skortir á að við séum bíður. Vinnan bíður. Strit og erf- urnar skuli ekki vera svo háar að um - eitthvað hljóta þeir þá að látin borga.“ iði. Launin bíða líka - launin sem fólk geti lifað á þeim“, segja kon- græða blessaðir. Víst er að við Og nú glymur bjallan og allar ekkert hafa hækkað frá því í júní. urnar fjórar. „Skömm og svívirða. græðum ekki sem stritum og erfið- skunda úr matsalnum. Fiskurinn ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.