Þjóðviljinn - 22.09.1983, Side 9

Þjóðviljinn - 22.09.1983, Side 9
Fimmtudagur 22. september 1983 WÓÐVILJINN SÍÐA 21 X ■ Sambandsþing UMFI: Islendingum ber að styðja friðarbaráttuna Svo sem fyrr hefur verið skýrt hér í blaðinu var sambandsþing Ungmennafélags íslands haldið í Stapa í Njarðvíkum dagana 10. og 11. sept. sl. Fjöimargar ályktanir voru samþykktar á þinginu, m.a. þær, sem hér fara á eftir: Göngudagur fjölskyld- unnar helgaður friði Sambandsþingið... „lýsir yfir ánægju með framkvæmd Göngu- dags fjölskyldunnar og hvetur ung- mennafélögin til áframhaldandi eflingar hans. Jafnframt beinir þingið því til stjórnar UMFI að sá möguleiki verði athugaður að helga Göngudaginn einhverju af- mörkuðu verkefni hverju sinni. Göngudagurinn 1984 verði.helgað- ur friði milli þjóða”. með því að hafa áhrif á innkaup annarra”. Ungmennabúðir Sambandsþingið.. :„samþykkir að hvetja aðildarsambönd sín til að starfrækja ungmennabúðir og bendir á þá miklu eflingu félags- þroska barna og unglinga, sem felst í þessu starfi. Jafnframt bendir þingið á að stórauka kynningu á starfsemi búðanna t.d. í Skinfaxa o.fl. fjölmiðlum,,. Áfengi og fíkniefni Sambandsþingið...„minnir á hið mikla áfengis- og fíkniefnavanda- mál, sem nú ríkir hér á landi og virðist fara vaxandi. Þingið skorar á ríkisvaldið og félagasamtök að auka fræðslu og áróður um skað- semi og hættur þær, sem eru sam- fara áfengis- og fíkniefnaneyslu. - þingstorfum. Þormóður Asvaldsson form. HSÞ í ræðustól. Aðrir frá v.: Sigurður Geirdal, framkvstj. UMFI. þingforsetar: Finnur Ingólfsson og Jóhann Geirdal, í vararstjórn UMFI: Magndís Alexandersdóttir og Dóra Gunnarsdóttir. Þingið skorar á alla aðila, sem standa fyrir samkomuhaldi, ekki síst aðildarfélög UMFI, að hvetja eindregið til bindindis á slíkum samkomum og standa vörð um strangt áfengisbann í öllu íþrótta- starfi. Þingið beinir því til samtaka sem vinna að bindindismálum að efla samstarf sín á milli til aukinna áhrifa í baráttunni gegn hverskon- ar neyslu ávana- og fíkniefna”. Þrastaskógur Sambandsþingið...„samþykkir að fela stjórn UMFI að hefja strax á næsta ári markvissa uppbyggingu á íþrótta- og útivistarsvæði í Þrasta- skógi við Sog. Gera þarf heildar- skipulag um nýtingu skógarins í framtíðinni og skulu frumdrög að því lögð fyrir næsta sambandsráðs- fund. Þingið telur að í heildar- skipulaginu þurfi að gera ráð fyrir húsnæði, sem geti hýst ungmenna- hópa, sem dvelji í skóginum. Þing- ið samþykkir að framkvæmdir við byggingu húsnæðis hefjist þegar efni og ástæður leyfa, en viðunandi hreinlætisaðstöðu verði komið upp sem allra fyrst. - Kannaður verði möguleiki á samráði við land- eigendur Alviðru og hluta Önd- verðarness um hugsanlega samnýt- ingu jarðanna”. Friðarbaráttan Sambandsþingið...„lýsir yfir stuðningi við málstað þeirra friðar- hreyfinga og samtaka, sem af ein- lægni berjast fyrir friði milli þjóða heimsins. Sú óhugnanlega stað- reynd blasir nú við að vígbúnaðar- kapphlaup stórveldanna, sem m.a. felst í takmarkalausri framleiðslu gereyðingarvopna, hefur nú dregið þjóðir heimsins fram á brún tortím- ingar. Það er skoðun þingsins að samkomulag stórveldanna um stöðvun á framleiðslu gjöreyðing- arvopna og eyðingu þeirra, og aukin barátta fyrir almennum mannréttindum hvar sem er í heiminum, sé eitt mikilvægasta skrefið til lausnar þeirri vá er við blasir”. - Það er álit þingsins „að íslendingum beri að leggja sitt af mörkum til þeirrar friðarbaráttu sem nú virðist vakna víða um heim og jafnvel hafa þar forystu á ýms- um sviðum. Ekki síst þeim sviðum er snerta beint lífsafkomu íslend- inga svo sem friðun Norður- Atlantshafsins”. -mhg Skógrækt Sambandsþingið... „samþykkir að á næsta ári verði gert átak í skóg- rækt á vegum ungmennafélaga. Stefnt verði að því að planta amk. jafnmörgum trjám og ung- mennafélagar eru margir í landinu eða um 26 þús. - Leitað verði sam- starfs við Skógrækt ríkisins og skógræktarfélög. Stefnt verði að því að gróursetja sem víðast um land”. „Eflum íslenskt” Sambandsþingið...„hvetur til áframhaldandi baráttu undir kjör- orðinu „eflum íslenskt”. Þingið hvetur ungmennafélaga til að halda vöku sinni í þessu efni og kaupa ætíð innlenda framleiðslu þegar því verður við komið og eins s Anamaðk- arnir aftur á kreik Á laugardagskvöldið hefjast að nýju sýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur á leikriti Per Olov Enquists Ur lífi ánamaðkanna, sem frumsýnt var í vor og hlaut þá af- bragðsgóðar viðtökur og umsagn- ir. Það gerist í Kaupmannahöfn á síðustu öld og aðalpersónur leiksins eru ævintýraskáldið vin- sæla H.C. Andersen og leikkonan Jóhanna Lovísa Heiberg, sem þótti ein fremst leikkona Norðurlanda á sínum tíma. Með þessi hlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún Asmundsdóttir og hlutu þau bæði mikið lof fyrir túlkun sína á þessum frægu persónum. í öðrum hlutverkum eru Steindór Hjörleifs- son, sem leikur Heiberg og Mar- grét Ólafsdóttir, sem leikur gamla konu, sem er á sviðinu alla sýning- una. Leikmynd og búninga gerir Stcinþór Sigurðsson, Stefán Bald- ursson þýddi verkið, lýsingu annast Daníel Williamsson, Snorri Sigfús Birgisson hafði umsjón með tónlist en leikstjóri er Haukur J. Gunn- arsson, sem getið hefur sér gott orð fyrir sviðsetningar sínar víða um Norðurlönd. Hus: Ibuðahverfi við Granda. Byggt 1982. Arkitektar: Ingimundur Sveinsson og Egill Guðmundsson ÞAÐ SKALVANDA SEM LENGISKALSTANDA Korrugal ál var valið sem þakefni á nýja rað- og einbýlishúsahverf- ið við Granda í Vesturbænum i Reykjavík. Hverfið stendur fyrir opnum Faxaflóanum, þar sem vindálag er mikið og úrkoma oft lárétt eins og viðar hér á landi. Hér þurfti þvi traust þak. Strangar kröfur voru einnig gerðar til nýtískulegs og samræmds útlits húsanna. Valið var Korrugal ál. Korrugal er vandað efni og úthugsað kerfi: Plötur, listar, smeygar, vatnsbretti, horn. Snjallar og traustar festingar. Allt fyrirliggjandi. Uppsetning er auðveld og greinargóðar upplýsingar fyrir hendi. Korrugal er með innbrenndri, varanlegri lakkáferð sem flagnar aldrei. Það er þvi sama hvort þú hugsar um uppsetningu, útlit eða endingu. Lausnin er sú sama: Korrugal álklæðning. TÖCGURHR BYGGINGAVÖRUDEILD Bíldshöfða 16 Sími 81530

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.