Þjóðviljinn - 26.10.1983, Síða 2
■ ' ■ - ' \V,V
2 SIÐA — ÞJÓÐyiLJINN'Miðvikudagur 26. október !983
Háskólafyrirlestur
Um
,jnorfólógíu”
Dr. Wolfgang Wurzel, prófess-
or frá Akademie der Wissensc-
haften der DDR í Berlín, flytur
tvo opinbera fyrirlestra í boði
heimspekideildar Háskóla ís-
lands og fslenska málfræðifélags-
ins. Prófessor Wurzel er málvís-
indamaður og fékk áhuga á ís-
lensku af kynnum sínum við pró-
fessor Svein Bergsveinsson, sem
kenndi íslensku í Berlín ára-
tugum saman.
Fyrri fyrirlesturinn nefnist
„Zur Vorhersagbarkeit vom
morphologischen Wandel” og
verður fluttur á morgun,
fimmtudaginn 27. október kl.
17.15, í stofu 422 í Árnagarði.
Síðari fyrirlesturinn nefnist
„Die Morphologisierung von
phonologischen Regeln: anhand
von altgermanischen Um-
lauterscheinungen”, og verður
fluttur mánudag 31. október kl.
17.15 í stofu 422 í Árnagarði.
Báðir fyrirlestrarnir verða
fluttir á þýsku, en fyrirspurnum
svarað á íslensku eða ensku.
Öllum er heimill aðgangur.
■
'.y. ■ .
• '■ ■■' .':■■ ' : ■
; ■;;; ; ■
mynd: éík,
Þríhjólastreita
- Ég skal'Vera á undan upp - Iss, þú getur ekkert. - En ég er sterkari en allir gír- svartur eins og kók!
drulluna. - Ég get það sem mér sýnist. ar og ég skal spýtta svo á - Og þú... og þú... ert þrí-
- Nei, það verð ég. Ég er á þriggja gíra þríhjóli. undan þér að þú verður allur hjólafól...
Tímaritið
Mótorsport
er komið út. Er þetta 14. tölu-
blaðið frá upphafi og hefur salan
aukist úr tæplega tvö þúsund ein-
tökum í u.þ.b. sex þúsund. Allir
Mótorsportklúbbar á landinu að-
stoða við útgáfuna, en fyrirtækið
Mótorsport er hinn eiginlegi út-
gáfuaðili.
Forsíðu nýjasta tölublaðsins
prýðir glæsilegur antik farkostur
sem var á bílasýningu í Essen í
Þýskalandi. Fleiri myndir frá
þeirri sýningu eru í opnu blaðs-
ins.
Fastir liðir, eins og bíll mánað-
arins; skyggnst í skúra; viðgerð-
arþáttur og innlendur og erlendar
smáfréttir eru á sínum stað, auk
greina um hraðskreiðasta bát á
Islandi; sparakstur; hópakstur og
ökuleikni fornbíla; bílasýningu á
Akureyri; fjórhjóladrifsfram-
leiðsluna o.fl. Einnig er sagt frá
öllum keppnisgreinunum.
Mótorsport fæst á öllum helstu
blaðsölustöðum og kostar 60 kr.
Tikkanen
Hvernig á ég að geta treyst eigin-
konu minni þegar ég veit að fíilin
félagar mínir treysta á sínar?
Anna Guðný Guðmundsdóttir,
píanóleikari.
Eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum þarf tvær forsendur fyrir
áframhaldandi starfsemi ís-
lensku hljómsveitarinnar: 1. að
takist að safna 400 áskrifend-
um fyrir 28. okt., 2. að vilyrði
fáist frá stjórnvöldum um að
afar erfið samkeppnisaðstaða
hljómsveitarinnar verði bætt að
nokkru leyti. Báðar þessar for-
sendur þokast nær. Og nú
stendur yfir lokaátakið. Stjórn
hljómsveitarinnar hvetur alla þá,
sem vilja gera henní kleift að
stafa áfram, að taka nú höndum
saman og sækja um áskrift fyrir
næstu mánaðamót,
Um næstu helgi mun stjórn
hljómsveitarinnar funda af mik-
illi „áfergju“ og verður þá tekin
endanleg ákvörðun um fram-
halclið. Ef ákveðið verður að fella
seglin, verður boðað til blaða-
mannafundar miðvikudaginn 2.
nóv. að Fríkirkjuvegi 11 kl. 15.00
- en auðvitað er vonast til að
komist verði hjá því.
Fyrstu áskriftartónleikar ís-
lensku hljómsveitarinnar af sex á
öðru starfsári eru fyrirhugaðir í
Neskirkjufimmtudaginn 10. nóv.
Pétur Jónasson, gítarleikari.
Guðmundur Egilsson, hljóm'
sveitarstjóri.
Kristinn Sigmundsson, söngvari.
íslenska hljómsveitin
Herðum
róðurinn
kl. 20.30. Á tónleikunum, sem
bera yfirskriftina „Frá nýja
heiminum” verða flutt sex tón-
verk, sem tengjast Suður- og
Norður-Ameríku. Hljómsveitin
mun frumflytja tónverkið
Summer-Soft, eftir Mark W.
Phillips, samið sérstaklega fyrir
íslensku hljómsveitina. Pá mun
Anna Guðný Guðmundsdóttir,
píanóleikari, flytja Þrjár Jazz Pí-
anó Prelúdíur, eftir eitt ástsæl-
asta tónskáld Bandaríkjanna,
George Gershwin. Annar ein-
leikari kemur fram á þessum tón-
leikum, Pétur Jónasson, sem
leikur einn vinsælasta gítarkons-
ert tónbókmenntanna, konsert
brasilíska tónskáldsins Heitor
Villa-Lobos.
Síðari hluti tónleikanna hefst
með tríói eftir Charles Ives,
Largo, sem leikið verður af Sig-
urði I. Snorrasyni, Hlíf Sigur-
jónsdóttur og Önnu Guðnýju
Guðmundsdóttur. Þá mun Krist-
inn Sigmundsson flytja nokkra
negrasöngva, en Kristinn hefur
vakið mikla athygli að undan-
förnu fyrir vandaðan söng. Loka-
verk þessara amerísku tónleika
er hljómsveitarverkið Three
Latin-Americín Sketches, eftir
Aron Copland, en í verkum hans
birtist tjáningargleði ameríkubú-
ans í sinni fjörugustu mynd.
Verkið er í raun tveir dansar í
blóðheitum Suður-Amerískum
stíl auk milliþáttar, sem ber yfir-
skriftina „Paisaje Mexicano”,
(mexikanskt landslag). Stjórn-
andi á þessum fyrstu tónleikum
verður Guðmundur Emilsson.
Að því er stefnt, að öll 400 á-
skriftarkortin seljist fyrir upphaf
starfsárs og því munu miðar ekki
fást í lausasölu. Sem fyrr segir
þurfa umsóknir um áskrift að
hafa borist skrifstofu hljóm-
sveitarinnar að Fríkirkjuvegi 11
fyrir 28. okt., bréfleiðis eða sím-
leiðis í síma 22035. Aðgöngumið-
ar á fyrstu tónleikana verða af-
hentir í skrifstofu hljómsveitar-
innar 1.-5. nóv. Áskriftargjald er
kr. 1600, sem greiða iná í tvennu
lagi, fyrir 5. nóv. og fyrir 10. des.
Þeir, sem kjósa að styrkja hljóm-
sveitina sérstaklega geta gerst
styrktarfélagar, en þeir greiða kr.
2.400 fyrir áskrift, sem borga má
með sama hætti.
-mhg