Þjóðviljinn - 26.10.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 26.10.1983, Qupperneq 3
Miðvikudagur 26. október 1983 ÞJÓÐVÍLJÍNN' - SÍÐÁ 3 Gæðum pólitíkina lífi og fjon segir Guðbjörg Sigurðardóttir, nýkjörinn formaður Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins Starfsemi Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins hefur mjög glæðst uppá síðkastið, sagði Guðbjörg Sigurðardóttir nýkjörinn formaður Æskulýðs- fylkingar AB í spjalli við Þjóð- viljann í gær. - Þingið okkar um helgina var mjög líflegt og áhugi ungs fólks á .sósíalisma hefur fremur færst í aukana heldur en hitt. En við höf- um gætt okkur á því, að fleira er nauðsynlegt en pólitíkin þurr og þess vegna höfum við lagt mikla áherslu á almennt félagslíf. - Samkvæmt þeim hugmynda- lista sem við vinnum eftir er ýmis- legt á döfinni. Þannig ætlum við að halda áfram skálabyggingunni í Sauðadölum. Við ætlum að setja leshringi á laggirnar og við ætlum að verða enn hressari í útgáfu- starfseminni. Ætlunin er að frétta- bréf komi frá okkur, dreifiritin pólitísku sem notið hafa mikilla vinsælda koma áfram út og fleira bitastætt. - Við leggjum áherslu á að sem allra flestir verði virkir í félagslífinu og vonum eftir enn meiri árangri í Guðbjörg Sigurðardóttir formaður ÆFAB: Áhugi ungs fólks fer vaxandi. Urskurðaraðilar í deilum íslands og Alusuisse: Þrir Banda- ríkjamenn Bandanskur lagaprofessor við Harvard, Stanely Surrey, hefur verið tilnefndur af iðnaðarráðuneyti í dómnefnd, sem á að úrskurða um rétt ríkisstjórnar íslands til að endurskoða reikninga ísals fyrir árin 1976-1980 og ákvarða framleiðslugjald aftur í tímann. Ncfndin á einnig að úrskurða um atriði sem stangast á í aðal- og aðstoðarsamningi við Alusuisse um þetta atriði. Fulltrúi Alusuisse í nefndinni er einnig þekktur bandarískur lög- fræðingur, Leon Silverman. Hann starfar fyrir stórt lögfræðifirma í New York. Surrey er þó þekktari, einkum fyrir að hafa verið aðstoð- arfjármálaráðherra í stjórnum Kennedys og Johnsons. Ekki hefur verið gengið frá skipun odda- manns, sem aðilar báðir koma sér saman um. Nefndin á að skila áliti innan 6 mánaða frá því hún var fullskipuð. Að sögn Páls Flygering verður þriðji maðurinn í nefndinni einnig bandaríkjamaður. Þá hefur verið gengið frá skipun í dómnend skattasérfræðinga ís- lenskra. Sú nefnd á að úrskurða um hvernig reikna skuli afskriftir ísal á gengistapi og menungarvarnabún- aði og hvort fyrirtækið hafi rétt til að leggja í varasjóð af nettóhagn- aði sínum. Nefndin á einnig að úr- skurða um hvort ríkisstjórnin á rétt til að gera kröfu á sektarálagi vegna vangoldins framleiðslu- gjalds. Fulltrúi iðnaðarráðuneytis- ins í nefndinni er Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandiw fulltrúi ísals er Sigurður Stefánsson, einnig löggiltur endurskoðandi og odda- maður er Guðmundur Skaftason, hæstaréttarlögmaður, sem einnig er löggiltur endurskoðandi. Þriðju nefndina sem bráða- birgðasainkomulagið frá í haust gerir ráð fyrir, skipa ríkisendur- skoðandi, endurskoðandi ísals og oddamaður, en verkefni hennar er að reikna út skatta ísals samkvæmt niðurstöðum fyrrnefndra tveggja nefnda. í. Fræðslukvikmyndin um gæðamálin: „Hálfgerð skrípamynd” þeim efnum á næsta starfsári. Þá lítum við tilhlökkunaraugum til skipulagsbreytinganna á Alþýð- bandalaginu, sem gerir okkur von- andi auðveldara fyrir. Allir sem áhuga hafa á eiga að verða með í sem mestu af þeirri starfsemi sem við stöndum fyrir. - Stjórnin sem kosin var á þing- inu nú um helgina skipar 11 manns og 4 varamenn. Við eigum eftir að skipta með okkur verkum en við erum öll staðráðin í að halda uppi fjörugu starfi, sagði Guðbjörg Sig- urðardóttir formaður Æskulýðs- fylkingar AB að lokum. —óg _ Kvikmyndin sem ráðuneytið lét gera um gæðamál er hálfgerð skrípamynd, segja allir sjómenn sem ég hef rætt við um máið, sagði Skúli Alexandersson á al- þingi í gær í umræðu um gæða- málin í sjávarútvegi. Skúli sagði að vinnubrögðin sem sýnd væru í hinni umdeildu mynd hefðu betur átt við fyrir tutt- ugu árum heldur en nú og væri sjávarútvegsráðuneytinu á engan hátt til sóma. Fyrirspurn Jóhanns Kúld ekki svarað Skúli vék síðan að þeirri fyrir- spurn sem komið hefði frá Jó- hanni J.E. Kúld um reglugerðar- brot í kvikmyndinni en Jóhann hafði birt fyrirspurn sína í Þjóð- viljanum, þar sem hann spyr Halldór Ásgrímsson hvort hann muni ekki beita sér fyrir því að koma í veg fyrir dreifingu mynd- arinnar á myndbandi þar sem í ljós hefði komið á reglugerð við fiskaðgerð á kvikmyndinni. Gerði Skúli fyrirspurn Jóhanns að sinni. Halldór Ásgrfmsson kvaðst ekki getað svarað þeirri fyrirspurn nema í löngu máli og var henni því ekki svarað í gær. -óg Seðlaprentun og 73% verðbólga Hallarekstur þjóðarbúsins og mikil lánsfjárþörf sjávarút- vegs og ríkissjóðs, „sem hvort tveggja veldur peninga- myndun beint úr Seðlabankanum" reyna mikið á þol banka og aðhald að almennum lánveitingum þeirra, segir í lánsfjáráætlun. „Að óbreyttum horfum stefnir í 85% aukningu innlána á árinu“ og væru út af fyrir sig viðunandi árangur að tiltölu við u.þ.b. 73% verðbólgu." 690 m. kr. frá lífeyrissjóðum Fjárþörf íbúðarlánasjóðanna er mjög mikil á árinu 1984 vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um hækkun lána til íbúðabyggjenda. „Framlag úr ríkissjóði er samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 400 m. kr. Lánsfjáröflun til sjóðsins er fyrirhuguð þannig að 690 milljónir króna verði aflað hjá lífeyrissjóðum og 200 m.kr. verði aflað með sérstakri út- gáfu skuldabréfa. Ríkisstjórnin stefnir að því að ná samn- ingum um að bankakerfið fjármagni svonefnd fram- kvæmdalán húsbyggingarkerfisins alls 115 m.kr. án beinnar milligöngu húsnæðislánasjóðanna.“ Orkuframkvæmdir þriðjungi minni Áætlað er samkvæmt lánsfjáráætlun að byggingar og mannvirki hins opinbera dragist saman um 9.8% á næsta ári. „Samdrátturinn stafar allur af minni raforkufram- kvæmdum en þær eru taldar dragast saman um rúmlega þriðjung“. Skuldaauki Alberts rúmur milljarður Skuldaauki Alberts í Seðlabankanum á árinu nemur þegar rúmum milljarði króna. „Tekjuskerðing ríkissjóðs hefur valdið rekstrar- og greiðsluhalla sem áætlaður er um 2% af þjóðarframleiðslu. Mánuðina janúar-júlí nam greiðsluhalli ríkissjóðs 1.327 m.kr. eða 15% af gjöldum þess tímabils. Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann nam 1.170 m. kr. í lok september og hafði hækkað frá ársbyrjun um 1.014 m.kr.“ Virkjun sjávarfalla Risafyrirtækið Lockhead Missiles and Space Company hefur tryggt sér einkaleyfi hér á landi á aðferð og tækni til Albert Guðmundsson fjármálaráðherra lagði fram láns- fjáráætlun í gær og hér sést hann ræða við þingmenn Bandalags jafnaðarmanna Stefán Bcnediktsson og Kol- brúnu Jónsdóttur. Ljósm.: eik. að virkja sjávarfallastrauma. Páll Theódórsson, eðlisfræð- ingur sagði í gær að Bretar og V-Þjóðverjar væru hvað fremstir í rannsóknum á þessari virkjunaraðferð en langt væri frá að hún væri álitleg ennþá vegna mikils kostnaðar. Hér á landi hefur lítt verið hugað að þessari virkjunarað- ferð fremur en í öðrum löndum sem hafa óbeislaða vatnsaflsorku. Hitaveituátakinu nær lokið í lánsfjáráætlun kemur fram að áætlað er að hitaveitu- framkvæmdir aukist um 20% á næsta ári. „Um 3/4 hlutar af áætluðum hitaveituframkvæmdum á næsta ári verða á vegum Hitaveitu Reykjavíkur. Framkvæmdum við aðrar stærri hitaveitur er nær lokið, en hér er um að ræða Hitaveitu Akureyrar, Hitaveitu Suðurnesja og Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar“. Blönduvirkjun seinkar enn í lánsfjáráætlun kemur fram að 200 milljón kr. verði teknar að láni fyrir Landsvirkjun vegna Blönduvirkjunar, en því fé er að mestu ráðstafað vegna samninga. „Lántöku- áform Landsvirkjunar voru hinsvegar mun meiri fjárhæð, en þau reyndist nauðsynlegt að lækka." Þess ber að geta að 700 milljónir fær Landsvirkjun vegna Kvíslárveitna. „Fyrirsjáanlegar afleiðingar þessa niðurskurðar eru að gangsetning Blönduvirkjunar frestast a.m.k. til haustsins 1988“. Hagstæður vöruskiptajöfnuður Vöruskiptajöfnuðurinn var hagstæður sem nam 188.909.000 kr. í september, en í sama mánuði í fyrra var hann óhagstæður um 302.399.000 kr. Flutt var út fyrir rúma 2 milljarða króna en inn fyrir 1.8 milljón kr. ríflega. Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu átta mánuði ársins er óhag- stæður um 725.333.000 kr., en var í sömu mánuðum í fyrra óhagstæður um 2.379.701 kr. Meðalgengi erlends gjald- eyris í jan.-sept. er talið 99.9% hærra en það var í sömu mánuðum 1982. Hús fyrir atvinnuleikhópa Menntamálaráðuneytið hefur óskað eftir því að Reykja- víkurborg tilnefni einn mann í þriggja manna nefnd sem kanna á húsnæðismál atvinnuleikhópa í höfuðborginni. Nefndarskipunin er tilkomin vegna bréfs frá Leiklistar- skóla ríkisins, þar sem lýst er áhyggjum út af húsnæðiseklu sem atvinnuleikhópar búa við í borginni. 162 nauðungaruppboð f síðasta tölublaði Lögbirtingarblaðsins, sem út kom sl. föstudag eru auglýst 162 nauðungaruppboð á fasteignum og skipum, öll utan Reykjavíkur. I Keflavík, Njarðvíkum, Garðinum, Grindavík, Sandgerði og Vogum eru auglýst 45 uppboð, í Garðabæ og Mosfellssveit 80 uppboð, í Kópa- vogi 26 og á Akureyri 11. í þessu sama tölublaði eru einnig tilkynningar um þrjú bú sem tekin hafa verið til gjaldþrota- skipta í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.