Þjóðviljinn - 26.10.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 26.10.1983, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. október 1983 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Eramkvsemdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Jtitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Biaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglvsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónssan. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Jóhannes Harðarsnn. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Olöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sjmi 81333. Umbrot og setning: Prefnt. Prentun: Blaðaprent h.f., Willy Brandt, McNamara og Glenn - eða Geir Um helgina ítrekaði Geir Haligrímsson utanríkisráð- herra þá afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt væri að NATO setti upp nýjar kjarnorku- vopnaeldflaugar í Evrópu. Uppsetningin ætti að hefjast þegar á þessu ári. Allt annað væri ómerkilegt hjal í óábyrgum og fávísum friðarsinnum sem ætluðu að grafa undan „samstöðu vestrænna ríkja.“ Þessi afstaða íslensku ríkisstjórnarinnar skipar henni á bekk með öfgafyllstu vígbúnaðaröflunum í veröld- inni. Á síðustu vikum og mánuðum hafa virtir stjórnmálaleiðtogar í Evrópu og Bandaríkjunum hafn- að þessari stefnu. Þeir hafa tekið undir röksemdir friðarhreyfinganna gegn nýju Evrópueldflaugunum. Fyrir skömmu lýsti Robert McNamara, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, því yfir að engin hernaðarleg nauðsyn lægi að baki ákvörðun NATO að koma nýju eldflaugunum fyrir. Hér væri bara á ferðinni pólitískt tafl. McNamara varaði eindregið við því að hættulegur pólitískur leikur yrði áfram drifkraftur at- burðarásarinnar. NATO þyrfti ekki á eldflaugunum að halda. Engar haldbærar öryggisröksemdir væri hægt að færa fram til stuðnings uppsetningu þessara nýju eldu flauga. Þegar Dan Smith, forystumaður evrópsku friðar- hreyfinganna, hélt þéssu sama fram á Friðarhátíðinni í Reykjavík í byrjun september réðst Morgunblaðið á hann fyrir slíkan málflutning. Ætla Morgunblaðið og Geir Hallgrímsson að afskrifa Robert McNamara með sömu fyrirlitningunni? Það væri fróðlegt að fá svar við því í leiðurum Morgunblaðsins hvor þeirra sé líklegri til i að hafa meira vit á eldflaugamálum McNamara eða Geir Hallgrímsson. En það eru fleiri leiðtogar sem hafa tekið undir rök friðarhreyfinganna og hafnað stefnu NATO-íhaldsins í ríkisstjórn íslands. Á stórfundinum í Bonn um síðustu helgi flutti Willy Brandt aðalræðuna. í embættum borg- arstjóra Berlínar, kanslara Vestur-Þýskalands og í for- mannssæti í alþjóðasambandi sósíalista hefur Brandt ; unnið sér slíkt traust að varla er nú í forystusveit álfunn- | ar nokkur hans jafnoki. Willy Brandt studdi á sínum tíma ákvörðun NATO ; um að setja upp nýjar kjarnorkueldflaugar. Hann hefur ; nú tilkynnt að rás atburðanna hafi gerbreytt forsendum í þessarar stefnu. Á fundinum í Bonn gekk Willy Brandt • í lið með friðarhreyfingunum í baráttunni gegn þessum ; áformum NATO. Hvor skyldi hafa meiri reynslu og yfirsýn í stjórnmálum Evrópu Willy Brandt eða Geir | Hallgrímsson? í Bandaríkjunum gerast æ fleiri talsmenn þess að hætta eigi við uppsetningu eldflauganna í Evrópu eða a.m.k. taka ákvörðun um að fresta henni svo að meiri tími gefist til afvopnunarviðræðna. Sá forystumaður demókrata, sem margir telja líklegastan til að sigra Reagan í næstu forsetakosningum, Glenn þingmaður í Öldungadeildinni, hefur tekið skýra afstöðu með frest- un uppsetningar. Glenn er talin hafa hvað mesta þekk- ingu meðal bandarískra þingmanna á vígbúnaðarmál- um. Hann hefur notið gífurlegrar virðingar í umræðum 'um hernaðarmálefni á þingi Bandaríkjanna. Glenn hefur nú hafnað kröfunni um tafarlausa framkvæmd eldflaugaáætlunar NATO. Hvor þeirra skyldi hafa meiri þekkingu á hernaðaráætlunum Glenn eða Geir Hallgrímsson? íslenski utanríkisráðherrann hefur tekið afstöðu með verjendum aukins vígbúnaðar. íslenska þjóðin fylgir hins vegar þeim Willy Brandt, McNamara og Glenn. ór1 klippt Byrjað á núlli „Á afbrigöilegum tímum verð- ur aö taka djarfar ákvarðanir“, sagði Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, á fundi í Vest- mannaeyjum. Hvað sem segja má um fjármálaráðherrann verð- ur ekki af honum skafið að hug- dettur hans og tillögur eru bæði djarfar og stundum afbrigðilegar. í Vestmannaeyjum datt honum í hug það snjallræði að slá striki yfir skuldir sjávarútvegsins við opinbera sjóði.og skapa sjávarút- veginum nýjan grunn til aö byggja á. Semsagt, það á að leyfa útgerðarmönnum og fiskvinnslu- fyrirtækjum að byrja á núlli, og sjá hvort þau spreyta sig ekki. Nú er það svo að þessir aðilar hafa lengi haldið því fram að opinber stjórnarstefna hafi miðast við 0- rekstur, og sjávarútveginum hafi aldrei verið leyft að safna í sjóði og hafa hagnað sinn í friði innan greinarinnar. Á hausinn með þá Röksemd fjármálaráðherra er sú að fari sjávarútvegsfyrirtæki umvörpum undir hamarinn muni tap opinberra sjóða hvort eð er verða svo mikið að það taki því ekki að vera að innheimta þetta. Ekki verða menn hinsvegar miklu nær um það hver stefna ríkisstjórnarinnar sé af því að hlusta á Albert. Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra er ný- búinn að lýsa því yfir að það sé mikil þjóðarnauðsyn að leyfa mönnum að fara á hausinn með sinn atvinnurekstur. Ekkert er þjóðarbúskapnum hollara að mati Sverris. Hver á að borga? Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefur leyft sér að benda fjármálaráðherra á að þeir peningar, sem t.d. Fiskveiðisjóð- ur hefði lánað í sjávarútveg væru að stærstum hluta erlend lán, en einnig lán frá lánastofnunum inn- anlands, þ.e. skuldir sem ekki yrði komist hjá að greiða með til- heyrandi lánskostnaði. „Ef horf- ið væri að hugmynd eftirgjafar yrði jafnframt að gera sér grein fyrir því, hvar ætti að taka fjár- magn til þess að borga þessar skuldir“. Albert fann breiðu bökin Og þar stendur hnífurinn vænt- anlega í kúnni. Og þó. Albert Guðmundsson hefur að vísu margendurtekið að ekki verði lagðir meiri skattar á almenning, frekar segi hann af sér. (Samt er búið að hækka skattaprósentuna fyrir næsta ár og enn situr Al- bert.) Og hann þreytist ekki á að brýna fyrir mönnum að ekkert sé í ríkiskassanum nema skuldir. En hann hefur líka verið að auglýsa ríkisfyrirtæki, banka og opirtber hlutabréf til sölu. Og það eru nógir kaupendur. Svo virðist sem atvinnufyrirtæki í ýmsum grein- um vaði í peningum til þess að kaupa ríkisfyrirtæki. Ekki dettur okkur í hug að Albert ætli að gefa kunningjum sínum ríkisfyrir- tækin, heldur selja þau til ábata fyrir ríkissjóð á fullu verði. Því verður að álykta að Albert hafi í raun fundið breiðu bökin í þjóðfélaginu með sölutrikki sínu í sambandi við ríkisfyrirtækin. Nú getur hann gengið að þess- um mönnum sem hafa fullar hendur fjár til þess að kaupa ríkisfyrirtæki og sagt: „Ja, úr því að þið eruð svona múraðir, strák- ar mínir, þá munar ykkur ekkert um að yfirtaka skuldir sjávarút- vegsins í leiðinni. Þetta eru ekki nema svona þrír „billjardar“, smáaurar fyrir stórkalla eins og ykkur“. Klippari vill ekki trúa því að fjármálaráðherrann sé að blaðra einhverja vitleysu eins og hendir ónefndan samráðherra hans öðru hvoru. Hér er áreiðanlega á ferð- inni lævísleg taktík til þess að svæla refinn út úr greninu svo hægt sé að skera þá. Og það verð- ur áreiðanlega efnt til flugelda- sýningar í heiðursskyni við al- þýðuvininn mikla, eins og í afmæ- linu um daginn þegar Albert Guðmundsson hefur komið sjáv- arútvegsskuldunum yfir á breiðu bökin. Það er ekkert afbrigðilegt við það, heldur þarf aðeins til þess dirfsku sóknarmannsins. - ekh ocj skorið Hvað er að íslensku þjóðkirkjunni? — eftir LeifSveirmon A nœala ári, 1984, verður minnat 400 ára afmælia útKáfu (Juðbrandsbibllu. Dt«áfa Guð- brandnbibllu var svo afdrifarlk fyrir okkur, aö án hennar væri ekki til falenak þjóð I daj{. Það hefur KeyaileKa þýöinKu fyrir allu framtfð þjóðkirkjunnar, hvernÍK lil tekat með þetta af- mæ|i. ilinKað til Spánar barat mór einlak uf Mbl., þar aem skýrt er frá þvi, að lijóða eÍKÍ Hilly Grahttm til lslanda i tilefni ufniM'IÍHÍna. Vpnandi er þetta snemmbúið 1. aprll-eintak 1984. Kf rólt vœri, þá apyr éK atjórn Hins ial. bibliufélaKa. llver Kefur ykkur heimild til þeaa að avi- virða minninKU (Juðbranda Þor- lákaaonar með alfku heimboði. Rúaajandaferð^Rilly er mðnnum mcð aambvli'' *vvV< U'ifur Sveinaaon það að Kera tvo Kuðfneðiatúd- entu truflaða á Kfft^munum. ..u»kju á nam- ...ar. þá leynist oruKK* a*Ku einhver Tobba trunta ennþá mcðul okkur. Hana má panta á öllum árum öðrum en 1984. En að minnaat Guöbrandar Þor- Erlend skurðgoð Leifur Sveinsson, forstjóri Völundar og fyrrum formaður sóknarnefndar Dómkirkjusafn- aðarins, hefur setið suður á Costa del Sol að hvíla sig og verður þá fyrir skelfilegri truflun: Hann fréttir úr blöðum, að Hið íslenska biblíufélag ætli að bjóða banda- ríska predíkaranum Billy Gra- ham til landsins á næsta ári í tengslum við fjögurra alda afmæli Guðbrandarbiblíu. Þetta þykja Leifi mikil ótíðindi og hann spyr Biblíufélagsmenn í bréfi til Morg- unblaðsins og er ekki lítið niðri fyrir: „Hver gefur ykkur heimild til að svívirða minningu Guðbrands Þorlákssonar með slíku heim- boði?. Rússlandsferð Billy er mönnum enn í fersku minni, þar sem hann varð sér til ævarandi skammar". Hefur Leifur og fleiri orð ófögur um Billy, sem hann kallar „erlent skurðgoð" og bætir við upprifjun á því að „norskur útskúfunarbullari, prófessor Hallesby“ var boðið hingað og „svívirti hann látna menn með út- skúfunarbulli sínu“ - hefði það skurðgoð reyndar ekki afrekað annað en að trufla tvo guðfræði- stúdenta á geðsmunum og týnast síðan í norskum skattsvikamál- um. Hvað er að hverjum? Ekki munum við af Hallesby að segja. En þegar Leifur Sveins- son spyr: „Hvað er að íslensku þjóðkirkjunni?“ þegar hún fellur í þá synd að bjóða Billy Graham heim, þá er hann í raun og veru að senda skeyti í fleiri áttir en eina. Billy Graham hefur verið svo mikill dýrðarmaður í heimalandi sínu, að einatt er hann boðinn til Bandaríkjaforseta til að þeir fái mynd af sér með honum. Og Morgunblaðið, sem grein birtist í, hefur árum, ef ekki áratugum saman, haft Billy Graham að sérstöku andlegu leiðarljósi sínu, með innrammaðri hugleiðingu og mynd af „skurðgoðinu" - oft upp á hvern dag. Allt er þetta nokkuð fróðlegt. Eða eins og Kínverjar segja: Eg skamma munkinn, en meina en sköllótta manninn. ÁB.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.