Þjóðviljinn - 26.10.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 26.10.1983, Qupperneq 5
Miðvikudagur 26. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 J Friðarmálin kristölluð Hótel Borg var þéttsetin á ráðstefnu Lífs og lands á laugardaginn en hún bar yfir- skriftina ísland og friðarum- ræðan. Kristinn Ragnarsson, einn af forystumönnum sam- takanna, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ætlunin hefði verið að koma umræð- unni niður á skynsamlegra plan en algengast væri í fjölmiðla- umræðu og hann áliti að það hefði tekist. „Það þarf stór- aukna fræðslu í þessum mál- um“, sagði hann. Blaðamaður Pjóðviljans kom á staðinn skömmu eftir erindi Geirs Hallgrímssonar utanríkisráðherra og hlýddi á fulltrúa ýmissa samtaka sitja fyrir svörum um frið, afvopn- un og öryggismál. Um morguninn höfðu verið flutt erindi og frum- samið tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Þeir sem voru á Borginni þennan laugardagseftirmiðdag hlýddu með athygli á mál þeirra sem tóku þátt í umræðunni og var óspart klappað þegar eitthvað viturlegt kom fram. Sumir fengu samt ekkert klapp. Birgir ísl. Gunnarsson, fulltrui Sjálfstæðisflokksins, og Guð- mundur Heiðar Frímannsson, full- trúi Varðbergs, skáru sig nokkuð úr í umræðunni og töldu friðar- hreyfingunum flest til foráttu og þær væru jafnvel stórskaðlegar friði í heiminum. Fékk málflutn- ingur þeirra litlar undirtektir. Fulltrúar friðarhreyfinganna og annarra stjórnmálaflokka en Sjálf- stæðisflokksins bentu flestir á að eyðingarmáttur kjarnavopna væri nú margfaldur á hvert mannsbarn á jörðinni og því jafnvægi milli stór- veldanna í þessum efnum löngu náð. Ólafur Ragnar Grímsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins sagði það mikilvægast að ná nú samstöðu um að frysta frekari kjarnorkubún- að og stíga einhver skref til eyði- Fulltrúar friðarhreyfina sitja fyrir svörum. Högni Oskarsson frá Samtökum lækna gegn kjarnorkuvá, Gunnlaugur Stefánsson frá Þjóðkirkju, Arni Hjartarson frá Samtökum herstöðvaandstæðinga, Gerður Steinþörsdóttir og Kristín Astgeirsdóttir frá Friðarhreyfingu ísl. kvenna, Þór Sigfús son frá Friðarhreyfingu framhaldsskólanema og Þorkell Sigurbjörnsson frá Friðarsamtökum listamanna. Auk þeirra er á myndinni ^Guðmundur Heiðar Frímannsson frá Varðbergi. (Mynd: Magnús) Ólafsson frá Framsóknarflokki, Kristján Jónsson frá Bandalagi jafnaðarmanna og Jóhanna María Lárusdóttir frá Kvennalista. Þeir sem sátu fyrir svörunt sem fulltrúar ýmissa samtaka voru Árni Hjartarson frá Samtökum her- stöðvaandstæðinga. Högni Ósk- arsson frá Samtökum lækna gegn * kjarnorkuvá, Gunnlaugur Stefáns- son frá Þjóðkirkjunni, Gerður Steinþórsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir frá Friðarhreyfingu ísl. kvenna, Þorkell Sigurbjörns- son frá Friðarsamtökum lista- manna, Þór Sigfússon frá Friða- rhreyfingu framhaldsskólanema og Guðmundur Heiðar Frímannssori frá Varðbergi. - GFr leggingar þeirra kjarnorkuvopna að fslendingar gætu sameinast um svörum þessir fulltrúar sem til væru. Taldi hann sig geta að knýja á um slík skref. Auk Birg- stjórnmálaflokkanná: Árni Gunn- lagt ýmis deilumál til hliðar til þess is ísleifs og Ólafs Ragnars sátu fyrir arsson frá Alþýðuflokki, Haraldur Þeir spurðu fulltrúa stjórnmálaflokkanna, frá v. séra Gunnar Kristjánsson, Magnús Torfi Ólafsson blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Kjartan Ragnarsson leikari og Þórður Harðarson læknir. Landsráðstefna Sha um helgina Kvöldvaka á laugardagskvöld - Landsráðstefna verður í Félagsstofnun stúdenta og stendur í tvo daga, laugardag og sunnudag, sagði Guðmundur Guðlaugsson starfsmaður Sam- taka herstöðvaandstæðinga í viðtali við Þjóðviljann í gær. - Starfið að undanförnu hefur aðallega verið fólgið í því hjá okkur á skrifstofunni að undirbúa lands- ráðstefnu og senda út Dagfara. Þar er gerð grein fyrir landsráðstefn- unni, vangaveltur um stöðu Sha, undirskriftasöfnun um kjarnorku- Guðmundur Guðlaugsson starfs- maður Sha. Reikna með að her- stöðvaandstæðingar fari yfir hern- aðaráform ríkisstjórnarinnar. (Ljósmynd - Magnús). vopnalaus Norðurlönd, menningu og frið og fleira. - Landsráðstefnan hefst kl. tíu á laugardagsntorgun með skýrslum og almennum umræðum. Eftir há- degið verða flutt erindi tengd frið- armálum og stöðu Sha og her- stöðvamálsins. Um kvöldið verður svo kvöldvaka í Félagsstofnun stú- denta þarsem brugðið verður á leik. Þar verður fjölbreytt dagskrá söngur, upplestur og fleira gott. - Á sunnudaginn starfa svo um- ræðuhópar frameftir degi og verða niðurstöður þeirra ræddar í al- mennum umræðum og gengið frá ályktunum og kjöri miðnefndar. Áformað er að ráðstefnunni ljúki um sexleytið á sunnudag, sagði Guðmundur Guðlaugsson að lok- um. -óg Málfríður Einarsdóttír látín Málfríður Einarsdóttir rithöfundur lést í gær, 84 ára að aldri. Hún var fædd 23. október 1899 í Munaðarnesi í Stafholtstung- um í Mýrarsýslu. Faðir hennar var Einar Hjálmsson bóndi þar og móðir hennar var Málfríður Kristjana Björnsdóttir ljósmóð- ir. Málfríður Einarsdóttir úrskrifaðist úr Kennaraskóla íslands árið 1921. Hún hóf ritstörf á síðari hluta 6. áratugarins og hennar fyrsta bók kom út árið 1977. Hún hlaut viðurkenningu frá Menntamálaráði árið 1978,starfslaun úr launasjóði rithöf- unda 1979 og 1980 og árið 1980 hlaut hún listamannalaun. Eiginmaður hennar Guðjón Eiríksson lést árið 1970. Ágúst Ásgeirsson, framkvæmdastjóri markaðsdeildar og Pétur Eiríksson, forstjóri Alafoss hf. Nýju teppin í baksýn. - Mynd: Magnús. ✓ Alafoss hefur sókn gegn innflutningi á erlendum teppum: Ný tegund af ullarteppum í gær kynnti Álafoss nýja tegund af gólfteppum, sem fyrirtækið hef- ur byrjað framleiðslu á. Hafa þau hlotið nafnið ,,KRÓNÍ“. Tilraunir með framleiðslu þessara teppa hafa staðið yfir nú um nokkurra mán- aða skcið. Árangurinn af þeim til- raunum birtist nú í þessum nýju gólfteppum. Teppin eru alfarið unnin úr ull. Þau eru í sex litum og verð þeirra mjög hagstætt. Verð á fermetra í þeim teppum, sem fyrirtækið hefur framleitt til þessa, er frá kr. 756 til 1147. í nýju teppunum kostar fermetrinn hinsvegar aðeins kr. 421. Hið lága verð byggist einkum á sérstakri vinnslu úr garninu. Með framleiðslu á þessum nýju teppum viljum við koma til móts við þarfir neytenda jafnframt því sem við hefjum sókn gegn innflutn- ingi á erlendum teppum, sögðu þeir Álafossmenn. Á þriðjudaginn hefjast svo sér- stakir Álafossdagar og standa þeir yfir í hálfan mánuð eða til 7. nóv. Við athugum þá eftir helgina. - mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.