Þjóðviljinn - 29.11.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 29.11.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÖVILJINN Þriðjudagur 29. nóvfcmber 1983 Bláa stúlkan umvafin trénu. Messí- ana Tómasdóttir og Anna Einars- dóttir stýra brúðunum. Ljósm. - Magnús. Bláa stúlkan ,4>að sem ég vil gerau segir Messíana Tómasdóttir „Ég efast um að fuilorðna fólkið komi almennt, þó sýningin sé aðal- lega ætluð því. Það er yfirleitt litið á brúðuleikhús sem barnaskemmt- un en kannski er von til að ná til stærri hóps þegar saman kemur tónlist og leikhús eins og hér er“, sagði Messíana Tómasdóttir mynd- listarmaður. Fyrir skömmu frum- sýndi hún á Kjarvalsstöðum brúð- uleikverkið „Bláu stúlkuna“ en tónlistin er eftir Karólínu Eiríks- dóttur tónskáld. „Starfslaunin geröu mér kleift að klára þetta“, sagði Messíana. „Ég hafði reyodar löngu áður en ég fékk þau, talað við Karólínu og það segir sig sjálft að hálfs árs kennara- laun hrökkva hvergi nærri til að standa undir mörgum starfsmönn- um eins og þessi sýning krefst, þ.e. tónlistarmanna, leikara og sviðs- manna. Þau eru því löngu uppurin og vel það“. „Þetta er rosalega gaman", sagði Messíana ennfremur um tilurð og æfingu verksins. „Ég veit ekki hve- nær maður hefur tækifæri til að gera slíkt aftur, en þetta er það sem ég vil gera. Hér er allt ein leik- mynd, - leikararnir líka.“ - Fáum við kannski íslenskt brúðuleikhús bráðlega? „Ég.hef ekki trú á því. Það er ekki nóg að stofna brúðuleikhús af því að fólk langar til að stofna brúðuleikhús og fara síðan að leita að verki. Þvert á móti verður verk- ið fyrst að verða til og tjáningar- mátinn eða formið að ráðast af því, - brúðuleikhúsið er ákveðinn mið- ill og það er ballettinn t.d. líka. Fólk verður að vera tilbúið til að vinna hlutina á mismunandi hátt eftir því sem þeir krefjast, en ekki láta miðilinn eða formið sitja í fyrirrúmi. En það þyrftu að vera betri möguleikar á því að setja upp svona sýningar, - t.a m. styrkir af einhverju tagi, því þetta er óhemju dýrt.“ Bláa stúlkan er ljóðrænt lát- bragðsverk með tónlist, -það fjall- ar um frelsið, ástina og drauminn, segir höfundur. Tónlist Karólínu Eiríksdóttur skipar sama sess í verkinu og tónlistin í ballettverki og byggja hreyfingar brúðanna á henni. Tónlistin sem er samin fyrir fiðlu, píanó og klarinett verður leikin á sýningunum af Guðnýju Guðmundsdóttur, Snorra Sigfúsi Birgissyni og Óskari Ingólfssyni. Lýsingu annast Ágúst Pétursson og Árni Ibsen aðstoðaði við leik- stjórn. Anna Einarsdóttir leikari stýrir brúðunum ásamt Messíönu og Pétri Knútssyni. Sýningar flytjast nú í Gerðuberg og verða sem hér segir: Föstudag 2. des. kl. 20, laugardag3. des. kl. 17, sunnudag 4. des. kl. 17 og 18. Forsala aðgöngumiða er í Bóka- búð Máls og menningar. Sýningin er ætluð fullorðnum. -ÁI Frumvarp um verslunarleyfi til innflutnings Enginn áhugi á ódýr- arí innflutningsversiun sagði Svavar Gestsson á Alþingi í gær Miklar umræður spunnust um innflutningsverslunina í neðri deild Alþingis í gær er Svavar Gestsson mælti fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um verslunara- tvinnu, þar sem gert er ráð fyrir því að leyfi þurfi til innflutningsversl- unar. Að hálfu Svavars var lögð áhersla á að núverandi ríkisstjórn hefði engan áhuga á hagkvæmari innflutningsverslun, en talsmenn stjórnarinnar töldu sig hafa náð fram jafnvægi í inn- og útflutningi með kauplækkunaraðgerðum. Svavar benti á í málflutningi sín- um að þegar gengið væri harðar að kjörum launafólks en um áratuga- skeið væri helsta áhugamál stjórnarliða að tilkynna á fuhdum Verslunarráðs að gefa ætti bönkum frelsi til að stofna útibú, taka upp svokallaða frjálsa verslunarálagn- ingufrá 1. febrúarn.k., aukaskatt- frelsi hlutafjár og auðvelda leiðir til gjaldeyrissóunar. Hinsvegar hefði ekki verið stuðlað að hagkvæmari innflutningi til landsins þrátt fyrir að vitað væri að innflutningur til landsins væri 20-30% dýrari en þyrfti að vera vegna óskipulags í innflutningsversluninni. Svavar benti á skýrslu verðlags- eftirlitsins frá 1978 þar sem lagt hefði verið til eftirlit með innkaupsverði erlendis, samnor- rænar verðkannanir, sameiginlegir útreikningar á tollum og inn- kaupum, krónutöluálagning og verslunarleyfi. Fyrstu tvö atriðin hefðu komið tii framkvæmda og skilað verulegum árangri svo og aukið eftirlit með umboðslauna- skilum. Frekari aðhaldsaðgerðumí innflutningsversluninni hefði ekki verið fylgt eftir, enda þótt það hefði sýnt sig að þær skiluðu veru- legum árangri. Friðrik Sophusson og Jón Bald- vin Hannibalsson lögðu mest upp úr því í málflutningi sínum að Sva- vari Gestssyni hefði verið nær að framkvæma meira í sinni ríkis- stjórnartíð heldur en að vera nú að endurflytja gamlan draug. Benti Friðrik Sophusson m.a. að vegna gengisfestingar- ög kauplækkunar- stefnu stjórnarinnar væru ísl. iðn- aðarvörur nú á lægra verði en er- lendar og innflutningur hefði dreg- ist saman. Hann taldi að á tímum lækkandi verðbólgu ætti að gefa hlutina frjálsa, en aðhaldsaðgerðir ættu við í verslun á óðaverðbólgu- tímum. Hörð orðaskipti urðu vegna þessa máls á þinginu og komu þar m.a. við sögu Albert Guðmunds- son og Ólafur Ragnar Grímsson eins og vikið er að annarsstaðar. - ekh Ólafur Ragnar spyr Albert á Alþingi Hvar eru öll framvörpin? Aðeins lögð fram í fjölmiðlum en ekki á þingi „Það er hámark ósvífninnar þeg- ar maður sá sem hefur flutt fleiri frumvörp í fjölmiðium í haust en allir ráðherrar samanlagt í tíu ár kemur I ræðustól á Alþingi og ber það á Alþýðubandalagið að það sé að flytja frumvarp um verslunar- leyfi eingöngu í áróðursskyni“, sagði Ólafur Ragnar Grímsson m.a. um ræðu Alberts Guðmunds- sonar fjármálaráðherra í neðri deild Alþingis í gær. Ólafur Ragnar spurði hvar frum- vörp Alberts um sölu 18 ríkisfyrir- tækja væru. Ekki væru þau á borð- um þingmanna. Hann spurði og hvar frumvarpið um tollkrít væri sem Albert hefði rekið á eftir allt sl. kjörtímabil og lofað að leggja fram í haust. Ekki væri það á borð- um þingmanna. Þessum frumvörp- um hefði ráðherrann \feifað í sjón- varpi, útvarpi, fjölmiðlum og á mannamótum í áróðursskyni, en hverju sætti það að þau væru ekki lögð fram á Alþingi? Ólafur Ragnar vakti einnig at- hygli á því að samkvæmt yfirlýsing- um Alberts ræki hann áfram Heildverslun Alberts Guðmunds- sonar á sína persónulegu ábyrgð um leið og hann gegndi ráðherraá- byrgð. Þetta væri einsdæmi og þessvegna væri ef til vill ástæða til þess að flytja sérstakt frumvarp sem bannaði að veita ráðherrum verslunarleyfi. í máli ráðherrans og aðgerðum ríkisstjórnarinnar- kæmi eins og skiljanlegt væri greinilega fram með hverjum hags- munahjarta þeirra aðila sem að henni standa slægi. _ ejjj, Ulvtur viður- kenningu í Miinchen Guðrún Tryggvadóttir hefur fyrst erlendra nemenda við Mynd- listarakademíuna í Múnchen verið valin sem „Byrjandi“ - en það þýð- ir, að hún er önnur tveggja bestu nemenda skólans sem fá að halda sýningu á eigin verkum í hátíðasal skólans. Guðrún Tryggvadóttir hefur stundað nám í Reykjavík, París og í Múnchen síðan 1979 og hefur nú nýlokið námi þar. Hún hefur sýnt alloft hér heima, í Hollandi, Þýska- landi og Bandaríkjunum - nú síð- ast á Gullströndinni og í Rauða húsinu á Akureyri. Stuttar fréttir Líkfundur Líkið af skipstjóra Sandeyjar II, Guðmundi Geir Jónssyni, fannst á föstudagskvöld en vegna dimmviðris náðist það ekki fyrr en á laugardag. Líkið fannst í sjávarbotni í ná- munda við þann stað sem Sandey fórst. Nýr sveitarstjóri Viðar Már Aðalsteinsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri á Suðureyri og hóf hann störf um síðustu mánaðamót. Viðar Már er fæddur á Akureyri. Hann lauk prófi sem byggingatækni- fræðingur frá Noregi. Hann hefur síðustu ár verið bæjartæknifræðingur í Vestmannaeyj- um. Við krefjumst framtíðar í setuliði Bandaríkjamanna á Miðnesheiði eru nú 3081 hermaður, 300 tæknimenn og að auki eru um 1000 íslendingar í þjónustu her- liðsins í dag. Stærð bandarísku herstöðvanna í landinu er um 9600 hektarar og þar hafa risið 457 byggingar sem samtals eru 335.500 hektar- ar að stærð. Þessar upplýsingar og margar fleiri koma fram í nýju tölublaði Við krefjumst framtíðar, sem kom út í 10.000 eintökum nú fyrir helgi. Verið er að dreifa blaðinu á vinnustaði oe í skóla. f Við krefjumst framtíðar er margt fróðlegra greina um vígbúnað og aukna stríðshættu. Þar er m.a. rakinn efnisþráður nokkurra kvik- mynda sem nú eru sýndar á kvikmyndahátíð gegn kjamorkuvopnum. Ábyrgðarmaður Við krefjumst framtíðar er Árni Óskarsson. 5 nýir lögreglumenn á ísafirði Búið er að ráða fimm nýja lögreglumenn til starfa á ísafirði, að sögn Vestfirska fréttablaðs- ins, en nokkuð hefur grisjast úr lögregluliði son, Gísli Breiðfjörð Árnason, Jónas Pétur Hreinsson og Sighvatur Jón Þórarinsson. Alls sóttu 21 um þessar fimm stöður. Fyrstu lögin í haust Fyrir utan fjölgun í fjárveitinganefnd hefur Alþingi ekki verið athafnasamt í lagasetningu þetta haust. Fyrsta frumvarpið varð að lögum frá Alþingi í gær. Þá var samþykkt sem lög frá efri deild heimild til hækkunar á kvóta íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, úr43.5 miljón- um sérstakra dráttarréttinda í 59.6 miljónir sérstakra dráttarréttinda. Seðlabankinn leggur fram það fé sem þarf til hækkunar kvótans. Kvótaaukningin eykur möguleika íslands til hagstæðra lána frá sjóðnum. Veiðar á netavertíð bæjarins á undanförnum mánuðum eins og kunnugt er af fréttum. Þeir sem ráðnir hafa verið til lögreglustarfa á ísafirði eru: Kjartan Ólafsson, Hlynur Snorra- Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að veiðar í þorskfisknet hefjist í fyrsta lagi 15. febrúar á næsta ári. Bátar þeir sem heimild hafa til loðnuveiða á yfirstandandi loðnuvertíð munu ekki fá leyfi til netaveiða á næstu neta- vertíð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.