Þjóðviljinn - 29.11.1983, Page 3
ÞriÖjudagur 29. nóvémber 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ '3
Læknaþjónustan í Garðabæ
Dýrari leið og
verri þjónusta
segir Hilmar
Ingólfsson
bæjarfulltrúi
„Hafi einhverjum dottið í hug að
heilsugæslustöð sé tekin til starfa í
Garðabæ þá er það leiður misskiln-
ingur. Það sem hefur gerst er að
meirihluti bæjarstjórnar hefur af-
hent tveimur ágætum læknum stórt
og glæsilegt húsnæði til afnota og
tekið að sér að greiða þeim 22.000
króna kauptryggingu á mánuði.
Engar ákvarðanir hafa verið tekn-
ar um frekara starfslið og því engin
hcilsugæsla hér á ferðinni heldur
aðeins númerakerfi tveggja
lækna“, sagði Hilmar Ingólfsson
bæjarfulltrúi í Garðabæ í samtali
við Þjóðviljann í gær.
„Við minnihlutamenn fluttum um
það tillöguhér í bæjarstjórn að í
Garðabæ yrði komið á fót alhliða
heilsugæslustöð, en samkvæmt
lögum er okkur skylt að koma slíkri
þjónustu á fyrir lok næsta árs.
Hefði okkar tillaga verið samþykkt
sæjum við fram á fullkomna heilsu-
gæslu með ungbarnaeftirliti og
öðru því sem þar er vant að vera.
Þá hefði ríkissjóður staðið undir
85% byggingakostnaðar við stöð-
Hilmar Ingólfsson bæjarfulltrúi í
Garðabæ: hér er verið að nota fé
bæjarbúa til að hrinda í fram-
kvæmd þeirri stefnu að einkaaðilár
eigi að yfirtaka opinberan rekstur.
Læknarnir Bjarni Jónsson og Sveinn Magnússon, sem munu starfa í nýju húsi sem bæjarstjórn Garðabæjar
hefur tekið í notkun. Ljósm. eik.
ina, greitt sama hlutfall kostnaðar
við búnað og tæki og að auki greitt
laun lækna. Leiðin sem valin var
þýðir aftur á móti að bæjarsjóður
Garðabæjar kaupir húsnæðið al-
farið svo og búnaðinn og greiðir að
auki 22.000 króna kauptryggingu
til læknanna tveggja á mánuði. Að
vísu fékkst 800 þúsund króna styrk-
ur frá ríkinu til húsakaupanna en
engu að síður hefur þessi leið
meirihlutans í för nteð sér að
minnsta kosti 6 miljón króna
kostnað fyrir bæjarsjóð umfram
það sem hefði þurft að vera. Ofan á
allt saman liggur ekkert fyrir um
hvenær eða hvort hér rís alhliða
heilsugæsla eins og risið hafa í öðr-
um bæjarfélögum víða um land“,
sagði Hilmar enn fremur.
„Það er því verið að nota bæjar-
sjóð hér í Garðabæ til að fram-
kvæma steffu frjálshyggjumanna
um yfirtöku einkaaðila á öllum op-
inberum rekstri. Það eina jákvæða
við allt þetta mál er að læknar eru
teknir til starfa í Garðabæ en því
miður er ekki séð hvort þeir fá yfir-
leitt nokkuð að gera. Fólk getur
eftir sem áður skipt áfram við sinn
heimilislækni eins og ekkert hefði í
skorist og er ekki skuldbundið til
að ganga inn í númerakerfi meiri-
hlutans hér í bænurn", sagði Hilm-
ar að lokum.
-v.
Jón Rúnar Sveinsson, formaður BÚSETA:
„Það liggja fyrir vilyrði frá félagsmálaráðhcrra um að lánkerfið verði opnað fyrir húsnæðissamvinnufélög“, segir nýkjörinn formaður Húsnæð-
issamvinnufélagsins Búseta. Myndin er tekin á stofnfundinum sl.laugardag. Ljósm. Kristján.
Framhaldsstofnfundur fyrsta
húsnæðissamvinnufélagsins, sem
stofnað hefur verið hérlendis, var
haldinn á Hótel Borg sl. laugardag.
Félagið hlaut nafnið BÚSETI og
eru félagsmenn orðnir um 750 tals-
ins.
Á fundinum var gengið frá
lögum félagsins og því kjörin
stjórn. Formaður er Jón Rúnar
Sveinsson, félagsfræðingur og aðrir
í stjórn eru: Auður Styrkársdóttir,
Ásdís Ingólfsdóttir, Birna Þórðar-
dóttir, Gísli Hjaltason, Guðni Jó-
hannesson og Reynir Ingibjarts-
son. Varastjórn skipa: Jón Ásgeir
Sigurðsson, Harpa Njálsdóttir,
Sigurjón Þorbergsson, Kolbrún
Gunnarsdóttir og Páll Gunnlaugs-
son.
Á þriðja hundrað manns sótti
framhaldsfundinn og að sögn Jóns
Rúnars ríkti mikill áhugi á félaginu
meðal fundargesta. Ávörp fluttu
Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra,
Og Birgir Marinósson, form.
Landsambands ísl. samvinnu-
starfsmanna.
Eins og fólki mun væntanlega
kunnugt af fjölmiðlaskrifum er
húsnæðissamvinnufélagið opið
öllum landsmönnum. Félagið mun
byggja fyrir félagsmenn sína og
eignast þeir ótakmarkaðan búset-
urétt í íbúðum þeim, er þeir fá til
umráða. Áætlað er, að búseturétt-
indin verði seld á u.þ.b. fimm pró-
sent af byggingarkostnaði, en síðan
greiði búsetinn mánaðargjald til að
standa undir rekstrinum.
Reynir Ingibjartsson sagði í sam-
tali við Þjóðviljann að stjórn Bús-
eta væri mjög ánægð með þær við-
tökur, sem félagsskapurinn hefði
fengið hjá almenningi. Hann kvað
símann hringja látlaust, en Reynir
hefur skipulagt upplýsinga- og fé-
lagasöfnun á vegum félagsins.
Reynir kvað fólk úti á landsþyggð-
inni sýna ekki minni áhuga en fólk
á höfuðborgarsvæðinu og sér sýnd-
ist því að það væri grundvöllur fyrir
stofnun félaga af þessu tagi víðs
vegar um landið.
Jón Rúnar Sveinsson sagði, að
bráðlega yrði farið að huga að lóð-
um fyrir félagið og stefnt yrði að
því að hefja framkvæmdir hið
fyrsta. „Það liggja fyrir vilyrði frá
félagsmálaráðherra um að lána-
kerfið verði opnað fyrir húsnæðis-
samvinnufélög og ef það stenst ætti
okkur ekkert að vera að vanbún-
að,“ sagði Jón Rúnar.
Fólk getur gerst stofnfélagar
fram að 15. desember n.k.
Leigjendasamtökin, sími 27609, og
Reynir Ingibjartsson, sími 21944,
taka við umsóknum. I sömu símum
er einnig hægt að skrá sig í starfs-
hópa, en á framhalds-
stofnfundinum var samþykkt að
eftirtaldir hópar tækju til starfa:
söfnun stofnfélaga (fram til 15.
des.), „þinghópur“ (þrýstihópur),
skipulags- og lóðamál, lagahópur,
hópur um sparnað og fjármál,
Sambandsstjórn Verkamanna-
sambands Islands hélt fund fyrir
helgi og þar var kosin fjögurra
manna atvinnumálanefnd sem á að
hafa það verkefni að kanna ræki-
lega atvinnuástand í landinu. Er
Jón Karlsson í Stykkishólmi for-
maður nefndarinnar og er nú verið
að undirbúa könnunina.
tengsl við útlönd, .tengsl innan-
lands, útgáfuhópur og fjölmiðla-
hópur.
Á sambandsstjórnarfundinum
er því fagnað að ríkisstjórnin skuli
hafa fallið frá banninu við frjálsum
samningum en því er jafnframt
mótmælt harðlega að skrefið skuli
ekki hafa verið stigið til fulls og
sérstaklega fordæmt að áður gerðir
samningar skuli hafa verið af-
numdir.
ið mjög virkar innan BÚSETA og
munu vera um helmingur ef ekki
meira af félagsmönnum.
Fundurinn lýsti sig samþykkan
þeim viðho.rfum að gerð skuli til-
raun til bráðabirgðasamninga þar
sem lögð verði megináherslan á
hækkun lægstu launa, þannig að
lægstu laun verði að minnsta kosti
15 þúsund krónur.
-v.
Þess má geta, að konur hafa ver-
-mhg
V erkamannasambandið
Kantiar atvinnnástand
„Hefjuin framkvæmdir hið í‘yrsta“
750 hafa
gengið í félagið