Þjóðviljinn - 29.11.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 29.11.1983, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. nóvember 1983 MÚOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðsiustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglysingar: Áslaug Jóhannesdóttir, ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Atvinnuleysi sem stefna Efnahags- og framfarastofnunin í París - OECD - hefur birt árlega yfirlitsskýrslu sína um íslensk efna- hagsmál. Enda þótt svo eigi að heita að sérfræðingar hennar birti á eigin ábyrgð niðurstöður sínar og ráðleggingar um efnahagsmál hér á landi hefur það jafnan verið svo að skýrslan hefur sjaldnast eða aldrei vikið langt frá sjónarmiðum efnahagsráðunauta ríkis- stjórna á hverjum tíma. Af þessum ástæðum eru OECD-skýrsIurnar jafnan hið fróðlegasta plagg um ráðandi viðhorf að baki stjórnarstefnunnar í efna- hagsmálum. Afdrifaríkasta yfirlýsingin í OECD-skýrslunni að þessu sinni er staðhæfingin um að sú efnahagsstefna sem fylgt hefur verið sl. tíu ár dugi ekki lengur. Horn- steinninn í þeirri efnahagsstefnu hefur verið skuldbind- ing stjórnvalda til þess að halda hér uppi fullri atvinnu. Allar ákvarðanir í efnahagsmálum hafa verið við það miðaðar að þessu markmiði væri ekki stefnt í hættu. Nú segja sérfræðingar OECD að ríkisstjórnin sé á réttri leið, hún hafi gripið til lágmarksaðgerða, og enn þurfi að skera niður, draga úr vísitölubindingu og hækka raunvexti. „Þá sýni reynslan einnig, að ólíklegt sé að ná j viðunandi verðfestu án fórna, sem fram koma í minni i framleiðsiu en ella og meira atvinnuleysi. En þessar ( fórnir verður að skoða sem það verð sem greiða þarf | fyrir það að glæða varanlegan hagvöxt,“ segir orðrétt í i ' skýrslunni. Hér er beinum orðum lagt til að horfið verði i frá því grundvallaratriði efnahagsstefnunnar, sem allir ! flokkar hafa í orði kveðnu staðið fast á, að halda uppi \ fullri atvinnu. Þvert á móti á nú atvinnuleysi að vera ! forsenda hagvaxtar í framtíðinni. Það er opinbert Ieyndarmál að efnahagsráðunautar j ríkisstjórnarinnar eru sömu skoðunar og sérfræðingar j OECD. Pað er gömul lumma úr umræðum um íslensk i efnahagsmál að 3% atvinnuleysi sé æskilegt til þess að j hægt sé að hafa stjórn á efnahagsmálum og halda niðri i kröfum launafólks. Það eina sem hefur breyst er að nú j er þetta mark sett á 4% atvinnuleysi. Talsmenn stjórn- i arflokkanna neita því að þeir séu farnir að líta á j atvinnuleysi af þessari stærðargráðu sem nauðsynlegt j hagstjórnartæki. Þeir skjóta sér á bak við áföll í þjóð- I arbúskapnum og segjast ekki geta ráðið við staðbundið j atvinnuleysi. Þannig eru þeir í raun farnir að undirbúa ; jarðveginn fyrir það að innan tíðar verði sú kenning j efnahagsráðunauta stjórnvalda, að atvinnuleysi sé for- senda framfara, skrautjurt í urtagarði stjórnarinnar. -ekh ; Skattbyrði eykst Um þessar mundir er þjóðin öll í sporum loðnusjó- manna sem eitt árið hafa haft miklaríekjuren hið næsta j sáralitlar. Hrikaleg tekjuskerðing hefur átt sér stað ! milli ára hjá þorra launafólks. Stjórnarmálgögnin eru j að halda því að fólki að skattar þess muni lækka á næsta ' ári. Hér er aðeins um talnaleik að ræða sem miðstjórn 'j Alþýðusambands íslands hefur rækilega flett ofan af. I Hún telur sýnt að skattbyrðin muni aukast stórlega og ' beinir skattar nemi 14V2 prósenti tekna á árinu 1984 í ! stað 12V2 prósents 1983. Lækkandi skatttekjur ríkis- | sjóðs í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi eiga ekki rætur að tekja til skattalækkunar heldur þeirrar einföldu staðreyndar að kaupmáttahrap hjá almenningi hefur gert það að verkum að fólk verður að draga úr kaupum á bílum og öðrum skattlögðum vörum. Fjárlagafrum- varp Alberts Guðmundssonar gerir ráð fyrir aukningu tekjuskattstekna ríkissjóðs um 27% af hverjum skatt- greiðenda á sama tíma og kauptaxtar hækka aðeins um 15% milli ára. Flest bendir til þess að útsvör, fasteigna- gjöld og ýmis þjónustugjöld sveitarfélaga muni einnig þyngjast á næsta ári. -ekh klippt Alþýðubandalagsforingjar við nám 1 Austur-Evrópu: Þeir höfnuðu aldrei Sovétkerfinu tireioilúlib •« I IriiosSiT foríuum*™ Alþréoir— ood.i>4tr« i I AoílMl-Evrápu. tinit *«» vorlqta vrrtlt «» Uk» JrftMýiiU- um (ory»luro»iio»on» Þ»» igM rkki hnKsriSO i >bH« >lrr» o* .tiU*»o»- ousUoljolilA Skíl*l- írtw nm $1 A-m»rUi»,iH »ð hrvr báfooðu oliroi rUoiwitMv A'Hl.WBtOl Reykjavíkurbréf Laugardagur 26. oóvember ■,1 Sovét-vinir D.lUirM(uni oftuðaot »11 So lcrl olno It»iu of þrl»« kyor . onooð utn þOt Kf þoir . r- «1 00*00 IflnlO'ii 1 .. óhvfir kodrror or lKommáoi»t»nokki,. »or.: StA-riMRo, sroi rorO o..r»rfi »6U«>1 »ftir Slóttugir SIA-menn Meðan á landsfundi Alþýðu- bandalagsins stóð rifjaði Morg- unblaðið upp með sínum hætti ýmislegt úr bréfum SÍA-manna. En SÍA var landafélag nokkurra íslendinga, sem við nám voru í Austur-Evrópu á sjötta áratugn- um eins og margir muna. Félags- menn (þ.á.m. undirritaður) reyndu eftir bestu getu að átta sig á þeim þjóðfélögum sem þeir voru staddir í og komust fljótt að niðurstöðum, sem voru mjög ól- íkar hinum opinbera sannleika í þessum löndum, eða þá óskhyg- gju manna sem horfðu á úr fjar- ska. Um þetta skrifuðu þeir hver öðrum bréf, sem ungur maður stal fyrir Heimdall á sínum tíma og þá fyrir að launum andvirði eins húskofa. Nema hvað. SÍA-samantektin er svo áréttuð nú um helgina í Morgunblaðinu. Þegar Iitið er framhjá allskonar hringsóli rit- stjórans, er því í raun haldið fram í Reykjavíkurbréfi, að einmitt þeir menn (SÍA-menn og fleiri) sem ákveðnastir eru í að fordæma Sovétríkin fyrir innrás í Tékkó- slóvakíu, og Afganistan, og í samstöðu með pólsku verklýðs- samtökunum - einmitt þeir séu alveg sérstakir erindrekar Rússa. Þeir þykist vera á móti Rússum („þvo af sér Rússastimpilinn“) vegna þess, að þeir vilji koma sér í betri stöðu til að „vinna óþjóð- holl störf í þágu heimskömmún- ismans á vettvangi íslenskra stjórnmála". Rökvísin Rökfræðin gengur semsagt á þessa leið: Sá sósíalisti sem mest gagnrýnir Sovétmenn, hann er þeirra besti þjónn! Rökvísi af þessu tagi er að sönnu ekkert einsdæmi í hinu sjálfumglaða Morgunblaði. Við lesum þar reglulega staðhæfingar í þá veru, að innrás stórveldis í sjálfstætt ríki bjargi sjálfstæði þess (Grenada), að fjölgun kjarnorkuvopna efli frið og að friðarhreyfingarnar séu mesta stríðshættan. SÍA-málið sýnist svo sem ekki nema eins og smá- keppur í þeirri sláturtíð lyginnar sem heldur hátíð í Mogganum á degi hverjum, eða svo gott sem. En hvað sagði ekki Shake- speare gamli: Þetta er rugl, en samt er kerfi á bak við. Taki menn eftir einni setningu í Reykjavíkurbréfi: þar segir að gagnrýni Hjörleifs Guttorms- sonar (og annarra SÍA-manna) á samfélög Austur-Evrópu sé marklaus vegna þess „að þeir hafa aldrei hafnað því kefí, sósíal- ismanum, sem er undirrót allra hörmunganna í Austur-Evrópu“. Það er nefnilega það. / Ovinir mœtast Reagan og hans vinir Kremlverjar og þeirra vinir, sýn- ast ekki vera sammála um margt um þessar mundir. En þó er eitt sem þeir eru jafnan fúsir til að sameinast um. Það er, að sósíal- ismi sé hvergi nema í Sovétríkj- unum og skyldum ríkjum, og geti ekki verið annar en þar. M.ö.o.: bæði hjá Sovétmönnum og ný- frjálshyggjumönnum svonefnd- um eru það „vísindi" að sósíal- ismi sé hið sama og alræði Kommúnistaflokks, með öllu því sem af slíkri valdaeinokun leiðir. Og bæði í Washington og á Mogganum eru menn alltaf að harðna í þessari kenningu - það er æ algengara að meira að segja hægrikrötum sé sagt, að þótt þeir viti það ekki, þá séu þeir svo skyldir sósíalisma, að þeir séu beint á leið inn í fangabúðakerfi. Baulað í kór Þetta þýðir að Kremlverjar og Kanar og þeirra vinir eru mjög samstíga um að lýsa þá menn pól- itíska bjána eða þá slóttuga er- indreka andstæðingsins, sem rísa gegn þessari nauðhyggju, - alla þá sósíalista (og þar er SÍ A-menn einmitt að finna) sem byggja alla sína stefnu og skilgreiningar á því, að sósíalismi og lýðræði verði ekki að skilin. Sem þýðir að „sós- íalismi" (eða þjóðnýtingarsamfé- lag) án lýðræðis er eitthvað ann- að en sósíalismi. Moskvumenn segja: hvar er þessi svokallaði lýðræðislegi sósíalismi ykkar? Hvergi, það erum við sem erum „raunverulegi sósíalsiminn" - enda getur ekki öðruvísi verið.' Úr höfuðbólum kapítalismans er svo baulað á móti: hvar er þessi lýðræðislegi sósíalismi? Hann getur ekki verið til - og ef menn ekki hafna sósíalismanum, þá eru þeir í raun að ganga erinda Sovét- manna, sem hafa einkaleyfi á fyrirbærinu. (Samanber fyrr- greind ummæli í Reykjvíkur- bréfi). Frá sjónarhóli Sovétmanna lítur þetta svo þannig út - að sá sem ekki hafnar sósíalismanum en hafnar sovéskri stefnu og kerfi - hann er annaðhvort vanþrosk- aður í pólitík - eða erindreki heimsauðvaldsins! Vilja óbreytt ástand Með þessu móti sameinast öfl sem sýnast andstæðir pólar um eitt: að kæfa lifandi umræðu um framtíð sósíalískra hugsjóna í nútímanum. í því efni liggja leiðir þeirra saman. Og ástæðan er sú, að það er sjálfstætt frumkvæði sósíalískra afla og vinstriafla ýmisskonar, sem mest trufíar þá ( tvískiptingu hcimsins, sem valda- menn í Moskvu og Washington og aftaníossar þeirra telja sér hent- ugasta. Þeir einir eiga að ráða umræðu og stefnumörkun, aðrar raddir skulu niður kveðnar með öllum hugsanlegum ráðum. Það er þessvegna sem Morgun- blaðið hamast gegn SÍA- mönnum eða hverjum þeim sem svipað hugsar. Það er þessvegna sem vinir Kremlverja hamast gegn þeim sömu. og skorið Hver hjálpar hverjum? Svo hlálega vill til, að í sama Morgunblaði og birti ofangreint Reykjavíkurbréf birtist þýdd grein eftir sovéskan útiaga, Léf Kopeléf, sem fjallar að verulegu leyti um það, hvernig bandarískir forystumenn og herfræðingar hafa ratað í hverjar ógöngurnar á fætur öðrum - vegna blindrar trú- ar sinnar á heimssamsæri heims- kommúnismans. Einmitt Amrík- anar hafi með svarthvítri tvískipt- ingartrú sinni reynst Sovét- mönnum hin mesta hjálparheila. Kopelef segir m.a.: „Þegar Castro og „barbúdóar" hans tóku Havana herskildi 1959- 1960 voru þeir hvorki kommún- ískt sinnaðir né á neinn hátt hlynntir Sovétríkjunum, en hinir herskáu norður-amrísku and- kommúnistar lögðu sitt af mörk- um til að „umturna" Castró og hans liði til kommúnisam hlið- hollum Sovétríkjunum, og þetta tókst Bandaríkjamönnum ólíkt betur en hinum klunnalegu út- sendurum Khrúsjofs. í Angola, Nicaragua og Mosambique er verið að fremja áþekkar yfirsjón- ir“. Þess má geta, að margir' foringjar jafnaðarmanna hafa að undanförnu haft uppi svipaðar vangaveltur og hinn sovéski út- lagi gerir hér. Morgunblaðið hef- ur afgreitt þær sem „pest“ - og . látið að því iiggja að þeir sem svo skrifi og tali séu „í raun“ að reka erindi Sovétmanna! Að sjálf- sögðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.