Þjóðviljinn - 29.11.1983, Page 5
Þriðjudagur 29. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Hér sýnir Arafat sigri hrósandi mynd af 5 af þeim 6 ísraelsku föngum sem
hann skipti á og nærri 5000 Palestínumönnum í fangabúðum ísraels-
manna.
Fangaskipti PLO og ísraels
Sigur fyrir
Arafat
Fangaskiptin í Israel fyrir helg-
ina, þar sem nærri 5000 Palestínu-
menn voru látnir lausir í staðinn
fyrir 6 ísraclska fanga eru talin vera
mikill pólitískur sigur fyrir Jassir
Arafat um leið og þau marka þátta-
skil í samskiptum PLO og ísraels-
stjórnar. Hafa fangaskiptin meðal
annars orðið til þess að styrkja pól-
itíska stöðu Arafats gagnvart upp-
reisnarmönnum innan Al Fatah og
stjórnvöldum í Sýrlandi.
Viðbrögðin við fangaskiptunum
í ísrael voru blönduð. Annars veg-
ar voru þeir sem fordæmdu fanga-
skiptin sem „uppgjöf gagnvart
hryðjuverkamönnunum“ en hins
vegar voru þeir sem túlkuðu fanga-
skiptin sem upphafið að nýjum
samskiptum ísraels og PLO.
Fangarnir sem hér um ræðir voru
annars vegar 6 ísraelskir fangar
sem voru í haldi PLO-manna Araf-
ats í Tripoli. Hins vegar er um að
ræða hátt í 5000 Palestínuaraba
sem sátu í fangabúðum ísraels-
manna í Ansar í S-L.íbanon frá því í
stríðinu í september í fyrra og þá
voru einnig látnir lausir 98 Palest-
ínumenn úr fangelsum í Tel Aviv,
en fangar þessir höfðu setið mun
lengur inni og höfðu margir hverjir
hlotið lífstíðardóm. Er talið að í
hópi þeirra hafi verið margir hátt-
settir menn innan PLO. Þrjúþús-
und fanganna fóru til heimabyggða
sinna í S-Líbanon en hinum var
flogið til Alsír frá Tel Aviv með
þotum sem Rauði krossinn hafði
tekið á leigu frá Air France, á með-
an ísraelsku föngunum 6 var sleppt
um borð í skip Rauða krossins fyrir
utan Trípolí.
í fréttatilkynningum er sagt að
Rauði krossinn og franska ríkis-
stjórnin hafi haft milligöngu um
samninga um fangaskiptin, en þeir
sem sömdu um fangaskiptin voru
A1 Fatah-foringinn Salah Ta’am-
ari, sem sjálfur sat í fangabúðunum
í Ansar og lögfræðingurinn Arye
Marinskty, sem er gamall barátt-
ufélagi Menachem Begins úr
hryðjuverkasamtökunum Irgun.
Haft var eftir forystumönnum
vinstri-aflanna í fsrael að samning-
arnir um fangaskiptin væru sögu-
legt fordæmi, þar sem ríkisstjórnin
hefði með þessu kastað þeirri
kenningu sinni fyrir róða, að ekki
væri hægt að semja við PLO.
Þegar yfirmaður sá í ísraelsher,
sem gætt hafði fangabúðanna í
Ansar sá þær tæmdar sagði hann:
„Það er ekki auðvelt að sleppa
þessu fólki lausu þegar maður
hugsar til þess hversu mikið það
hefur kostað ísrael að fanga það
inni.“
Ríkisstjórnin í ísrael hefur lýst
því yfir að fangaskiptin breyti í
engu afstöðu hennar til PLO og
sagði Arens varnarmálaráðherra
að PLO yrði áfram „samsafn rán-
dýrra sem að ástæðulausu drepa
hvert annað og hundruð saklausra
borgara í Tripoli“. Hins vegar var
ástæðan fyrir fangaskiptunum nú
sögð sú að öryggi fanganna 6 í Tríp-
oli hafi verið ógnað vegna átak-
anna þar.
Vopnahlé rofið
Vopnahléð, sem samið var um í
Trípolí fyrir helgina, var aftur rofið
á sunnudag, þegar menn Arafats
neituðu að víkja úr flóttamanna-
búðunum í Baddawi, og upp-
reisnarmenn neituðu sömuleiðis að
hörfa þaðan. Ekki er vitað hvort
vopnahléssamkomulag það sem
náðist fyrir milligöngu Saudi Ara-
bíu fól í sér brottflutning Arafats
og liðsmanna hans frá búðunum
eða Trípolí, en hitt er víst að fanga-
skiptin hafa styrkt mjög stöðu Ar-
afats þannig að vafasamt er hvort
Assad Sýrlandsforseti geti nú séð
sér hag í því að þvinga Arafat til
endanlegs hernaðarlegs og
stjórnmálalegs ósigurs í Trípolí
með beitingu hervalds. En væntan-
lega mun hann eftir sem áður halda
áfram að beita sér gegn frekara
samstarfi PLO og Jórdaníukon-
ungs um stofnun sjálfstæðs ríkis
Palestínumanna í tengslum við Jór-
daníu.
—ólg.
Júrí Andropov:
Frekari samningavið-
ræður grafa undan öryggi
Júrí Andropov: Gerum okkar gagnráðstafanir.
í yfirlýsingu sem Júrí Andropov
gaf út vegna slita samningavið-
ræðnanna í Genf um takmörkun
kjarnorkuvígbúnaðar í Evrópu
sagði hann að áframhaldandi við-
ræður yrðu aðeins yfirskin sem
Bandaríkin og önnur Nato-ríki
myndu nota til þess að grafa undan
öryggi í Evrópu og heiminum, og
því sagði hann að áframhaldandi
þátttaka Sovétríkjanna í þessum
viðræðum væri ómöguleg.
í yfirlýsingu Andropovs gætir
mikils biturleika. Segir hann að
hvorki Sovétríkin né „önnur ríki
hins sósíalíska samfélags“ geti lok-
að augunum fyrir þeirri staðreynd
að Washington hafi boðað til
„krossferðar“ gegn sósíalismanum
og sósíalískum hagkerfum, svo að
þeir sem nú setja upp ný kjarnork-
uvopn við þröskuld okkar „eru að
framfylgja þessari glæfrastefnu og
leggja hana til grundvallar aðgerð-
um sínum.“
Án þess að minnast á núverandi
vopnaforða Sovétríkjanna og þær
SS-20 eldflaugar sem nú er beint
gegn Evrópu segir Andropov að
kjarnorkueldflaugar sem settar
hafi verið upp við landamæri So-
vétríkjanna og bandalagsríkja
þeirra séu alls ekki ætlaðar til þess
að verja Vestur-Evrópu þar sem
„enginn ógni henni“. Því segir
hann að uppsetning Evrópueld-
flauganna muni ekki auka öryggi
Evrópu, heldur hættuna á því að
Bandaríkin leiði tortímingu yfir
þjóðir Evrópu.
Segir Andropov í yfirlýsingunni
að Sovétríkin muni gera viðeigandi
gagnráðstafanir með uppsetnmgu
meðaldrægra kjarnorkuvopna í A-
Þýskalandi og Tékkóslóvakíu og
með uppsetningu eldflaugakerfa á
höfunum er verði í samræmi við þá
auknu hættu sem Bandaríkin veita
Sovétríkjunum og banda-
lagsríkjum þeirra með Evrópueld-
flaugunum.
Síðan segir Andropov: Við lifum
í brothættum heimi. Það er því
mikilvægt að ábyrgir þjóðarleið-
togar meti þróun ástandsins rétt og
taki viðeigandi ákvarðanir. Og það
eru mannlegar ástæður einar, sem
geta og verða að bjarga
mannkyninu frá þeirri hættu sem
því er nú búin. Við heitum því á þá
sem hrinda heiminum æ lengra á
braut hættulegs vígbúnaðar að gefa
upp hinar óraunhæfu vonir sínar
um hernaðaryfirburði, til að geta
þröngvað yfirráðum sínum upp á
aðrar þjóðir og ríki.“ ólg.
Sókn með kj amorku-
vopnum besta vömin
Manfred Wörner varnarmálaráðherra V-Þýskalands og Caspar
Weinberger varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkin nota
kjarnorkuvopnacinokun sína í Evrópu til þess að þvinga stefnu-
breytingu í varnarmálum upp á Nato-löndin í Evrópu, segir Der Spieg-
el.
segir í leið-
beiningarbæklingi
til bandarískra
hermanna
í V-Þýskalandi
„Kjarnorkuvopn eða eiturefna-
vopn geta komið að gagni við það
að eyða fótgönguliði eða varaliði
óvinarins. Með nægilegum stuðn-
ingi kjarnorkuvopna eða eitur-
efnavopna er hægt að hefja gagn-
sókn skömmu eftir að árás er haf-
in“.
Þannig segir í kennslubók
bandarískra hermanna í Evrópu
sem hefur verið í gildi frá því í
ágúst og kallast „Field Manual
100-5“. I bæklingi þessum stend-
ur jafnframt að til þess að geta
unnið stríðið verði yfirmenn
bandaríska hersins ávallt að geta
„breytt yfir í kjarnorku- og eitur-
efnahernað án þess að missa móð-
inn eða áttina í sókninni".
Það er þýska vikuritið Der Spi-
egel sem segir frá þessu, og segir
blaðið að kennslubæklingur þessi
staðfesti þá hernaðarkenningu
valdhafanna í Washington að
kjarnorkuvopn séu ekki ein-
göngu til þess fallin að koma í veg
fyrir kjarnorkustríð, heldur megi
einnig nota þau til þess að sigra í
slíku stríði. í þessu sambandi
bendir blaðið á að þau nýju
kjarnorkuvopn sem nú er verið
að koma fyrir í V-Þýskalandi séu
að öllu leyti undir stjórn banda-
ríska hersins. Hins vegar stangist
þessi skilningur Bandaríkja-
manna á við yfirlýsta stefnu vést-
urþýsku stjórnarinnar.
Segir blaðið að Þjóðverjar hafi
enga tryggingu fyrir því að ekki
verði gripið til þessara vopna, og
vitnar í því sambandi til orða Hel-
mut Schmidt, fyrrverandi kansl-
ara, sem lýsti því nýlega yfir að
Bandaríkin hefðu brugðist
skyldu sinni að ráðfæra sig við
bandamenn sína sumarið 1982,
þegar þeir Paul Nitze og Julij
Kwizinski, samningamenn stór-
veldanna í Genf höfðu náð
samkomulagi um takmörkun
meðaldrægra eldflauga í frægri
gönguferð út í skógi. Bandaríkja-
stjórn hafnaði þessari málamiðl-
un án þess að ráðfæra sig við
Schmidt, sem sagðist fyrst hafa
lesið um þetta í Washington Post.
Segir Spiegel að hernaðaratt-
aché vesturþýska sendiráðsins í
Washington hafi þegar á árinu
1982 varað utanríkisráðuneytið
við því að þessi fyrirmæli til
bandarískra hermanna stönguð-
ust á við grundvallarstefnu Nato í
ákveðnum atriðum. Þá hafði yfir-
leutinant í v-þýska hernum sícrif-
að skýrslu til yfirmanna sinna
hinn 29. október 1982 þar sem
hann gagnrýndi tvö atriði í „Field
Maual 100-5“: að gert væri ráð
fyrir því að „of snemma yrði grip-
ið til kjarnorkuvopna, og til of
margra vopna í einu í stuðningi
við landhernað" og að „án
greinarmuns væri gert ráð fyrir
sókn gegn öllum landherssveitum
í Miðevrópu."
Segir blaðið að Han Apel, þá-
verandi utanríkisráðherra jafn-
aðarmanna og Manfred Wörner
núverandi varnarmálaráðherra
hafi leitt þetta mál hjá sér, en hins
vegar sé ljóst að með þessu séu
bandarísk stjórnvöld að hafa
áhrif á og breyta stefnu vestur-
þýskra stjórnvalda með afger-
andi hætti án þess að málið komi
til lýðræðislegrar umfjöllunar.
Segir blaðið að þetta komi til með
að verða eitt meginatriðið í um-
ræðu um varnarmál i V-
Þýskalandi á næstunni.
ólg/Der Spiegel