Þjóðviljinn - 29.11.1983, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
bú
Jólasœlgœti
Jólin nálgast nú óðfluga.
Þótt Búsýslan vilji ekki verða
til þess að æsa fólk upp í jóla-
skap löngu fyrir tímann er þó
rétt að minna á að allur er var-
inn góður - og þá sérstaklega
ef eldabuskur hafa hugsað
sér að búa til sælgæti til jól-
anna. Sælgæti krefst nefni-
legs góðs undirbúnings og
það þarf að geymast nokkra
stund fyrir átu til að ná góðu
bragði.
Raunar er engin ástæða til þess
að puða við að búa til sælgæti
heima, því nóg höfum við víst af
því í búðunum, önnur en gleðin
sem slíkum tilbúningi fylgir. Ef
þið eruð í vandræðum með jóla-
gjafir handa ömmum og öfum,
frændum og frænkum, o.s.frv. þá
er upplagt að færa slíku fólki box
með heimatilbúnu sælgæti. Þar
með er málið leyst og þið fáið að
auki rós í hnappagatið fyrir góða
búsýslu.
Sælgætisgerð er hvorki tíma-
frek né erfið, þótt þar þurfi að
hafa fyllstu aðgát sem við aðra
matargerð. Þar eru þó nokkur
atriði, sem sterklega þarf að hafa
í huga, og við skulum fyrst huga
að þeim.
Sælgætistegundir
Heimatilbúið sælgæti er gert úr
sykri, vökva og bragðefnum og
þetta hitað og brætt saman.
Suðutíminn ákveður mýkt sæl-
gætisins; því lengri sem suðan er
þeim mun harðara verður sælgæt-
ið.
Þá er eínnig hægt að búa til
ósoðið sælgæti, t.d. það sem gert
er úr ávöxtum eða hnetum. Slíkt
sælgæti er mjög fljótlegt að búa til
og krefst minni vandvirkni.
Áhöld
Best er að nota þungan, djúp-
an og þykkbotna pott við sælgæt-
isgerð. Þá er minni hætta á að
brenni við og að eldabuskan
brenni sig. Pottar úr kopar eða
brenndu smíðajárni eru sérstak-
lega góðir til þessara hluta. Notið
pott sem tekur þrisvar sinnum
meira en magnið sem þið eruð að
sjóða, því sælgætið gusast hátt
upp þegar það sýður.
Notið trésleif með löngu skafti
til að hræra í; járn eða álsleifar
hitna of mikið. Best er að sleifin
sé slétt að neðan, því þannig næst
best niður á botn til að skrapa.
Pönnukökuspaði er gott áhald
til að meðhöndla sælgætið að suð-
unni lokinni, en þá þarf oft að
hnoða það og smyrja.
Hitamælir er nauðsynlegur til
þess að unnt sé að sjá hvenær nóg
er soðið. Ef þið getið ekki útveg-
að góðan hitamæli getið þið farið
eftir leiðbeiningunum hér að
neðan, þótt ekki séu þær eins ör-
uggar.
Best er að nota ofnskúffu til að
hella sælgætinu í eftir suðu.
Bökunarplötur eru einnig ágæt-
ar, þar sem lítil hætta er á að sæl-
gætið renni mikið; það þykknar
nefnilega svo að segja strax og
það kemur úr pottinum.
Hafið öll áhöld við höndina um
leið og þið hefjið suðuna. Látið
skál við eldavélina til að geyma
sleifina í, hitamæli eða skeið til að
prófa suðuna, bolla með köldu
vatni og bursta. Smyrjið ofn-
skúffuna strax með olíu (ekki
smjöri-eða smjörlíki. Ef geyma á
sælgætið einhvern tíma súrnar
smjörið eða smjörlíkið og því er
best að nota matarolíu).
Hitaprófun
Eins og sagði að ofan er best að
nota hitamæli til að prófa suðu-
tímann. Hitinn er fljótur að
breytast í sælgætispottinum og
því þarf að hafa augun hjá sér og
aðgæta hann vel. Ef innihaldið í
pottinum hitnar um of er gott að
Íáta eins og 3 msk. af vatni í pott-
inn og sjóða áfram þar til
æskilegu hitastigi er náð.
Hitamælirinn þarf að geta mælt
upp að 165°C. Til að mæla ná-
kvæmni mælisins getið þið látið
hann í pott með vatni, látið suð-
una koma upp og sjóða í 10 mín-
útur. Þá á mælirinn að sýna 100°C
(þ.e. við sjávarmál).
Látið mælinn í pottinn með
sælgætisefnunum strax í upphafi.
Ef hann er látinn útí þegar suða
er byrjuð, er hætta á að hann
springi.
Kaldavatnsmælingin fer þann-
ig fram, að við og við eru tekin
sýni úr pottinum og þau látin í
kalt vatn. Hegðun sýnisins í vatn-
inu segir nokkuð til um hitastigið.
Hér á eftir verður gerð nákvæm-
ari grein fyrir þessari aðferð.
Sykurkristallar
Mjög mikilvægt er að engir
sykurkristallar leynist í pottinum
eða innan á hliðunum þegar suð-
unni er lokið. Slíkir kristallar
geta eyðilagt sælgætismassann og
gert hann harðan og stökkan. Til
að fyrirbyggja að slíkt gerist er
nauðsynlegt að láta lok á pottinn
þegar suðan kemur upp og sjóða í
2-3 mínútur. Að því loknu er
bursta dýft í kalt vatn og skafið
innan úr hliðunum niður í pottinn
aftur.
Hreinsun
á áhöldum
Látið öll áhöld liggja nokkra
stund í vatni en þá ætti að vera
auðvelt að þrífa þau. Ef hörð
skán leynist einhvers staðar má
fylla pottinn af vatni, láta áhöldin
í og láta sjóða þar til sykurskánin
leysist upp.
Sykurmassi
Og þá er komið að fyrstu sæl-
gætisuppskriftinni. Hún er að
sykurmassa, hvítum og mjúkum,
sem sannanlega má kalla drottn-
ingu sælgætisheimsins. Massann
má bragðbæta á ýmsan hátt og
nota sem kjarna í súkkulaði,
karamellum og brjóstsykri. Þá
má velta honum upp úr hnetum
eða rúsínum eða bræða ásamt
vökva og nota sem silkimjúkt
krem á kökur eða útá búðinga.
Tilbúningur sykurmassans er
nánast göldrum líkur. Sykurleðja
verður að rjómamjúkum, hvítum
massa í höndum ykkar. Massann
má geyma endalaust í loftþéttu
íláti og grípa til hvenær sem þið
viljið uppskera aðdáun. í mass-
ann þarf (miðað við Vi kíló):
400 g af sykri
Vs Isk. af Cream of Tartar
% lítrar af vatni.
(Cream of Tartar getið þið útveg-
að ykkur í kryddhillum sumra
matvöruverslana, en það fæst þó
ekki víða. SS í Glæsibæ býður
upp á þetta, ef þið viljið spara
ykkur leitina).
Þurrkið ofnskúffu eða plötu
með rökum klút og hafið við
höndina og takið sömuleiðis fram
öll áhöld: trésleif, pönnuköku-
spaða, hitamæli eða bolla af vatni
og bursta. Látið sykurinn, Cream
of Tartar og vatnið í pott og hrær-
ið mjög vel í. Látið suðuna koma
upp og hrærið þar til sykurinn
hefur leystst upp. Sjóðið þá undir
loki í 2-3 mínútur. Takið lokið af,
dýfið burstanum í kalt vatn og
skafið innan úr hliðunum á pott-
inum. Sjóðið síðan áfram án þess
að hræra og án loks, þar til þið
hafið náð réttu hitastigi, eða 112-
116°C. Ef þið hafið ekki hitamæli
skuluð þið prófa hitann á eftirfar-
andi hátt: takið pottinn af hitan-
um, dýfið teskeið ofan í sykurinn
án þess að snerta hliðarnar og
hellið innihaldinu í bolla með
köldu vatni. Sykurkúlan í vatninu
á ekki að halda lögun sinni og þið
eigið að geta náð kúlunni
auðveldlega í sundur með fingr-
unum. Ef kúlan heldur vel lögun
sinni og næst ekki í sundur með
fingrunum hafið þið soðið of
lengi. Þá er bara að bæta eins og 1
msk. af vatni útí og sjóða áfram.
Suðutíminn er á bilinu 15-20 mín-
útur, en ekki skyldi hafa tímann
einan sem mælikvarða. Þið verð-
Ið að taka stikkprufur öðru
hverju til að fullvissa ykkur um
hvort nóg er soðið eða hvort þið
hafið soðið of lengi.
Þegar réttu hitastigi er náð
hellið þið úr pottinum í ofnskúff-
una eða á plötuna, án þess að
hræra í pottinum. Látið sykur-
leðjuna kólna í 10 mínútur eða
um það bil. Þá takið þið fram
pönnukökuspaða og dýfið í mas-
sann og rúllið honum fram og til
baka. Fletjið massann út með
spaðanum og síðan saman aftur.
Fingurna getið þið notað þegar
massinn hefur kólnað nægilega.
Haldið áfram að hnoða massann
þar til hann er orðinn hvítur og
mjúkur og ekki hægt að hnoða
meira. Ef hann verður of stökkur
má dreypa á hann nokkrum drop-
um af vatni, en farið samt gæti-
lega í því efni. Mikilvægt er að
hnoða sem lengst, því massinn
verður þeim mun mýkri sem
meira er hnoðað. Vefjið að því
búnu rökum klút um massann og
látið standa í 30 mínútur. Hnoðið
þá stutta stund, vefjið aftur um
rökum klúti og látið í loftþétt ílát.
Geymið í ísskáp 3-4 sólarhringa
áður en þið gerið meira.
Smjörmassi. Takið massann
fram og látið hann ná herbergis-
hitastigi. Bætið þá í massann fyrir
hver 250 grömm 2 msk af mjúku
smjöri og Vz tsk af vanilludropum
og hnoðið vel.
Bragðbættur massin. Nota má
nánast hvaða bragðdropa sem vill
til að bragðbæta massann.
Reynið t.d. kakó, kaffiduft, pip-
armyntuolíu eða vanillu og þá í
dropatali, þar til þið náið því
bragði sem þið viljið hafa.
Ávaxtasafi er einnig góður, svo
og matarlitur, ef þið viljið.
Súkkulaðimassi. Látið mass-
ann ná herbergishita og hnoðið
inn í hann bragði ef þið viljið.
Mótið litlar kúlur úr massanum
og látið þorna. Bræðið súkkulaði
og látið kólna ögn og dýfið síðan
kúlunum í súkkulaðið og látið
súkkulaðið harðna áður en þið
borðið. Til að auðvelda ídýfuna
er gott að stinga vír í kúlurnar og
dýfa þeim þannig í súkkulaðið.
Mintumassi. Bræðið massann
yfir gufu af sjóðandi vatni og
bragðbætið með 1-2 dropum af
piparmintuolíu. Þið getið litað
hann grænan ef þið viljið. Notið
teskeið til að búa til kúlur úr
massanum og látið leka úr
skeiðinni á smjörpappír eða ál-
pappír. Látið kólna og þorna vel.
Hugmyndirnar að notkun
þessa massa eru nánast óendan-
legar eins og þið sjáið. Við von-
um að þið getið nýtt ykkur þær
sem hér eru settar fram og fikrað
ykkur áfram með ykkar eigin
hugmyndir.
Sokka-
hundur
Sokkahundurinn getur vart
verið einfaldari í tilbúningi, en
hann er gerður úr tveimur sokk-
um og nokkrum filtbútum.
Skrokkurinn
Klippið brugðninguna af
sokknum og fyllið hann með ein-
hverju tróði. Leggið um 1 sm inn-
af sokknum og saumið hringinn.
Togið að því búnu fast í endann
þannig að sokkurinn lokist vel og
gangið vel frá endanum.
Eyru, fætur, rófa
Klippið eyrun, fætur og rófuna
skv. sniðunum úr öðrum sokk,
sem má gjarnan vera röndóttur til
að gefa hundinum meiri svip.
/ / \\
/ V \
/ \ \ / \
'/ \
/, \ y \ \ \ \ y 1 l
/ t \ \ / /t / A i i
\ / \ i i
Ey u: 1 4 Fœ tur: | Rófa: ]~
klippið i 1 i n kiip 3ið T klippift 2 1
4 i T T
L \ L v J ~h i 4”
l V 4 / i rl i
\ Cs ý L - ■ -
\ '/
\ — - — / 1 sq = 1 cr 1
Saumið eyrun saman á röng-
unni en skiljið neðsta hlutann
eftir. Snúið síðan við og festið
eyrun á höfuðið. Farið eins að
með fætur en fyllið þá síðan og
saumið á skrokkinn. Saumið eftir
röngunni á rófunni, snúið efninu
síðan við, fyllið og saumið á
skrokkinn.
Andlit
Klippið augun, tunguna og
nefið úr filti og límið eða saumið
á sinn stað.