Þjóðviljinn - 29.11.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. nóvember 1983
Skotíð á
Friedman
Út er komin bæklingur eftir
Birgi B. Sigurjónsson hagfræðing,
er nefnist Lokleysur peninga-
magnshagfræðinga. Birgir
gagnrýnir peningamagnshagf-
ræðina (mónetarismann) og þá
einkum kenningar Miltons Frie-
dman með fræðilegum rökum.
Sýnir hann meðal annars fram á að
Friedman gerist sekur um hring-
sannanir í mikilvægum atriðum.
Ritið skiptist í kynningu á sögu
peningamagnskenninga, umræðu
um slíkar kenningar á 20. öld og
loks gagnrýni á þær. Ritgerð Birgis
er tengd rannsóknarverkefni hans
um verðbólgu á íslandi, sem hann
hefur unnið að undanfarin ár við
Háskólann í Stokkhólmi. Höfu-
ndurinn, sem hefur líka numið hag-
fræði við háskóla í Reykjavík,
Lundi og London, hefur áður skrif-
að bókina Frjálshyggjan, sem út
kom hjá bókaforlaginu Svart á
hvítu fyrirtveim árum. Sama forlag
dreifir Lokleysum peningamagns-
hagfræðinga.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Fullveldisfagnaður
1. desember verður fullveldisfagnaður að Hverfisgötu 105 klukkan
20.30.
Dagskrá: Heimsókn frá El Salvador, formaður mannréttindanefndar
El Salvador segir frá nýjustu atburðum þar.
Upplestur á nýútkominni bók. Eldhress sönghópur. Kaffi og kökur.
Að sjálfsögðu mætum við öll.
Jólakort
Æskulýðsfylkingin hefur gefið út jólakort.
Kortið er að sjálfsögðu í anda þeirra hugsjóna er við berjumst fyrir.
Kortið fæst að Hverfisgötu 105.
ÁRÍÐANDI ORÐSENDING
til styrktarmanna Alþýðubandalagsins
Þeir styrktarmanna sem fengið hafa senda gíróseðla eru vinsam-
legast beðnir að gera skil sem allra fyrst.
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins
Skrifstofan opin
Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar-
innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105.
Áhugafólk er hvatt til að líta við eða hringja, síminn er 17500.
Stjórnin.
Auglýsið í Þióðviljanum
Minning
Guðjón Kr. Þorgeirsson
Fœddur 13.nóvember 1905 - dáinn 13. nóvember 1983
Var ekki einhver að deyja á
Landakotsspítala 13. nóvember
s.i.? Jú, það slökknaði á skari hjá
Guðjóni Þorgeirssyni til heimilis að
Sundlaugavegi 26 í Reykjavík.
Eftir sutta legu. Dauða hans bar
við á afmælisdeginum 78 ára. Á
sömu stundu og hann sá Ijós
heimsins.
Það verður sjaldan héraðsbrest-
ur þó skorið sé á silfurþráðinn hjá
mönnum eins og Guðjóni Þor-
geirssyni, sem aldrei voru í þykj-
ustunni. Unnu bara störfin þegj-
andi og hljóðalaust á meðan stætt
var og drógu dýr föng í þjóðarbúið
án þess að segja frá. Eftir að Guðj-
ón andaðist hefi ég verið að bíða
eftir því að einhver honum nákom-
inn stingi niður penna og segði frá
lífi hans og starfi. Hvaðan kom
hann, hvar vann hann öll sín mann-
dómsár? Þetta hefur Logi sonar-
sonur hans sagt okkur frá í fallegri
minningargrein. Og þarf ég þar
engu við að bæta. Ég vissi engin
deili á Guðjóni, hafði aldrei séð
manninn fyrr en hann kom í kjalla-
rann að Hrafnistu í Hafnarfirði í
endaðann apríl s.l. með vorið í
fanginu og glettni í pírðum augum
sem gaf von um málhreifan og
skemmtilegan félaga. Ég er þannig
gerður, að mér er ekki hægt að vera
í kallfæri við mann sem ég ekki
þekki nema að fá nafn og númer.
Og svo gerðist hér, því ég var þar
fyrir þegar Guðjón kom. En ég
varð fyrir miklum vonbrigðum
með blessaðan gamla manninn sem
að vísu var yngri í árinu en ég.
Hann átti svo bágt með að tjá sig.
Fyrir nokkrum árum varð Guðjón
fyrir þeirri sáru reynslu að fá hei-
laáfall sem sljóvgaði svo bæði mál
og minn að hann varð eins og
svefngengill miðað við það sem
áður var. Mikilvirkur og verkhag-
ur. Líkamsþróttur hans var samt í
góðu meðallagi. Gæddur stálvilja
og svo miklu vinnuþreki að furðu
sætti með svo slitinn, ellimóðan og
stormhrakinn langferðamann.
Hér á þessu ágæta heimili er
reynt að hafa vinnu eða föndur
fyrir þá sem hafa vilja og getu til
þess. Vinnutíminn er 4-5 stundir á.
dag og að sjálfsögðu ókeypis
kennsla. Guðjón var búinn að vera
hér tvisvar áður og því kunni hann
öðrum fremur til verka. Hann var
með þeim fyrstu í vinnusalinn. En
sá tími sem ætlaður var til kennslu
dugði Guðjóni ekki, heldur kom
hann með verkefnið með sér niður
í herbergi og vann stundum fram í
vökulok.
Einstakt ljúfmenni var Guðjón í
öllu dagfari og ekki þó síst við mig.
Slíkt umburðarlyndi. Sú rósemi.
Henni get ég ekki lýst. Oftast hlust-
aði hann á fréttir frá sjónvarpinu,
en var samt vandur að myndefni.
Því var það oft að ég glápti á skerm-
inn meðan Guðjón var að vinna.
Stundum afsakaði ég hávaðann.
Uss, allt mátti vera eins og ég vildi.
Mig minnir að það hafi verið annað
kvöldið sem við deildum kjörum.
Klukkan var að ganga eitt, og
glansandi birta um allan salinn og
ég eins og áður eitthvað að rissa.
Ég sé að Guðjón er vakandi og
strýkur augun nokkuð þreytulega.
Ég spyr hann hvort ég eigi ekki að
slökkva. Það stóð ekki á svarinu.
Hann segir: „Ef þú hefur gagn af
ljósinu þá skal ég hafa aftur
augun.“ Eins og leiftuf kom það í
hugann sem sagt var að meistarinn
frá Nasaret hafi sagt við skóla-
sveinana forðum. Það sem þið ger-
ið þessum manni það gerið þið
mér. Ég skammaðist mín og slökkti
ljósið og gerði þetta ekki aftur.
Ékki þarf að orðlengja að þessi
framkoma, svona viðbrögð sögðu
mér eins mikið um Guðjón Þor-
geirsson og þykk bók í stóru broti.
Hanna dóttir mín kenndi mikið í
brjósti um Guðjón þegar hún vissi
hvað mikið frá honum var tekið
heilsufarslega. Hún bað mig að
vera honum góður og sýna honum
tillitssemi. Mig langaði oft að gera
Guðjóni greiða og rétta honum
hjálparhönd. En þess þurfti aldrei.
Hér er valinn maður í hverju rúmi.
Vinnustúlkurnar svo elskulegar við
hann, svo og alla aðra, að þjónustu
er ekki vant.
Krakkarnir mínir komu í heim-
sókn og fóru með okkur félagana í
keyrslutúra um höfuðborgarsvæð-
ið. Farið heim til þeirra. Drukkið
kaffi, spjallað, spilað, sungið og
hlegið. Dóttir mín heilsaði og
kvaddi Guðjón með kossi eins og
mig. Ég sá að það var honum gott
innlegg.
Enda þótt Guðjón ætti erfitt
með málið þá leyndi sér ekki á and-
litssvip og augnatilliti að hann var í
hjarta sínu þakklátur með allt sem
fyrir hann var gert.
Guðjón átti marga góða vini.
Börnin hans og makar þeirra og
systur komu oft og sýndu honum
elskusemi og hlýju. Enginn kom þó
eins oft og tengdadóttirin Jónína.
Hún kom á öllum tímum dagins, og
umvafði gamla manninn eins og
ástrík móðir.
Að lokum þakka ég góð kynni og
óska þessum skyndivini mínum til
hamingju með nýju vistina. Ég
skrifa og segi, þegar ég heyri góðs
manns getið, þá kemur Guðjón í
hugann.
Vertu sæll, ágæti vinur. Það er
skammt til endurfunda. Vertu sæll.
Bjarni M. Jónsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlál
og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður
Alfreðs G. Sæmundssonar
Þóra Stefánsdóttir
Sæmundur Alfreðsson
Unnur St. Alfreðsdóttir
Helga Alfreðsdóttir
Björk Alfreðsdóttir
Stefán Alfreðsson
Maðurinn minn
Jón Albertsson
Háholti 27, Akranesi
lést sunnudaginn 20. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þakka sýnda samúð
Elínborg Sigurdórsdóttir
Erna J. Arnþórsdóttir
Þorgeir Jónsson
VÉLA- OG TÆKJALEIGA
Alhliða véla- og tækjaleiga.
Heimsendingar á stærri tækjum.
Sláttuvélaleiga.
Múrara- og trésmiðaþjónusta,
%
minni háttar múrverk og smíöar.
BORTÆKNI SF.
Vélaleiga, sími 46980 — 72460,
Nýbýlavegi 22, Kópavogi,
(Dalbrekkumegin)
Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa.
Auglýsið í Þjóðviljanum
ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA
Sveinbjörn G. Hauksson
P i pulagningameistari
Sími 46720
Ari Gústavsson
Pípulagningam
Simi 71577
GEYSIR
Bílaleiga
Nýlagnir
Jarðlagnir
Viðgerðir
Breytingar
Hreinsanir
Car rental
BORGARTÚNI 24- 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015
Heliusteypan
STÉTT
Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211.
XI.
STEYPUSÖGUN
vegg■ og góltsögun
VÖKVAPRESSA
/ múfbrot og fleygun
KJARNABORUN
fyrlr öllum lögnum
Tökum að okkur verkefni um allt l.and. — Fljót og góð
þjónusta. — Þrifaleg umgengni. ^
Verkpantanir
Irá kl. 8—23.
BORTÆKNI S/F
Vélaleiga S: 46980 - 72460.