Þjóðviljinn - 29.12.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.12.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 170 - 200 manns voru í göngunni þegar hún kom inn til Egilsstaða. Ljósmyndir: Magnús Magnússon, Egilsstöðum. 170 - 200 manns tóku þátt í friðarblysför á Þor- láksmessu á Egilsstöðum, en það voru Friðarsamtök kvenna á Fljótsdalshéraði sem fyrir göngunni stóðu. Hún hófst kl. 17 við Lag- arfljótsbrú og var gengið með logandi kyndla eftir Egilsstaðanesinu, sem leið lá að Egilsstaðakirkju, þar sem göngunni lauk. Við upphaf göngunnar við Lagarfljótsbrú. Bergljót Þorsteinsdóttir flytur ávarp sitt. í upphafi göngunnar flutti Bergljót Þor- steinsdóttir stutt ávarp og sungið var Heims um ból, áður en lagt var af stað. Veður var stillt og þrátt fyrir 15 gráðu frost og mikið annríki almennings eins og venja er á Þorláks- messu var þátttaka góð, almennari og meiri en bú- ist hafði verið við og kom fólk víða að af Héraði. Göngunni lauk við Eg- ilsstaðakirkju en þar flutti séra Vigfús Ingvar Ing- varsson sóknarprestur ávarp og kirkjukórinn söng ásamt göngufólki. Að því loknu var ljós tendrað á jólatré sem Ég- ilsstaðahreppi hafði borist frá vinabæ sínum í Sví- þjóð, Skara. Slík friðarganga hefur ekki verið farin áður hér á Héraði og eftir þátttöku og undirtektum þeirra sem þátt tóku var greini- legt að fólki líkaði þetta vel, fannst þetta gott framtak þegar hin mikla friðarhátíð, jólin, er að ganga í garð og ekki síður til að taka undir, þó í litlu sé, í þeim mikla sam- hljómi sem nú fer um gjörvalla heimsbyggðina, sem krefst friðar og eyði- leggingar stríðsvopna. M. M. Egilsstöðum Með flutningi leiks sem gerist austur í Eldi árið 1783 og fluttur var í minningarkapellunni á Klaustri á 2. í jólum má segja að lokið sé minningarári um Skaftárelda. Ljósm. eik. Leiksýningin um Skaftárelda sett upp á Klaustri Tókst afar vel segir Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri „Það var ákaflega góð stemmn- ing í minningarkapellunni þegar við fluttum sýninguna og greinilegt að kirkjur eru ekki verri leikhús en hverjar aðrar byggingar“, sagði Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri sýningar um Skaftárelda sem flutt var austur á Kirkjubæjarklaustri á 2. í jólum. I Þórunn kvaðst halda að þetta hefði verið í fyrsta skipti sem leiksýning með öllum búnaði væri sett upp í kirkju hérlendis. Hópur- inn frá Reykjavík lagði af stað austur að Klaustri að morgni ann- ars í jólum eftir hrakspár veður- fræðinga en að sögn Þórunnar gekk ferðin vel, enda þótt hægt hefði gengið á Mýrdalssandinum vegna hálku. „Á Klaustri tók Sigurjón Einars- son sóknarprestur og hans fólk afar vel á móti okkur og fannst okkur sérstaklega gaman að leika á þess- um stað þar sem eldarnir brunnu fyrir tveimur öldum. Leikþáttur okkar er byggður á leikriti Einars Pálssonar Brunnir koiskógar sem sýnt var í Iðnó fyrir um tuttugu árum en inn í það er fléttað skír- skotun til nútímans og þess víg- búnaðarelds sem nú geisar um heiminn allan“, sagði Þórunn enn- fremur. „Jón Helgason kirkjumálaráð- herra kom til sýningarinnar enda stutt að fara frá hans heimaslóðum og í lok leiksins las séra Sigurjón okkur skeyti sem hafði borist frá herra biskup Pétri Sigurgeirssyni sem okkur þótti sérstaklega vænt um“, sagði Þórunn að lokum. Ætlunin er að sýna verkið um Skaftárelda fyrir elstu bekki grunn- skóla, menntaskóla og fjölbrauta- skóla eftir áramótin. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.