Þjóðviljinn - 29.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.12.1983, Blaðsíða 15
1 Miðvikutiágur 28! desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA ÍS: RUV 2 -U-1 Rás 2 «f útvarpaö á FM-bylgju, 99,91 mhz, mánudaga-föstudaga ki. 10-12ög 14-18 fyrstum sinn. Meðan dagskráirtsr - á tilinunastigi veröur hún ekla^gpfio.út fytirfram. Jórunn Sigurðardóttir er með þátt sinn „Halló, krakkar" kl. 20.00. 20.00 Halló krakkar! Stjómandi: Jórunn Sig- urðardóttir. 20.30 Hvenær byrjar næsta ár? Jón Björg- vinsson veltir fyrir sér tímatali. 21.20 Frá tónleikum Nýju strengjasveitar- innar i Bústaðakirkju 30. ágúst s.l. Stjórn- andi: Josef Vlach. a. „King Arthurs suite" eftir Henry Purcell. b. Divertimento nr. 2 f B-dúr K. 137 eftir Wolfgang Amadeus Moz- art. c. Tilbrigði eftir Benjamin Britten um stef eftir Frank Brigde. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræðan. Stjómandi: Hermann Gunnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. B ændamenningin Björn S. Stefánsson skrifar: Fjöldi landsmanna veit ekki hver var fyrsti forseti íslands né hvenær kristni var lögtekin, sam- kvæmt athugun á vegum Kaupþings hf. Karlar reyndust fávísari en konur og fólk í dreifbýli fávísari en aðrir lands- menn. Þjóðviljinn hefur lagt út af þessu á þann veg, að múrar bændamenningarinnar séu að rofna. Með þessu er ályktað að bændafólk og dreifbýlisfólk sé eitt og hið sama. Grœsku- laust gaman í tilefni af vísum Skagfirðings um Miklagarð, sem fyrir skömmu birtust hér á síðunni, segir K.B.: Gamanið er grœskulaust, það græða bara fáir, lýður fyrirhafnarlaust losar fé - og stráir. Ég hef gengið úr skugga um það, að athugun Kaupþings hf. tók ekki til bænda sérstaklega né sveitafólks. Landinu var skipt f þrennt: höfuðborgarsvæði, ann- að þéttbýli, sem var kaupstaðir, (bæir) utan höfuðborgarsvæðis- ins, og dreifbýli, þ.e. þorp og sveitir. f því dreifbýli má nefna Borgarnes, Höfn í Hornafirði, Stykkishólm, Egilsstaði, Sand- gerði, Þorlákshöfn, Blönduós, Garð og Patreksfjörð, allt staðir með meira én 1000 íbúa, og svo tugi fámennari sjávarþorpa og verslunarstaða. I þannig skil- greindu dreifbýli voru samkvæmt upplýsingum Kaupþings hf. 21,6% úrtaksins, en samkvæmt jskýrslum Hagstofunnar voru í strjálbýli 9,9% íbúa landsins og inær það til sveita og þorpa með jfærri en 50 fbúa. Því má ætla, að af þeim sem Kaupþing taldi til dreifbýlis sé aðeins um þriðjung- ur búsettur á bændaheimilum. Ég sé því ekki grundvöll til að leggja út af þessari athugun um bændamenningu sérstaklega en Björn S. Stefánsson. víst gefur hún tilefni til að láta hugann reika um ólíka menningu karla og kvenna og fólks í bæjum landsins og utan þeirra. skák bridge I---------------— Lítið og létt spil, svona i lok ársins: G2 K753 752 K843 K10843 D96 G96 D1082 G104 D9 D10 Á75 Á4 ÁK863 Á75 G962 Pú ert sagnhafi i 3 gröndum í Suður og færö út spaða. Hvernig íhugar þú spila- íferðina? Lætur gosann í spaða, drottning og þú gefur væntanlega tvisvar. Inni á spaða- ás, hvað gerirðu? Leggurðu niður tígul- ás? Einn niður, því Austur hendir döm- unni (Guðmundur Páll í vörninni...). Hinsvegar ef þú ferð inn á borð á kóng- . ana þína og spilar tvisvar tígli að ás og kóng, þá getur jafnvel Guðmundur Páll ekki hnekkt þessu spili. Þú ferð inn í borð, spilar lágum tígli, lítið frá Austri og við drepum hátt. Aftur inn i borð og spilum lágum tígli. Ef það kemur lágt frá Austri, drepum við á kóng og vonum að Austur eigi þriðja tígulinn, en í þessu tilviki er þaö óþarft, því drottningin kemur önnur og við einfaldlega gefum hana. Unnið spil. Tikkanen Gœtum tungunnar :Munum, að „þú“ er eingöngu persónufornafn 2. persónu, en i alls ekki óákveðið fomafn, eins og „you“ á ensku getur verið. Jónas Árnason les Jólasögu úr bók sinni „Fólki“, kl. 11.30. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Róbert Sigurðsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Jóla- sveinar einn og átta“. Umsjón: Sigrún Sig- urðardóttir (RÚVAK). 9.20 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 11.00 „Ég man þá tíð“. Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Jólasaga. Jónas Ámason les úr bók sinni, „Fólki". 11.45 „Hrafninn" eftir Edgar Allan Poe. Elín Guðjónsdóttir les þýðingu Einars Bene- diktssonar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup" eftir Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm. Gunnar Stefánsson les (3). 14.30 Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðuriregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Markus Pawlik leikur Pianósónötu nr. 3 í h-moll op. 58 eftir Frédéric Chopin/ Frank Peter Zimmerman og Amulf von Arnim leika Fiðlusónötu nr. 3 í d-moll op. 108 eftir Johannes Brahms. (Hljóritað á Tónlistarhátíðinni í Schwetzing- en í maí s.l.). 17.10 Síðdegisvaka. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðuriregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Erlingur Sigurðarson flytur þáttinn. Umskiptingur Árnesingur hringdi: Það verður þó a.m.k. ekki sagt að hún villi á sér heimildir, ríkis- stjórnin. Ófyrirleitnari íhalds- stjórn en þessi ríkisstjórn „fram- sóknarmannsins“, Steingríms Hermannssonar, hefur ekki áður komið til valda á íslandi. Meðal þeirra sjálfsögðu rétt- inda, sem launþegahreyfingin hefur öðlast fyrir langa og linnu- lausa baráttu, eru sjúkra-, slysa- og dagpeningar. Þó að þessi rétt- indi lægju þannig síður en svo á lausu þá hélt maður að þau væru, nú á dögum, talin til sjálfsagðra mannréttinda. En svo reynist ekki vera. Við höfum nú fengið yfir okkur ríkisstjórn sem hefur uppi ráðagerðir um að afnema þessi réttindi og færa okkur aftur á fornaldarstigið. Kannski var ekki við öðru að ■búast af íhaldinu. Hitt kemur trú- Iega ýmsum á óvart, að „Fram- sókn“ skuli veita forystu ríkis- stjórn, sem gælir við svona áform. Og svo er manni ætlað að trúa því, að „Framsóknarflokk- urinn“ hafi í engu breyst frá fyrstu áratugum hans. Slíkt er kannski hægt að segja krökkum í barnaskóla, öðrum ekki. Iþróttamannvirki í fímmtudagsumræðu I fimmtudagsumræðu Her- , manns Gunnarsson, íþrótta- i fréttamanns, verður fjallað um i íþróttamannvirki á íslandi. Rætt verður í beinni útsendingu við fjóra menn, sem allir eru eða hafa verið nátengdir íþróttamálum og haft mikil afskipti af þeim með einum eða öðrum hætti. Þessir menn eru: Reynir Karls- son, íþróttafulltúi ríkisins, Þor- steinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi, Steinar J. Lúð- víksson, ritstjóri íþróttablaðsins - en hann hefur eðlilega skrifað mikið um þessi mál - og Skúli Nordahl, arkitekt. Sveinn Björnsson, forseti íþróttasam- bands íslands, mun einnig leggja orð í belg. Auk þess verða svo gripnir upp hlustendur og álits þeirra leitað. „Vona ég að við- brögð þeirra verði góð og um- ræður málefnalegar“, sagði Her- mann Gunnarsson, - enda á það eitt við þegar íþróttir eru annars- , vegar. Þetta er tímabær umræða. -mhg Hermann Gunnarsson stjórnar fimmtudagsumræðunni í kvöld. Karpov að tafli - 258 Úrslitin í heimsmeistaraeinvígi Karp- ovs og Kortsnojs i Merano voru í raun ráðin eftir fjórar skákir. Þá hafði Karpov hlotið 3'/2 vinning, teflt af miklu öryggi og virtist hafa yfirburði fram yfir andstæðing sinn á flestum sviðum skákarinnar. Vissulega hafði Kortsnoj jafnað þriggja vinninga forskot Karpovs í Baguio þrem- ur árum áður, en þá voru aðstæður með allt öðrum hætti, langt var liðið á einvígið og Karpov orðinn örþreyttur eftir þriggja mánaða dvöl á Filippseyjum. I fjórðu skákinni átti Kortsnoj alla möguleika á jafntefli en djarf ur peðieikur kom honum í koll. Karpov notfærði sér . möguleika sína og vann laglega. Þessi ! staða kom upp eftir biðleik Kortsnojs. 41. ' i- d3: Nóg er alltof mikið fyrir alkó- hólistann. Útvarp kl. 22.35 Karpov - Kortsnoj 42. Dd7+! Df7 43. Re7! Kh7 44. Kg2 He8 45. Hh1+ Rh4+ 46. gxh4 Dxe7 47. Dxf5+ Kg7 48. hxg5 DB7+ 49. f3 He2+ 50. Kf1 Kg8 51. Dxd3 He6 ,52. Dd8+ Kg7 53. Dd4+ - og Kortsnoj gafst upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.