Þjóðviljinn - 29.12.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINnI Fimmtudagur 29. desember 1983
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Árshátíð og þorrablót
Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík veröur laugardaginn
28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til
að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. í fyrra komust færri að en vildu.
Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins
Skrifstofan opin
Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar-
innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverlisgötu 105.
Áhugafólk er hvatt til að líta við eða hringja, síminn er 17500.
Stjórnin.
Lausar stöður
heilsugæslulækna
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stööur
heilsugæslulækna:
1. Hólmavík H1, staöa læknis
frá 1. maí 1984.
2. Siglufjörður H2, staða annars læknis
frá 1. ágúst 1984.
3. Raufarhöfn H1, staöa læknis
frá 1. apríl 1984.
4. Fáskrúðsfjöröur H1, staöa læknis
frá 1. ágúst 1984.
5. Djúpivogur H1, staða læknis
frá 1. apríl 1984.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
læknismenntun og læknisstörf skulu hafa
borist ráöuneytinu fyrir 23. janúar 1984 á þar
til gerðum eyöublöðum, sem fást í ráðuneyt-
inu og hjá landlækni.
Allar nánari upplýsingar veita ráöuneytiö og
landlæknir.
Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið
23. desember 1983.
Happdrætti
Styrktarfélags
vangefinna'
1983
VINNINGSNÚMER:
1. vinningur- Mazda bifreið árg. 1984 nr. 12447
2. vinningur - bifreið að eigin vali að upphæð kr.
220.000,- nr. 93482.
3. vinningur - bifreið að eigin vali að upphæð kr.
160.000,- nr. 31007.
4. -10. vinningur - húsbúnaður að eigin vali hver að
upphæð kr. 60.000,- nr. 12377, 23322, 32409,38339,
50846,63195,65215.
Dregið var í Happdrætti
Gigtarfélags íslands 8.
desember. Vinningar
féllu á eftirtalin númer.
Myndbandstæki frá Heimilstækjum hvert á
kr. 50.000.-
Nr. 14904-33829.
Ferðir meö Úrvali, hver á kr. 50.000.-
Nr. 22925-32124.
Ferðir meö Flugleiöum, hver á kr. 25.000.-
Nr. 6159-11153-11775-21648-26003-
28198-37894-40263.
Ferðir meö Flugleiðum, hver á kr. 15.000.-
Nr. 1451 - 4482 - 7373 - 9770 - 13520 -
15240-32196-38888.
Ferðir meö Arnarflugi, hver á kr. 15.000.-
Nr. 1449 - 6890 - 7650 - 22285 -32118-
32520 - 35772 - 39483.
Gigtarfélag íslands þakkar öllum sem
þátt tóku í happdrættinu.
Minning____________________
Sigríður Angantýsdóttir
Fœdd: 1. apríl 1932
Dáin: 18. des. 1983
Æskuvinkona okkar og skóla-
systir, Sigríður Angantýsdóttir,
andaðist á sjúkrahúsi í Lundúnum
þann 18. des. s.l.,þarsemhún beið
eftir aðgerð vegna hjartasjúk-
dóms. Andlát hennar kom okkur
öllum mjög á óvart, því fæst vissum
við, að hún ætti við svo alvarlegan
sjúkdóm að stríða.
Sísí bar ekki áhyggjur sínar á
torg, hún hugsaði minna um sjálfa
sig en aðra. Hugur hennar var hjá
maka, börnum og barnabörnum.
Daginn áður en hún fór til Eng-
lands heimsótti ég hana, og það
var ekki að sjá, að þar færi svo veik
kona sem hún var þá. Síðasta sem
ég sá til Sísíar var er hún gekk
umkringd börnum og barnabörn-
um eftir gangi sjúkrahússins, hún
var sem ungamamma með hópinn
sinn. En eftir á sér maður að hún
gerði sér fulla grein fyrir við hverju
mætti búast. Hún átti sterka trú og
lagði allt í hendur Hans, sem öllu
ræður, enda sagði hún: „Ég er búin
að gera allt upp við Guð og er tilbú-
in að mæta honum“.
Sigríður Angantýsdóttir var
fædd í Vestmannaeyjum þann 1.
apríl 1932. Foreldrar hennar voru
Kornelía Jóhannsdóttir og Ang-
antýrEinarsson. Áttu þau sex börn
og var Sísí elst þeirra. Kornelía
dvelst nú á Dvalarheimili aldraðra f
Vestmannaeyjum, en Angantýr
lést árið 1974. Þau hjón fluttu til
Siglufjarðar þegar Sísí var nokk-
urra mánaða gömul og ólst hún þar
upp sem sannur Siglfirðingur, því
fáa veit ég sem unnað hafa heima-
byggð sinni sem hún.
Bernsku- og æskuárin liðu þar
við leiki og störf. Samstaða var
mikil meðal skólasystkinanna og
félagslíf á Siglufirði stóð í miklum
blóma. Við sækjum þrótt til
bernsku- og uppvaxtarára okkar og
það var gott að vera barn og ung-
Íingur á Siglufirði.
Eftir að Sísí lauk skólagöngu
vann hún við ýmis störf og 17 ára að
aldri fór hún á vertíð til
Vestmannaeyja. Þar kynntist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum Jóni
Kjartanssyni, formanni Verka-
lýðsfélags Vestmannaeyja. Þau
giftu sig þann 18. júlí 1951 og hafa
þau eignast sex börn: Einar Gylfa,
Kjartan, Helgu, Ástþór, Heimi og
Jóhönnu Ýr, sem aðeins er níu ára
gömul.Mikill og sárer missir þeirra
allra, en þó mestur hjá Jóhönnu
litlu, sem átti svo miklu ástríki að
fagna hjá móður sinni. En Sísí var
búin að ganga frá þeim málum og
mun Helga reynast systur sinni sem
sönn móðir. Öll elstu börnin eru
gift eða trúlofuð og eru barnabörn-
in orðin 14 alls.
Sísí þótti mjög vænt um börn og
þau hændust að henni, því hún
hugsaði ekki síður um sálarlíf og
andlega velferð barnsins en líkam-
lega. Sísa var samkvæm sjálfri sér
og það einkenndi hana, hversu
heiðarleg hún var, því jafnvel þótt
það kæmi henni í óþægilega að-
stöðu á stundum, þá gat hún ekki
talað þvert um hug sinn.
Sísí hafði mikinn áhuga á þjóð-
félagsmálum og tók mikinn þátt í
starfi eiginmanns síns og þótti Jóni
oft gott að leita til hennar, ef hann
þurfti að taka örlagaríkar ákvarð-
anir. Álit hennar var ætíð vel
ígrundað og byggt á því innsæi sem
hún hafði, þannig að hún virtist
finna á sér hvað best væri hverju
sinni. Hún hugsaði rökrétt og átti
gott með að koma fyrir sig orði.
Sísí átti stóra drauma og hug-
sjónir og vildi veg kvenna sem
mestan. Það kom okkur vinum
hennar því ekki á óvart, þegar hún
skipaði sér í sveit þeirra kvenna er
stóðu að framboði kvennalista til
Alþingiskosninga í Reykjavík árið
1983. Vann hún þar mikið og
óeigingjarnt starf.
Nú við lát æskuvinkonu okkar er
margt sem leitar á hugann. Okkur
virðist ekki svo langt síðan við lék-
um okkur ung og áhyggjulaus í
firðinum okkar heima. En tímans
elfur streymir skjótt og maðurinn
berst með hringiðu lífsins, fyrst við
nám, svo við atvinnu, heimili og
börn. En þegar árin líða, líf og starf
er komið í fastar skorður og börnin
vaxin úr grasi, leita æskuminning-
arnar fram í hugann. Og enginn
staður á jarðríki er fegurri og betri
en heima. Því staðreynd er, að við
köllum þann stað heima, þar sem
við erum fædd og uppalin, þó svo
að við myndum okkar eigin heimili
víðs fjarri. En það er einmitt Sísí að
þakka, að bernsku- og vináttubönd
okkar skólasystkinanna „Árgangs
’32“ knýttust á ný.
Einn fagran vordag árið 1981
hafði Sísí samband við nokkra
gamla skólafélaga og skýrði þeim
frá þeirri hugmynd sinni, að við
skóla- og fermingarsystkini „Ár-
gangur ’32“ frá Siglufirði hittumst
og endurnýjuðum vináttuböndin.
Þessi góða hugmynd bar þann
ávöxt, að við, sem áður vorum
tvístruð vítt og breitt, náðum sam-
bandi á ný. Vaknaði strax mikill
áhugi fyrir þessari framkvæmd og
hittumst við 56 skólasystkini af 69,
sem þá voru á lífi, heima á Siglu-
firði og héldum sameiginlega hátíð
með kirkjunni okkar þann 28. ág-
úst 1982. Fæst okkar höfðu sést í 35
ár, en þeirra ára varð ekki vart, svo
mikil var gleðin og ánægjan að hitt-
ast á ný.
Margt hafði breyst, en fjöllin og
fjörðurinn var samur við sig. Hóls-
hyrnan og Hvanneyrarskálin voru
á sínum stað. Bernskuleikirnir
ómuðu í huga okkar er við gengum
um bæinn og Sísí mundi svo margt
frá liðnum dögum. Við rifjuðum
upp glens og gaman og urðum ung í
anda á ný. Oll sú vinsemd og hlýja
sem okkur var sýnd þessa daga
heima er ógleymanleg. Og sam-
staða og samhugur „Argangs ’32“
er enn meiri en áður.
Sísí, þú gafst okkur öllum stóra
gjöf, sem aldrei mun fyrnast í hug-
um okkar skólasystkina þinn.
Minningin um þig lifir í hjörtum
okka allra.
„Árgangur ’32“ frá Siglufirði,
Kristjana H. Guðmundsdóttir.
Auglýsing
til skattgréiðenda
Samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt eru
gjalddagar tekjuskatts og eignarskatts tíu á ári hverju
þ.e. fyrsti dagur hvers mánaðar nema janúar og júlí.
Dráttarvexti skal greiða af gjaldfallinni skuld sé skattur
ekki greiddur innan mánaðar frá gjalddaga. Gilda
sömu reglur um greiðslu annarra þinggjalda.
Af tæknilegum ástæðum hefur til þessa ekki verið
unnt að miða dráttarvaxtaútreikning við stöðu gjald-
enda um hver mánaðamót. Hefur því í framkvæmd
verið miðað við stöðuna 10. dag hvers mánaðar sbr.
auglýsingu ráðuneytisins dags. 27. apríl 1982. Drátt-
arvextir hafa því í reynd verið reiknaðir 10 dögum
seinna en lög kveða á um. Er nú stefnt að því að stytta
þennan frest eins og kostur er. Geta gjaldendur því
framvegis búist við að dráttarvextir verði reiknaðir
þegar eftir að mánuður er liðinn frá gjalddaga.
Þá er sérstök athygli vakin á því að launagreiðendum
ber að skila því fé sem haldið er eftir af kaupi launþega
innan sex daga frá útborgunardegi launa.
Fjármálaráðuneytið, 27. desember 1983.
Útboð
Fyrir hönd Kaupfélags Stykkishólms óskar
VST hf. eftir tilboöum í jarðvinnu fyrir nýtt
verslunarhús í Stykkishólmi.
Fylling er áætluö 8000 m3 og uppúrtekt 4700
m3.
Útboösgögn verða afhent hjá Kaupfélagi
Stykkishólms og VST hf. í Reykjavík og Borg-
arnesi.
Tilboöin veröa opnuð í Stykkishólmi og
Reykjavík hinn 10. janúar 1984 kl. 14.00.
VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf
blaðið
sem vitnað er í
Siminn er
Er ekki tilvalid
að gerast áskrifandi?
81333