Þjóðviljinn - 29.12.1983, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 29. desember 1983 Þ-JÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Umsjón:
Vrðir Sigurðsson
FH í kröppum dansi á Akureyri!
Náði sigri á
lokaimnútum
leiksins
Það ómögulega virtist lengi vel
ætla að eiga sér stað þegar
botnliðið, KA, og meistaraefnin,
FH, mættust í 1. deild karla í hand-
knattleik á Akureyri í gærkvöldi.
Leikurinn hafði verið jafn og tví-
sýnn og staðan var 18-18 þegar að-
eins þrjár mínútur voru til leiks-
loka. En þá gerðu FH-ingar út um
ieikinn, Atli Hilmarsson, Sveinn
Bragason og Hans Guðmundsson
skoruðu þrjú mörk og
Hafnfirðingar sigruðu 21-18.
FH, sem var án Kristjáns Ara-
sonar sem er meiddur, komst yfir í
byrjun, 1-3, en leikur liðsins var
lítt sannfærandi og KA jafnaði, 3-
3. Síðan var jafnt 6-6 en þá komst
KA í 8-6. FH svaraði með þremur
mörkum og staðan var svo 9-9 í
hálfleik.
KA skoraði tvö fyrstu mörk
síðari hálfleiks, 11-9, og síðan var
jafnt 12-12 og 14-14. Þá komu þrjú
FH-mörk, 17-14, og tíu mínútur
eftir. Heimamenn gáfust ekki upp,
mikil spenna færðist í leikinn og
góð stemmning ríkti í íþrótta-
höllinni meðan KA jafnaði enn,
18-18. Það dugði ekki eins og áður
sagði.
FH var langt frá sínu besta og
leikur liðsins hreinasta rugl á
köflum. Atli Hilmarsson var alger
yfirburðamaður og þá átti Harald-
ur Ragnarsson mjög góðan leik í
markinu.
Jón Kristjánsson lék einnig vel
og Magnús Gauti varði vel í fyrri
hálfleik, m.a. tvö vítaköst og nokk-
ur skot úr dauðafærum.
Mörk FH: Atli 11, Hans 3, Þorgils Óttar
Mathiesen 2, Sveinn, Pálmi Jónsson,
Guöjón Árnason, Guömundur Magnús-
son og Guðmundur Óskarsson eitt hver.
Mörk KA: Jón 4, Jóhannes 3, Sigurður
Sigurðsson 3, Erlingur Kristjánsson, Jó-
hann Einarsson og Þorleifur Ananíasson
2 hver, Logi Einarsson og Magnús Birgis-
son 1 hvor.
Ólafur Haraldsson og Stefán
Arnaldsson dæmdu. Þeim tókst
sæmilega upp lengi vel en voru ekki
sannfærandi undir lokin.
-K&H/Akureyri.
Enska knattspyrnan:
Forest komið í
fímmta sætið
Nottingham Forest komst uppí
fimmta sæti 1. deildar ensku knatt-
spyrnunnar í gærkvöldi með því að
sigra Coventry 3-0 á heimavelli sín-
um í Nottingham, City Ground.
Þetta var fyrsti ósigur Coventry í
tíu leikjum í deildinni.
Peter Davenport kom Forest á
bragðið með marki um miðjan fyrri
hálfleik og Garry Birtles skoraði
síðan tvívegis í þeim síðari. Birtles
hefur skorað drjúgt undanfarið og
er nú kominn með níu mörk í 1.
deildinni í vetur.
Úrslit í gærkvöldi:
1. deild:
Nottm. Forest-Coventry..........3-0
2. deild:
Blackburn-Barnsley..............1-1
Cambridge-Grimsby...............2-2
4. deild:
Crewe-Bristol City..............2-2
Staða efstu liða fyrstu deildar er
þessi:
Liverpool...20 12 5 3 35-16 41
Manch.Utd...20 11 5 4 38-23 38
Southampton.20 11 4 5 22-14 37
WestHam.....20 11 3 6 31-18 36
Páíí
í Þór
Páll Guðlaugsson frá Vest-
mannaeyjum, sem undanfarið hef-
ur leikið með GÍ í Færeyjum og var
kjörinn besti knattspyrnumaður
Færeyja sl. sumar, er genginn í
raðir 1. deildarliðs Þórs á Akur-
eyri. Páll er traustur markvörður
sem væntanlega tekur stöðu Þor-
steins Ólafssonar sem þjálfar Þórs-
ara næsta sumar en hyggst ekki
leika með liðinu.
-VS
Nottm.For.........20 11 3 6 38-26 36
Luton.............20 11 2 7 36-28 35
Coventry..........20 9 6 5 29-24 33
Heil umferð verður leikin í
deildakeppninni á gamlársdag.
- VS
Garry Birtles - tvö mörk í gær-
kvöldi:
Maradona
að byrja
Diego Maradona, argentínski
knattspyrnusnillingurinn, byrjar
að æfa á nýjan leik með félögum
sínum, Barcelona á Spáni, á þriðju-
daginn kemur. Maradona hefur
verið spítala- og sjúkraþjálfara-
matur síðan í haust þegar hann fót-
brotnaði í leik gegn Atletico Bilbao.
Reiknað er með að hann geti byrj-
að að ieika með Barcelona fljótlega
á nýja árinu.
-VS
Leiðrétting
Prentvillupúkinn var á ferðinni í
blaðinu í gær og hækkaði Islands-
met Kolbrúnar Rut Stephens í há-
stökki án atrennu um 10 senti-
metra. Hið rétta er að hún stökk
1,43 m á jólamóti ÍR en tíu senti-
metrarnir gætu komið hjá henni
fyrr en varir.
Kristinn Kristinsson, Haukum, (7) í slag við ÍR-ingana Ragnar Torfason (6) og Gylfa Þorkelsson (15) í leik
liðanna í gærkvöldi. Mynd: -eik
Úrvalsdeildin í körfuknattleik
Nýja stórveldið fór
létt með það gamla
Haukar eru á sífelldri uppleið,
ÍR-ingar á niðurleið. Verðandi
stórveldi gegn fallandi stórveldi.
Þetta kom berlega í Ijós í gærkvöldi
er félögin mættust í Seljaskólanum I
úrvalsdeildinni í körfuknattleik.
Haukarnir höfðu yfirburði á flest-
um sviðum íþróttarinnar og sigur
þeirra, 89-80, var í allra minnsta
lagi þar sem ÍR skoraði síðustu ell-
efu stig leiksins vegna kæruleysis
Hafnfirðinganna.
Fátt benti til þess í upphafi aö
leikurinn yrði ójafn. Liðin voru yfir
til skiptis, jafnt 18-18 um miðjan
fyrri hálfleik, en þá fóru Haukarnir
smám saman að síga framúr. Þeir
náðu tólf stiga forystu, 44-32, en ÍR
lagaði stöðuna í 46-38 fyrir hlé,
fengu reyndar tvö stig í hálfleik þar
sem ein karfa þeirra fannst á mynd-
bandi!
'í byrjun síðari hálfleiks varð
strax ljóst hvernig færi. Haukar
komust í 59-52, IR missti Hrein
Þorkelsson útaf með 5 villur, Gylfi
bróðir hans var orðinn haltur og
fékk sína fimmtu villu síðar í hálf-
leiknum og þegar þeir eru ekki í
fullu formi á ÍR ekki möguleika.
Staðan var orðin 83-60 þegar fjórar
mínútur voru eftir og 89-69, en á
síðustu tveimur mínútunum, sem
voru hreinn farsi og vitleysa,
skoruðu ÍR-ingar 11 stig.
Haukar mynda orðið sterka
heild, það er ekki bara Pálmar Sig-
urðsson sem heldur þeim uppi.
Hann var að vísu bestur ásarnt
Hálfdáni Markússyni og Kristni
Kristinssyni en nánast allir aðrir
skiluðu sínu hlutverki með sóma.
Leiðinlegur blettur þó framkoma
Einars Bollasonar þjálfara, innan
vallar sem utan, og aðeins vegna
linkindar dómara slapp hann við
nokkur stykki af tæknivítum að
þessu sinni.
Ragnar Torfason var yfirburða-
.maður hjá ÍR án þess að eiga stór-
leik. Hjörtur Oddsson lék þokka-
lega en aðrir voru hrein hörmung.
Fyrsta deildin bíður ÍR-inga með
þessu áframhaldi, þeir geta aðeins
vonast eftir sigrum í leikjunum
tveimur við Keflvíkinga sem hafa
verið á svipuðu plani.
Stig Hauka: Pálmar 24, Hálfdán 19,
Kristlnn 14, Reynir Kristjánsson 11,
Sveinn Sigurbergsson 10, Einar Bollason
4, Guðlaugur Ásbjörnsson 4 og Eyþór
Árnason 3.
Stig ÍR: Ragnar 22, Hjörtur 18, Hreinn 12,
Gylfi 9, Kolbeinn Kristinsson 7, Benedikt
Ingþórsson 4, Stefán Kristjánsson 4,
Bragi Reynisson 2 og Karl Guðlaugsson
2.
Dómararnir, Björn Ólafsson og
Gunnar Valgeirsson, áttu. slakan
dag að þessu sinni. Þeir geta báðir
mikið betur. _ y§
Staðan
Úrvalsdeildin
í körfuknattleik:
ÍR-Haukar......................80-89
Njarðvík...........10 7 3 78W41 14
KR.................10 7 3 723-689 14
Haukar.............11 6 5 796-807 12
Valur..............10 5 5 816-753 10
Keftavík...........10 4 6 667-760 8
ÍR.................11 2 9 820-861 4
1. deild karla í
handknattleik:
KA-FH..........................18-21
FH..............10 10 0 0 307-198 20
Valur........... 9 6 1 2 188-179 13
Vikingur........ 9 6 0 3 210-190 12
KR.............. 9 4 1 4 155-149 9
Þróttur......... 9 3 2 4 191-207 8
Stjarnan........ 9 3 1 5 172-209 7
Haukar.......... 9 1 1 7 178-221 3
KA..............10 0 2 8 176-224 2