Þjóðviljinn - 04.01.1984, Blaðsíða 1
DIÚOVIUINN
4hugamaður um
ensku knattspy rn-
una birtir fjörlega
fróðleiksmola.
Sjá 11.
januar
miðvikudagur
49. árgangur
2. tölublað
Ég veit ekki lengur hvað til bragðs á að taka
Þolinmæðin er þrotin
Einstæð móðir - kennari - með
tvö börn lýsir kjörum sínum
„Yngra barn mitt gengur í
notuðum fötum af eldri
systkinum og öðrum börnum
úr fjölskyldunni. Ég á ekki bíl
og hef oft ekki efni á að kaupa
strætisvagnakort. Ég hef ekki
lengur efni á að fara í leikhús
eða bíó. Ég sit með launaseðil
janúarmánaðar í höndunum og
nokkra fasta reikninga - raf-
magnsreikning, hitareikning,
afborganir, matarreikninga -
og þegar ég legg þessa
reikninga saman þá vantar mig
nokkur þúsund krónur upp á.
Ég er allan mánuðinn að bíða
eftir næstu mánaðamótum í von
um að þá komi færri eða lægri
reikningar. Ég hef tekið lán úr
afmælissjóði barnanna og úr
flöskusjóðnum sem þau stofnuðu
með því að selja tómar flöskur
sem þau fundu úti.
Ég er kennari og bý ein með
tveimur börnum. Eg veit að ég
hef það betra en margur annar.
Samt ná endar ekki saman. Nú er
þolinmæði mín á þrotum. Ég verð
reiðari og reiðari yfir óréttlæti og
skilningsleysi forráðamanna
þjóðarinnar. Ég er að missa trúna
á réttlæti og jafnrétti. Ég veit ekki
lengur hvað á til bragðs að taka“.
Úr opnu bréfi
einstæðrar
móður til
Þjóðviljans
í opnu birtum
við myndir af
veggblöðum og
auglýsingum þar
sem höfðað er til
kvenna á mis-
jöfnum tímum
og mismunandi
forsendum.
Hirðum undirmáls-
flskinn og látum þá
sem vinna á dekki fá
ágóðann segir
Brynjólfur Oddson
sjómaður frá Dal-
vík í fyrri grem sinni
um nýtingu á undir-
málsflski.
Hringlandaháttur sjávarútvegsráðherra
Útgerðarmenn æfir
Mikil reiði ríkir nú meðal útgerðarmanna hinna hefðbundnu vertíðarbáta í garð sjávarútvegs-
ráðherra Halldórs Ásgrímssonar fyrir hringlandahátt í öllum málum varðandi þá vertíð sem nú er
að hefjast. Fyrir utan það að fresta ákvörðun um kvótakerfið fram til febrúarloka, þá bætist nú
tvennt við. í fyrsta lagi sú ákvörðun Halldórs að hverfa frá netaveiðibanni til 15. febrúar og hins
vegar að leyfa ufsaveiðar utan kvóta.
Fjölmargir aðilar höfðu sam- þessum málum. Varðandi það að menn á, að í allt haust hafi sjávar-
band við Þjóðviljann í gær út af leyfa netaveiðar nú þegar, benda útvegsráöherra sagt að netaveiðar
yrðu ekki leyfðar fyrr en 15. febrú-
ar. Margir útgerðarmenn, sem láta
báta sína nær eingöngu stunda net-
aveiðar höfðu gert ráðstafanir til
þess að láta þá fara á línu. Höfðu
þeir fjárfest í veiðarfærum og út-
búnaði sem þarf til línuveiðanna,
en hefðu ekki lagt í þennan kostn-
að ef þeir hefðu vitað að netaveiðin
yrði leyfð strax. Aðrir ætluðu að
nota tímann framtil 15. febr. til.að
láta dytta að bátum sínum og höfðu
pantað pláss fyrir þá í slipp.
Hitt málið, ufsaveiðar utan
kvóta telja útgerðaraðilar, annars-
staðar en á Suðurnesjum og Suður-
landi, ósanngjarna undanþágu.
Útgerðaraðilar við Breiðafjörð,
sem eingöngu stunda þorskveiðar
yfir vetrarvertíðina, benda á að
þessi undanþága með ufsann færi
bátum á Suðurlandi 200 til 300
tonna forskot, þegar kvótakerfið
loks kemur. Þjóðviljinn mun fjalla
nánar um þetta hitamál á morgun.
-S.dór.