Þjóðviljinn - 04.01.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. janúar 1984
Friðargangan leggur af stað. Ljósm. Víkurblaðið
Friðarhópur Húsvíkinga
Blysför á
Þorláksmessu
Fjöldi Húsvíkinga tók þátt í
friðarblysför á Þorláksmessu og
var þar tekið undir ávarp friðar-
hreyfinganna sem gcngust fyrir
sams konar aðgerðum víða um
land.
Einkunnarorð Friðarhóps Hús-
víkinga á Þorláksmessu voru: ís-
land gegn kjarnorkuvá, Friður á
jólum 1983, Biðjum leiðtoga þjóð-
anna að leggja niður vopn og
Brauð handa hungruðum heimi.
Safnast var saman við Sund-
laugina og gengið með tendraða
kyndla að Húsavíkurkirkju þar
sem séra Björn Jónsson flutti stutt
ávarp. Þaðan var svo gengið að jó- Sr. Björn H. Jónsson ávarpar
latré í bænum miðjum og þar flutt friðargönguna á tröppum Húsavík-
ávarp fyrir friði. _v urkirju.
Bókagerðamenn um atvinnurekendur
, ,Engin takmörk
fyrir frekjuiuii64
Nýir
sjón varpsþœttir:
Byggðir
á þulum
Theódóru
Seinna í þessum mánuði hefjast
hjá Sjónvarpinu upptökur á sjón-
varpsþáttum, sem byggðir eru á
þulum eftir Theódóru Thorodd-
sen. f fyrstu er áætlað að gera 3
þætti, en hugsanlegt er að þættirnir
verði alls sjö.
Þórunn Sigurðardóttir, leikari,
hefur samið upptökuhandrit og
verður hún jafnframt leikstjóri.
Þórunn sagði í stuttu samtali við
Þjóðviljann að með nýrri upptöku-
tækni sem Sjónvarpið réði nú yfir
væri hægt að framkvæma ýmsar
skemmtilegar tæknibrellur, sem
æskilegar væru við gerð þessara
þátta, þar sem þjóðsagna og ævin-
týrablær væri ríkjandi.
-S.dór
Helgarmót
í Ólafsvík
Fyrsta helgarskákmót þessa árs
verður haldið í Ólafsvík um næstu
helgi. Það er jafnframt 22. helgar-
mót tímaritsins Skákar og Skák-
sambands íslands.
Flestir bestu skákmenn þjóðar-
innar verða meðal þáttakenda sem
jafnan. Tefldar verða sjö umíerðir
eftir Sviss-skák kerfinu. Fyrsta um-
ferðin hefst eftir hádegi á föstudag
en mótinu lýkur síðdegis á sunnu-
dag.
„Engin takmörk fyrir frekju at-
vinnurekenda“, segir í félagsbréfi
bókagerðarmanna, þar sem sagt er
frá samningafundi við atvinnurek-
endur.
í fréttabréfi Prentarans segir frá
því hvernig Félag bókagerðar-
manna hefur árangurslaust reynt
að fá atvinnurekendur til samn-
ingafunda uns deilunni var vísað til
sáttasemjara. Stéttarfélagið útlist-
aði á fyrsta fundi kröfur sínar.
„Nú höfum við allt að
verja“
Síðan segir í fréttabréfinu.
Atvinnurekendur vísuðu til
„stóra bróður“ VSÍ og buðu uppá
sömu „kræsingar". Þ.e. að við
skenktum þeim aftur þau félags-
legu réttindi sem okkur hefur tekist
að ávinna okkur með mikilli bar-
áttu á síðustu árum og áratugum.
Gegn slíkum fórnum töldu FÍP
menn hugsanlegt að til einhverrar
launahækkunar gæti komið. Ekki
var nefnt hversu mikla. En frá
þeim VSÍ köppum hafa menn
reiknað þetta „boð“ uppað 1%.
Þessari ófyrirleitnu hugmynd at-
vinnurekenda var að sjálfsögðu
hafnað. Hin félagslegu réttindi eru
ekki föl og verða varin hvað sem
það kostar.
Aldrei hefur verið gengið lengra
en einmitt nú á rétt verkafólks.
Eftir að kaupmáttur launa hefur
verið skertur um amk. 40%, verð-
lagsbætur afnumdar um 2ja ára
skeið á sama tíma og dýrtíðin held-
ur áfram, þá leyfa atvinnurekendur
sér að koma með tillögur um að
umsamin félagsleg réttindi séu
rýrð. Það sem við skulum átta okk-
ur á nú er að atvinnurekendur ætla
sér að nýta útí ystu æsar það ástand
sem ríkisvaldið skapaði með
bráðabirgðalögunum. Atvinnu-
rekendur og ríkisvaldið stefna að
Sjónvarpsskermur fyrir sovéska sendiráðið
Geir varð að
sækja um leyfið
Davíð vísar til byggingarnefndar
Davíð Oddsson hefur fengið beiðni frá Geir Hallgrímssyni um að Sovét
menn fái að setja upp ratsjárloftnet á sendiráðsbyggingu sína.
Geir Hallgrímsson utanríkisráð-
herra hefur sótt um leyfi til Davíðs
Oddssonar borgarstjóra fyrir sov-
éska sendiráðið. Utanríkis-
ráðuneytið hefur skrifað Davíð
Oddssyni bréf þarsem beðið er um
leyfi fyrir sjónvarpsskermi þeim,
sem valdið hefur nokkru umtali,
við húseign sovéska sendiráðsins
við Túngötu.
Ráðuneytið varð við beiðni
sendiráðsins um að æskja leyfisins
til borgarstjórnar Reykjavíkur, en
áður hafði umhverfismálanefnd
borgarinnar mótmælt skerminum
vegna útlitsbreytinga. Davíð borg-
arstjóri upplýsir í Morgunblaðinu í
gær að beiðni Geirs verði send
byggingarnefnd borgarinnar til
umsagnar.
„Við erum aðeins að gegna
formlegri skyldu okkar og tökum
ekki efnislega afstöðu í þessu
máli“, sagði Geir Hallgrímsson ut-
anríkisráðherra þegar Þjóðviljinn
spurði hann í gær um þessa beiðni.
Kvað hann Póst og síma og bygg-
ingaryfirvöld borgarinnar eiga
næsta orðið í þessu máli.
-óg/lg
því að knésetja verkafólk og
samtök þess. Nú er svo komið að
ekki er lengur stætt á því að horfa
aðgerðalaus uppá þann níðings-
skap sem verið er að beita fólk dags
daglega. Nú er svo komið að við
höfum allt að verja“.
Ólafur
Jónsson
látinn
Ólafur Jónsson leiklistar- og
bókmenntagagnrýnandi og ritstjóri
Skírnis lést í gær.
Hann var fæddur 15. júlí 1936,
sonur hjónanna Jóns Guðmunds-
sonar skrifstofustjóra í Rvík og Ás-
gerðar Guðmundsdóttur kennara.
Hann lauk fil.kand.-prófi frá
Stokkhólmsháskóla árið 1962.
Ólafur var blaðamaður við Tímann
1956-60, bókmennta- og leiklist-
argagnrýnandi við Alþýðublaðið
1963-69, Vísi 1969-75, Dagblaðið
1975-81 og síðan 1981 við Dag-
blaðið og Vísi. Hann var stunda-
kennari við Háskóla fslands frá
1974. Eftir Ólaf liggja þrjár bækur
og hann var ritstjóri nokkurra
tímarita, síðast Skírnis, tímarits
Hins ísl. bókmenntafélags, frá
1980. Fáir hafa haft jafnmikil áhrif
og hann með menningarskrifum
sínum í íslensk dagblöð og tímarit
sl. 20 ár.
Eftirlifandi kona Ólafs er Sigrún
Steingrímsdóttir. Þjóðviljinn vott-
ar henni og öðrum aðstandendum
samúð sína.