Þjóðviljinn - 04.01.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.01.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNj Migvikudagur 4. janúar 1984 DIOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðstustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndlr: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og augiýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Nýr landsmála- grundvöllur - Öflug lýðhreyfing í áramótagrein Svavars Gestssonar formanns Al- þýðubandalagsins var lýst fimm meginatriðum sem yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar gæti sam- einast um: • Meiri hluti þjóðarinnar er andvígur þeirri áherslu á hernaðarstefnu sem felst í afstöðu núverandi utanríkis- ráðherra og fram kom á ráðherrafundi Atlantshafs- bandalagsins nýlega. • Meiri hluti þjóðarinnar styður málstað friðarhreyf- inga eins og kom í ljós í friðargöngunum á Þorláks- messu. • Meiri hluti þjóðarinnar vill leggja aukna áherslu á varðveislu sjálfstæðis þjóðarinnar. • Meiri hluti þjóðarinnar vill aukinn jöfnuð lífskjara og mannúðarstefnu í verki, en hafnar ógnarvaldi pen- ingahyggjunnar. • Meiri hluti þjóðarinnar leggur áherslu á varðveislu lýðræðis og frelsis jafnvel þó það kosti reglur sem þrengja að fjármagni hinna fáu. Síðan segir Svavar Gestsson í grein sinni: „Hér er því samstaða um öll þau grundvallaratriði sem mestu máli skipta þegar allt kemur til alls eins og sakir standa. Alþýðubandalagið tekur undir öll þessi grundvallarat- riði, en samt eru hér sex þingflokkar. Brýnasta verkefni komandi mánaða er að gera fólki úr öllum þessum flokkum ljóst að það er lífsnauðsyn að brjóta niður múra vanans, að opna fyrir viðleitni til samstöðu þjóðlegra félagshyggjuafla. Það má ekki láta gömul viðhorf fortíðar stía þeim í sundur sem saman eiga. Það er lífsnauðsyn fyrir ísland og íslendinga að eignast nú stjórnmálaafl sem getur sótt fram til nýrra tíma þar sem bjartsýni samstöðunnar hefur bægt frá svartsýni sérhyggjunnar. Alþýðubandalagið hefur lýst því yfir að það vilji kosta hér öllu til þess að ná þessari samstöðu. Hvað um aðra? Undanfarna mánuði höfum við oft kallað á einingu, á samstöðu gegn alræðisvaldi fjármagnsins. Svörin hafa ekki látið á sér standa, en þau hafa borist í samtölum frá manni til manns. Nú þurfa þau svör að breytast í öfluga lýðhreyfíngu sem ber ávöxt þegar á árinu 1984. Það væri besta af- mælisgjöfín á 40 ára afmæli lýðveldisins að slík hreyfing skjóti rótum svo að hún geti á næstu 40 árum íslenska lýðveldisins orðið meginstjórnmálaafl þess. Það þarf að skapa nýjan Iandsmálagrundvöll nú eins og gert var fyrir 60 árum. Efniviðurinn er til. Spurning- in er aðeins sú hver ber gæfu til að vinna verkið. Sá grundvöllur sem lagður var hefur dugað vel, en hann endist ekki í 100 ár. Hér þarf að vinna nýsköp- unarstarf með opnum huga þar sem þjóðmálasamtök leggja allt kapp á að skynja og skilja röksemdir hvers annars. Það má ekki láta þverslár fortíðarinnar loka fyrir gagnvegi skynseminnar.“ Þessar yfirlýsingar Svavars Gestssonar formanns Al- þýðubandalagsins fela í sér skýra afstöðu flokksins til þess mikla verks að efla stefnulega og skipulagslega samstöðu félagshyggjuaflanna í landinu. Þegar fjár- magnshyggjan sækir fram með þungum höggum í garð launafólks, jafnréttis og velferðar er nauðsynlegt að ýtarlegar umræður fari fram um bestu leiðir til að snúa vörn í gagnsókn. Alþýðubandalagið hefur með skipulagsbreytingum og yfirlýsingum formanns flokksins sýnt afdráttar- lausan vilja til að mynda öfluga lýðhreyfingu á nýjum landsmálagrundvelli. klippt 1984 Um áramótin bar nokkuð á beyg og ótta sem stafar af ártalinu 1984. Að sjálfsögðu vekur saga Orwells að nokkru leyti þennan óhug en því miður kemur fleira til. Víða mátti sjá í blöðum í skrif- um um hin ýmsu efni um ára- mótin, að þessi ótti hvarflaði að fólki. Þannig mátti glöggt sjá af ýmsum skrifum áhyggjur manna um tvennt: hættuna af tortímingu mannkyns og hættuna á að ísland glati því sem eftir er af sjálfstæði sínu. Hermangið „Vissulega kostaði það þjóðina harða baráttu að endurheimta sjálfstæði sitt“, segir Pórarinn Þórarinsson í Ieiðara Tímans á gamlársdag. Bendir hann á að á tímum efnahagsþrenginga sé nærtækara að Ieita ásjár erlendra aðila undir ýmsum formerkjum og sjálfstæðinu stefnt í voða: „Þá er mikil hætta á að farið verði að leita um of aðstoðar erlendra að- ila á einn eða annan hátt. Það getur verið freistandi ef slík að- stoð stendur ti) boða, annað hvort af hernaðarástæðum eða því að viss öfl vilja ná undir sig auð- lindum landsins“. Þórarinn þarf auðvitað ekkert frekar að segja hver hin „vissu öfl“ eru. Hann þarf heldur ekki að tíunda hverjir það eru sem ekkert eru annað en hnjáliða- mýktin andspænis stórveldinu í vestri. Þórarinn þarf ekki að staf- setja rfkisstjórn íslands. Forðast örlög Grenada í þessum merka leiðara Þórar- ins er varað við „freistandi gylli- boðum“ og minnt á örlög eyríkis- ins Grenada. Þórarinn segir mörg dæmi þjóða „sem hafa vegna að- gæsluleysis, værðar og sundrung- ar glatað sjálfstæði sínu“. „Sjálfstæð þjóð verður stöðugt að hafa hugfast, að sjálfstæðis- baráttunni lýkur aldrei, ef sjálf- stæðið á að varðveitast. Það verður aldrei unnið til varan- - legrar eignar, heldur þarf þrot- laust starf til að missa það ekki úr höndum sér“. Stöðvum risaveldin Jón Þ. Þór sem skrifar um bækur í Tímann segir frá nýút- kominni bók eftir þrjá raun- vísindamenn. Þar segir frá vopnabúnaði stórveldanna og nefndar hugsanlegar afleiðingar kjarnorkustyrjaldar. 1.5 miljarð- ur manna myndu farast tiltölu- lega fljótt samkvæmt þessum út- reikningum, miljarður myndi særast hættulega og sýkjast af geislun og 150 miljónir myndu veslast upp og deyja af afleiðing- um geislunarinnar. „Þetta eru þó aðeins lágmarks- tölur, afleiðingarnar gætu orðið margfalt alvarlegri, ef hugsandi mönnum tekst ekki að halda í skefjum orðhákunum, sem fara með stjórn öflugustu stórvelda sem mannkynið hefur þckkt“ skrifar Jón Þ. Þór. Heimsmenningin á bágt Auðvitað vilja allir á íslandi nema hinn fámenni hópur of- stækismanna, sem ræður utan- nkisstefnu ríkisstjórnarinnar, að ísland leggi sitthvað á sig til þess að varðveita sjálfstæðið og leggi á alþjóðavettvangi sitt lóð á vogar- skálar friðarins. Þórarinn á Tímanum spjallar í áramótagrein um menn og mál- efni. Þar vitnar hann í kvæðabálk eftir Matthías Johannessen „End the bloody war“. Og í tilvitnuð- um ljóðlínum má sjá einsog oft áður að skáldið í Matthíasi er bæði kritiskari mannvera og ær- legri en árans pólitíkusinn í Aðal- stræti: „Enn eitt finnst mér undarleg staðreynd að enginn þar vestra súst sem vildi af alefli vernda okkar viðleitni í menningarátt Þeir hafa ekki hugmynd um það, hve heimsmenningin á bágt“. -óg og skorið Þorsteinn rœðst á Albert í grautnum sem Þorsteinn Pálsson sauð lesendum Morgun- blaðsins um áramótin, hafa kekk- irnir og saltflákarnir fyrir Albert Guðmundsson vakið einna mesta athygli. Allir vita að flokks- eigendaklíka Geirs og félaga lætur einskis ófreistað til að sparka í Albert - og allir vita að hefndarþorstinn er óslökkvandi. Kárínur Alberts og hinna nýríku eru geymdar en ekki gleymdar. í því Ijósi ber einnig að skoða föst skot og laus frá Þorsteini Pálssyni, hinni kórónuðu pútu flokkseigendaklíkunnar, í ára- mótagreininni í Mogganum. / fyrsta sinn erlend lán í A-hluta „Fram hjá hinu er ekki unnt að líta að fjárlög eru nú afgreidd með rekstrarhalla“, skrifar Þor- steinn og getur ekki farið vægar í sakirnar við Albert Guðmunds- son. Þessi ummæli eru innan marka drengskaparins og sam- tryggingarinnar í báðum deildum flokkseigendaklíkunnar. Síðan segir Þorsteinn Pálsson: ,^>rátt fyrir umfangsmestu að- haldsaðgerðir sem um getur í langan tíma, neyðumst við til þess í fyrsta skipti að taka erlend lán til þess að mæta útgjöldum A-hluta ríkissjóðs“. f fyrsta skipti, sem Albert Guðmundsson er sem fjármálaráðherra að búa fjárlög úr garði, gerir hann það þannig að þarf að taka erlend lán til að mæta útgjöldum á A-hluta ríkis- sjóðs. -óg ór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.