Þjóðviljinn - 04.01.1984, Qupperneq 7
Miðvikudagur 4. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Nýting á undirmálsfiski
„Þessar línur eiga ekki eingöngu við um undirmálsþorsk heldur allar þær tegundir þarscm reynt er að
vernda ungviðið fyrir veiðum“.
Fyrri grein
Hvað er smáfiskur og hvað ekki?
Um það má endalaust deila, án
þess að menn verði á eitt sáttir. Það
vita allir sem fylgst hafa með þorsk-
veiðum að lágmarksstærð á verð-
lögðum þorski til hlutaskipta hefur-
verið að þokast upp á við, úr 43 cm
í 45 cm og er nú 50 cm. Þarna hafa
friðunarsjónarmið ráðið ferðinni
en ekki nýtingarmöguleikar á smá-
þorski.
Þannig háttar til á togveiðum að
alltaf veiðist smáþorskur í ein-
hverjum mæli og hefur svo verið
frá upphafi togveiða hér við land.
Og verður á meðan togveiðar
verða stundaðar við strendur
landsins. Hversu mikið magn er
um að ræða, er erfitt að segja og
kemur ekki í ljós fyrr en allur fisk-
ur, sem veiðist, kemur í land.
í gildi eru lög sem gera þorsk í
afla undir 50 cm upptækan hjá sjó-
mönnum og útgerðarmönnum en
verðlagðan til vinnslu, einnig á að
hirða allan þorsk sem á dekk kem-
ur. í fljótu bragði sýnast þessi lög
skynsamleg, þau hvetja ekki til
veiða á undirmálsfiski og þau eiga
að tryggja að allur afli komi á land.
Eftir þessum lögum er ekkert farið,
undirmálsþorsk er hent í sjóinn,
framkvæmd laganna illmöguleg,
því ekkert fær sjómenn til að auka
vinnu sína fyrir ekkert og útgerðar-
mönnum er ósárt um þennan afla.
Veiddur þorskur er dauður
þorskur og ef hægt er að nýta hann
þá ber okkur skylda til, en til þess
að það verði þá þarf lagabreytingu.
Ekki er ástæða til að láta undir-
málsþorskinn koma til hlutaskipta
að óbreyttu því það eykur aðeins
sókn í hann. Því síður er ástæða til
að verðlauna skipstjóra og útgerð-
armenn og þótt að um 50 cm mörk-
in megi deila, þá verða að vera ein-
hver viðmiðunarmörk.
Látum þá, sem auka þurfa vinnu
sína um borð í skipunum til að nýta
megi undirmálsfiskinn, eiga hann;
m.ö.o. að skipstjóri, útgerðarmað-
ur og yfirmenn, sem vinna ekki á
dekki, fái ekkert í sinn hlut. Þetta
mundi tryggja að allur undirmáls-
fiskur mundi koma í land.
Margt gott mundi fylgja þessu ef
af yrði. Er þá fyrst að nefna að þau
umdeildu verðmæti, sem hent er í
dag, yrðu nýtt. Erfitt eða allt að því
útiloícað verður fyrir skipstjóra að
biðja eigendur undirmálsfisksins,
hásetana, að henda honum fyrir
borð. Ekki þarf lengur að deila um
hversu mikið af undirmálsfiski er
hent fyrir borð.
Fiskifræðingar fá raunverulega
vitneskju um aflasamsetningu og
geta ráðlagt í samræmi við það.
Svæðalokarnir verða jafnvel óþarf-
ar því fjölmiðlar eiga auðvelt með
að veita skipstjórum aðhald og
blása það út sem aflaga fer við
veiðarnar. Smáfiskinn þarf ekki að
verðleggja hátt, 20% af meðal
skiptaverði þorsks nægir til að það
sama fengist út úr tonninu af smá-
fiskinum og þeim stærri, ef þeir
einir eiga hann (undirmálsfiskinn)
sem auka vinnu sína. 20% af meðal
skiptaverði er aðeins um 15% af
brúttóverði. Vinnslan fær hráefni
fyrir lítið. Bættur hagur hennar
þýðir að lokum bættan hag sjó-
manna, útgerðarmanna og þjóðar-
búsins.
Engin ástæða verður til að greiða
aukahluta, orlof né launatengd
gjöld ef af þessu verður, þannig að
útgerðin skaðist ekki og jafnt skal
skipta milli skipshafnar. Hluturinn
úr smáfiskinum bætist við laun eða
kauptryggingu og þeir sjómenn
sem lægst hafa launin bera meira úr
býtum, og er það vel.
Erfitt verður fyrir skipstjóra að
koma í land með hluta aflans verð-
lausan fyrir útgerðina sem þarf að
bera kostnað af ís og löndun og
hvetur hún því síst til veiða á smá-
fiski.
Að vísu háttar svo til að veiðar
og vinnsla eru oft saman tvinnaðar
og sameiginlegir hagsmunir geta
hvatt til veiða á smáfiski en undir
þann leka er hægt að setja með eft-
irliti sjávarútvegsráðuneytis, fjöl-
miðla og almenningsálits, ef eitt
veiðiskip sker sig frá öðru.
Enginn þarf að efast um að ef
einhverjir sjá sér hag í að hirða
smáfiskinn, þá verður hann hirtur,
íslenska hljómsveitin
Tónleikar í Bústaðakirkju
Tónleikar íslensku Hljómsveitarinnar í
Bústaöakirkju 29. desember.
Fyrsta verkið á öðrum tón-
leikum íslensku Hljómsveitarinnar
á þessu starfsári var Lýrísk svíta
fyrir hljómsveit eftir Maurice
Karkoff. Karkoff er fæddur 1927
og tilheyrir hópi sænskra tónskálda
sem komu fram á 6. áratugnum,
margir þeirra nemendur Lars-Erik
Larssons. Listinn yfir kennara
Karkoffs telur marga af virtustu
tónsmíðakennurum þess tíma, auk
Larssons m.a. Blomdahl, Dallap-
iccola, Boulanger, Jolivet, Ligeti
o.fl. Fyrri verk Karkoffs hafa róm-
antískt yfirbragð, en tónlist hans
þróaðist seinna meira í átt að ex-
pressionisma. Lýrísk svíta var sam-
in árið 1958 og ber með sér eins og
mörg önnur verka Karkoffs að
hann fer troðnar slóðir og byggir
meira á hefðinni en dirfsku nýjung-
agirninnar. fslenska Hljómsveitin
fór vel með þetta verk og spilaði
það af hinum hógværa léttleika
sem það krefst.
Eftir nokkra bið fengum við að
heyra Andante fyrir horn og
strengjasveit eftir Herbert H. Ág-
ústsson. Verkið samdi Herbert að
beiðni Fflharmoníuhljómsveitar-
innar í Graz og var sjálfur ein-
leikari við frumflutning þess árið
1950. Ég býst við að verk þetta hafi
haft heldur meira að segja þeim
hlustendum sem heyrðu það fyrir
34 árum, en hvað um það, það
bregður fyrir fallegum litum í
strengjunum, og ég er á því að sól-
óröddin hefði getað hljómað áhug-
averðar með markvissari fraser-
ingu einleikarans Þorkels Jóels-
sonar.
Þriðja verkið á tónleikunum var
Fantasía op. 124 fyrir fiðlu og
hörpu eftir Saint-Saéns. Fiðlupart-
urinn í Fantasíunni er tæknilega
vandmeðfarinn og mæddi því
meira á Laufeyju Sigurðardóttur. í
byrjun gætti nokkurs óöryggis og
fannst mér eitthvað uppá vanta að
henni tækist að spila alveg út, en
þetta er þó sagt með þeim fyrirvara
að ég sat ekki á ákjósanlegasta stað
í salnum, heldur ásamt öðrum
lausagestum í loftlágum hliðar-
væng kirkjunnar og vandamálið
því kannski fremur það að tónarnir
næðu ekki að þrengja sér inn í
skotið til mín. Þegar á leið verkið
varð leikurinn öruggari og í heild
var margt mjög vel unnið og músík-
alskt í leik þeirra Laufeyjar og Elís-
abetar Waage. Það er mjög
ánægjulegt til þess að hugsa að
tónlistarlífinu hér bætist nýr hörpu-
leikari. Harpan er skemmtilegt
kammermúsíkhljóðfæri og gaman
væri ef henni yrði skapaður vett-
vangur og nýir möguleikar í nýrri
músík eins og reyndin hefur orðið
með önnur áður lítt áberandi
hljóðfæri s.s. sembalinn.
Síðasta verkið fyrir hlé var kons-
ert eftir Vivaldi sem Martial Nar-
deau lék með hljómsveitinni á picc-
oloflautu. Martial stóð sig frábær-
iega í Jressu einleikshlutverki.
Leikur hans einkenndist af þeim
tærleika og brillians sem er
nauðsynlegur konsertum baroks-
ins til að þeir njóti sín. Tuttikafl-
arnir þóttu mér hins vegar of þung-
lamalegir hjá hljómsveitinni og var
það þeim mun meira áberandi sem
léttleikinn sat í fyrirrúmi hjá Marti-
al. Orsakirnar má að miklu leyti
Aagot V. Óskarsdóttir
skrifar um
tónlist
rekja til ójafnvægis í strengjunum,
sem var sérstaklega til lýta í þessu
verki. Að hafa einungis 2 fyrstu og
2 aðrar fiðlur er of lítið á móti 2
víólum og 2 sellóum og tókst fiðl-
unum því ekki að lyfta tuttiköflu-
num eins og þurfti. Eins er ákaf-
lega erfitt að fá góða samræmda
intonasjón hjá aðeins tveim hljóð-
færum. Ég vona svo sannarlega að
fjárhagur íslensku Hljómsveitar-
innar batni sem fyrst, svo hún geti
ráðið a.m.k. 2 fiðluleikara til við-
bótar.
Hápunktur tónleikanna var svo
túlkun Jóns Þorsteinssonar tenór-
söngvara á Nocturne op. 60 eftir
Benjamín Britten. Britten sem
fæddist árið 1913 í Lowestoft í Eng-
landi er hvað kunnastur fyrir söng-
verk sín. Mörg verka hans fyrir sól-
órödd eru inspireruð af sambandi
hans við tenórsöngvarann Peter
Pears og samin fyrir hann. Noct-
urne op. 60 var samin árið 1958 við
ljóð ýmissa skálda m.a. Shelley,
Tennyson, Owen, Keats og Shak-
espeare. Sönglínan í verkum Britt-
ens samsvarar textanum þannig að
hún fylgir oftast náttúrlegu tónfalli
hans og rytma. Textatúlkunin er
svo undirstrikuð í symbolik undir-
leikarans, í þessu verki í hljóm-
sveitarröddunum og þó sérstaklega
hjá hinum ýmsu obligat hljóðfær-
um. Það var æði misjafnt hvernig
sólistum hljómsveitarinnar tókst
að útfæra þessa symbólik og undar-
legt að ekki skyldu allir hrífast með
hinni frábæru túlkun og leikrænu
tjáningu Jóns. Best fannst mér
samspil Jóns, Sigurðar Snorra-
sonar og Martial Nardeau í ljóði
Keats, þar sem rödd, klarinett og
flautu tókst á samstilltan hátt að
kalla fram fallega stemmningu
ljóðsins. Eins og áður sagði var
flutningur Jóns Þorsteinssonar á
þessu verki afburða góður. Hann
hefur fallega, lýríska rödd, sérlega
skýran og góðan textaframburð og
síðast en ekki síst þau leikrænu til-
þrif sem komu verkinu vel til skila.
Hljómsveitarstjórnin á þessum
tónleikum var í öruggum höndum
Kurt Lewin og átti hann stóran þátt
á ágæti þeirra. Tónleikunum lauk
svo eins og jólatónleikum hljóm-
sveitarinnar í fyrra með fjölda-
Brynjólfur
Oddsson
sjómaður
Dalvík
skrifar
og til eftirlits með skipstjóra sem
vil koma sér vel við hásetana með
veiðum á smáfiski eru til nægir
vartappar.
Þessar línur eiga ekki eingöngu
við um undirmálsþorsk heldur allar
þær fisktegundir þar sem reynt er
að vernda ungviðið fyrir veiðum,
með ákveðinni lágmarksstærð af
verðlögðum fiski burtséð frá nýt-
ingarmöguleikum þess sama fisks.
Ef svo fer að sett verður á kvót-
akerfi, verður einn af veiku pun-
ktum þess að ef enginn sér sér hag í
að halda smáfiski til haga, verður
honum hent fyrir borð til að fylla
megi kvótann með stærri fisk og
meiri verðmætum. Dæmin af síld-
veiðunum sanna það.
Undirmálsfisk á ekki að reikna
með í kvótanum, því að með nýt-
ingu hans er verið að nýta fisk sern
hent er í dag og hætta verður á að
sumt af honum slæðist fyrir borð ef
svo verður, því bæði er hann
seinunninn í aðgerð og þá fara
skyndihagsmunir sjómanna og út-
gerðarmanna saman um að henda
smáfiskinum.
Um
greinar-
höfund
Aagot V. Óskarsdóttir tón-
listarmaður mun framvegis
skrifa um tónlistarlíf hér í
blaðið. Aagot, eða Gotta eins-
og vinir hennar kalla hana er
menntuð í tónlistarskóla í
Reykjavík og hefur lagt stund
á tónvísindi um nokkurra ára
skeið í Danmörku og I>ýska-
landi. Pjóðviljinn býður hana
velkomna til starfa.
söng, með aðstoð söngsveitarinnar
Fflharmoníu. Þetta er skemmtileg-
ur siður og gerði sitt til að gera
þessa tónleika íslensku Hljóm-
sveitarinnar persónulegri og meira
sjarmerandi en marga aðra.
AVÓ