Þjóðviljinn - 04.01.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 04.01.1984, Page 11
Miðvikudagur 4. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Dýri Guðmundsson. Dýri í FH? Talsverðar líkur eru á að Dýri Guðmundsson, hinn sterki mið- vörður sem undanfarin ár hefur leikið með Val í knattspyrnunni, gangi til liðs við sitt gamla félag, FH. Dýri hafði áður ákveðið að hætta að leika með Val og reiknað var með að hann væri þar með bú- inn að leggja skóna á hiliuna. Ekki er að efa að Dýri komi til með að styrkja verulega hið unga og efni- lega lið FH í baráttunni um 1. deildarsæti næsta sumar. - VS. Þróttur meistari Þróttur varð í fyrrakvöld Reykjavíkurmeistari í meistara- flokki karla í innanhússknatt- spyrnu. í undanúrslit komust Þróttur, Valur, KR og Víkingur. Þróttur sigraði Val 5-0 og KR vann Víking 5-4. í úrslitaleiknum sig- ruðu svo Þróttarar KR 7-5 eftir framlengingu. KR hlaut tvo Reykjavíkur- meistaratitla, í 6. og 4. flokki, og Þróttur sigraði einnig í 2. flokki. Fram sigraði í 3. og 5. flokki en Valur í meistaraflokki kvenna eins og við höfum áður greint frá. Leikið aftur við Möltu!? Víðs vegar um Spán stóðu menn á öndinni á þriðja í jólum. í einu þarlcndu blaðanna var sagt að Spánverjar yrðu að leika að nýju gegn Möltu í Evrópukeppni lands- liða í knattspyrnu, Knattspyrnu- samband Evrópu hefði úrskurðað það vegna ásakana um að Möltubú- um hefði verið mútað til að tapa leik þjóðanna á dögunum með 11 marka mun. Spánn þurfti að vinna með þeim mun til að komast upp- fyrir Hollendinga og fara í úrslita- keppnina í Frakklandi og það tókst, leikurinn vannst 12-1. Þessi fregn kom eins og reiðarslag fyrir marga en þegar á daginn leið átt- uðu menn sig á hvað um var að vera. Þriðji í jólum er nefnilcga 1. apríl þeirra Spánverja, og fregnin mikla að sjálfsögðu bara „aprfl- gabb“! _VS Juventus heldur forystu Juventus er áfram með eins stigs forystu í ítölsku 1. deildinni í knatt- spyrnu eftir 2-1 útisigur á Avellino um áramótin. Platini og Panzo skoruðu mörkin. Roma marði sigur, 1-0, á botnliðinu Catania og Torino náði að sigra Sampdoria 2- 1. Það var fyrsti ósigur Brady, Fra- ncis og félaga í Sampdoria í átta leikjum. Juventus er með 20 stig á toppn- um, Roma og Torino hafa 19 stig, Sampdoria 17, Fiorentina og Ver- ona 16. Lazio 9 stig og Catania með 7 verma botnsæti deildarinnar. -VS iþróttir Viðir Sigurðsson Sigurður Dagsson hætti snögglega með Val: ,JPersónulegar ástæður" Ekkert verið rætt um að fá Youri Ilitchew aftur Sigurður Dagsson, fyrrum landsliðsmarkvörður í knatt- spyrnu, hefur sagt stöðu sinni sem þjálfari 1. deildarliðs Vals lausri. kom það Valsmönnum í opna skjöldu, í miðju Reykja- víkurmótinu í innanhússknatt- spyrnu, í fyrradag. „Þessi viðskilnaður átti sér stað í fullri vinsemd og er alfarið kominn til af persónulegum ástæðum Sig- urðar, engir árekstrar áttu sér stað milli hans og leikmanna eða knattspyrnustjórnarinnar. Næsta skref okkar í málinu skýrist í dag eða á morgun en enn sem komið er, er útilokað að nefna einn öðr- um fremur sem arftaka Siguröar", sagði Sigtryggur Jónsson, formað- ur knattspyrnudeildar Vals, í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Sigtryggur sagði getgátur um So- vétmanninn Youri Ilitchew, sem þjálfaði Val fyrir nokkrum árum, vera algerlega úr lausu lofti gripnar, það hefði ekkert verið rætt um að reyna að fá hann til starfa á ný. Við ræddúm við Sigurð sjálfan í gær og hann staðfesti það sem áður er sagt. „Þetta er einungis af per- sónulegum ástæðum og ég hef ekk- ert frekar um málið að segja“, sagði Sigurður. Það er slæmt fyrir Valsmenn að sitja uppi þjálfaralausir á þessum árstíma. Víðast hvar í efri deildun- um er búið áð ganga frá þjálfara- ráðningum og því afar fáir á lausu. Það er því ekki ólíklegt að Vals- menn verði að leita út fyrir land- steinana og þá er draumurinn um alíslenskþjálfaða l.deild 1984 úr sögunni. - VS. Sigurður Dagsson. Körfupíltar 2. flokkur kvenna í handknattleik: — Stjarnan, IA og FH í efstu sætum C-riðill: í Kentucky Fyrsta umferðin af þremur í yng- ri flokkunum í handknattleik var leikin skömmu fyrir jólin. Hér er staðan í 2. flokki kvenna, tvö efstu lið í A- og B-riðlum fara í úrslit ásamt efsta liðinu í C-riðli. A-riðill: Stjarnan.........5 5 0 0 48-20 10 Vikingur..........5 3 1 1 50-32 7 Fylkir............5 2 1 2 37-29 5 Selfoss...........5 2 0 3 38-41 4 Keflavík..........5 1 1 3 28-38 3 Breiðablik........5 0 1 4 27-68 1 B-riðill: Akranes...........5 4 1 0 54-33 9 KR................5 4 0 1 49-35 8 Þróttur R.........5 2 2 1 31-28 6 Afturelding.......5 2 1 2 38-31 5 Ármann............5 1 0 4 32-35 2 HK................5 0 0 5 12-54 0 FH..............4 4 0 0 39-26 8 ÍR..............4 3 0 1 37-25 6 Haukar..........4 1 1 2 36-31 3 Fram............4 1 1 2 28-35 3 ÍBV.............4 0 0 4 23-46 0 Stjarnan virðist örugg í úrslit í A-riðli en Víkingur og Fylkir berj- ast líklega um annað sætið. Akra- nes, KR og Þróttur slást um tvö efstu sætin í B-riðli og Afturelding á jafnvel möguleika. í C-riðli er hins vegar einvígi milli FH og ÍR um eina úrslitasætið þar. í úrslita- i keppninni leika liðin fimm einfalda umferð, allir við alla, og íslands- meistari verður sá sem flest stig hlýtur. Nánar verður greint frá öðrum flokkum á næstu dögum. - VS. Unglingalandslið pilta í körfu- knattleik fór í fyrradag í viku kepp- nisferð til Bandaríkjanna. Ferðinni var heitið til Kentucky þar sem leiknir verða fjórir leikir gegn háskólaliðum. Ferðin er liður í undirbúningi fyrir Evrópukepp- nina, sem fram fer í Vestur- Þýskalandi í apríl. Af þessum sökum hefur 12. um- ferð úrvalsdeildarinnar sem fram átti að fara um næstu helgi verið frestað þar sem piltarnir eru ekki væntanlegir heim fyrr en á þriðju- dag. í liðinu eru leikmenn úr öllum úrvalsdeildarliðunum nema Val og má þar nefna KR-ingana Guðna Guðnason og Ólaf Guðmundsson, Guðjón Skúlason og Sigurð Ingi- mundarson frá Keflavík, Njarðvík- inginn Kristinn Einarsson, Henn- ing Henningsson úr Haukum og Braga Reynisson úr ÍR. Svipuð ferð var farin til Banda- ríkjanna í fyrra, nema hvað þá voru leikmenn 21 árs og yngri. Jón Sig- urðsson, þjálfari og leikmaður KR, hefur átt veg og vanda af undirbún- ingnum og fór út með piltunum ásamt Einari Bollasyni og Torfa Magnússyni. - VS. Staðan Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir sigur Keflvík- inga á KR-ingum um áramótin: Njarövík...........11 8 3 878-824 16 KR.................11 7 4 781-752 14 Haukar.............11 6 5 796-807 12 Valur..............11 5 6 899-842 10 Keflavík...........11 5 6 730-818 10 ÍR.................11 2 9 820-861 4 Stigahæstir: Valur Ingimundarson, Njarövík...303 PálmarSigurðsson, Haukum........253 Krlstján Ágústsson, Val.........232 Þorsteinn Bjarnason, Keflavik...196 Jón Kr. Gíslason, Keflavík......187 Hreinn Þorkelsson, lR...........168 Jón Steingrfmsson, Val..........167 Jón Sigurðsson, KR..............163 Torfi Magnússon, Val............163 GunnarÞorvarðarson, Njarðvik....162 Fróðleiksmolar frá áhugamanni um ensku knattspyrnuna: Af Brazíl Steinari Bond ofl. Áhugamaður um ensku knattspyrnuna hefur sent okkur heilmikið bréf sem inniheldur fjölmarga fróðleiksmola um þetta geysivinsæla íþróttaefni. Við orðlengjum það ekkert nán- ar en reytum bréfin utanaf hverj- um molanum á fætur öðrum... Ekki var laust við kátínu hjá áhorfendum á leikjum Liverpool- liðsins milli styrjaldaráranna því í ( sama liðinu léku Elisha Scott sem var enskur, Bob Ireland sem var skoskur, Sam English sem var írsk- ur, svo og George Poland sem var velskur. Framkvæmdastjóri félags- ins á þessum tíma var Don Welsh frá eyjunni Mön. (Áhugamenn kannast víst mætavel við svipað dæmi úr nútímanum, lands- liðseinvaldur Walesbúa og fyrrum landsliðsmaður þar í landi heitir Mike England - innskot VS). John Bond, núverandi fram- kvæmdastjóri 3. deildarliðs Burnley, hefur þótt gjarn á að laða til sín knattspyrnumenn í eldra lagi. Liðið sem Burnley hefur á að skipa er kallað „elliheimilið" og er það engin furða því flestir leik- mannanna eru um og yfir þrítugt. Þegar téður Bond tók við Manc- Alan Brazil og Steinar Birgisson - hester City fyrir fjórum árum var liðið í mikilli fallhættu og greip hann þá til þess ráðs að fylla það af gömlum kempum. Grannarnir hjá Manchester United kölluðu Manc- hester City því „lið áttunda áratug- arins“, ekki út af gengi þess, heldur aldurs leikmannanna! Mestu og bestu „tæklararnir" í ensku knattspyrnunni eru taldir áþekkir leikmenn?!! vera Hollendingurinn Martin Jol hjá WBA og Remi Moses, Man. Utd., sem er fyrrum leikmaður WBA. Skyldi WBA leggja aðalá- hersluna á „tæklingarnar“? Oft er skammt stórra högga á milli í ensku knattspyrnunni. Þann 26. desember 1963 vann Fulham lið Ipswich 10-1 í 1. deild. Aðeins tveimur dögum síðar mættust liðin aftur, í Ipswich, og þá vann Ipswich 4-2. Skyldi það hafa verið vegna vanmats leikmanna Fulham? Þau lið sem oftast hafa unnið 2. deildarkeppnina eru Leicester City og Manchester City og hafa þau sex sinnum orðið efst þar. Man. City gæti e.t.v. komist uppfyrir Leicest- er í þessari keppni, en það yrði varla lengi því Leicester hefur ver- ið iðið við að falla og koma fljót- lega upp aftur undanfarin ár. Fugl hvíslaði því í eyrað á mér að mjög mikill svipur væri með skoska landsliðskappanum Alan Brazil hjá Tottenham og Víkingnum Steinari Birgissyni, landsliðsmanni f handknattleik. Skyldi Brazil vera góður í handbolta? Peter Shilton, markvörður Sout- hampton og enska landsliðsins, hefur skorað eitt deildarmark. Það var árið 1967 er hann lék með Leicester. Markið var ekki skorað úr vítaspyrnu, heldur með heiftar- lega föstu útsparki. Og gegn hverj- um var Leicester að spila þanni dag? Aumingja Southampton!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.