Þjóðviljinn - 04.01.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.01.1984, Blaðsíða 15
♦ í « I ■ I I l » * I .'l'l • n < • V , l. Miðvikudagur 4. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Hulda Jensdóttir talar 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Nú er glatt hjá álfum öllum“ Umsjónarmaður: Gunnvör Braga. 9.20 Leikfimi. 9.30Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Ur ævi og starfi íslenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir. 11.45 íslenskt mál Endurtekinn þáttur Guðrúnar Kvaran frá laugard. 17. des. s.l. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Ella Fitzgerald syngur lög frá fjórða og fimmta áratugnum 14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup“ eft- ir Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm Gunnar Stefánsson les (7). 14.30 Úrtónkverinu Þættir eftir Karl-Robert Danler frá þýska útvarpinu í Köln. 1. þáttur: Sönglagið Umsjón: Jón Örn Marinósson. 14.45 Popphólfið -Pétur Steinn Guð- mundsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Hljómsveit Christophers Hogwoods leikur Forleik nr. 2 í A-dúr eftir Thomas Augustine Arne/Filharmóniusveit Berlinar leikur Sinfóniu nr. 4 i e-moll eftir Johannes Brahms; Herbert von Karajan stj. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Guðlaug María Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdótt- ir. 20.00 Ungir pennar stjórnandi: Hildur Hermóðsdóttir. 20.10 Útvarpssaga barnanna: „Nikulás Nickleby" eftir Charles Dickens Þýð- endur: Hannes Jónsson og Haraldur Jóhannsson. Guðlaug Maria Bjarnadóttir byrjar lesturinn. 20.40 Kvöldvaka a. „Hetjuhugur" Þor- steinn Matthiasson les eigin frásöguþátt. b.Kór Dalamanna syngur Stjórnandi: Halldór Þórðarson. c. Minningar og svipmyndir úr Reykjavík. Edda Vilborg Guðmundsdóttir les úr bók Ágústar Jós- epssonar. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Einsöngur Edda Moser syngur lög eftir Roberl Schumann og Richard Strauss: Irwin Gage leikur á pianó. 21.40 Útvarpssagan: „Laundóttir hreppstjórans" eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur les (15). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 í útlöndum Þáttur í umsjá Emils Bóassonar, Ragnars Baldurssonar og Þorsteins Helgasonar. 23.15 íslensktónlistSinfóniuhljómsveitis- lands leikur, Páll P. Pálsson stj. a. Hátíðarmars eftir Pál isólfsson. b. Ljóða- lög eftir Bjarna Þorsteinsson. c. Nýárs- nótt, balletttónlist eftir Árna Björnsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Rás 2 er útvarpað á FM-bylgju, 99,9 mhz, mánudaga-föstudaga kl. 10-12 og 14-18 fyrst um sinn. Meðan dagskráin er á tilraunastigi verður hún ekki gefin út fyrirfram. RUV 18.00 Söguhornið Hildur álfadrottning - íslensk þjóðsaga. Sögumaður Helga Ein- arsdóttir. Umsjónarmaður Hrafnhildur Hreinsdóttir. 18.05 Bolla Finnskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Trausti Júlíusson. Sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir. (Nordvision - Finnska sjónvarpið) 18.20 Mýsla Pólskur teiknimyndaflokkur. 18.30 Ég, broddgölturinn og trompetið (Jag, igelkotten och trumpeten) Finnsk sjónvarpsmynd um litinn dreng sem fer með föður sínum í brúarvinnu og finnur upp á ýmsu til að liafa ofan af fyrir sér. Þýðandi Kristín Mántylá. (Nordvision - Finnska sjónvarpip) 19.15 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Árið 1983 - Hvar erum við stödd? síðari hluti. Þýðándi og þulur Jón 0. Edwald. 21.25 Dallas Bandariskur framhalds myndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.10 Úr safni Sjónvarpsins Til Seyðis- fjarðar Frá heimsókn sjónvarpsmanna til Seyðisfjarðar sumarið 1969. Brugöið er upp svipmyndum af staðnum og saga hans rifjuð upp. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. Áður sýnd í Sjónvarpinu á þorra 1970. frá lesendum Þriðja sérframboð kvenna til Alþingis Kona hringdi og benti á, að í hinu innlenda fréttayfirliti, sem sjónvarpið sendi út á gamlárskvöld og endur- tók á nýársdag, hafi þess verið getið, að konur hefðu boðið fram sér lista við síðustu Alþingiskosn- ingar. „Kona“ sagði, að þulurinn hefði jafnframt látið þau orð fylgja» að þetta væri i fyrsta sinn sem íslenskar konur hefðu boðið fram til Alþingis. „Kona“ benti á, að þarna væri ekki rétt með farið, því konur hefðu áður borið fram sérstaka kvennalista við Alþingiskosning- ar og það meira að segja tvisvar: árið 1922 er Ingibjörg H. Bjarna- son var kjörin á þing af kvenna- lista og árið 1926. „Kona“ lét þess getið að kann- ski væri almenningi vorkunn að vita ekki um þessa hluti þar sem sögubækur okkar héldu síður en svo fram hlut kvenna. Fjölmiðla- fólki væri hins vegar lítil vorkunn -svo mikið hefði verið fjallað um þessi fyrri framboð á sl. ári. „Kona“ vildi m.a. benda á bók- ina „Kvennaframboðin 1908- 1926“ eftir Auði Styrkársdóttur, stjórnmálafræðing, en í henni væri einmitt fjallað um öll sérf- ramboð kvenna á íslandi á árun- um, sem bókin nær til. Frá 1926 varð hlé á sérframboðum kvenna til ársins 1982 að kvennaframb- oðin komu fram í Reykjavík og á Akureyri. Framboð Kvennalist- ans við síðustu Alþingiskosning- ar er þriðja sérframboð kvenna til þeirrar stofnunar. Orsökin tíl niinnkandi sölu á bókum Bókabéus skrifar: Bóksalar segja að sala á bókum hafi verið dræmari nú um næstliðin jól en undanfarin ár. Þegar spurt er um orsakir þá nefna flestir söluskattinn. Víst hefur söluskatturinn sín áhrif þar sem hann leggst ofan á bókaverðið. En söluskatturinn er ekkert nýtt fyrirbrigði. Hann ætti því, út af fyrir sig, ekkert að draga úr sölu á bókum frá því sem verið hefur. Eru það ekki bara einfaldlega minni peningaráð fólks, sem þarna segja til sín? Fjölmargir verða að neita sér um annað en brýnustu lífsnauðsynjar og eiga meira að segja, sumir hverjir, full erfitt með að veita sér þær. Það fólk kaupir ekki bækur jafnvel þótt það hafi gert það áður og hafi löngun til þess einnig nú. Trúlega reynir það þá frekar að kaupa hljómplötur, sem sagð- ar eru tiltölulega ódýrari. Auðvitað er trúlegt að afnám söluskatts á bókum mundi eitthvað örva sölu á þeim. En hann er ekki frumorsök þess að dregið hefur úr bókakaupum. Hennar er að leita í efnahags- þrengingum almennings. Sjónvarp kl.22.10 Seyðisfjörður sóttur heim Klimori7( IQóU KrnnAn Qinn. — — . , — —.—— Sumarið 1969 brugðu Sjón varpsmenn sér austur á Seyðis- fjörð, tóku myndir af staðnum og kynntu sér mannlíf þar. Myndir og frásögn af þessari för birtust svo í Sjónvarpinu á þorranum 1970. Seyðisfjarðarkaupstaður á sér langa og merka sögu og bar á sínu blómaskeiði höfuð og herðar yfir aðra þéttbýlisstaði á Austur- landi. Mikill athafna- og menn- ingarbær. Verslun hófst á Seyðis- firði 1843. Norðmaðurinn Otto Wathne rak þar umfangsmikla starfsemi um aldamótin síðustu. Til Seyðisfjarðar lá fyrsti sæ- síminn til íslands. Þar var prent- smiðja (og er kannski enn) og blaðaútgáfa um eitt skeið. Þar störfuðu þeir m.a. að blaða- mennsku Skafti ritstjóri Jóseps- son, Þorsteinn Erlingsson skáld og Guðmundur G. Hagalín rit- höfundur. bridge Isafjarðargoöiö, Arnar Geir Hinriks- son, haföi samband viö þáttinn og kom eftirfarandi spili á framfæri. Það kom fyrir í jólatvímenning hjá Bridgefél. Isafjarðar fyrir skemmstu. Óneitanlega meö skemmtilegri spilum: X X Axxxx 9XXXXX D 10XXXXXX KD10XXXX GXX D109 GX DX ÁKGX ÁX KXX ÁK10X X Vestur opnaöi á 1 hjarta, Norður sagöi 2 grönd (láglitir), Austur pass og suður sagöi 7 lauf (hraustir strákar fyrir vest- an...). Suður var Siguröur Óskarsson. Útspil Vesturs var spaöadrottning. Sagnhafi drap á ás, lagði niðurtvo efstu í laufi, síöan spaöakóng og gosa, svo tig- ulkóng og ás og tók laufin í botn. Enda- staöan var þessi: X X 9 KD D 10 GX X ÁX Þegar laufaníu er spilað, varö Austur að henda hjarta, sagnhafi mátti þá missa spaðann sinn og Vestur varö aö grýta norninni í hjarta. Síðustu tveir slagirnir fengust því á hjartaásinn og hundinn í Suöri. Nett spil, ekki satt? Umsjónarmaður hvetur spilafólk aö senda inn skemmtileg spil, þvi trúlega hefur verið griþiö í spil um hátíðarnar vítt um land. Tikkanen Sannleikurinn kemur í Ijós þegar meira er upp úr honum að hafa en öðrum upplýsingum. Gœtum tungunnar A tslensku er „þú“ aðeins sagt um þann sem talað er við, en alls ekki þann sem talað er um, þó að enska fornafnið „you“ sé stundum notað á þann hátt. Umbœtur á Heimilis- tœkjadeild Að undanförnu hefur verið unnið að breytingum á rafbúð Heimilisdeildar SIS að Ármúla 3. Að sögn Bjarna Olafssonar deildarstjóra, er þeim nú lokið Breytingarnar eru einkurn því fólgnar, að skipulagi versl unarinnar hefur verið breytt þannig að aukið veggrými fæst til útstillingar á stærri 'tækjum. Útbúið hefur verið og afstúkað sérstakt horn fyrir hljómflutn ingstæki, videó- og sjónvarps tæki. Þar geta viðskiptavinirnir tyllt sér niður og athugað varn- inginn í ró og næði. Þá hefur, samvinnu við 3-K á Selfossi verið sett upp glæsilegt eldhús með þeim tækjum, sem á boð stólum eru hjá deildinni. Sitt hvað fleira setur skemmtilegan og aðlaðandi svip á verslunina svo sem ný ljósaskilti í útstill ingarglugga o.fl. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.