Þjóðviljinn - 04.01.1984, Side 16

Þjóðviljinn - 04.01.1984, Side 16
DWDVIUINN Miðvikudagur 4. janúar 1984 Aðalsími Þjóðviljans er B1333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Innflutningur íslenskra aðalverktaka Allt þetta drasl á Vellinum heyrir undir varnarmáladeild segir Albert Guðmundsson - Hef ekki kynnt mér málið ennþá, segir Geir Hallgrímsson. „Allt þetta drasl uppá Velli heyrir undir varnarmála- deild og því veit ég ekkert um málið“, sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, aðspurður um toll- frjálsan innflutningíslenskraaðalverktaka til landsins. Albert er sem fjármálaráðherra yfírmaður tollgæslunn- ar nema þeirrar sem er á Keflavíkurflugvelli, hún heyr- ir undir varnarmáladeild. hægt að safna þessum upplýs- ingum saman og ég skal láta gera það. Sennilega hafa menn látið nægja að líta á hverja Þegar Þjóðviljinn sneri sér til sendingu fyrir sig til aðalverk- Geirs Hallgrímssonar, utan- taka og því liggja tölur um inn- ríkisráðherra, yfirmanns þess- flutning ekki á einum stað“, ara mála á Keflavíkurflugvelli, sagði Geir. sagðist hann aðeins hafa lesið Eigendur íslenskra aðalverk- fyrirsögnina á frétt Þjóðviljans taka eru Sameinaðir verktakar, um málið og að hann hefði því sem eiga 50%, en það er hópur ekki kynnt sér það. íslenskra fjármálamanna, Reg- „Hitt er annað að sjálfsagt er inn h.f., sem á 25%, en það er fjármálafyrirtæki nokkurra Framsóknarmanna, og síðan á íslenska ríkið 25%. Það sem vekur mesta athygli í sambandi við tollfríðindi fyrir- tækisins er að það hefur notað hinn mikla gróða sem það hefur haft af starfsemi sinni á Kefla- víkurflugvelli, notandi tollfrjáls tæki og tól, til að fjárfesta utan Vallarins í stærstu húsasam- stæðu, sem til er í landinu í eigu eins fyrirtækis. - S.dór. „Timburmaður“ Steingríms: Hálfs mánaðar meíri vinna að afla tekna fyrir mótatimbrinu Verkamaður sem tekur laun samkvæmt 11. taxta Dagsbrúnar er rúmlega 72 klukkustundum lengur að vinna fyrir sama magni af timbri í dag en hann var í maímánuði á síðasta ári. Þetta kemur fram þegar borin er saman verðþróun á algengri tegund timburs í samanburði við launa- þróun í landinu síðan rík- ilstjórn Steingríms Her- mannssonar tók við völd- um. V: 1 umræðum í útvarpsþætti nú í Vtjamni tiltók Steingrímur Her- mannsson dæmi um árangur ríkis- stjórnarinnar í baráttunni við ó- stöðugt gengi og hækkandi verð- lag. Timburkaupandi hefði vikið sér að honum og þakkað sérstak- lega fyrir að timburverð hafi staðið í stað í krónutölu síðan um mitt sl. ár. Ef borin er saman verðþróun á timbri í samanburði við þróun tímakaups verkafólks kemur í ljós að 9. maí í vor var Dagsbrúnar- maður í 11. taxta 1.576.8 klukku- stundir að vinna fyrir 4000 metrum af 1x6 uppsláttartimbri. í dag væri þessi sami maður 72 klukkustund- um lengur að vinna fyrir sama magni, eða hvorki meira né minna en 1.649.4 klukkutíma. Hér er um að ræða magn til að slá upp mótum fyrir meðalraðhúsi. - v. Það er rétt hjá forsætisráðherra að verð á timbri hefur lítið hækkað síðasta hálfa árið. En launin hafa lækkað á sama tíma sem þýðir að kaupandinn á þessari mynd og við rákumst á í gær, er hálfum mánuði lengur að vinna fyrir timburstaflanum nú en hann var í maímánuði sl. - Ljósm.: eik. Ceir vill hygla fyrirtœkjum með Fríhöfninni -w—■————---------------------------------- s Flugleiðir, Islenskur markaður eða • • • Athuga hvort fyrirtækin vilja yfirtaka Fríhöfnina, segir utanríkisráðherrann „Sá aðili sem yfirtæki starf- semi Fríhafnarinnar yrði að greiða fyrir það rekstrarleyfi, þannig að til ríkissjóðs renni að minnsta kosti jafnhá upphæð eða hærri en er í myndinni að óbreyttu starfsfyrirkomulagi“, sagði Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra í samtali við Þjóðviljann. Þegar utanríkisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri flug- stöð á Keflavíkurflugvelli lýsti hann því yfir, að hagnaður af rekstri Fríhafnarinnar gæti staðið undir þeim lánum sem þyrfti að taka vegna byggingarinnar. Nú fyrir skömmu lýsti ráðherra því hins vegar yfir að ríkið ætti ekki að reka Fríhöfnina heldur selja hana. „Það sem ég hef í huga er annað- hvort útboð á starfrækslu Fríhafn- arinnar eða samninga við aðila sem áhuga sýndi og niðurstaða þeirra samninga eða útboðs yrði að tryggja í það minnsta jafn háar tekjur og við gerum nú ráð fyrir að fáist af Fríhöfninni", sagði Geir. Þýðir það ekki að verðlag í Frí- höfninni hækkar ef sá sem rekur hana á að fá eitthvað fyrir sinn snúð? „Ég held að það sé ljóst að verð- lag á vörum í Fríhöfninni hefur að- hald að verðlagi í öðrum frí- höfnum, gagnvart íslendingum sem ferðast til og frá landinu. Þeir myndu þá flytja sín Fríhafnarkaup til annarra staða eða flugfélögin myndu taka upp sölu í vaxandi mæli um borð í vélunum eins og var hér áður, ef verðlag hér yrði of hátt.“ Má eiga von á tillögum frá þér á þingi um sölu á Fríhöfninni? „Það myndi ekki koma fram til- laga um sölu á fyrirtækinu sem slíku. Það sem ég er að láta kanna er hvort hagkvæmt yrði að bjóða reksturinn út ;öa gera samning við annan aðila, Flugleiðir, íslenskan markað eða einhvern annan aðila um yfirtöku á rekstrinum gegn gjaldi. Það er verið að kanna þessi mál“, sagði utanrfkisráðherra. - lg- Verktakasamband Islands: Hærri innflutningsgjöld en þekkjast annarsstaðar „Það kom í ljós við könnun, sem við létum framkvæma, að ís- lenskir verktakar greiða hærri gjöld af innfluttum tækjum til starfscmi sinnar en þekkist hjá sambærilegum aðilum í ná- grannalöndum okkar“, sagði Ótt- ar Örn Petersen, framkvæmda- stjóri Verktakasambands ís- lands, i samtali við Þjóðviijann í gær. Hann sagði að íslenskir aðal- verktakar hefðu farið að keppa við aðra íslenska verktaka þegar Vesturlandsvegurinn var byggð- ur og fengið þar ákveðið verk- efni. Segja mætti að það hafi orð- ið til þess að Verktakasamband íslands varð til og síðan þá hafi aðaiverktakar eingöngu unnið innan Keflavíkurvallarsvæðisins, enda væri annað algerlega óeðli- legt, þar sem þeir greiddu ekki toll af sínum tækjum. Óttar Órn benti á að aðrar atvinnugreinar, svo sem sjávarút- vegur og landbúnaður, greiddu mun lægri gjöld af þeim tækjum, sem þær flyttu inn, heldur en verktakar, sem væri að sjálfsögðu í hæsta máta óeðlilegt. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.