Þjóðviljinn - 19.01.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.01.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Anna Jórunn Loftsdóttir hj úkr unar kona F. 21. júlí 1911 - D. 14. janúar 1984 Kveðja frá Hjúkrunarfélagi íslands „Stráin sölna. Stofnar falla. Stormur dauðans næðir alla. Ljóselskandi, langan þrungið, lífíð fyllir öll þau skörð, sækir fram í sigurvissu. Svo er strítt um alla jörð.“ Örn Arnarson Saga íslenskrar hjúkrunarstéttar er ekki gömul á mælistiku mannkynssögunnar, nær ekki lengra aftur í tímann en rétt um aldamót. Þeir stofnar sem hvað sterkast hafa staðið, og stuðlað að uppbyggingu hjúkrunarmála á ís- landi, eru því margir meðal okkar í dag, og geta miðlað okkur af reynslubrunni sínurn. Fyrir okkur hinar yngri er slíkt ómetanlegt, og nauðsynlegur hlekkur í þróun hjúkrunarstarfs- ins. Við kveðjum í dag eina slíka konu, Önnu Loftsdóttur fyrrver- andi formann Hjúkrunarfélags Is- lands. Anna Jórunn Loftsdóttir fæddist 21. júlí 1911 á Bakka í Austur-Landeyjum, Rangárvalla- sýslu, dóttir hjónanna Lofts Þórð- arsonar bónda og konu hans Krist- ínar Sigurðardóttur, ljósmóður. Árið 1939 í maí lauk hún nárni við Hjúkrunarkvennaskóla íslands. Þetta var ár Ijóss og skugga. Ljósið var stéttarinnar, því ráðist var í það þrekvirki að halda hér sjötta mót hjúkrunarkvenna á Norður- löndum. Laugardaginn 22. júlí lagðist „Stavangerfjord" á ytri höfnina með 448 hjúkrunarkonur innan- borðs. Mörg mál voru á dagskrá þingsins, og ljóst að hér voru konur sem hugsuðu stórt. Skugginn var ófriðurinn er grúfði yfir Evrópu unt haustið og ísland fór ekki varhluta af. Að loknu hjúkrunarnámi hélt Anna til Danmerkur í framhalds- nám í geðhjúkrun, þar stundaði hún einnig nám í spítalastjórn og hjúkrunarkennslu við háskólann í Árósum. I Danmörku og Svíþjóð starfaði hún á hinum ýmsu sjúkra- húsum árin 1940-1945. Hér heima lærði hún og starfaði við skurð- hjúkrun og röntgenhjúkrun á Landspítalanum, yfirhjúkrunar- kona á sjúkrahúsi Hvítabandsins 1955-1957 og síðast sent deildar- hjúkrunarkona við Vífilsstaðaspít- ala. Merkur og fjölbreytilegur starfs- ferill hæfrar konu sem sýnir vel hversu víðfeðm þekking hennar á hjúkrunarstarfinu var. Félagsmál- um stéttarinar sinnti hún einnig af kostgæfni, sat í stjórn Hjúkrunarf- élagsins 1950-1954 og formaður þess 1961-1965. Jafnframt sat hún í stjórn B.S.R.B. og Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norður- löndum. Ég vil að leiðarlokun þakka fyrir hönd okkar stéttarfélags merkt framlag til hjúkrunarmála á ís- landi. Blessuð sé minning Önnu Loftsdóttur. Sigþrúður Ingimundardóttir formaður Mikill hluti Réttar að þessu sinni er helg- aður minningu Eðvarðs Sigurðssonar og eru m.a. fjöldi mynda úr lífi Eðvarðs. Hér er ein þeirra sem mun tekin um 1929. Eð- varð til hægri en vinnufélagi hans, Guðjón Jóhannsson, til vinstri. Kúbu. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi á ljóð í Rétti og Katr- ín Pálsdóttir skrifar sögu verka- konu er nefnist Jól öreigans. Aðrar greinar í Rétti eru: Rík- isstjórn Mammons og trésmiður- inn frá Nasaret, Afleiðingar auðvaldskúgungar og misréttis í heiminum, „Mammonsríki Am- eríku“, Hin auknu umsvif á Grænlandi og íslandi, Friðarvik- an 5.-10. sept. 1983, Friðarhreyf- ingin eflist á íslandi, Hve mikið magn kjarnorkuvopna þarf til að eyða mannkyninu? Herstöðva- andstæðingar í sókn - Aldrei aft- ur Hírósíma, 50 ár frá réttarhöld- unum í Leipzig og Stýrivélar fyrir Réttur kominn út Tímaritið Réttur, 3. hefti 66. árgangs 1983, er nýlega kontið út og inniheldur það fjölbreytt efni að vanda. Ritstjóri RéttarerEin- ar Olgeirsson. Meðal efnisins er ýtarleg minn- ingargrein um Eðvarð Sigurðs- son, prýdd fjölda mynda og hafa sumar þeirra ekki birst áður. Er þar lýst æviferli hans og pólitískri og faglegri leiðsögn hans fyrir ís- lenskum verkalýð. Það er rit- stjórinn Einar Olgeirsson sem skrifar. Ennfremur eru birtir kaflar úr minningargrein Guð- mundar J. Guðmundssonar unt Eðvarð og kvæði í minningu hans eftir Helga Seljan. Svavar Gestsson skrifar greinina Ríkisstjórnin efnir til átaka og Margrét S. Björnsdóttir um friðarhreyfingu íslenskra kvenna. Ingibjörg Haraldsdóttir ritar um Jóse Matri - þjóðhetju eldflaugar. Þá eru að venju er- lend víðsjá og neistar. Leiðari Réttar fjallar um árás- ina á launakjör fólks sem nú hef- ur verið gerð. Þar segir: „Það þarf nú vægðarlausa pólit- íska og faglega baráttu alls launa- fólks til að hnekkja ránshérferð milljónamæringanna og fella stjórn þeirra. Það gerði íslensk alþýða 1942 með skæruhernaði og tvennum kosningum. Er því verkafólki og starfs- fólki, sem nú er skipulagt í 70- 80.000 ntanna samtökum, ekki í lófa lagt að gera hið sama, ef það aðeins rís upp sem einn maður á pólitíska og faglega baráttusvið- inu og lætur ræningjana kenna á valdi sínu, -lætur lýð-ræðið sigra það ein-ræði, sem frekasti og auðugasti hluti yfirstéttarinnar nú hefur tekið sér nteð bráða- birgðalögum, sem raunverulega eru brot á stjórnarskránni." - GFr Verkamannafélagið Fram, Sauðárkróki: Er atvinnu- leysið að festast í sessi? Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki hefur lýst áhyggjum sínum yfir þróun atvinnumála í bænum. í ályktun frá 16. janúar er bent á að á síðasta ári voru skráðir 13036 atvinnuleysisdagar á Sauðárkróki, voru 7 þúsund 1982 og tæplega 5 þúsund 1981. Frá því í nóvember hafa verið greiddar atvinnuleysisbætur hjá verkalýðsfélögunum til 40-60 einstaklinga hverju sinni á tveggja vikna fresti. Auk þess er atvinnuleysi hjá vörubílstjórum og þar við bætist það fólk sem starfar í frystihúsunum, þegar ekki er vinna þar. Þá hefur 14 byggingarmönnum verið sagt upp nýlega. Þrátt fyrir þá uppbyggingu sem unnið er að með framgangi Steinullarverksmiðjunnar og fleiri verkefna, telur fundurinn hættu á að það atvinnuleysi sem virðist vera að festast í sessi verði ekki yfirunnið nema fleira komi til. Telur fundurinn brýna nauð- syn bera til að gera úttekt á at- vinnulífinu í bænum - og jafnvel Skagafjarðarsvæðisins alls - og þá þurfi menn jafnframt að átta sig á hvers eðlis þetta umrædda atvinnuleysi er. Fundurinn minnir á ályktun aðalfundar félagsins frá í vor um þetta efni og skorar á bæjarstjórn Sauðárkróks og aðra ráðamenn að bregða við nú þegar, láta gera slíka könnun og hefjast síðan handa við að leita leiða til úrbóta. Alþýðubandalagið ræðir stefnuna í sjávarútvegi. Rádstefna um sjávarútvegsmál Haldin dagana 21. og 22. janúar að Hverfisgötu 105 í Reykjavík Alþýðubandalagiö gengst fyrir ráðstefnu dagana 21. og 22. janúar n.k., laugardag og sunnudag, um sjávarútvegsmál. Ráðstefnan verður haldinn að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Hún er haldin í sam- ræmi við ákvörðun Landsfundar Alþýðubanda- lagsins með hiiðsjón af mikilvægi sjávarútvegs- ins og þeim erfiðu aðstæðum sem verið hafa að skapast í atvinnugreininni aö undanförnu. Dagskrá: Avarp: Svavar Gestsson formaður Alþyðubandalagsins. Eignarhald og skipulag í sjávarutvegi: Jóhann Antonsson. Dalvik. Rekstrargrundvöllur og framtiöarhorfur: Kristján Ásgeirsson, Húsavik. Helgi Kristjáns- son, Húsavík. Stjórnun fiskveiöa: Engilbert Guðmundsson, Akranesi. Kjör verkafólks i sjávarútvegi: Margrét Frimannsdóttir, Stokkseyri. Þorbjörg Samúels- dóttir, Hafnarfirði. Fjárfestingar og arðsemi i sjávarútvegi: Björn Arnórsson. Staða sjávarútvegsins i þjóðarbúinu og horfur a árinu 1984: Lúðvik Jósepsson. Ávarp um sjávarútveg. Jóhann J.E. Kúld. Að loknum framsögum um hvern málaþátt gefst tækifæri til fyrirspurna og athuga- semda. Ráðstefnustjórar verða Brynjólfur Oddsson, Dalvik, og Skúli Alexandersson, Hellis- sandi. Þorbiörq Samúelsdóttir Björn Arnórsson Lúðvik Jósepsson Jóhann J.E. Kúld Brynjóltur Oddsson Skúli Alexandersson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.