Þjóðviljinn - 19.01.1984, Blaðsíða 5
Kimmtudagur 19. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Svavar Gestsson átti lokaorðið á
fundinum.
Hápunktur Akureyrarhelgarinnar einsog margs konar félagsstarfsemi á vegum Alþýðubandalagsins var kölluð, var á fundinum í fyrrakvöld.
Rögnvaldur Rögnvaldur er ævinlega ómyrkur í máli og brást ekki vonum
fundarmanna að þessu sinni fremur en áður.
Það var stemming á fundi Al-
þýðubandalagsins á Akureyri í
fyrrakvöld. Fundurinn var haldinn
í Alþýðuhúsinu og var hér um að
ræða lokaáfangann í nokkurra
daga baráttulotu á vegum Alþýðu-
bandalagsins nyrðra.
Fundurinn í Alþýðuhúsinu var
vel sóttur; þar voru saman komnir
Akureyringar úr mörgum starfs-
greinum meðal annars af þeim
vinnustöðum sem forystumenn Al-
þýðubandalagsins heimsóttu á
mánudag og þriðjudag. Þar mátti
sjá starfsfólk Slippstöðvarinnar,
Utgerðarfélags Akureyrar, Sam-
bándsverksmiðjanna og skólanna á
Akureyri og þar var fólk á öllum
aldri, en áberandi var hlutur yngri
kynslóðar á fundinum. I lok hans
skráðu nokkrir félagar sig sem
áhugamenn um stofnun Æskulýðs-
fylkingar nyrðra. Þá gengu nokkrir
fundarmenn í Alþýðubandalagið á
staðnum og enn aðrir bættust við í
Sagt frá fundinum íAlþýðuhúsinu á Akureyri ífyrrakvöld
hópi nýrra áskrifenda Þjóðviljans á
Akureyri. Askrifendur Þjóðviljans
eru nú fleiri í höfuðstað Norður-
lands en okkru sinni fyrr, að sögn
Haralds Bogasonar afgreiðslu-
manns Þjóðviljans á Akureyri.
Á fundinum höfðu þau fram-
söguræður Sigríður Stefánsdóttir,
bæjarfulltrúi og alþingismennirnir
Steingrímur J. Sigfússon og Svavar
Gestsson. í ræðum sínum lögðu
þau megináherslu á atvinnumálin.
Svar Alþýðubandalagsins við
stjórnarstefnu kreppu og vonleysi
eru tillögur í atvinnumálum sem
geta tryggt verkefni handa hund-
ruðum starfsmanna strax, sagði
Svavar Gestsson. Sigríður Stefáns-
dóttir gerði grein fyrir tillögum Al-
þýðubandalagsins á Akureyri í at-
vinnumálum og var gerður góður
rómur að þeim tillögum. Þær hafa
nú verið kynntar í atvinnumála-
nefnd og í bæjarráði og verða til
meðferðar næstu daga. í Tillög-
unum er sýnt fram á leiðir til þess að
tryggja hundruð starfa á Akureyri
hér og nú. Er þessi tillaga Alþýðu-
bandalagsins sérstaklega athyglis-
verð með tilliti til þess að Fram-
sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn vísa atvinnulausum
Eyfirðingum um þessar mundir á
Sigríður Stefánsdóttir bæjarfull-
trúi Alþýðubandalagsins í ræðu-
stóli.
álver sem þó getur engu breytt um
atvinnulíf á svæðinu fyrr en eftir
mörg ár eins og nú horfir.
Á fundinum í Alþýðuhúsinu
tóku margir til máls. Meðal þeirra
voru Höskuldur Stefánsson.
Rögnvaldur Rögnvaldsson, Jón
Árnason og Torfi Sigtryggsson.
Fundarstjóri var Heimir Inginiars-
son.
- Fyrr á árum tókst verkafólki að
rjúfa víthring kreppu og atvinnu-
leysis með markvissu starfi í verka-
lýðsfélögunum og með því að eiga
sterkan, samhentan stjórnmála-
flokk. Það sama þarf enn að gerast.
Nú þurfa allir að leggja sig fram af
alefli í verkalýðsfélögunum og taka
þátt í starfi þeirra, fundarhöldum
og umræðum til þess að skapa sem
fyrst samstöðu um að hrinda af sér
oki kreppustefnunnar, sagði Svav-
ar Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins í lok fundarins.
Starfíð af alefíi í
verkalýð sfélögu num