Þjóðviljinn - 19.01.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.01.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. janúar 1984 Tölvur og skóla- starfið Kennurum gefst nú gott tækifæri til að öðlast innsýn í tölvuheiminn. í þessum mánuði eftir Námsgagna- stofnun í samvinnu við Kennarahá- skólann, skólarannsóknardeild, menntamálaráðuneytið, fyrirtæki og eintaklinga til viðamikillar kynningar á tölvum í skólastarfi, en kynningunni lýkur með viðamikilli sýningu á tölvum í Kennaraháskóla íslands helgina 28. - 29. janúar. Kynning þessi er þríþætt. Fyrsti dagskrárliður er fyrirlestrarhald í húsnæði Kennslumiðstöðvarinnar um tölvur og notkun þeirra. Að sögn Ingvars Sigurgeirssonar, starfsmanns hjá Kennslumiðstöð- inni, hefur aðsókn kennara á fyrir- lestrana verið þokkaleg, en um 100 manns hafa að jafnaði sótt þá. í Kennslumiðstöðinni að Lauga- veg 166 stendur nú yfir sýning á tölvum, forritum og kennslubók- um og er aðstaða góð til að skoða þessa hluti. Síðasti dagskrárliður er svo hin viðamikla sýning á tölvum og Ingvar Sigurgeirsson, starfsmaður Kennslumiðstöðvarinnar, sýnir handbrögðin við tölvuna. (Ljósm. -eik-) tölvubúnaði, sem haldin verður í Kennaraháskólanum. Þar munu rúmlega 20 fyrirtæki og stofnanir kynna þjónustu sína og er sýning- unni ætlað að gefa gott yfirlit um þróun og stöðu þessara mála. Ingvar Sigurgeirsson skýrði okk- ur frá því, að nú væri í mótun stefna um tölvur og skólastarf í menntamálaráðuneytinu. Náms- gagnastofnun vill með kynningu sinni hvetja kennara til að kynna sér þessi mál og glöggva sig á þeim sjálfir, en tölvur geta á margan hátt tengst skólastarfi. ast Stjórn BSRB um sjúklingaskattinn: Horfíð frá Stjórn BSRB samþykkti á fundi sínum 16. janúar s.l. harðorð mót- mæli gegn sjúklingaskattinum. A- lyktunin er svohljóðandi: „Stjórn B.S.R.B. mótmælir ein- dregið þeim hugmyndum, sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt um að sjúklingar, sem leggjast þurfa á sjúkrahús, greiði sjúkra- húskostnað og lyf að hluta. Slíkur skattur á sjúkt fólk má ekki koma til greina. Bandalagsstjórnin telur að með hugmyndum um „sjúklingaskatt“ sé verið að stíga alvarlegt skref frá því velferðarþjóðfélagi, sem ís- samhj álp lendingar hafa verið að byggja upp á síðustu áratugum í samræmi við þróun annars staðar á Norður- löndum. Stjórn B.S.R.B. telur áframhald þróunar til samhjálpar í íslensku þjóðfélagi vera gundvallaratriði. „Sjúklingaskatturinn" er táknrænn um hugmyndir um fráhvarf frá þeirri samhjálp, sem velferðarríkið byggist á. Fyrir þessa þjóðfélags- legu samhjálp eru Norðurlanda- þjóðirnar þekktar um.víða veröld. Með gagnkvæmum samningum hefur íslenska þjóðin orðið hluti af þessari fyrirmynd. Frá því megum við ekki hverfa". Finnski djass-píanóleikarinn Jukki Linkola Finnskur djass á Borginni í kvöld verða haldnir djass- tónleikar á Hótel Borg, þar sem finnski djass-píanóleikarinn Jukka Linkola leikur verk eftir sjálfan sig ásamt 9 manna íslenskri hljóm- sveit. Auk þess að vera þekktur djass-Ieikari í heimalandi sínu er Linkola tónskáld og semur jöfnum höndum djass-verk og klassísk tón- verk. Jukka Linkolá er hér á landi í boði Nord-jazz og mun hann halda fyrirlestra fyrir kennara og nem- endur í Tónlistarskóla FÍH. Línk- ola nam við Síbelíus akademíuna í Finnlandt frá 1971 til 1978 og hann hefur eftir að hann lauk námi starf- að sem hljómsveitarstjóri við Hels- inki City Theater og unnið til margra verðlauna fyrir verk sín. Hann hefur haldið tónleika víða, m.a. Hollandi, Noregi, Tékkósló- vakíu, Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum. Auk þessa hefur Link- ola leikið inná nokkrar hljóm- plötur. Þá má geta þess að á tónleikun- um í kvöld mun koma fram nem- endahljómsveit Tónlistarskóla FÍH og hljómsveitin Icelandic Sea- funck Corporation. Póstur og sími Tapaði miljónum á skrefatalningunni „Eins og menn muna börðumst við í Neytendasamtökunum mjög á móti nýju skrefatalningunni hjá Pósti og síma og töldum að fyrir- tækið mundi einungis tapa á þessu nýja fyrirkomulagi. Þótt ég hafi eícki fengið það reiknað út ná- kvæmlega hef ég heýrt að fyrirtæk- ið hafi tapað verulega fyrst eftir að skrefatalningin var tekin upp og hefur maður heyrt talað um milj- ónir króna í því sambandi“, sagði Reynir Ármannsson fyrrverandi formaður Neytendamtakanna í samtali við Þjóðviljann. „Þessi barátta okkar gegn skrefatalningunni á sínum tíma er gott dæmi um árangur af starfi sam- takanna. Sá árangur hefði án efa ekki náðst á t.d. hinum Norður- löndunum þar sem ríkisvaldið rek- ur neytendasamtök að meira eða minnaleyti. Okkarandóf varð þess tvímælalaust valdandi að fólk dró úr símanotkun og sýndi með því að okkar ábendingar höfðu hitt í mark“, sagði Reynir Ármannsson. -v. Alger miskilningur segja talsmenn Pósts og síma „Það er alveg rétt að tekjur Pósts og síma rýrnuðu verulega fyrst eftir að við tókum upp skrefatalninguna nýju en núna hefur fyrirtækið náð aftur þeim tekjum sem það hafði og raunar gott betur“, sagði Jón Skúlason póst- og símamálastjóri er hann var inntur álits á þeirri full- yrðingu Rcynis Ármannssonar fyrrum formanns Neytendasam- takanna að Póstur og sími hefði tapað miljónum króna á skrefat- alningunni. Jón sagði að þegar skrefin voru lengd í langlínukerfinu hefði verið reiknað með auknum tekjum af innanbæjarsímtölum. Vegna hins mikla umtals í fjölmiðlum hefði hlaupið skrekkur í fólk og það not- að símann minna. Hann sagði að þetta væri nú að færast í fyrra horf og einnig hefðu símtöl til útlanda aukist gífurlega svo og símnotkun fyrirtækja. Skrefatalningin hefði verið í rétta átt og fyrst og fremst miðað að réttlátari skiptingu gjalda en áður var. Guðmundur Björnsson fram- kvæmdastjóri fjármáladeildar Pósts og síma tók undir álit póst- og símamálastjóra um að fullyrðingar um tekjutap Pósts og síma væru orðum auknar. Sagðist hann hafa gert samanburð á fjölda umframs- krefa á höfuðborgarsvæðinu eftir að búið væri að draga skref til út- landa frá. Þá kæmi í ljós að í mars 1981 hefðu verið talin 11.3 miljónir skrefa á höfuðborgarsvæðinu, 11 miljónir í mars 1982, þ.e. talsverð fækkun en í mars 1983 hefðu skref- in verið komin upp í 13 miljónir. Hann gerði og samanburð á milli mánaðanna september 1981 og 1982 og hefði komið í ljós 19% aukning á fjölda skrefa á því tíma- bili. Megintilgangur skrefatalning- arinnar hefði verið að lækka lang- línugjöldin og það hefði vissulega tekist. -v. Fasteignamats- seðlar bornir út: Hækkun nokkru minni en verð- bólga Með skattaframtalinu, sem bor- ið verður út næstu daga, verða bornir tilkynningaseðlar um nýtt fasteignamat. Framreikningur fasteigna er til samræmis við al- mennar verðhækkanir á fasteigna- markaðnum. Fasteignir hækka um 57% á höfuðborgarsvæðinu en um 47% í öðrum landshlutum. Það kom fram á blaðamanna- fundi hjá Fasteignamati ríkisins í gær að fasteignaverð hefur þróast með nokkuð öðrum hætti á nýliðnu ári en næstu ár þar á undan. Ef miðað er við tímabilið frá október 1982 til sama tíma 1983 hækkaði söluverð íbúða á landinu um lið- lega 48%. Hækkunin er nokkru minni en verðbólga á þessu tíma- bili. Miðað við byggingakostnað lækkaði raunvirði söluverðs urn 11% en 20% miðað við lánskjara- vísitölu. Hér má bæta því við að vegna lækkandi kaupmáttar mun fólk verða lengur en áður að vinna fyrir fasteignasköttum. Sem dæmi um nýtt mat fasteigna í Reykjavík má taka 65 ferm. tveggja herbergja í búð í blokk í Breiðholti. Hún er metin á 956 þús. kr. Þriggja herbergja íbúð í sömu blokk (81 ferm.) er metin á 1.178 þús. kr. Fimm herbergja 126ferm. sérhæð í sænku timburhúsi er metin á 1.417 þús. kr. Einlyft ein- býlishús í Fossvogi, 226 ferm. er metið á 3.747 þús. kr. Tveggja hæða raðhús í Kópa- vogi, 288 ferm. er metið 'á 3.240 þús. kr. Tveggja hæða einbýlishús á Akureyri, 251 ferm. er metið á 2.292 þús. kr. Einnar hæðareinbýl- ishús á Akranesi, 144 ferm. er metið á 1.533 þús. kr. og hlaðið einbýlishús á Egilsstöðum, 110 ferm. á 616 þús. kr. Sem dæmi um fasteignamat á jörðum má taka jörð í Borgarfirði. Jörðin hefur liðlega 40 hektara tún, gott íbúðarhús og útihús fyrir 270 gripi. Einnig jarðhita og silunga- veiði. Mat hennar er 2,033 þúsund krónur. -GFr Utgerðarfyrir- tækið sem sam- einaðist Regin Stofnað um Jökulfellið - Útgerðarfélag SÍS á Reyðar- firði var stofnað um frystiskipið Jökulfell á sínum tíma með þátt- töku kaupfélagsins á staðnum og fleiri aðila, sagði Erlendur Einars- son forstjóri SIS þegar Þjóðviljinn spurði um tilurð þess að Útgerð- arfélagið var samcinað Regin hf: Ákveðið var að leggja fyrirtækið niður en af skattástæðum var talið heppilegra að félagið sameinaðist Regin, en Sambandið átti öll hlutabréfin, þannig að þetta var fyrirkomulagsatriði, sagði Er- lendur. Þá sagði Erlendur Einarsson þegar hann var spurður um fjár- festingar Regins úti á landi, að fyr- irtækið hefði lagt dálítið til at- vinnuuppbyggingar úti á lands- byggðini, hjálpað atvinnulífinu. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.