Þjóðviljinn - 19.01.1984, Blaðsíða 8
8 SIÐA
ÞJOÐVIL.IINN Fimmtudagur 19. janúar 1984
Gísl var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu fyrir réttum 20 árum og eru áreiðanlega margir sem vilja rifja upp gömul kynni við þetta frábæra leikrit og ný kynslóð vaxin úr grasi til þess að kynnasl
því í fyrsta sinn. Á myndinni cru Margrét Hclga Jóhannsdóttir sem leikur Meg, Karl Guðmundsson sem leikur sjálfboðaliða í írska lýðveldishernum og Margrét Ölafsdóttir sem leikur
gleðikonu.
frumsýnt hjá
LR í kvöld
Guðrún Gísladóttir sem leikur gleðikonu, Hanna María Karlsdóttir sem leikur miss Gilchrist og Gísli Halldórsson sem leikur Pat í sýningu LR á Gísl.
Fimmtudagur 19. janúar 1984 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9
í kvöid frumsýnir Leikfélag
Reykjavíkur leikritið GÍSL
eftir írska ieikritaskáldið
Brendan Behan. Leikritiðer
þekktasta verk höfundar.
Það var f rumsýnt árið 1958
og fór þegar í stað sigurför
um heiminn.
Leikritið gerist í gömlum hús-
hjalli í Dublin á frlandi, þangað
sem írski lýðveldisherinn kemur
með bréskan hermann sem gísl.
Leikritið gerist á sólarhring þarna
innan um þjófa, gleðikonur og
gamla ættjarðarvini. Það vakti á
sínum tíma ekki síst athygli fyrir
óvenjulegt form, sem á köflum
minnti allt eins á kabarett og venju-
legt leikrit - kórrétt leikverk.
Jónas Árnason þýddi leikritið,
lýsingu annast Daníel Williams-
son, leikmynd og búninga gerir
Grétar Reynisson, sem starfar nú í
fyrsta sinn fyrir Leikfélag Reykja-
víkur en hefur áður getið sér gott
orð hjá Nemendaleikhúsinu og Al-
þýðuleikhúsinu. Mikið er um tón-
list í verkinu af ýmsu tagi; írsk
þjóðlög, kabarettsöngvar og ball-
öður og hefur Sigurður Rúnar
Jónsson útsett og stjórnað allri tón-
list. Hann tekur jafnframt þátt í
sýningunni og spilar á ein sjö, átta
hljóðfæri en reyndar sætir það
einnig tíðindum, að hljómsveitin
sem annast undirleik í sýningunni
er eingöngu skipuð leikurunum
auk hans.
Leikstjóri sýningarinnar er Stef-
Jóhann Sigurðsson leikur hermanninn breska og Guðbjörg Thoroddsen írsku stúlkuna Teresu.
án Baldursson en með helstu hlut-
verk fara: Gísli Halldórsson (Pat),
Margrét Helga Jóhannsdóttir
(Meg), Jóhann Sigurðsson (her-
maðurinn breski), GuðbjörgThor-
oddsen (Teresa), Guðmundur
Pálsson (Monsjúr), Hanna María
Karlsdóttir (miss Gilchrist), Aðal-
steinn Bergdal (Ríó Rita),
Steindór Hjörleifsson (Mr. Mul-
leady) og ennfremur Kjartan
Ragnarsson, Þorsteinn Gunnars-
son (IRA liðsforingi), Guðrún
Gísladóttir og Margrét Ólafsdóttir
leika gleðíkonur, Harald G. Har-
aldsson rússneskan sjómann og
Karl Guðmundsson sjálfboðaliða í
írska lýðveldishernum en áður var
getið Sigurðar Rúnars Jónssonar.
Höfundurinn Brendan Behan
átti litríkan æviferil. Hann fæddist í
Dyflini 1923 og gerðist ungur að
árum stuðningsmaður írska lýð-
veldishersins. 16 ára gamall var
hann dæmdur í betrunarhúsvist á
Englandi eftir að hafa reynt að
smygla þangað sprengiefni. Síðar á
lífsleiðinni lenti hann aftur í fang-
elsi í nokkur ár fyrir að skjóta á
lögregluþjón. Hann var þá aðeins
19 ára gamall. Hann eyddi nokkr-
um árum í fangelsi, tók að skrifa
þar af krafti og lærði þar reyndar
fyrst írsku til hlítar. Eftir að hann
kom úr fangelsi sneri hann sér fljót-
lega alfarið að ritstörfum. Skrifaði í
blöð og annaðist útvarpsþætti en
sló fyrst í gegn með leikriti sínu The
Quare Fellow. (hefur verið flutt í
útvarp hérlendis undir heitinu Öf-
ugugginn í þýðingu Þorgeirs Þor-
geirssonar). Þar nýtir hann sér
reynslu sína úr fangelsinu. Það
sama gerir hann í bókinni Borstal
Boy, sem kom út 1958 og varð þeg-
ar í stað metsölubók, bæði í Evr-
ópu og Ameríku.
Árið 1958 semur hann Gísl, fyrst
á írsku og það er leikið í Dublin, en
sama ár setur leikstjórinn Joan
Littlewood upp endurbætta gerð
þess í London og þar með var
frægðarferill verksins hafinn. Stór-
borgirnar New York, París og
Berlín fylgdu í kjölfarið og Gísl hóf
sigurför sína um heiminn. Það var
sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1963
undir stjórn Thomas MacAnna frá
írlandi.
En það var eins og Behan þyldi
ekki alla velgengnina, hann lagðist
í drykkju sem ágerðist með árun-
um og drakk sig loks í hel aðeins
rúmlega fertugur að aldri. Hann
lést í Dublin 1964.
Frægustu verk hans eru þau, sem
hér hafa verið nefnd, þ.e. sagan
Borstal Boy (1958), leikritin Gísl
(1958) og The Quare Fellow (1954)
en hann samdi einnig fleiri bækur;
greinar og frásögur: Hold Your
Hour and Have Another, Confessi-
ons Of An Rcbcl, Brendan Behan’s
Irish Island, Brendan Behan’s New
York, The Scarperer, útvarps-
leikritin Moving Out og A Garden
Party auk þess sem hann samdi
megnið af leikritinu Rickhard’s
Cork Leg, sem sýnt hefur verið að
honum látnum.
Sýning Leikfélagsins á Gísl er
þriðja frumsýning leikársins og ein
viðamesta sýning, sem þar hefur
verið sett á svið. Uppselt er á fyrstu
tvær sýningarnar á fimmtudags- og
föstudagskvöld, þriðja sýning er á
sunnudagskvöld.
fjmnjdf *> j
■mm § í | fe '
Fyrir miðju á þessari sviðsmynd er Sigurður Rúnar Jónsson hljómlistarmaður sem í sýningunni leikur á ein átta hljóðfæri og stjórnar hljómsveit sem eingöngu er skipuð leikurum.