Þjóðviljinn - 21.02.1984, Síða 3
Þriðjudagur 21. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Heitt í
kolunum í
Straumsvík:
Þaö hefur verið logið til í fjöl-
miðlum um kjör okkar og vinnu-
aðstæður. Ríkisstjórnin og
stjórn ísal virðast ætla að nota
okkur til þess að halda kaup-
gjaldi niðri í landinu. Við vitum
að þessi verksmiðja verður
ónýt ef hún stoppar. En nú hef-
ur verið gengið svo á okkar hlut
að við höfum ekki hagsmuna
að gæta lengur. Þessi verks-
miðja er ekki rekin fyrir okkur.
Því segjum við með bros á vör:
Fariði bara, slökkviði bara á
þessu. Stóriðja á íslandi verður
ekki rekin í þeim tilgangi að
halda almennu kaupgjaldi niðri
í landinu og við munum ekki
láta nota okkur til þess.
„Þeir eru ekki stórhuga eða miklir fyrir sér þessir kollegar þínir á þinginu
Mega slökkva okkar vegna
sögðu starfsmenn álversins, er þeir tóku Ellert B. Schram í karphúsið
fyrir fréttaflutning DV af kjaradeilunni í Straumsvík
Þetta eru nokkur þeirra tilsvara
sem blaðamaður Þjóðviljans fékk
að heyra hjá starfsmönnum álvers-
ins í Straumsvík í gær. Þar virðist
nú hitna í kolunum í réttu hlutfalli
við það sem dofnar á kerjunum, en
þar hefur straumnotkunin nú verið
lækkuð úr 103 kílóamperum niður í
96.
Þannig vildi til, þegar blaðamað-
ur Þjóðviljans kom á vettvang, að
þar var einnig mættur Ellert B.
Schram ritstjóri DV í sérstöku boði
starfsmanna, en með því vildu þeir
leiðrétta villandi skrif ritstjórans í
DV um kaup og kjör starfsmanna
við álverið og rangar upplýsingar
hans um þær kaupkröfur sem
starfsmenn í Straumsvík hafa gert.
14-17 þúsund
á mánuði
Ritstjóranum varð fátt um svör,
þegar hann fékk að vita að starfs-
menn álversins hefðu 14-17.000
krónur í mánaðaríaun fyrir 8
stunda vinnudag í þeirri mengun og
heilsuspillandi umhverfi sem þessi
vinnustaður býður uppá. Honum
var tjáð að hér væru ekki greiddar
neinar bætur vegna heilsuspillandi
aðbúnaðar og að vaktaálag næmi
einungis 24% eins og í hverri ann-
arri vaktavinnu. „Við teljum okkur
hafa siðferðilegan rétt til þess að fá
lífvænleg laun fyrir 8 stunda vinnu-
dag, svo að við þurfum ekki að
vinna 16 og stórauka þar með hætt-
una á atvinnusjúkdómum. Ef þeir
telja sig ekki geta greitt slík laun,
þá mega þeir eins vel loka“, sagði
einn starfsmaður í kerskála, þar
sem mengunin var nú svo mikil að
blaðamanni Þjóðviljans súrnaði í
augun af stuttri heimsókn.
„Við þjáumst af sviða í nefi,
hósta og tárarennsli“, sagði einn
starfsmanna. „Þeir hafa þurft að
setja sérstakar mengunarvarnir í
kringum stimpilklukkuna til þess
að hún gangi, en þeir geta ekki séð
til þess að við fáum hreint loft.“
Hundtíkin
og lífsviðurværið
Ritstjóri Dagblaðsins fékk að
heyra það að DV væri eins og ísal-
tíðindi, það flytti bara boðskap
forstjórans: Ykkur virðist það al-
gjört aukaatriði hvort fyrirtækið
geti borgað mannsæmandi laun -
sem allir vita að Isal getur. Það er
eins og eina viðmiðun ykkar í kjar-
amálum sé hvað einstæð móðir
þurfi mikinn framfærslueyri til að
geta lifað... Þeir eru ekki stórhuga
eða miklir fyrir sér þessir kollegar
þínir á þinginu: á sama tíma og einn
kemur eins og flóðhestur í útvarpið
og lýsir því yfir að það séu landráð
að borga okkur mannsæmandi laun
og annar segist farinn heim í fýlu ef
samið verði um meira en 4%
kauphækkun, þá hóta þeir að
hlaupast af landi brott missi þeir
einhverja hundtík sem þegar er
orðin aflóga að því er sagt er. Þetta
eru mennirnir sem þykjast bera
ábyrgð í þessu landi - og okkur er
lýst sem ábyrgðarlausum ofstopa-
mönnum fyrir það eitt að vilja sjá
okkar fólki fyrir mannsæmandi lífs-
viðurværi.
ÍSAL og elliheimilið
Á það var bent að hlutfall
launakostnaðar hjá ísal væri ein-
ungis 8% þar sem það væri 14% í
sambærilegum verksmiðjum er-
lendis, og því væri verksmiðjunni í
lófa lagið að hækka launin um
50%. Eg skal bjóða þér heim og
sýna þér launaseðlana mína, sagði
einn starfsmanna í skautasmiðju,
sem hefur unnið fyrir ísal í 10 ár. -
Konan mín er í 80% vinnu hjá elli-
heimilinu í Hafnarfirði en hún hef-
ur meiri ráðstöfunartekjur en ég,
þegar búið er að draga skattana
frá.
Það virðist ekkert tekið tillit til
þess að við vinnum hjá erlendum
vinnuveitanda, sagði annar. - Það
er eins og við eigum hér í deilu við
ríkisstjórnina. Hér voru einu sinni
greidd betri laun en á almennum
vinnumarkaði. Þá var ríkisvaldið
ekki að blanda sér í okkar samning-
amál, og báðir aðilar sömdu af
ábyrgð. Okkur hefur yfirleitt
gengið vel að semja við fyrirtækið.
En nú hefur hefur eitthvað breyst.
Þetta er í annað skiptið á 15 árum
sem okkar samningar fara fyrir
sáttasemjara.
Raforkuverð
og launakostnaður
Hver er munurinn á því hvort
launahækkun verði hér eða hjá
General Motors? Þetta eru hvort
tveggja erlendir auðhringar, þeir
framleiða Blazer-bíla, við fram-
leiðum ál. Ekki er ríkisstjórnin að
skipta sér af því þótt aðrir starfs-
hópar íslenskir sem vinna hjá er-
lendum aðilum fái launahækkanir.
Það ætti bara að þýða auknar tekj-
ur fyrir þjóðarbúið. Launakostn-
aður þeirra minnkaði í dollurum
um 131 miljón krónur á síðasta ári.
Það er von að þeir gætu boðið ríkis-
stjórninni 114 miljónir í hærra raf-
orkuverð. Er það kannski þetta
sem hangir á spýtunni? Er veriö að
láta okkur greiða niður raforku-
verðið?
Fordæmið
í ábyrgðartilfinningu
Hvert er svo fordæmið sem þess-
ir stjórnarherrar sýna okkur í hóf-
semi og ábyrgðartilfinningu?
spurðu starfsmenn í skautsmiðju.
Jú, þessir starfsfélagar þínir aka
um í fínum bflum og gorta af því.
Sverrir Hermannsson, sem kallar
okkur hátekjumenn gerir grín að
Blasernum hans Steingríms og seg-
ist sjálfur hafa haft vit á því að
kaupa sér Range Rover fyrir al-
mannafé. En þetta er ekkert hlægi-
legt. Með sömu ábyrgðartilfinn-
ingu gætum við álhúðað skautkerin
hér og eldað síðan í þeim grjóna-
graut handa allri þjóðinni þar sem
það væri svo þjóðhagslega hag-
kvæmt.
Þannig létu starfsmenn álversins
dæluna ganga yfir Ellert B. Schram
ritstjóra DV í gærdag. Eins og gef-
ur að skilja varð ritstjóranum fátt
um svör. Hann hafði þó kjark í sér
til þess að standa við þá skoðun
sína að sér fyndist kaupkröfur
starfsmanna óraunhæfar og ekki í
samræmi við stefnu ríkisstjórnar-
innar.
Undirbúa iokun
Eins og fram hefur komið í frétt-
um hefur ekkert þokast í samning-
aátt í heila viku. Sáttafundur stóð í
allan gærdag og sagði Örn Frið-
riksson að ekkert hefði gerst á
fundinum seinnipartinn í gær. „Svo
virðist sem þeir hafi aldrei ætlað sér
að semja, og menn hljóta nú að búa
sig undir það að loka verksmiðj-
unni á næstunni."
Við spurðum Örn hvort hann
teldi að ríkisstjórnin væri með
höndina í samningunum. „Það má
vel vera að hún sé með puttana í
þessu," sagði Örn. „Sú ákvörðun
að minnka strauminn á kerunum
var túlkuð af okkar mönnum þann-
ig að ekki væri stefnt að því að
semja. Það virðist nú vera að koma
á daginn að sú túlkun var rétt.“
Jakob Möller fulltrúi verksmiðj-
ustjórnarinnar í samningunum
sagði í gær að ágreiningurinn stæði
urri tilboð verksmiðjunnar um 3%
bráðabirgðahækkun á móti 7%
kröfu starfsmanna. Hann neitaði
því að ríkisstjórnin væri með putt-
ana í þessu og taldi alrangt að ísal
stæði gegn því að semja. „Það virð-
ist komast til til skila hjá starfs-
mönnum um hvað deila þessi
stendur", sagði Jakob að lokum.
ólg.
®)Verkamannafélagið
WDAGSBRUN
ÁRÍÐANDI FÉLAGSFUNDUR
Áríðandi fundur um samningamálin verður
haldinn í Austurbæjarbíó, fimmtudaginn 23.
febrúar kl. 17.
Á fundinum verður skýrð staðan í samning-
amálunum og tekin ákvörðun um afstöðu
Dagsbrúnar.
Stjórnin skorar á alla félaga að koma beint af
vinnustað á fundinn.
Stjórn Dagsbrúnar.