Þjóðviljinn - 21.02.1984, Síða 10

Þjóðviljinn - 21.02.1984, Síða 10
14 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 21. febrúar 1984 Könnun Neytendafélags Akureyrar: J Matvara hefur hækkað um 37% en kaup aðeins um 12 prósent Matvara hefur hækkaö að meðaltali um 36,9 prósentfrá því í maí í fyrra, en á sama tíma hefur kaupgjald hækkað um aðeins 12 prósent. Þetta þýðir, að heimilin í landinu vantar um 25 prósent eða fjórðung upp á að þau geti keypt sömu mat- vöru nú og þau gátu í maí í fyrra miðað við sama kauptaxta og sama vinnutíma. Þessar upplýsingar má lesa úr könnun, sem Neytendafélag Akur- eyrar og nágrennis hefur látið gera á vöruverði í nokkrum verslunum á Akureyri og hjá KEA á Grenivík og KSÞ á Svalbarðseyri. Verð- könnunin fór fram dagana 1. og 2. febrúar sl., en Neytendafélagið hafði gert sams konar könnun í sömu verslunum hinn 9. maí í fyrra. Kannað var verð á sömu vörum í báðum tilfellum. Séu þess- ar tvær kannanir bornar saman kemur ofangreind niðurstaða í ljós: þessi matvara hefur hækkað um fjórðung umfram kaupgjald. Mest hœkkun á kjúklingum og eggjum Við reiknuðum út meðalverð á þeim vörutegunum, sem fengust í sex verslunum eða fleiri af þessum átta, sem NAN tók fyrir. Meðal- verðið náði til beggja kannananna. Þá kemur í Ijós, að kjúklingar hafa hækkað mest í verði, eða um 75,6 prósent. Verð á kjúklingum er nokkuð misjafnt í þessum verslun- um. í maí var kílóið ódýrast hjá KEA Hrísalundi á Akureyri og kostaði þá 99 krónur. Nú kostar það hins vegar 140 krónur, en kí- lóið er ennþá ódýrast þar. KEA Sunnuhlíð selur kflóið einnig á 140 krónur. Dýrustu kjúklingana er að fá hjá KEA í Strandgötu og hjá KEA á Grenivík, en á þessum stöðum kostar það 155 krónur. Næstmest hefur hækkunin orðið á eggjum. Þau hafa hækkað um 60,3 prósent frá því í maí í fyrra. Hafnarbúðin á Akureyri selur kí- lóið ódýrast núna, eða á krónur 98. Flestar verslanir selja kflóið á 99 krónur en KEA á Strandgötu og á Grenivík selja kflóið á 115 krónur. Verðlœkkun á appelsínum Appelsínur hafa lækkað í verði frá því í maí í fyrra. Meðalverðið á appelsínum var þá 46,20 krónur kí- lóið en var nú 42,44 krónur kflóið. Þetta varlækkun uppá8,l prósent. Þetta er meðaltal, en misjafnt var hvað appelsínur höfðu lækkað í hinum einstöku verslunum. Má nefna sem dæmi, að appelsínur höfðu lækkað í hinum einstöku verslunum. Má nefna sem dæmi, að appelsínur höfðu lækkað úr 38,40 krónur kflóið hjá Hag- kaupum í 29,75 krónur, hjá KEA Sunnuhlíð höfðu þær lækkað úr krónum 46,80 krónur í 44,80 og hjá Búrinu höfðu appelsínur lækkað úr krónum 58,30 kflóið í krónur 50,90. Við teiknuðum súlurit af nokkr- maí j 1983 - febrúar 1984. Súluritið ræddu tímabili - á sama tíma og um af þessum vörum og meðal- sýnir glögglega hinar miklu verð- kaupgjaldhefuraðeinshækkaðum hækkun á verði þeirra á tímabilinu hækkanir sem orðið hafa á um- 12 prósent. Bilið er 25 prósent. Flóamannajógúrtin hefur lækkað í verði vegna niðurfellingar aðflutningsgjalda á ávöxtum, sem notaðir eru til jógúrtgerðarinnar. Samtímis kemur á markaðinn svokölluð léttjógúrt með tefjum og léttjógúrt með rabarbara. Verðlækkun á Flóamannaj ógúrt Mjólkurbú Flóamanna hefur lækkað verðið á jógúrtinni sinni og kosta nú lítil box krónur 13,50 (180 g) og þau stóru 29,90 (500 g). Er þá Flóabúsjógúrtin orðin litlu dýrari en Húsavíkurjógúrt- in, en 500 gramma box af henni, sem Hagkaup selur, kosta nú 29,60 eða 30 aurum meira. Verðlækkun þessi stafar af því að fjármálaráðuneytið hefur fellt niður toll og vörugjald af ávöxt- um, sem notaðir eru í jógúrt, til samræmis við niðurfellingu að- flutningsgjalda af ávöxtum til grautarframleiðslu. Mjólkurbú Flóamanna lætur nú á markað nýja tegund af jó- gúrt, svokallaða léttjógúrt, en hún er framleidd úr léttmjólk í stað nýmjólkur og því að sama skapi fituminni. Þessi jógúrt er tvenns konar: með trefjum og með rabarbara. Hún er í 500 g femum (eins og Húsavíkurjóg- úrtin eða svipuðum) og kostar feman 26 krónur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.