Þjóðviljinn - 21.02.1984, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 21.02.1984, Qupperneq 16
mmii/mí Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til töstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra startsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími Þriðjudagur 21. febrúar 1984 | 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins i síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Vopnuð „víkingasveit“ kölluð út vegna bankaránsins: Versta tilfellið fram að bessu segir Arnór Sigurjónsson þjálfari sérsveitar lögreglunnar „Sérsveitin aðstoðaði við ákveðna þætti leitarinnar að ræningjanum, m.a. þar sem hundur var látinn fylgja eftir slóð í Brautar- holti og nágrenni" sagði Arnór Sigurjónsson að- stoðaryfirlögregluþjónn, sem sér um þjálfun sér- sveitarinnar, við Þjóðvilj- ann í gær. Þegar vopnað rán var framið á föstudagskvöldið var allt lögreglu- lið borgarinnar kallað út, þar á meðal sérsveitin, sem er hópur va- skra manna sérþjálfaðra til að meðhöndla vopnaða afbrotamenn. Þjóðviljinn leitaði til Arnórs Sig- urjónssonar eftir upplýsingum um vinnubrögð og þjálfun sveitarinn- ar. Arnór Sigurjónsson þjálfari Sér- sveitarinnar. Arnór sagði að útkallið á föstu- daginn hefði ekki verið hið fyrsta sem sveitin hefði fengið, en það hefur ekki komið alvarlegra mál upp. „Sérsveitarmenn eru valdir úr hópi lögreglunnar og er farið eftir líkamlegum og andlegum styrk manna og hvort þeir eru tilbúnir til að fara gegnum þá þjálfun sem krafist er. Lögreglustjórinn í Reykjavík ákvarðar valið. Hingað til hefur enginn neitað kalli en nokkrir hætt á meðan á æfingum hefur staðið.“ „Fyrirmyndir og hugmyndir höf- um við sótt til landa sem hafa mesta reynslu í þessum efnum og þar fyrir utan höfum við endurbætt og að- lagað þessar hugmyndir íslenskum aðstæðum og bætt við þær ýmsu sem við teljum gagnlegt" sagði Arnór Sigurjónsson sem hefur séð um þjálfun sérsveitarinnar. Hann vildi alls ekkert segja um þjálfun- ina að öðru leyti en því, að hún væri erfið bæði andlega og líkamlega, enda markmiðið að þjálfa útvalinn hóp lögreglumanna í að einangra, handtaka eða yfirbuga vopnaða af- brotamenn sem ógna lífi borga- ranna. Sérsveitin þurfti mjög skamman tíma til að komast á vettvang á föstudaginn sem og endranær, en af leitinni að ræningjanum er ekk- ert að frétta að sögn Njarðar Snæ- hólms rannsóknarlögreglumanns. jp Lögreglumaður Sérsveitarinnar að störfum. Ljósm. eik. 0 I J Stjarnan Garðabæ í úrslita- keppnina í handknattleik: „Eigum möguleika“ „Það er frábært að vera komnir í úrslitakeppnina um meistaratit- ilinn, og eins gott að sleppa við fallkeppnina. Eftir 14 leiki á sjö mánuðum er ömurlegt, hreinasta húmbúkk, að fara síðan í fallkeppni þar sem úrslitin eru ráðin fyrirfram. Nú höfum við 5-6 vikur til undirbúnings fyrir úrslit- akeppnina, þær verðum við að nota vel og sjá síðan hvað setur. Þegar hún hefst eiga öll liðin jafna Fögnuður í Laugardalshöllinni - Garðbæingar komnir { úrslita- keppnina annað árið í röð. Mynd: -cik möguleika, við ekki síður en aðr- ir,“ sagði Eyjólfur Bragason, handknattleiksmaður úr Stjörn- unni, sem í fyrrakvöld tryggði sér sæti í úrslitakeppninni um Islands- meistaratitilinn í handknattleik karla með því að vinna Þrótt 25-21 í Laugardalshöllinni. Auk Stjörn- unnar leika þar FH, Valur og Vík- ingur en keppnin hefst í endaðan mars. -VS Nánar á íþróttasíðum Hárgreiðslunemi með 4.970 krónur í mánaðarlaun segir frá: ÞAÐ ERU ALLIR HRÆDDIR! - Það cru allir hræddir um að vcrða rcknir, sagði ungur nemi í hár- greiðslu, sem hefur 4.970 krónur í mánaðarlaun, en mcistarar í hár- greiðslu hafa neitað að grciða svo mikið sem lágmarkslaun. Um 200 nemar eru látnir sæta þessum afar- kostum. Hárgreiðsluneminn sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær: - Eg hóf námið fyrir nokkrum mán- uðum og var sett á svokailaðn reynslutíma. Eftir að reynslutíma lýk- ur ciga nemar að fá samning, en það gengur erfiðlega á stundum að fá hann uppí hendurnar. Þannig hef ég frétt af mörgum nemum sem beðið hafa árangurslaust mánuðum saman eftir samningi. Meistararnir nota nemana sem varaskeifur sem þeir geta hent frá sér þegar þeim hentar. Eg veit af netnum sem fengu upp- sagnarbréf eftir að hafa beðið eftir 'samningnum lengi. r- - Auðvitað lifi ég ekki af tæpum 5 þúsund krónum á mánuði. Ég hafði lengi aukavinnu og leigði íbúð mcð vinkonu minni. lbúðin kostaði 7 þús- und á mánuði og nú höfum við misst hana. Síðan hef ég hvergi haft aðset- ur, heldur fæ að liggja inni hjá vinum mínum og kunningjum. Ég er þannig algerlega uppá náð og miskunn ann- arra kominn með mat og gistingu. Stundum veit ég ekki hvar ég fæ að borða eða hvar ég fæ að sofa þegar ég fer úr vinnunni á kvöldin. - Nemarnir virðast vera algerlega réttindalausir. Við fáum enga launa- miða. það er ckki greitt í lífeyrissjóð fyrir okkur og við búurn við algert öryggisleysi í atvinnumálum. A hár- greiðslustofunum erum við látin vinna öll verk. Við erum látin ganga í verk meistaranna en auk þess eru inargir nemar einsog t.d. á minni stofu, látnir ræsta, þvo handklæðin og þcss háttar. - Nei, við fáum enga yfirvinnu greidda, en hins vegar vinnum við kauplaust á laugardögum. Mér er heldur ekki kunnugt um neinn nema í Reykjavík sem fær greidd lágmarks- laun, þannig að samstaðan hjá meisturunum er býsna góð. Hins vcg- ar heyrist lítið frá nemunum sjálfum. Það er af því aö það eru allir hræddir um að verða reknir, sagði hár- greiðsluneminn að lokum. -óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.