Þjóðviljinn - 08.03.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.03.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNj Fimmtudagur 8. mars 1984 WMM Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Kari Haraldsson. Umsjónarma&ur Sunnudagsblaös: Guðjón Fríöríksson. Skrifstofustjórt: Jóhannes Harðarson. Auglýslngastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreioslustjórl: Baldur Jónasson. 'Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Ðlaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gisla- son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöír Sigurðsson. Útltt og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. .Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóiir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: ólof Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgrei&sla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavik, simi 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Húsnœðislánagatið Forsætisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að upplýsingar um 2 milljarða króna gat á fjárlögum ríkis- ins „væru sér mikil vonbrigði", en hann vonaðist jafn- framt til að „nú sjáist til botns í þessu". Ekki er að efa að forsætisráðherra „harmar" það að í Þjóðviljanum í gær er upplýst að síður en svo „sér til botns" óreiðunnar í fjármálakerfi ríkisins. Til viðbótar fjárlagagatinu er nú komið annað stórgat í fjármálakerfið. Það vantar 900 milljónir króna í húsnæðislán miðað við þær áætlanir sem stjórnin sjálf hefur gert. Það vantar hvorki meira né minna en helming þess fjár sem áætlað var að lána til húsnæðismála í ár. Þessi tvö göt í f jármálakerfi ríkisins, fjárlagagatið og húsnæðislánagatið, nema samtals um 3 milljörðum króna. Formaður Sjálfstæðisflokksins mun vissulega ekki bregða af þeim vana sínum að verða hissa og „harma" nýjustu upplýsingar úr stjórnarherbúðunum. Stjórnar- herrarnir virðast seint og um síðir hafa rifjað upp gaml- an skólalærdóm í samlagningu, og þegar þeir leggja saman „götin" sín nema þau milljörðum. Ekkert af þessu hefði þó átt að koma á óvart ef fyrr hefði verið gripið til samlagningarkúnstarinnar. Magnús Pétursson hagsýslustjóri segir m.a. réttilega í Morgunblaðinu að stór hluti „fjárlagagatsins" sé til orðinn vegna ríkis- stjórnarákvarðana. Og 900 milljón króna „gat" í hús- næðislánakerfinu er afleiðing af ákvörðunum sem tekn- ar hafa verið án nokkurrar ábyrgrar fjáröflunar. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra viður- kennir að hluti skýringarinnar á „götunum" í fjármála- kerfi ríkisins sé ákvörðun stjórnarinnar um að lækka ákveðna skatta og tolla. Og þó að stjórnin hafi heykst á því að leggja á sjúklingaskatt virðist nú helst um það rætt að hækka skatta á almenningi til þess að stoppa upp í götin. Hinsvegar heyrist ekkert um það að stjórn- in ætli að hætta við að létta byrði hlutafjáreigenda og atvinnurekenda, sem eiga að fá miklar skattaívilnanir ef stjórnin fær sitt fram. Ætli ríkisstjórnin að standa við heit sín um að auka ekki erlendar skuldir blasir við niðurskurður á fjár- framlögum eða stórfelld innlend fjáröflun með sköttum. Það má glöggt ráða af stjórnarathöfnum til þessa að reynt verður að fylgja fram þeirri stefnu að gera þá fátækari fátækari og þá ríku ríkari þegar og ef lagt verður til atlögu við fjárhagsvanda ríkisins. Þá stefnu þarf að brjóta niður. Afram kjarabarátta Samningum er síður en svo lokið þó að náðst hafi heildarsamningar milli ASÍ og VSÍ og undirritað hafi verið samkomulag milli BSRB og fjármálaráðuneytis- ins. Þrjú Landssambönd innan ASÍ, Rafiðnaðarsam- bandið, Samband málm- og skipasmiða og Samband byggingarmanna, knýja á um leiðréttingu sinna mála. Verkamannafélagið Dagsbrún freistar þess að knýja atvinnurekendur til samninga. Borgarstarfsmenn eiga ósamið og mörg ASÍ-félög hafa ekki tekið samningana til samþykktar. Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur knúið fram veruleg- ar leiðréttingar á ASÍ/VSÍ samningunum, fellt burtu umdeildustu atriði þeirra, og náð fram meiri launa- hækkun en þeir gerðu ráð fyrir. í raun má tala um nýja samninga, þó að byggt sé á ASÍ/VSÍ rammanum og viðbætur komi fram í bókunum samningsaðila. Án þess að efnt hafi verið til átaka hafa náðst fram betri samn- ingar á Húsavík og hljóta þeir að hafa áhrif á framvind- una næstu vikur. Þetta sýnir að ekki er hægt að njörva verkafólk niður við þá kjaraskerðingu sem ríkisstjórnin knúði fram á síðasta ári. LkJippt ^nSSBf^TBBFSrTíiennTamálarádherra um Lánasjód fslenskra námsmanna: EKKERT TIIJJT VERDI TEKH) TIL FÉLAGSLEGRA AÐSTÆÐNA! — og endurgrelðslum háttad elns og venjuleg bankalán ættu fhlut Stendur uppstokkun Lánasjóds námsmanna fyrír dyrum? TILLÖGUR UM AÐ BREYTA NAMS- LÁNUNUM í FJARFESTINGARLAN Aftur á bak Tíminn segir frá'því í forsíðu- frétt í gær, að hugmyndir um verulega uppstokkun á málefn- um Lánasjóðs íslenskra náms- manna liggi nú á borði menntamálaráðherra. Það fylgir sögunni að hér sé um trúnaðar- mál að ræða og að ákvarðanir hafi enn ekki verið teknar. En ef blaðið fer rétt með, þá vofir yfir sá möguleiki, að tekið verði gífurlega stórt skref aftur á bak frá þeirri þróun, að reynt sé að tryggja ungu fólki sem jafnasta aðstöðu til náms. í staðinn ráði markaðslögmálin sem mestu um það hverjir læra og hvað. Eða eins og Tíminn segir: sam- kvæmt fyrrgreindum hugmynd- um „er gert ráð fyrir að breyta sjóðnum úr því að vera til trygg- ingar framfærslu námsmanna í lánastofnun fyrir fjárfestingarlán sem standi undir sér". Og eitt höfuðatriðið er þá það, að ekkert tillit verði tekið til félagslegra að- stæðna, hvorki þegar lán eru tekin eða þegar kemur að endur- greiðslum. Harkan sex Þetta þýðir meðal annars að því er Tíminn segir, að náms- menn muni ekki fá aukið lán vegna barneigna, veikinda og þess háttar. f annan stað yrði „í engu slakað á kröfum um endur- greiðslur lánanna þrátt fyrir atvinnuleysi að námi loknu, né heldur veikinda eða dauða lán- þega eins og nú er gert". Þetta mun væntanlega þýða, að ef lán- takandi hefur síðar meir fallið frá eða gerst óvígur í lífsbaráttunni þá muni gengið án allrar misk- unnar að mökum eða þá foreldr- um sem og ættingjum ýmsum, sem algengt er að skrifi upp á lán. Fjárfesting; Sem fyrr segir vita menn ekki enn hvernig hugmyndum af þessu tagi muni reiða af á skrifborði Ragnhildar Helgadóttur. Hitt er svo ljóst, að þær eru í fullu sam- ræmi við háværan og margítrek- aðan málflutning sem hafður er uppi í Sjálfstæðisflokknum og skyldum stofnunum um ágæti markaðslögmálanna, um bless- unarríkar ráðstafanir „hinnar ósýnilegu handar" sem eiga að leysa óll helstu vandamál mann- legs félags. Þetta kemur glöggt fram í þessu atriði hér: „Þá er reiknað með að herða svo kröfur um endurgreiðslur að lánin taki ekki aðrir en þeir sem teija nám sitt skila sér nægilegum arði til endurgreiðslu lánsins að námi loknu". Þarna er trúarjátníng markaðs- hyggjunnar hrein og ómenguð. Samkvæmt þessu er vísað á það sem hina æskilegustu þróun, að nám verði hugsað sem fjárfesting og annað ekki. Ef að líkum lætur er þá gert ráð fyrir því meðal ann- ars, að fyrirtæki geri út stúdenta sem verða þeim skuldbundnir síðan, fjárfesti í mönnum og vissri tegund þekkingar sem talin er arðbær á hverjum tíma. Náms- möguleíkar þeirra sem ekki hljóta náð í augum fjárfestingar- aðila munu svo skerðast stórlega og þegar fram í sækir í æ ríkari mæli ráðast af fjárhag foreldra (vegna þess að aukin ítök mark- aðshyggjunnar þýða sjálfsagt hér eins og annarsstaðar stórminnk- andi möguleika ungs fólks á að vinna fyrir námskostnaði á sumrin). Glöggt hvað þeir vilja Gjafir eru yður gefnar, ungir íslendingar. Hugmyndir af þessu tagi vekja upp ótal spurningar. Nú vita menn til dæmis, að mikill fjöldi þeirra sem nám stunda munu starfa við kennslu síðar og þá langoftast hjá ríkinu: það væri gaman að heyra handhafa hins „götótta" fjárlagafrumvarps reikna það út hvenær þeir búist við því að nám kennara „skili af sér nægilegum arði" til að teljast fjárfesting á við tannlæknanám eða tölvuverkfræði? Hve miklar kauphækkanir þarf til hj á B SRB ? En hvort sem þetta er rakið lengur eða skemur og hvað sem úr verður: við erum rækilega minnt á það, hvað þeir menn helst vilja sem nú fara með félags- lega þjónustu og menningarmál í landinu - hvort sem þeir nú þora að fara að vilja sínum eða ekki. -áb. Hœrri skattar DV-segir frá því í gær að skatt- heimtuleið vaxa nú fylgi í stjórn- arherbúðunum. Þar hefur það verið talinn lífselexír stjórnarliða að hækka ekki skatta, né taka er- lend lán, heldur skera niður ríkis- útgjöld. Hækkun sjúkratrygging- argjaldas upp á hálfan milljarð hefur verið rædd. Sjúkratrygg- ingargjald hefur farið lækkandi á undanförnum árum enda hefur það verið talinn óréttlátur skattur, en það er flöt prósenta á tekjur manna. Hækkun sölu- skatts er einnig með í dæminu, hækkun bensínsgjalds, hækkun á áfengi og tóbairi og hækkun tekjuskattsstigans. Ekki vantar hugmyndaauðgina þegar þeir fara á stað í skattheimtuna. Við erum ekki í neinu Allt ber þetta vitni um mikla SKATTHEIMTU- LEKNNNIVEX FYLGI —„Sjúklingaskatturimi" íformi almenns tryggingargjalds Auklnni skattheimlu III rJktasJAte til [*i» að fylLa upp I rumlega tveggja milljarða göt I fjirmilum rfkisins vei nú fylgi Innan itjornv- flokkanna. Meginrökin eru þau að óeBlileg þenala aé enn i peninga- milura, eytelu og fjirfestingu, mioafl vift hve veríbólgan befur dottlaniour.ÞJoouiiéþvlaflogufcr. fteynl verUur til hins ýlraiLi aft finna leUHr tll sparnaoar. Þt er talað um freatun ýmlaaa ríkiitram- kvamda, svo lon hluta af vegagerB. Samkvcnit hetanlktum DV i *tí skoOun drjugt fylgl I MJornar- flokkunum að i itao .^Júklinga- ikatUiiu" té rtlilnít ao hckka núverandi ijukrau-ygglngargjald eða taka upp nýtt hliMarfl gjakt. Þi Ul þf aa 10 brúa alll bUÍD I rekuri heilbrlgUakerllsuu, wm nú liggu/ lyrir og ekki sparaat upp i. Sú akalt- helmta gaHl þvl numið um halfum njSjarti. Þíerrrtt um h*kkun soluakatta eoa niourfellingar i undanþagum. hckkun benalngjalds, hckkun i ifeng-i og Ubaki og ekkl síat er lalið eoliiegt ið luekka tek|uakattaatigann i aamrasni vlð nýjar launahckkanir. 1 latnldlum við stjúrnarllba lcggja þeír þunga iheralu i að finna leiOlr tll þtas ið hlifa hinum vent settu aiveg vlð i.tl uii i ha*kunum. Innan itjðmarflokkanna er það harðlega gagtirýnt að bankarnir tufl ekki nio að takmarka peningaút- ao-eymi, er Jokst um 4Í% I Janúar og febrúar og þíair 33^% yfir ar. Almenn titlan. utan endurkaupa afuroalína, Jukuat enn melra, um 14% i«m JafngUdir 61,496 i ári. Þetta er I engu samremi við verðbölguna nú þölt innlin bafi auklat á aama tlma um ij%. Seðla- bankflmenn itelja hlna vegar fjir- milariöherra fyrir að draga of miklft út I rfkiireksturinn. Slaða rikiasjóðs og rtklstyrirtrkja vla Seðlabankann versnaði um Í5T milljonlr fyrstu tvo mínuöi érsins. HERD „paník" í stjórnarliðinu. Svo á að taka bankakerfið föstum tökum, skrúfa fyrir útlán og skera niður ríkisframkvæmdir í sumar, t.d. vegagerð. En. hvaða írafár er þetta? Eru þetta ekki sömu mennirnir og hafa verið að taka efnahagsmálin föstum tökum í nærri eitt ár? Albert Guðmundsson hefur komið upp um það að í raun hef- ur ekkert verið annað gert en að lækka launin. Þetta er eins og í ævintýrinu um nýju fötin keisar- ans, nema að í þessu ævintýri er það ekki barnið sem kemur upp um nekt kéisarans, heldur keisar- inn sjálfur sem hrópar upp: „Strákar, við erum ekki í neinu". -e.k.h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.