Þjóðviljinn - 15.03.1984, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.03.1984, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. mars 1984 Það var mikil stemmning ríkjandi á félagsfundi Sóknar í fyrrakvöld og spenna ríkjandi þegar verið var að telja í atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Sóknarfundurinn í fyrrakvöld: Vantar mikið upp á að kjaraskerðingin sé bætt var álit fund- armanna sem felldu nýgerða kjarasamninga ASÍ-VSÍ með 246 atkvæðum gegn 174 Mikil stemmning ríkti á geysifjölmennum fundi Starfs- mannafélagsins Sóknar sem haídinn var í Hreyfilshúsinu s.l. þriðj udagskvöld en þar voru um 450 manns samankomnir. Harð- ar deilur urðu á fundinum og tóku margir til máls. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar og Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ mæltu með samningnum í upphafi fundarins. Að því loknu hófust líflegar umræður og féllu þar mörg þung orð í garð forystu ASÍ vegna nýgerðra kjarasamn- inga. Ræðumenn gagnrýndu harðlega máttleysi verkalýðs- hreyfingarinnar gagnvart kjara- ránsstefnu ríkisstjórnarinnar og töldu að ekki hafi náðst nægileg leiðrétting á þeirri miklu kjara- skerðingu sem fólk hafi orðið fyrir undanfarna mánuði. Þess var krafist af flestöllum ræðumönnum að samningarnir yrðu felldir og nýir samningar gerðir. Það var einnig bent á að á sama tíma og laun væru stórlega skert væru óarðbærar fjárfest- ingar látnar óáreittar. Atkvæðagreiðsla var leynileg en úrslit urðu þau að samning- arnir voru felldir með 246 at- kvæðum gegn 174 og var þeim fagnað með dynjandi lófataki. Að því loknu var kosin ný samn- inganefnd en í henni eiga sæti Óttarr Magni Jóhannsson, Ólafur Magnússon, Guðlaug Pétursdóttir, Harpa Sigfúsdótt- ir, Súsanna Torfadóttir. - RAÞ. Ásmundur Stefánsson forsetl ASÍ kom á fundinn og skýr&l samningana sem ASÍ ger&i nýlega vi& atvinnurekendur. Hvatti hann fundarmenn til að samþykkja samkomulagið.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.