Þjóðviljinn - 22.03.1984, Side 3

Þjóðviljinn - 22.03.1984, Side 3
BLAÐAUKI! Fímnitudagur 22. ’inars WS4 ÞJ'ÓÐVILJÍMN - SÍÐÁ 11 Gamla verksmiðjan er 3000 ferm. að flatarmáli en hin, sem síð- ar var byggð er 8500 ferm. Hjá fyrirtækinu vinna að jafnað yfir 300 manns. - Við kaupum alla ull, sem fáanleg er, en það verður að segjast sem er, að hún er ærið misjöfn að gæðum. íslenskir bændur myndu hagnast vel á því að sýna ullarfram- leiðslunni meiri sóma. Kynbætur fjársins í þá átt þyrftu ekkert að draga ur öðrum kostum þess. Samt sem áður hefur okkur tekist að framleiða hér fjölbreyttar, smekk- legar og góðar vörur, enda er þess vel gætt, að vinna alltaf með fullkomnustu vélum, sem fáan- legar eru. Um 80% af fram- leiðslunni er flutt út en um 20% fara á heimamarkað. Árlegt verð- mæti útflutningsins er nú um 300 milj. kr. Við rekum söluskrifstofur í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð og svo erum við með versl- un í Reykjavík. Annar fer öll okkar starfsemi fram hér í Mosfells- sveitinni. Ekki er það ónýtt fyrr hreppsnefndina og aðra sveitar- búa. Eitt skáld var með í förinni, Mar- grét í Dalsmynni í Eyjahreppi vestra. Undirritaður var svo hepp- inn að Margrét sat í næsta sæti fyrir aftan hann í bílnum og þær voru ófáar vísurnar, sem laumuðust fram yfir sætisbakið. Þær verða ekki birtar hér, en hinn ágæti farar- stjórni okkar, Oddný Björgvins- dóttir, fól Margréti að þakka gest- gjöfunum á Álafossi móttökurnar og það gerði hún samstundis með þessum vísum: Bœndur RALA og brennivín búnir eru að skoða, ánœgjan af öllum skín, enginn drakk til voða. Lengi hefur þraukað þjóð, þautir margar unnið. Þótt íslensk ull sé ekki góð úr henni er tœtt og spunnið. Gestgjafar af viti og vilja veittu af rausn og glœsibrag. Bændur kœrar þakkir þylja, þeir hafa skemmt sér vel í dag. Og látum við þetta verða loka- orðin. -mhg Samvinnu- menn og Esperanto Samvinnumenn vítt og breitt um véröldina, sem mæltir eru á Esperantó, hafa nú stofnað með sér samtök. Munu það einkum vera samvinnumenn í Ungverjalandi og Búlgaríu, sem fyrir þessu standa. Þátttakendur eru einnig m.a. frá Bretalandi, Belgíu, Sovétríkjun- um, V-Þýskalandi, Póllandi; Tékk- óslavakíu, ftalíu, Japan og írlandi. Samtökin gengust fyrir ráðstefnum bæði 1982 og 1983 og voru þær í Ungverjalandi. Tvær slíkareru fyr- irhugaðar í sumar, önnur í Búlgar- íu en hin í tengslum við alþjóðlegt mót esperantista, sem verður í Vancouver í Kanada. Ætlunin er að framvegis komi samvinnumenn árlega saman og ræði málefni sín á alþjóðamótum esperantista. Pví má svo bæta hér við að Esp- eranto er meðal þeirra náms- greina, sem kenndar eru í Bréfa- skólanum. -mhg Minnkandi timbursala Verulegur samdráttur hefur orðið í timbursölu hjá SÍS á síð- asta ári. Fluttir voru inn um 60 þús. rúmm, af timbri á móti 72 þús. rúmm. árið áður og munar þar 20%. Horfur eru á sömu þróun í ár. Timbursala minnkaði meira út um land en á Reykjavíkursvæðinu og segir það sína sögu. En þrátt fyrir minnkandi timbursölu hélt Sambandið sínum hlut miðað við það, sem verið hefur, nema í sölu steypustyrktarjárns. Undirboð frá Svíþjóð og Spáni gerðu þar strik í reikninginn. En þá er þess að gæta að undirboð geta verið skammgóður vermir. -mhg Kjrn.i i.an-oc; drhifakinn I l-VSA MVKJW\'ANDAMAI IN I I I n SKII’TI 1A RIK 01.1.’ skiir:ihr:iiini 15. Mini 54l>53 !l;ifn:irfirói. Tilvalið fyrir: • sumarbústaði • fiskvinnslur • heimili • fyrirtæki i matvælaiðnaði § bændur • verslanir Engin mús inn í mitt hús „HÁTÍÐNI HÖGNI" Ver hús þitt fyrir músum, rottum og öðrum meindýrum með hátíðnihljóði (22kHZ - 65kHZ). Tæki þetta er algjörlega skaðlaust mönnum og húsdýrum. Tækin notist innandyra og eru fyrir 220 v Þau eru til í 4 stærðum. Póstsendum Upplýsingar í síma 12114 til kl. 20 HIN FRÁBÆRA V-ÞÝSKA EEÍSJ TRÉSMÍÐAVÉLASAMSTÆÐA FYRIRLIGGJANDI Samanstendur af 10 tommu afréttara, 5 tommu þykktarhefli og 12 tommu hjólsög. Auk þess er hægt að bæta við vélina fræs- ara, bor, rennibekk, slípiskífu og bandsög. Því er vélin ekki aðeins til heimilisnota eða föndurs, heldur ákjósanleg við alla létta, almenna trésmíðavinnu. Vélin er knúin 2ja hestafla einfalsa mótor. Verzlunin Mest selda trésmíðavélin í landinu Laugavegi 29. Símar 24320 - 24321 - 24322

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.