Þjóðviljinn - 23.03.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.03.1984, Blaðsíða 1
PJOÐ y/m IN Öryggismál fiskiskipa B ÍÁI n L1 M i BREYTT ÁN LEYFIS! segir Páll Hjartarson skoðunar- maður hjá Siglingamálastofnun „Það kemur iðulega fyrir að starfsmenn Siglingamálastofn- unar rekist á breytingar sem hafa verið gerðar á skipum, án okkar vitundar, jafnvel ári eftir að þær eru framkvæmdar. Þó eru bæði slippstöðvar, útgerðar- menn og skipstjórar skyldugir til að láta Siglingamálastofnun vita um allar breytingar sem fram- kvæmdar eru á skipum. Það er bara ekki alltaf gert“, sagði Páll Hjartarson, skipaskoðunarmað- ur hjá Siglingamálastofnun ríkisins, í samtali við Þjóðviljann í gær. Páll benti á að samkvæmt lögum væri algerlega óheimilt að gera breytingar um borð í skipum án þess að láta Sigl- ingamálastofnun vita af þeim, og ekki bara það, heldur þarf að fá leyfi stofn- unarinnar fyrir breytingunum. „Það er svo sem hægt að hengja stofnun eins og Siglingamálastofnun, eða réttara sagt starfsmenn hennar, en menn verða bara að gera sér grein fyrir því að við getum ekki séð við málum eins og þess- um, þegar farið er á bak við okkur. Og það er fíeira en bara vélaskipti í bátum, sem eru hættuleg,'1 sagði Páll. „Mér er ekki kunnugt um að neinum viðurlögum sé beitt þótt menn fari á bak við okkur með breytingar á skipum, enda veit ég ekki hvernig það ætti að ganga fyrir sig í þessu dómstól- akerfi okkar“, sagði Páll. Hann var spurður um hvort mikið væri um und- anþágur til skipa, sem ekki væru með fullkominn öryggisbúnað. „Það kemur fyrir ef til að mynda er um áð ræða hluti sem ekki er hægt að fá, en annars er áhættuþátturinn alltaf metinn, þegar um undanþágur er að ræða. Ef eitthvað alvarlegt er að, fer skip ekki á sjó. Þetta er ekki ósvipað og þegar menn fá grænan miða á bílinn sinn við skoðun“, sagði Páll að lokum. -S.dór Svisslendingar eiga sér litla list- hefð. Viðtalvið málarann Helmut Federle semsýnir nú í Nýlista- safninu. Sjá bls. 6 mars fösti / 68. . Lj. föstudagur 68. tbl. 49. árgangur Júlíus Valgeirson, fyrirliði UMFN, með íslandsmeistarabikarinn. Nr. 9 er Sturla Örlygsson sem skoraði sigurkörfu liðsins í báðum úrslitaleikjunum gegn Val. Mynd: -eik UMFN íslandsmeistari í körfubolta , d»ettii er eins og í æviiitýrasögu!“ Sturla Örlygsson tryggði Njarðvíkingum íslandsmeistaratitilinn í kðrfuknattleik í gærkvöldi er hann skoraði sigurstigin í úr- slitaleik gegn Val, 92-91, þegar aðeins 6 sek- úndúr voru til lciksloka. Hann gcrði einnig sigurkörfuna í fyrri úrslitaieik liðanna. „Þetta er éins og í ótrúlegustu ævintýra- sögu. Við misstum besta leikmann íslands- mótsins, Val Ingimundarson, áður en úr- slitakeppnin hófst, en samt stöndum við uppi sem íslandsmeistarar. Þetta sýnir að það erum við sem erum bestir. Maður hefur oft ímyndað sér svona stöðu á síðustu sek- úndunt úrslitaleiks en þegar hún varð að veruleika, er ég mest hissa á hve h'tið tauga- óstyrkur ég var“, sagði hetjan sjálf, Sturla Örlygsson, í samtali við Þjóðviljann eftir leikinn í gærkvöldi. -VS Sjá 7 Engar greiðslur bárust frá ríkissjóði til Húsnœðisstofnunar í gær Utborgun lána ® Yfirdráttur hjá Veðdeild um 40 miljónir • 180 miljóna skuld hjá Seðlabankanum I gærmorgun lét Seðlabankinn stöðva útborgun á húsnæðis- stjórnarlánum hjá Veðdeild Landsbankans þar sem Húsnæðis- stofnun var komin í 40 miljóna kr. yfirdrátt hjá veðdeildinni vegna þess að engar greiðslur bárust til stofnunarinnar frá ríkissjóði né frá ríkisábyrgðarsjóði. „Þaö hafa engar greiðslur borist hingaö ennþá en ég á von á svörum nú fyrir kl. fjögur", sagði Katrín Atladóttir deildar- stjóri hjá Húsnæðisstofnun þegar Þjóðviljinn ræddi við hana um miðjan dag í gær. „Það varð því að loka fyrir útborgun húsnæðislária hjá Veðdeildinni í morgun þar sem við erum komin í mínus við deildina uppá um 40 miljónir", sagði Katrín. Aðspurð sagði hún að sér vitandi hefði ekki áður þurft að grípa til þess ráðs að stöðva stöðvuð allar útborganir húsnæðislána. Ríkisstjórnin veitti fyrir nokkru heimild til útborgunar á lánum hjá Húsnæðisstofnun í þessum mánuði uppá um 70 miljónir kr. í gær áttu stofnun- inni að berast 55 miljónir uppí þessa útborgun, 40 miljónir frá ríkisábyrgðarsjóði vegna sölu á ríkisskuldabréfum og 15 milj- ónir sem viðbótarlán úr ríkis- sjóði, en hvorug þessara greiðslna barst Húsnæðisstofn- un í gær. Sagði Katrín að „stirð- leika í kerfinu“ væri kennt um þessa töf sem varð til þess að minnst tugur manna fékk ekki útborguð húsnæðisstjórnarlán sín í gær. Þess má geta að fyrír utan 40 miljóna króna yfirdrátt Hús- næðisstofnunar hjá Veðdeild Landsbankans þá skuldar stofnunin Seðlabankanum 180 miljónir sem er eitt af stóru göt- unum í húsnæðiskerfi ríkis- stjórnarinnar. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.