Þjóðviljinn - 23.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. mars 1984
Myndlista- og handíðaskóli
íslands hefur nú um árabil
fengið erlenda listamenn á
ýmsum sviðum til að halda
námskeið við skólann. Þetta
hefur aukið tengsl nemenda
við lifandi list erlendis og eflt
þekkingu þeirra á því sem er
að gerast í hinum ýmsu
löndum. Það er ætlun for-
ráðamanna Myndlista- og
handíðaskólans að fjölga
slíkum heimsóknum eftir því
sem kostur er. T.d. er von á
hópi franskra myndbanda-
gerðarmanna og munu þeir
leiðbeina nemendum um
notkun myndsegulbanda og
upptökutækja.
Einn slíkur aufúsugestur heldur
námskeið u'm þessar mundir í mál-
aradeild skólans. Það er hinn kunni
svissneski listamaður, Helmut Fe-
derle. Hann er einn þeirra málara
sem undanfarin ár hefur borið
hróður svissneskrar listar yfir
fjallasal Alpanna og út fyrir landa-
mæri Evrópu. Auk námskeiðisins
við Myndlista- og handíðaskólans,
opnar sýning á teikningum Feder-
les í Nýlistasafninu, í dag föstudag-
inn 23. mars.
Ég náði tali af Helmut Federle
þar sem hann var að koma úr
kennslu í skólanum og fékk að
fræðast lítillega um list hans, hug-
myndir og sérstöðu svissneskrar
myndlistar. Einnig sýndi Federle
mér teikningar sínar þar sem hann
var að ramma þær inn fyrir sýning-
una í Nýlistasafninu, en til þess
undirbúnings nýtur hann gestrisni
Helga í>. Friðjónssonar mynd-
listarmanns.
Málari tilfinninga
Ég spurði Federle hvernig hann
hefði byrjað feril sinn sem
listmálari.
„Ég starfaði sem söngvari í rokk-
hljómsveit og söng í næturklúbbi í
Túnis. Þar hélt ég mína fyrstu
einkasýningu árið 1967. Þetta voru
auðvitað byrjandaverk, gerð undir
sterkum áhrifum frá Túnis og
landsháttum þar. En ég ákvað að
gerast málari og fara í skóla. Ég var
við nám í tvö ár, en gerðist svo
sjálfstæður listamaður að því
loknu".
Ég hef orð á því að málarinn
Paul Klee, samlandi hans, hafi ein-
mitt „fundið sig“ í Túnis og spyr
hann hvort eitthvert samband sé
þar í millum.
„Ég vissi að þú mundir spyrja að
þessu“, segir Federle og hlær. „Það
er auðvitað tilviljun að ég skyldi
vera staddur á sömu slóðum og
Klee, en ýmislegt í myndunum sem
ég sýndi í Túnis minnir á vatnslita-
myndir hans. Landið er gjörólíkt
Sviss og það orkaði sterkt á mig í
framandleik sínum.“
Federle sýnir mér eitt og annað
sem gefið hefur verið út eftir hann
og tekur til við að útskýra afstöðu
sína.
„Ég byrjaði að mála fjöll eftir að
ég kom úr skóla. Eins og gefur að
skilja eru þau áberandi í svissnesku
landslagi. En fljótlega urðu þessi
fjöll að einföldum táknum, nokk-
urs konar merkjum, þannig að
vissulega get ég kallast symbólisti.
Ég er einnig abstrakt-málari eins
og þú sérð, en ekki í hefðbundinni
merkingu þess orðs. Þótt málverk
mín séu einföld og flatakennd og
ávallt tvívíð, hef ég aldrei haft
áhuga á form- og litafræði sem
slíkri".
Ég bendi honum á að mér finnist
margt í verkum hans vera í ætt við
flatastíl Hollendingsins Piets
Mondrians og Rússans Kasimirs
Malevich.
„Ég hef alltaf hrifist af Malevich
frá því ég sá verk hans fyrst, en það
var iöngu eftir að ég var byrjaður
að mála. En einkum er það
rússneski konstrúktívisminn sem
hefur heillað mig. í honum er fólg-
inn einhver kraftur, einfaidur og
sterkur. Það er þessi andlegi þrótt-
ur sem ég reyni að ná og miðla í
verkum mínum. Málaralist er til-
finningalegs eðlis fyrst og fremst.
Mondrian var tilfinningaríkur mál-
ari, þó svo flestir álíti að hann hafi
verið þurr og kuidalegur. Ef betur
„Svisslendingar eiga
sér litla listhefð...“
Helmut Federle við eina af myndum sínum.
er að gáð, hvílir andleg reisn yfir
verkum hans, byggð á djúpum til-
finningum".
Myndlist
án hefðar
„Stundum mála ég af fingrum
fram, stundum af mikilli yfirvegun.
Ég fylgi m.ö.o. engum settum regl-
um“, segir Federle, þegar ég spyr
hann um vinnubrögð. „Sumar
teikningar mínar eru hlutlægar og
fígúratívar, aðrar eru abstrakt. Ég
finn enga hvöt hjá mér til að festa
„Það má vel vera að sumir túlki
það þannig“, og listamaðurinn
hlær. „Ég hélt eitt sinn tvær sýning-
ar samtímis með svo gjörólíkum
verkum, að fólk vildi ekki trúa að
þau væru eftir sama manninn. En í
fullri alvöru, og ég er mjög alvöru-
gefinn málari, þá er list annað og
meira en stíll, og persóna lista-
mannsins er fólgin í háleitari
hlutum en stílbrigðum. Ég hef þörf
fyrir að kafa dýpra, finna eitthvað
annað en einber yfirborðs-
einkenni. Þó get ég sagt þér eitt, að
ég hneigist að því sem er einfalt og
Viðtal við
málarann og
kennarann
Helmut Federle,
en í dag opnar
hann sýningu
á teikningum
sínum í
Nýlistasafninu
Rómverja. Við státum ekki af
neinni sííkri hefð í myndiist, ekki
einu sinni úr nánustu fortíð eins og
Þjóðverjar gera með sinn expressi-
onisma. Svissneskir listamenn eru
mjög einangraðir frá umheiminum
og einnig hver frá öðrum. Þeir hafa
aldrei rottað sig í hópa né gefið út
manifest. Þeir paufast hver í sínu
horni.“
Sjálfsmorðsborgin
New York
„Ég hafði mjög gott af því að
dveljast í New York þau þrjú ár
sem ég starfaði vestra“, segir Fe-
derle, en hann bjó þar fram til
1980-81. „Ég losnaði við vissa
smásmygli sem gjarnan er fylgifisk-
ur okkar Svisslendinga. Okkur
hrjáir visst úramakaraeðli sem
Ameríkanar eru blessunarlega
lausir við. Málverk mín urðu bjart-
ari og ég losaði mig við vissan
drunga sem hafði fylgt myndum
mínum. Ég varð fyrir sterkum
áhrifum af umhverfinu, einkum
byggingum borgarinnar. Sjáðu
Þrjár af telkningum Federles á sýningunni í Nýlistasafninu. (Myndir: Atli)
mig í einhverjum ákveðnum stíl.
Hafi ég þörf fyrir að nota einhver
stílbrigði öðrum fremur, er það
vegna þess að þau henta mér í það
og það skiptið. Oftast lokast menn
í ákveðnum stíleinkennum og
komast ekki þaðan aftur. Þá hefst
vélræn endurtekning rúin öllu inn-
taki og listamaðurinn glatar sjálf-
um sér.“
Ég spyr Federle hvort slík af-
staða sé ekki til marks um ístöðu-
leysi og flótta undan ábyrgð.
óheflað, jafnvel gróft og hrikalegt.
Ég hef aldrei verið gefinn fyrir fín-
essur“.
Er það ekki eðli fjallabúans?
„Það má vera. Við Svisslending-
ar erum mjög ólíkir ítölum hvað
þetta varðar. Þeir leggja svo mikið
upp úr fínum fléttum eru svo barr-
oskir í hugsun, enda byggja þeir á
langri hefð. Þeir láta okkur heyra
það að myndlistin sé runnin upp
við Miðjarðarhafið og því séu þeir
hinir sönnu arftakar Grikkja og
hérna,“ segir hann og sýnir mér
mynd af málverki sem unnið er út
frá háhýsum New York-borgar og
nefnist „Motorcity".
Ég hef orð á því hversu hrátt
myndin sé unnin og spyr hann um
efnivið.
„Ég hef ávallt notað ódýr efni,
svo sem húsamálningu og pappa.
Það er mjög stutt síðan ég fór að
mála með olíúlitum. Ódýr efni hafa
það fram yfir önnur, að maður ber
minni virðingu fyrir þeim og er því
frjálsari í umgengni við þau. Það er
heldur engin hætta á því að gildi
verkanna verði reiknað út frá verð-
gildi efnisins. En síðast og ekki síst,
þá eru ódýr og ómerkileg efni meir
í takt við nútímann og hið daglega
líf en dýrari og fínni efni. Ég nota
t.d. málningarúllur í sumum stærri
verka minna, þar sem þær henta
mér oft betur en penslar. Lista-
menn ættu að hugsa meira um
innviði verka sinna, þ.e.a.s kjarn-
ann, en leggja minni áherslu á flott
útlit þeirra,“
En hvernig fannst Helmut Fe-
derle að búa í New York og h vernig
kunni hann við ameríska list?
„Þú getur séð að ég fór að nota
gula og gráa liti þegar ég kom til
Bandaríkjanna. Seinna sagði mér
sálfræðingur einn, að gulur og grár
væru sjálfsmorðskenndir litir sé
þeim teflt saman. Þetta eru einmitt
litir borgarinnar, enda er hún mjög
rafmögnuð líkt og hver dagur sé
hennar síðasti. Ég kynntist nokkr-
um ágætum listamönnum þar og
náði einna bestu sambandi við Ju-
lian Schnabel (J.S. er kunnasti full-
trúi hinnar nýju málaralistar í
Bandaríkjunum). Annars er ekki
nærri eins mikið að gerast í New
York og á árunum áður. Það ér
alltof mikið húllumhæ kringum
listina þar og allir eru að reyna að
uppgötva nýjar stjörnur. Það má
enginn vera að því að vinna, vegna
þess að allir eru að reyna að koma
sér á framfæri“.
Er ástandið í þessum efnum
verra en í Evrópu?
„Já, tíusinnum verra. Það erein-
ungis Þýskaland sem er eitthvað í
líkingu við New York. Einnig er
stjörnubísnissinn á fullu og alltaf
verið að finna nýja og nýja „súper-
menn“ í kúnstinni. Mary Boone,
eigandi sýnigarsalarins þar sem ég
sýndi myndir mínar í N.Y., var
alltaf að hvetja mig til að kynna
sjálfan mig og kynnast öðrum. Hún
sagði að það væri svo mikilvægt að
koma sér á framfæri við nógu
marga. En ég er hlédrægur að eðl-
isfari og boð og veislur eiga ekkert
við mig svo ég hætti að mæta í slík
samkvæmi.“
Var þetta þá ekki niðurdrepandi
fyrir þig og er þetta ekki slæmt fyrir
heiðarlega listamenn?
„Jú, vissulega. Þetta eru einhver
áhrif frá tímum popp-listarinnar.
Þá var farið að koma fram við
myndlistarmenn eins og stórstjörn-
ur. Ef það væri þetta sem ég sæktist
eftir, hefði ég einfaldlega haldið
áfram í rokkbransanum. Aftur á
móti kynntist ég góðri amerískri
list á söfnunum, m.a. abstrakt-ex-
pressionistunum frá 5. og 6. ára-
tugnum. Ég held að málarar á borð
við Clyfford Still og Mark Rothko
séu enn fulltrúar hins besta sem
komið hefur fram í amerískri
myndlist. En hið mikilvægasta sem
Ameríkudvöldin kenndi mér, var
að lönd sem litla eða enga hefð eiga
að baki, hafa jafngóða möguleika
og hin til að skapa frumlega og
góða list.“
Heldurðu þá að íslendingar eigi
möguleika á að láta verulega að sér
kveða á sviði myndlistar í framtíð-
inni?
„Vissulega, jafnmikla og við
Svisslendingar. Hið eina sem verð-
ur að gæta að, er að margir lista-
menn kjósa að vinna í kyrrþey. Það
verður að koma til móts við þá al-
veg eins og hina sem betur kunna
að auglýsa sig. Ég segi þetta ekki
sjálfs mín vegna, heldur vegna
þeirra fjölmörgu einstaklinga og
þjóða sem verða út undan í auglýs-
ingasamkeppni nútíma menningar.
Fjölmiðlaskrumið hefur aldrei
bætt listina nema síður sé, enda
þarf góð myndlist ekki á slíku að
halda. Ef þetta verður haft í huga,
munum við í framtíðinni eignast
betri, sanntfri og dýpri list og þar
með traustari menningu.“