Þjóðviljinn - 23.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.03.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNl Föstudagur 23. mars 1984 Jónas Bjarnason segir ósatt Nýja kerfið átti að taka gödi í mars Pað kemur fram í bréfi sem hann skrifaði ferskfiskmatsmönnum Hin furðulega framkoma Jónasar Bjarnasonar, sem er settur yfirmaður Ferskfiskeftiriits ríkisins, þegar hann ætlaði að taka fram fyrir hendur sjávarútvegsráðherra og taka í notkun ný vinnu- brögð við fiskmat, sem ráðherra hafði áður frestað, hefur að vonum vakið mikia athygii. Eftir að sjávarútvegsráðherra hafði hirt Jónas og beygt hann til hlýðni, reynir Jónas, bæði í Þjóðviljan- um og Mbl. að klóra í bakkann og segir að hér hafi aðeins verið um æfingu fyrir matsmenn að ræða, hann hafi ekki ætiað að taka nýja kerfið upp. Þetta er ósatt. Það kemur fram í bréfi sem hann ritaði öllum ferskfiskmatsmönnum 3. mars sl. að kerfið átti að taka gildi. f bréfi þessu segir Jónas m.a. „Eins og ég sagði á námskeiðum fyrir ferskfiskmatsmenn, var fe- brúarmánuður ætlaður til þess að matsmenn æfðu sig í notkun mats- kerfisins, en í marsmánuði eiga all- ir að hafa öðlast nægilega æfingu til þess að beita nýju vinnubrögðun- um við allt mat á bolfiski.“ Sumsé menn áttu að hafa öðlast nægilega æfingu til þess að beita nýju vinnubrögðunum við allt mat á bolfiski, þrátt fyrir að sjávarút- vegsráðherra væri skriflega búinn að lofa seljendum í yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins, að nýja kerfið yrði ekki tekið upp fyrr en eftir þetta verðlagstímabil, þar sem breyta þarf allri fiskverðlagningu ef það er tekið upp. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ, segir í blaðaviðtali í gær að hann hafi aldrei kynnst annarri eins framkomu hjá opinberum emb- ættismanni og hjá Jónasi Bjarna- syni íþessu máli. Þarf sennilega all nokkuð til að ofbjóða Kristjáni í þeim efnum. -S.dór FRAMLEIÐSLUEFTIRLIT SJÁVARAFURDA NÓATÚN 17 - 105 REYKJAVlK Til ferskfiskmatsmanna og yfirmatsmanna. REYKJAVÍK, 02.03.1984 . Hérmeð fáiö þið í hendur myndabók fyrir ferskfiskmat, sem nota skal til samræmingar á ferskfiskmati um land allt. Alla venjulega og sjáanlega galla á að vera unnt aó meta til einkunnar út frá myndum fyrir þorsk, en einnig eru fjórar myndir af ufsa. Þcss er óskað, aó myndabókin verði notuó jöfnum höndum af öllum matsmönnum. Yfirmatsmenn munu siöan líta við af og til og kanna, hvort farið sé eftir því matskerfi, sem kennt hefur verið. Eini matsþátturinn, sem ekki sést á mynd, er lykt. Eins og ég sagði á námskeiðum fyrir ferskfiskmatsmenn, var febrúarmánuður ætlaður til þess að matsmenn æfðu sig í notkun matskerfisins, en i marsmánuði eiga allir aó hafa öólast nægilega æfingu til þess að beita nýju vinnubrögóunum vió allt mat á bolfiski. Reynt verður smám saman aö bæta viö myndum i myndasafnið þannig, að allar fisktegundir verói með. Þessvegna eru matsmenn áminntir um að varóveita vel myndabókina. Aó lokum vil ég lýsa yfir þakklæti fyrir mjög ánægjulegum við- brögóum gagnvart nýjum vinnubrögóum og ósk um að samstarf okkar megj. halda áfram á sama hátt vió áframhaldandi endurbætur á matsaðferðum. Meó bestu kveóju. Ráðstefna félags- málafulltrúanna Gagnleg ráð- stefna Áhyggjuefni að félagsleg þjónusta minnki þegar þörfin eykst Um tvö hundruð manns hvaðan- æva af landinu sótti ráðstefnu fé- lagsmálafulltrúa sem lauk sl. laug- ardag. Þessi ráðstefna var okkur mjög gagnleg, sagði Bragi Guð- brandsson félagsmálastjóri í Kópa- vogi í viðtali við Þjóðviljann í gær er hann var inntur fregna af ráð- stefnunni: - Á málþinginu var hver fram- sagnanna annarri betri og forvitni- legri. Má þar nefna erindi Jóns Björnssonar á Akureyri um opin- bera og óopinbera félagsaðstoð og erindi Stefáns Ólafssonar þarsem sýnt var framá með samanburði hvernig félagsleg þjónusta hér á landi er langt á eftir þeirra sem er við lýði í nágrannalöndunum. Þá má nefna forvitnileg erindi Jónasar Haralz og Ingólfs Ingólfssonar um félagslega aðstoð frá mismunandi pólitískum sjónarhornum. Annars er erfitt að taka þannig eitt erindi fram yfir önnur, því þau voru öll góð að mínu mati. - Jú, það kom fram að fólk sem sinnir félagslegri aðstoð hefur miklar áhyggjur af því að nú virðist andfélagsleg stefna eiga uppá pall- borðið, og að samdráttarstefna hins opinbera bitnar mjög á félags- lega geiranum. Þessi samdráttur kemur einmitt á tíma þegar eftir- spurn eftir félagslegri þjónustu fer mjög vaxandi. Eðii slíkrar þjón- ustu er að á krepputímum þarf fólk meira á henni að halda, en einmitt á þeim tímum einsog nú, er sam- drætti beint gagnvart þessari þjón- ustu, sagði Bragi Guðbrapdsson að lokum. -óg. Breikkar sjóndeildarhríngmn Ráðstefna Jafnréttisráðs Kynin í skólanum Salóme Þorkelsdóttir, alþingis- maður. Kl. 12-12.30: Fyrirspurnir, kl. 12.30-13.30: Matarhlé, kl. 13.30- 15.30: Hópumræður um efni fyrir- lestranna og kl. 15.30-17.00: Álit hópa og niðurstöður, kl. 17: Ráð- stefnuslit. Öllum áhugamönnum er velk- omið að sækja ráðstefnuna, en matur og kaffi er innifalið í 250 króna ráðstefnugjaldi. 40 kr. á dag í Kolaporti Nú er hafin gjaldtaka I bifreiða- geymslu Reykjavíkurborgar sem staðsett er undir nýju Seðlabanka- byggingunni við Kalkofnsveg. Hef- ur borgarráð gefið geymslunni nafnið Kolaport. Opnunartími í Kolaporti er frá kl. 7.30 til 18.30 alla virka daga. Um er að ræða tvenns konar gjald, 20 kr. sem greitt er fyrir tímann fram til kl. 13 og eftir þann tíma til lokunar, samtals 40 kr. fyrir allan daginn. Nái menn ekki í bifreið sína fyrir lokun kostar útkall stæð- isvarðar 500 kr. Alls eru 177 bíla- stæði í Kolaporti. -v. Atvinnuleysið á Akureyri Fólkað missa bæturnar - Það er hópur af fólki sem við erum hrædd um að detti útaf atvinnuleysistryggingabótum, sagði Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins á Ak- ureyri í viðtali við Þjóðviljann í gær. - Þetta fólk- er búið með sitt at- vinnuleysistímabil. Undanfarna mánuði höfum við þurft að búa við viðvarandi atvinnuleysi - og ekki bara þessa árstíðabundnu sveiflu. Atvinnuleysið er um 4%. Um síð- ustu mánaðamót var ástandið held- ur skárra en mánuðina þar á undan, svo við vonum að með auknum framkvæmdum í vor muni draga verulega úr atvinnuleysinu. -óg Ingibjörg Helgadóttir starfsmaður Sha. Undirbúningur undir Háskóla- bíósfund 31. mars er í fullum gangi. „Strákarnir og stelpurnar í skólanum“ er yfirskrift ráðstefnu sem Jafnréttisráð heldur um skóla- mál og jafnrétti kynjanna laugar- daginn 24. mars kl. 10-17 í Borg- artúni 7, Reykjavík. Friðarpáskar framundan „Það er mikið um að vera hjá okkur, við erum að undirbúa bar- áttufund sem haldinn verður 31. mars í Háskólabíói. Einnig erum við aðilar að s.k. friðarpáskum í Norræna húsinu auk annarra friðarhreyfinga í landinu,“ sagði Ingibjörg Helgadóttir starfsmaður SHA í viðtali við Þjóðviljann í gær. Ingibjörg sagðisjt nú vera að senda út bækling sem inniheldur samþykkt samráðsfundar friðar- hreyfinga á Norðurlöndum um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, en bæklingurinn er sendur til allra félagsmanna og ýmissa samtaka s.s. verkalýðsfélaga og kvenna- sambanda. „Við erum að senda út gíróseðla til okkar félaga og vonum að okkur takist að ná inn félagsgjöldum sem fyrst, en bágborin fjárhagsstaða bitnar á baráttunni eins og allir vita. Ég vil hvetja alla sem eru af- lögufærir að líta við hjá okkur og leggja hönd á plóginn“, sagði Ingi- björg Helgadóttir að lokum. Þess skal getið að skrifstofa SHA er opin frá mánudögum til föstud. kl. 14 til 18. RAÞ Ráðstefnan hefst kl. 10 árdegis og verða þá flutt 4 erindi en eftir hádegið munu umræðuhópar starfa á grundvelli framsöguer- inda. Dagskráin er sem hér segir: Kl. 10-12, Setning: Guðríður Þor- steinsdóttir, formaður Jafnréttis- ráðs; Ávarp menntamálaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur, „Stelp- urnar og strákarnir í skólastofunni, - um samband kennara og nem- enda með tilliti til kynbundinna viðhorfa“: Kristjana Bergsdóttir, kennari; „Um innihald lestrarbóka og viðhorf skólabarna til kynhlut- verka“: Hellen Gunnarsdóttir og Sigríður Björnsdóttir skýra frá niðurstöðum BA ritgerðar í félags- fræði; „Tengsl skóla og heimilis'* Teikning úr einum skóla borgarinnar: Kvenmaður og Karlmaður að störfum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.