Þjóðviljinn - 23.03.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Deilur um friðarfrœðslu á þingi
Okkur láðist að fá
stuðning Moggans
sagði Eiður Guðnason á Alþingi
„Okkur flutningsmönnum hefur
víst láðst að fá stuðning Morgun-
blaðsins við tillögu um friðar-
fræðsluna í skólum áður en við sett-
um hana fram“, sagði Eiður
Guðnason (A) á Alþingi í gær.
Hann sagði það vera einu skýring-
una sem hægt væri að finna á van-
stillingu sem borið hefði á út af
þessum tillöguflutningi.
Tilefni ummæla Eiðs voru þau
að þeir „Morgunblaðsmenn" á
þingi Arni Johnsen og Haildór
Blöndal höfðu haft uppi miklar
efasemdir um friðarfræðslutil-
löguna, og ráðist mjög að yfir-
gripsmikilli framsöguræðu Guð-
rúnar Agnarsdóttur (K) í málinu.
Eiður kvað hreint ekki vera ætlun-
ina að hefja kommúnistaáróður í
skólum eins og Arni og Halldór
virtust halda, heldur væri hér um
að ræða tillögu byggða á samþykkt-
um Sameinuðu þjóðanna sem þeg-
ar væri fylgt með friðarfræðslu í
skólum annarsstaðar á Norður-
löndum.
Árni Johnsen flutti skáldlega
ræðu á þingi í gær, hlaðna biblíutil-
vitnunum, og hafði með sér hina
helgu bók í ræðustól til að vitna í og
mun það harla fátítt í þingsölum.
Hélt hann því fram að ekki þyrfti
sérstaka friðarfræðslu í skólum
heldur ætti að auka kristnilærdóm
og fræðslu um friðarboðskap Jesú
Krists. Jón Baldvin Hannibalsson
(A) kvaðst vera andvígur þingsá-
lyktuninni um friðarfræðslu vegna
þess að friðarmál snérust um flókin
grundvallaratriði alþjóðlegra og
mannlegra samskipta sem skóli
réði ekki við að kenna nema grípa
til innrætingaraðferða eins og
þeirra sem tíðkast í alræðisríkjum.
Umræðunum um friðarmálin, sem
sýnast ætla að verða hinar fróðleg-
ustu og snúast upp í heimspeki-
legar vangaveltur, verður fram
haldið á þingi. Þess skal getið að
þingmenn úr öllum flokkum standa
að flutningi tillögunnar um friðar-
fræðslu í skólum.
-ekh
Áhugakonur um brjóstagjafir á fundinum t Kópavogi í gær. mynd -ATLI
, >Brj óstamj ólkin
börnum hollust“
Gæði móðurmjólkur og gildi
brjóstagjafa voru umræðuefni á
tveimur fundurn sem haldnir voru í
Kópavogi í gær. Fjallað var um
fyrirhugaða ráðstefnu um þessi
mál og stofnun vinnuhópa á
Reykjavíkursvæðinu og um landið
allt.
„Marga Thome dósent í Háskól-
anum kemur hingað í kvöld og
segir okkur frá rannsókn sem hún
hefur verið að vinna um hvaða
breytur hafa áhrif á lengd brjóst-
agjafa. Hún er ljósmóðir og hjúkr-
unarfræðingur. Einnig kemur
Laufey Steingrímsdóttir næringar-
efnafræðingur. Á fundinum verða
hjúkrunarfræðingar, Ijósmæður og
annað áhugafólk um brjóstagjaf-
.ir“, sagði Sólhild Lynge við Þjóð-
viljann.
Við mættum á fyrri fundinn í
Kópavogi í gær en þar voru komnar
áhugasamar mæður úr Kópavogi til
að ræða um stofnun vinnuhópa um
brjóstagjafir. Við ræddum við Sól-
hild sem var gestur á fundinum og
sagði frá stofnun og starfi Áhugafé-
lags um brjóstagjöf í Skagafirði.
,Ég er norsk og hafði búið í
nokkur ár í Skagafirði þegar ég
eignaðist barn. Þá varð mér hugsað
til félagsskapar í Noregi sem
áhugafólk um brjóstagjafir, rann-
sóknir og upplýsingar, stendur
að“, sagði Sólhild við okkur.
„Ég fékk Björk Tryggvadóttur
ljósmóður fyrir norðan í lið með
mér og við stofnuðum Áhugafélag
um brjóstagjafir í Skagafirði. Við í
félaginu þýddum bækling sem
heitir Lítil bók fyrir mjólkandi
mæður og ætlum að kynna hann á
fundinum í dag. Alltof lítið hefur
verið til af lesefni um þessi mál hér
á landi.
Við vonum að við getum stuðlað
að því að konur víða um land stofni
með sér félög til þess að stuðla að
auknum samtakamætti kvenna.
Þörf er á að vinna að því að þjóðfé-
lagið geri þeim mögulegt að veita
börnunum móðurmjólkina meðan
þau eru að ganga í gegnum fyrsta
Sólhild Lynge kom frá Skagafirði og kynnti félagið þar og bækling sem þær
hafa þýtt og gefið út með aöstoð sjúkrahúss Sauðárkróks. mynd -ATLI
æviárið. Einnig viljum við með þeirrar niðurstöðu að brjósta-
þessu stuðla að betri upplýsingum mjólkin er börnum það hollasta
til fólks um rannsóknir og efni sem sem völ er á“, sagði Sólhild að lok-
er til um brjóstagjafir og móður- um.
mjólk. Allar rannsóknir leiða til -jp
Skattahækkunin lögfest
Stjórnarliðar samþykktu í gær á
Aiþingi breytingar á lögum sem fela
í sér hækkun skattstiga og leiða til
skattahækkunar. Tillögur stjórn-
arandstöðunnar um að skattstiginn
yrði eins og hann hafði verið
kynntur er menn töldu fram voru
felldar.
Ólafur Ragnar Grímsson gerði
grein fyrir atkvæði sínu og sagði að
fjármálaráðherra hefði framlengt
framtalsfrest í vetur vegna þess að
menn ættu að hafa rétt til að vita
um skattstiga er þeir teldu fram.
Nú væri verið að svíkja þessi fyrir-
heit með því að hækka skattstigann
löngu eftir að skattgreiðendur
hefðu talið fram. Hér væri verið að
koma aftan að fólki og hækka
skatta eins og forysta BSRB og
ASÍ hefðu bent á.
Stjórnarliðar felldu einnig til-
lögur stjórnarandstöðunnar um
eftirgjöf á skatti ef gjaldþol manns
skerðist verulega vegna atvinnu-
leysis eða aflabrests, um útgreiðslu
persónuafsláttar til þeirra sem allra
verst eru settir, og um að jarðar-
prósenta á fyrirtækjum yrði ekki
lækkuð.
-ekh
Ráðstefna
á morgun kl. 14
Rætt um
alþjóðaár
æskunnar
Æskulýðssamband Islands
gengst fyrir ráðstefnu á morgun
þar sem m.a. verður rætt um Al-
þjóðaár æskunnar. Var ákveðið á
síðasta ÆSÍ þingi að halda þessa
ráðstefnu og er henni ætlað að
varpa Ijósi á umræðu sem verið
hefur um alþjóðaárið og skilgrcina
hlutverk ÆSI vegna alþjóðaársins.
í frétt frá ÆSÍ segir að áætlanir á
vegum Sameinuðu þjóðanna um
að helga málefnum æskunnar eitt
ár, hafi lengi verið á prjónununt.
Það hafi hins vegar ekki verið fyrr
en 1977 að Allsherjarþing SÞ hafi
ákveðið að tileinka árið 1985 þetta
málefni.
Ráðstefnan hefst kl. 14.00 á
morgun að Fríkirkjuvegi 11 með
því að Sölvi Ólafsson formaður
ÆSÍ setur fundinn. Þá mun Níels
Á. Lund formaður framkvæmda-
nefndar alþjóðársins hér á landi
hafa framsögu um hlutverk nefnd-
arinnar. Ráðstefnuslit eru áætluð
kl. 17.30. _v.
Stœrstu verslanir
í Reykjavík
Engin
krítar-
kort!
Margar stórverslanir þ.á.m.
Mikligarður, Hagkaup og Tlóla-
garður í Breiðholti hafa gert með
sér samkomulag um að taka ekki
við krítarkortunum „Visa“ og
„Eurocard“ sem greiðslu.
Forsvarsmenn verslananna telja
að notkun kortanna hafi það í för
með sér að viðskiptavinirnir án
korta sitji ekki við sama borð og
slíkt sé óhæfa. Þá séu til mun fljót-
virkari leiðir til að lækka vöruverð-
ið en að nota viðskiptakortin.
Nemar í rafiðnum
Styðja hár-
skeranema
Félag nema í rafiðnum hefur lýst
yfir fullum stuðningi við baráttu
hárgreiðslu- og hárskeranema fyrir
því að ná fram sömu kjörum og
aðrir iðnnemar. Eins og kunnugt er
njóta hárgreiðslu- og hárskera-
nemar ekki umsaminna lágmarks-
launa eins og aðrir iðnnemar og
hafa af því spunnist deilur og
andóf.