Þjóðviljinn - 13.04.1984, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 13.04.1984, Qupperneq 16
DJÚÐVIUINN Föstudagur 13. apríl 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til fostudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt ðll kvöld. 81333 81348 81663 Útboð Eimskips hljóðaði uppá „Keim“ málningu Algjört einsdæmi Heildverslun Garðars Gíslasonar flytur inn „Keim“ málningu Engin dœmi þess áður að krafist sé í útboði notkunar á ákveðinni tegund! „Mála skal skyggni Sundaskála 1 og 2 að utanverðu með hvítri máln- ingu af gerðinni „KEIM“,“ segir í útboði Eimskips um málningar- vinnu á húseignum félagsins í Sundahöfn sem gerð var í fyrra. Málarameistari vakti athygli Þjóð- viljans á því að hér væri getið sér- stakrar tegundar af málningu, en um er að ræða innflutta málningu, sem heildverslun Garðars Gísla- sonar flytur inn. í útboðsgögnum er kveðið á um að nota skuli KEIM málningu við nýmálun 3040 fermetra, tvöfalda umferð. Hjá heildverslun Garðars Gíslasonar fengust þær upplýsing- ar í gær, að verð KÉIM-málningar á fermetra hefði í fyrra verið 44 krónur. Hjá Innkaupastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar í gær, að við útboð á málningarvinnu væri stundum getið nokkurra hugsan- legra tegunda, en það væri alltaf getið um samsvarandi tegund. Hins vegar væru engin dæmi þess, að krafist væri notkunar á einni ák- veðinni tegund. Sömu upplýsingar F riðarvikan hefst á morgun Myndlistarsýning 20 myndlistarmanna verður opnuð formlega á morg- ( un í Norræna húsinu sem liður í friðarvikunni. Verkin eru flest ný. I Uppistaðan í þcssum 20 manna hópi listamanna, eru myndlistarmenn sem j voru í starfshóp um þemasýningu á stofnfundi Friðarsamtaka listamanna í haust. I kjallara Norræna hússins verður starfrækt myndsmiðja fyrir börn og fullorðna í friðarvikunni kl. 16 til 19 alla daga, þarsem kennarar og myndlistarmenn munu leiðbeina fólki. Myndin hér að neðan er tekin í Norræna húsinu í gær, þarsem listamennirnir voru önnum kafnir við uppsetningu. (Ljóms.: -eik). fengust hjá byggingadeild Reykja- Þess skal getið að Halldór H. skips, með meiru, er hluthafi í víkurborgar Jónsson, stjórnarformaður Eim- Heildverslun Garðars Gíslasonar. - lg./óg. Halldór H. Jónsson er ekki í Arkitektafélaginu: út á(5 iur en var r< jkinn Gekk hann segir formaður félagsins „Mér finnst rétt að taka fram að Halldór H. Jónsson er ekki meðlimur í Arkitektafélagi ís- lands þar sem sú starfsemi sem hann stundar samrýmist ekki siðareglum félagsins“, sagði Jes Einar Þorsteinsson, formaður AÍ í gær. „Halldór gekk úr félaginu áður en hann var rekinn og það er nyög sérstakt og þekkist áreiðan- lega ekki í mörgum löndum að hann skuli stunda þessa starfsemi og kalla sig arkitekt.“ Jes Einar sagði mörg ár síðan Halldór yfirgaf félagið. „Hann er meðeigandi í fyrirtækinu Garðari Gíslasyni hf. og veitti þar for- stöðu innflutningsdeild. Hann var farinn að stunda þessa starf- semi og auðvitað vissu menn það“, sagði hann. „Þegar farið var að sauma að honum hafði hann vit á því að fara úr félaginu. í Helgarpóstinum sagði hann um daginn að ástæðan væri sú að hann vildi ekki standa í deilum og vinstri menn í félaginu hefðu gert honum lífið þar leitt. Þetta er al- rangt.“ - Eru margir arkitektar sem ekki eru í AÍ? „Af þessari ástæðu er bara einn og það er Halldór H. Jónsson. 3-4 eldri félagar hafa gengið út vegna sérvisku, en svo er einn til, Ingi- mar H. Ingimarsson, sem var al- veg á takmörkunum. Hann lenti upp á kant við tvo félagsmenn og var kominn í málaferli út af því og fór þá út. Hann er svona á svip- uðu plani og Halldór H. Þar að aukí eru nokkrir ungir menn utan félagsins, menn sem hafa verið heima í 1-2 ár og meiningin er að fara að ræða við þá um inngöngu á næstunni“, sagði Jes Einar Þor- steinsson að lokum. -ÁI. Gífurleg óánægja meðal kennara í Reykjavík 81% kennara tilbúnir að segja upp störfum! Um 81% félaga í Kennarafélagi hafi ekki náðst leiðrétting á kjörun- vegum félagsins. 14% sögðustekki Reykjavíkur eru reiðubúnir til að um fyrir þann tima, samkvæmt reiðubúnir til uppsagnar en 5% segja upp störfum sínum í haust skoðanakönnun sem gerð var á skiluðu auðu. Um 640 manns tóku þátt í skoð- anakönnuninni eða um 85% þeirra sem eru á kjörskrá. í Kennarafé- lagi Reykjavíkur eru grunnskóla- kennarar í Reykjavík, settir eða skipaðir. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi í gær. í skoðanakönnuninni var spurt: „Ert þú tilbúin(n) að segja upp stöðu þinni, til þess að fá leiðrétt- ingu á kjörum og endurmat á starfi kennara?“ Samkvæmt heimildum Þjóðviljans í gær, ríkir gífurleg óá- nægja meðal kennara og miða þeir uppsagnir við haustið. -óg. Samdráttur hjá Strætó Leið 15 felld niður - Ákveðið hefur verið að fella niður úr leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur leið 15, Melar-Hlíðar. Leiðin dettur út 24. aprfl n.k. í fréttatilkynningu frá stofnun- inni segir að leiðin hafi lítið verið notuð og að „flestir farþegar leiðar- innar eiga annarra kosta völ til að komast leiðar sinnar með vögnum SVR“. — óg. Flugfreyjurnar: Verkfalli aflýst Sáttanefnd í málið I gær var skipuð sérstök úr- skurðarnefnd í deilu flugfreyja og Flugleiða. í henni eiga sæti fimm manns, að sögn ríkissáttasemjara, tveir frá hvorum deiluaðila og oddamaður skipaður af sáttasemj- ara, en það er Geir Gunnarsson. Verkfallinu sem átti að hefjast á miðnætti var aflýst. Nefndin á að Ijúka störfum fyrir 30. apríl og skera úr um hvort þörf sé fyrir 6 flugfreyjur eða ekki í DC-8 flugvél- ar Flugleiða. Niðurstöður nefndar- innar eru bindandi. Nefndarmennirnir munu eiga að fljúga með þessum þotum á Ame- ríkuleiðinni og kanna þörfina fyrir fleiri flugfreyjur. -óg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.