Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. maí 1984 ÞJÓÐfVILJINN - SÍÐA 3
Deilt um sölu kristfjárjarða á þingi
Skiptimynt milli þingmanna
sagði Guðmundur J. og vill að málið verði skoðað nánar
,JHver getur gefið heimiid fyrir sölu jarða sem hafa verið ánafnaðar
Kristi? Getur alþingi tekið sér það leyfi? Það þarf að skýra alla stöðu
þessara mála áður en lengra er gengið í því að selja þessar eignir. Hér er
ekki um ríkisjarðir að ræða og það er fráleitt fyrir alþingi að umgangast
þetta eins og mál af smæstu skúffu“, sagði Svavar Gestsson á alþingi í gær
þegar til afgreiðslu neðri deildar kom tillaga um sölu kristfjárjarðarinnar
Ytra-Vallholts, Seyluhreppi í Skagafjarðarsýslu.
Jörðin Ytra-Vallholt var með
gjafabréfi Þórðar Þorlákssonar
biskups frá 20. júlí 1693 gefin til að
„vera æfinlegt kristfé“ þaðan í frá,
„fátækum guðs þurfamönnum,
einkum munaðarlausum ekkjum
og föðurlausum börnum í Hegra-
ness þíngi til ágóða og viðhjálpar".
Samkvæmt gjafabréfinu var
Hólabiskupi falið að hafa umsjón
með jörðinni og síðustu áratugi
hefur prófasturinn í Skagafjarðar-
sýslu haft umsjónina í umboði bisk-
ups.
Svavar Gestsson beindi þeirri
spurningu til dóms- og kirkjumála-
ráðherra á hvern hátt afgjöldum af
jörðinni hafi verið varið á umliðn-
um árum og öldum, hvort það
hefði verið eins og skilgreint er í
gjafabréfi.
Guðmundur J. Guðmundsson
tók undir með Svavari og sagði að
jörðin væri sjáfseignarstofnun og
það væri ófært að „hentistefnu-
þingmenn" gætu aflað sér fylgis í
heimahéraði með því að koma sölu
Á slíkum jörðum í gegnum alþingi.
Hér væri verið að ráðskast með
sögulega hluti sem skiptimynt milli
einstakra þingmanna. Þessi mál
þyrfti að taka föstum tökum.
Pálmi Jónsson fyrsti flutnings-
maður tillögunnar um sölu Ytra-
Vallholts að hér væri ekki um neina
skiptimynt að ræða. Fordæmi væru
til fyrir heimild alþingis til sölu
kristfjárjarða. Sagðist hann að
öðru leyti taka undir tilmæli þing-
mannanna um að þessi mál yrðu
tekin til frekari athugunar og
reyndar stæði slík lögfræðileg at-
hugun nú yfir. Söluverði þessarar
jarðar yrði ráðstafað í samráði við
biskup.
-lg-
Guðrún Dóra Harðardóttir, Ólafur Vllberg Sveinsson og Margrét Th. Friðriks-
dóttir eru öll vanar barnfóstrur. (Mynd Atlí).
Barnfóstrur
á námskeiði
„Krakkarnir eru áhugasöm og
hress. Markmiðið er að gera þeim
grein fyrir hversu rnikil ábyrgð
fylgir því að gæta barna“, sagði
Guðbjörg Andrésdóttir hjúkrun-
arkennari sem sér um námskeið
sem Rauði krossinn heldur þessa
dagana.
Barnagæsla er aðal atvinnugrein
barna og unglinga á sumrin. Nú eru
24 krakkar á námskeiði hjá Rauða
krossinum. Þau læra um þroska og
þarfir, venjur og leiki lítilla barna.
„Ég legg aðal áherslu á slys og
hættur og hvernig bregðast skal
við. Krakkarnir virðast illa undir-
búin undir það ef óhapp gerist.
Mér finnst mjög mikilvægt að þau
geri sér grein fyrir að börnin sem
þau gæta eru engin leikföng heldur
þurfi að taka tillit til þarfa þeirra og
haga gæslunni eftir því“.
Þjóðviljinn spjallaði við nokkra
krakka á námskeiðinu. Flest hafa
þau ráðið sig í vist í sumar og munu
gæta barna allt niður í 4 mánaða
gamalla. Flest gæta barnanna allan
daginn og fá frá 2000 til 5000 krón-
ur í kaup.
„Ég er ekki búin að ráða mig í
sumar en það væri gott að fá vist
ásamt einhverju öðru. Ég hef alltaf
passað, fyrst litlu systur mína þegar
mamma vann úti og síðan önnur
börn“, sagði Guðrún Dóra Harð-
ardóttir, 14 ára gömul. Við spurð-
um hvað hún hefði helst lært á
námskeiðinu: „Við höfum fengið
ábendingar um hvað á að gera ef
þau borða ekki og hvernig leikföng
þau nota eftir aldri. Síðan lærum
við skyndihjálp og það gerir mann
öruggari. Ég var reyndar á slíku
námskeiði í fyrra líka“.
sumar. „Ég hef lært á námskeiðinu
hvernig á að fara með börn, baða
þau, skipta á þeim og hversu var-
lega þarf að fara með yngri börnin
því þau eru svo viðkvæm“.
Allir á námskeiðinu æfðu sig í að
skipta um bleyju á dúkku sem líkt-
ist mjög ungabarni. Á meðan við
vorum stödd hjá þeim voru þau að
æfa sig í að baða smábörn sem þau
fullyrtu að væri heilmikil kúnst.
-JP
Dúkkan böðuð og klædd eftir kúnstarlnnar reglum og nákvæmu eftirliti
Guðbjargar Andrésdóttur. (Mynd Atll).
Niðurstaða starfsgreinafunda ASÍ um helgina:
Sérstök deild
fiskverkunarfólks
verður stofnuð innan Verkamannasambandsins
Sérstök deild fiskverkunarfólks mun að öllum líkindum verða stofnuð
innan Verkamannasambandsins. Þetta var ein af niðurstöðum starfs-
greinafunda sem ASÍ stóð fyrir um síðustu helgi. Um tvö hundruð manns
sóttu fundina, og flest verkalýðsfélög sem áttu kost á að senda fulltrúa
nýttu sér það, að sögn Helga Guðmundssonar hjá ASÍ. Fundirnir voru
haldnir um valkosti að breyttu skipulagi hjá ASÍ og nánar verður fjallað
um í Þjóðviljanum á morgun.
Þórir Daníelsson formaður á fundinum hjá fiskverkunarfólki
Verkamannasambandsins sagði að hefði komið fram mjög eindreginnl
Reykjavík:
Óstand í símamálum
vilji til að efla samstarf innan
greinarinnar og því myndi Verka-
mannasambandið nú stefna að
stofnun sérstakrar deildar fisk-
verkunarfólks innan vébanda
sinna.
Að sögn Helga Guðmundssonar
kom á öllum fundunum fram mjög
greinilegur vilji til að bæta skipulag
ASÍ þannig að kleift yrði að auka
samstarf fólks innan sömu atvinnu-
greinar, en sem þó kynni að vera í
mismunandi stéttarfélögum. Það
var meginniðurstaða fundanna, að
sögn Helga.
Ólafur Vilberg Sveinsson 13 ára
kemur frá Grindavík á þetta nám-
skeið. „Ég fór að gamni mínu á
námskeiðið en fer trúlega ekki í
vist í sumar. Ég hef töluvert gætt
litla bróður míns sem er 4 ára. Mig
langar til að fá meira kaup og ætla
að reyna að komast í frystihúsið. Ef
ég kemst ekki þangað fer ég í
bæjarvinnu“.
Margrét Th. Friðriksdóttir 13
ára sagðist gæta 9 mánaða barns í
í langan tíma hefur vart verið
gerlegt að fá línu útúr húsi hjá okk-
ur hér á Þjóðviljanum og hefur svo
verið í mörgum öðrum fyrirtækj-
um. Þó hefur úr hófi keyrt nú síð-
ustu dagana. Við inntum Þorvarð
Jónsson yfirmann tæknideildar
símans eftir því hvað ylli þessu.
Sagði hann að álagið á þau síman-
úmer sem byrja á tölunni 8 væri svo
mikið að erfitt gæti verið að fá línu
þegar álagið er mest.
Astæðuna fyrir þessu sagði Þor-
varður að á sínum tíma hefðu flest
símanúmer fyrirtækja verið færð
yfir á þetta tölusvæði (8) og nú væri
svo komið að álagið er orðið of
mikið. Þegar símaskráin kemur út
um næstu mánaðamót verða 3 þús-
und númer, sem verða sexstafa
númer, færð yfir á nýja stöð og við
það léttir mjög á þeirri stöð sem nú
annar númerum sem byrja á (8). Þá
ætti þetta allt saman að lagast.
-S.dór
Til fundanna var stofnað til að
ræða valkosti að breyttu skipulagi
ASÍ sem lagðir voru fram fyrir
helgi, og að sögn Þóris Daníels-
sonar, formanns skipulagsnefndar
ASÍ, þá mun nefndin að loknum
öllum fundum leggja tillögu fyrir
næsta þing ASÍ. „Til þess voru ref-
irnir skornir“, sagði Þórir, „að
heyra afstöðu fólks til þeirra kosta
sem liggja frammi, og leggja síðan
fram tillögu á þeim grundvelli“.
-ÖS
Langt gæslu-
varðhald
skotmannsins:
„Hættu-
legur
umhverfi
sínu“
Mörgum hefur þótt undar-
legt að rannsóknarlögreglan
skyldi fara fram á 60 daga
gæsluvarðhald á manninum
sem skaut af haglabyssu vest-
ur í Daníelsslipp sl. föstudags-
kvöld. Málið iiggur Ijóst fyrir
þótt maðurinn geti ekki gert
neina grein fyrir þessu æði
sem á hann rann. Þjóðviljinn
innti Arnar Guðmundsson
rannsóknarlögreglumann,
sem fór fram á gæsluvarð-
haldið, um ástæðuna.
„Við- teljum manninn
hættulegan umhverfi sínu eins
og hann er nú á sig kominn og
viljum því taka hann úr um-
ferð. Honum er ger^ skylt að
sæta geðrannsókn og hú'n get-
ur tekið langan tíma og meðan
við erum að ljúka málinu og
afhenda það ríkissaksóknara
þykir okkur rétt að taka
manninn úr umferð“.
Arnar sagði að nú þegar
æðið væri af manninum runn-
ið kæmi hann vel fyrir en Ijóst
væri að eitthvað amaði að
honum, fyrst svona æði getur
á hann runnið.
-S.dór
Norðurlanda-
ráðsverðlaunin:
Tvær
ljóða-
bækur
Tvær Ijóðabækur hafa veri
valdar úr bókum þeim íslensk-
um sem út komu í fyrra til að
koma til greina við úthlutun
Bókntenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs árið 1985.
Bækurnar eru 36 yóð eftir
Hannes Pétursson og New
York eftir Kristján Karlsson.
íslensku fulltrúarnir í út-
hlutunarnefnd, sem velja
bækur í framboð, eru þeir Jó-
hann Hjálmarsson og Hjörtu/
Pálsson.
Martin Berkofsky píanóleikari,
sem hér hefur búift i mörg ár,
heldur fyrirlestur i Norræna
húsínu í kvöld - og hljómleika
tll styrktar bygginar tónlistar-
húss í Reykjavik. Fyrirlestur-
inn er fluttur á tungu engilsaxa
og heitir: „Amrísk píanótónlist;
óvenjuleg og stundum brosleg
saga hennar skoöuð í nýju
ljósi“. Dagskráin hefst kl.
20.30.