Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN Þriðjudagur 8. maí 1984 Búsetamálið: Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaösins i síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Harður slagurum Búseta Framsóknarflokkurinn styður félagsmálaráðherra einhuga „Ég held fast við mína meiningu í þessu máli, en það getur vel farið svo að það verði að leita samkomulags stjórnmálaflokkanna um eitthvað ann- að“, sagði Alexander Stefánsson félags- málaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær um stöðu Búseta innan hús- næðiskerfisins. í áliti Sigurðar Líndal lagaprófessors sem hann gaf félagsmáladeild neðri deildar í gær samkvæmt ósk Jóhönnu Sigurðardóttur og Svavars Gestssonar segir Sigurður að hann telji ákvæði greinar nr. 33 í húsnæðislögunum „eng- an vegisn taka af tvímæli um það“ hvort hún taki til húsnæðissamvinnufé- laga og eða annarra sem stofna til fé- lagsskapar í því skyni að eiga og reka leguíbúðir. Leggur Sigurður til að sett verði skýrari ákvæði um þessi mál í lögin. Þriðja umræða átti að fara fram í neðri deild Alþingis um húsnæðisfrum- varpið í gærkvöldi, en henni var frestað til miðvikudags meðan stjórnarliðar leita samninga um málið. Páll Péturs- son sagði í samtali við fréttamann út- varps seint í gærkvöldi, að þingflokkur Framsóknarflokksins stæði einhuga að baki túlkun félagsmálaráðherra í Bú - setamálinu. Þá var sömuleiðisrætt við Þorsteinn Pálsson og Ólaf G. Einars- son eftir þingflokksfund Sjálfstæðis- flokksins í gær og sögðu þeir, að þing- flokkar Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins myndu halda sameigin- legan fund um Búseta í dag, þriðju- dag. lg/ast Fögur blasir iðjagræn hlíðin við þessum saklausu skepnum. En fátt þykir þeim um stefnubreytingu Framsóknarflokksins í iandbúnaðarmálum. Myndina tók Atli á ferð sinni í Fljótshlíð á dögunum, þar sem glaðbeitt sólin lék ómþýða simfóní fyrir menn og skepnur og grösin gróandi. Forystumenn ASÍ halda fund Hvað ber að gera 1. september? í gærmorgun hittust forystumenn innan ASI til að ræða stöðuna í kjaramálum og íhuga næstu skref. Að sögn Guðmundar Þ. Jónssonar for- manns Landssambands Iðnverkafólks var fund- urinn upphaf umræðu sem hann kvað vera að fara af stað í verkalýðshreyfingunni um hvað beri að gera 1. sept. næstkomandi. Næsta skref yrði svo að ræða málið í fjórðungssamböndun- um og útí félögunum, og að því loknu myndu forystumenn ASÍ hittast á nýjan leik og ræða viðhorfin hjá félagsfólki. Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingamanna kvað ekki hafa verið leitað eftir afstöðu einstakra verka- lýðsfélaga að svo stöddu, málin yrðu rædd útí félögunum án þess að þeim fylgdu nokkur lína frá ASÍ. Hún yrði mótuð síðar, að fengnum viðbrögðum almennra liðsmanna hreyfingar- innar. -ÖS Ríkisstjórnin hækkar neysluverð Búvörur hækka! Mjólin hœkkarum rúm 10% Niðurgreiðslur hafa verið felldar niður af landbúnaðarvörum nema smjöri og undanrennu. Á morgun snarhækkar verð á þessum vörum: 1 I mjólk úr 18,70 í 20,60 kr. eða 10.2% V* I rjómi úr 29,95 í 33,20 kr. eða 10.9% 1 kg skyr úr 29,45 í 33,90 kr. eða 15.1% 45% ostur úr 189,90 í 202,90 kr. eða 6.8% 30% ostur úr 158,85 í 169,30 kr. eða 6.6% nautakjöt dilkakjöt, heilir úr 131,70 í 145,90 kr. eða 10.8% skrokkar úr 123,05 í 128,90 kr. eða 4.8% Verð á smjöri og undanrennu verður óbreytt og kartöflur sem hafa verið greiddar niður um ríflega 2 krónur kílóið verða fram- vegis seldar miðað við innkaupsverð. Nú liggur fyrir frumvarp um nýjan fóðurskatt og ef það verður samþykkt munu búvörur hækka enn meira í lok mánaðarins. Aðalfundur Rithöfundasambandsins Sigurður Pálsson kosinn formaður Sigurður Pálsson skáld var kos- inn formaður Rithöfundasam- bands íslands á aðalfundi félagsins á laugardaginn var með ölium greiddum atkvæðum. Birgir Sig- urðsson var endurkosinn varafor- maður og í aðalstjórn var kosinn Einar Kárason en Þorsteinn frá Hamri í varastjórn. Fráfarandi formaður, Njörður P. Njarðvík, minntist fimm látinna félaga og flutti skýrslu stjómar. Voru þau tíðindi stærst í máli hans, að nýfallinn var gerðardómur um að ríkissjóði er gert skylt að greiða um ellefu miljónir króna fyrir fjöl- földun ritverka í skólum til rithöf- unda og annarra handhafa höf- undarréttar. Nær greiðsla þessi fyrir tímabilið frá gildistöku höfu- ndalaga árið 1972. Fjölföldunarm- álið hefur nú um árabil verið ofar- lega á dagskrá í hagsmunabaráttu rithöfunda. Sigurður Pálsson, nýkjörinn for- maður, þakkaði það traust sem Sigurður Pálsson honum var sýnt og taldi brýnast að sameina rithöfunda bæði til kjara- baráttu og til kynnigarstarfsemi. Kópavogshælið: Starfsfólki stillt upp við vegg Starfsfólki fækkað og kaupið lækkað í gær héldu forráðamenn Kópavogshælisins fund með starfsfólki í eldhúsi hælisins og greindu því frá að fækkað yrði starfsólki úr 11 1/2 stöðugildij 7, sem þýðir að fjórum til fimm verður sagt upp vinnunni. Þá var einnig skýrt frá því að tekinn yrði af þeim sem cftir verða svo kall- aður álagstími, sem þýðir kauplækkun uppá um eitt þúsund krónur á mánuði fyrir hvern og einn. „Þetta átti að heita samráðs- fundur, sem er í sjálfu sér útí hött, því okkur var einfaldlega stillt upp við vegg. Okkur vgr sagt að ef við sættum okkur ekki við þetta yrði eldhús Kópavogshælis einfaldlega lagt niður og okkur öllum sagt upp vinnunni‘% sagði Guðlaug Pétursdóttir einn af starfsmönnum eldhússins. Guðlaug sagði að þeim sem sagt verður upp hafi verið iofað einhverju starfí á hinum spítöl- unum og þá nær örugglega ræst- ingastarf, sem starfsfólk eldhúss- ins á hælinu kærir sig í sjálfu sér ekkert um. Hún sagði ennfremur að eld- húsið á Kópavogshælinu væri því líkur kofi, að hann héldi hvorki vatni né vindum. í rigningum píp- ir vatnið inn, enda húsið orðið mjög gamalt, byggt 1929 eða þar umbil. Viðbygging sem er síðan á stnðsárunum er svo lek að allt fer á flot þá rignir, og kuldinn mikill í frostum. Það má eiginlega segja að húsið standi af gömlum vana, sagði Guðlaug. Hún sagði menn tala um að laga þetta í sumar, en hvort það verður gert er önnur saga því í mörg ár hefur staðið til að byggja nýtt eldhús en það hef- ur aldrei komist til framkvæmda. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.