Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Myndlistarmenn skora á borgaryfirvöld: Listamenn fái atkvæðisrétt um starfslaun og listaverkakaup Félag ísl. myndlistar- manna og Samband ísl. myndlistarmanna hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu, þar sem bent er á þau aðalatriði, sem að þeirra mati mættu betur fara í nýj- um drögum að reglugerð fyrir stjórn Kjarvalsstaða, en borgarstjórn hefur þau drög til umfjöllunar. Hlutur myndlistar- manna œ minni Ef farið er yfir þau gögn, sem til eru varðandi deilur á undanförnum árum um stjórn Kjarvalsstaða, má glöggt sjá að borgaryfirvöld hafa með hverri reglugerð, sem sett hef- ur verið, gert hlut myndlistar- manna í stjórn minni en áður. Á árunum 1975-1978 sátu í stjórn Kjarvalsstaða þrír fulltrúar stjórnmálaflokka með forstöðu- manni, svonefnd hússtjórn, en auk þess þrír fuiltrúar Félags íslenskra myndlistarmanna, auk eins fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna. Hússtjórn og aðilar listamanna í stjórn auk listfræðings skipuðu list- ráð hússins. í deilu um stjórnun Kjarvalsstaða, sem upphófst 1978 drógu myndlistarmenn sitt fjár- magn, andvirði gamla Listamanna- skálans, frá Kjarvalsstöðum. Þó myndlistarmenn gæti þar nú ekki eigin fjármuna, er aðild þeirra að stjórn beinlínis æskileg, gæta þeir á þann hátt hagsmuna borgarbúa og myndlistarinnar í húsi Kjarvals, myndlistarhúss Reykjavíkurborg- ar. Undirritaðir voru nýir samning- ar milli borgar og listamanna um stjórnun Kjarvalsstaða í desember 1978. Samkvæmt þeim var stjórn Kjarvalsstaða skipuð þrem fulltrú- um borgarstjórnar til fjögurra ára í senn sbr. 2. gr. þeirrar reglugerðar. Höfðu þeir einir atkvæðisrétt um ráðstöfun á húsnæði til annarrar starfsemi en listrænnar. Félag ís- lenskra myndlistarmanna og Bandalag íslenskra listamanna til- nefndu hvert sinn fulltrúa í stjórn með tillögurétt og málfrelsi, er snerta Kjarvalsstaði og heyra undir verksvið stjórnar. Ennfremur höfðu þeir atkvæðisrétt um alla ráðstöfun Kjarvalsstaða og þar með fjárreiður, sem teljast til list- rænnar starfsemi, þar með talinn atkvæðisrétturinn til starfslauna borgarlistamanns. Listráðunautur var ráðinn af borgarstjórn til ráðuneytis og með tillögurétt um listræna starfsemi sbr. 4. gr. Forstöðumaður annaðist fjárreiður. Forstöðumaður og list- ráðunautur sátu fundi stjórnar, skiptu með sér störfum samkvæmt erindisbréfi sbr. 9. gr. Ekki var minnst á listaverkakaup á vegum borgar í reglugerð þessari. Reglu- gerðin hefur verið endurskoðuð og framlengd á tveggja ára fresti. Félag íslenskra myndlistar- manna hefur við endurskoðun ít- rekað farið fram á fjölgun mynd- listarrnanna í stjórn Kjarvalsstaða ásamt aðild að listaverkakaupum. Listamenn fái atkvœðisrétt um listaverkakaup í apríl 1983 sögðu meirihluti stjórnmálaflokka í stjóm Kjar- valsstaða einhliða upp samningum við Félag ísl. myndlistarmanna og Bandalag ísl. listamanna. Ný drög að reglugerð voru lögð fram í stjóm Kjarvalsstaða í janúar 1984. Undanfarið hefur verið fjallað um þau drög á samningafundum við meirihluta stjómmálaflokka í stjórn Kjarvalsstaða og í aðildarfé- lögum listamanna í stjóm. Ný drög að reglugerð, talsvert breytt frá fyrstu tillögum, vom síðan lögð fram í stjóm Kjarvalsstaða þann 16. mars s.l., samþykkt og vísað til afgreiðslu borgarráðs og borgar- stjórnar. Samkvæmt nýju drögunum er starf listráðunautar og forstöðu- manns sameinað sbr. 4. gr. og 1. og 2. Skal sú breying ganga í gildi 1. desember 1985 sbr. 9. gr. 1. Mynd- listarmenn lýsa eindregnum stuðn- ingi við þá breyingu. Fulltrúar í stjórn skulu tUnefndir af Bandalagi íslenskra iistamanna tU eins árs í senn. Annar fulltrúinn skal ætíð vera myndlistarmaður. Fulltrúar listamanna halda sínum atkvæðis- rétti um öll mál, sem snerta list- ræna starfsmi, en atkvæðisréttur um tUnefningu tU starfslauna er afnuminn, sbr. 1. gr. um reglur starfalauna til listamanns á vegum Reykjavíkurborgar. Starfslauna- þegi er þá einvörðungu kosinn með atkvæði flokkspóiitískra fulltrúa í stjórn Kjarvalsstaða. Listráðu- nautur hefur ekki atkvæðisrétt. Enn ítreka myndlistarmenn það sjálfsagða mál að einhverri skipan verði komið á listaverkakaup á veg- um borgarinnar í samvinnu við stjórn Kjarvalsstaða, þar með tald- ir fulltrúar listamannasamtaka í stjórn, enda hafi þeir atkvæðisrétt um málið. Fjármagn sem ætlað er til iistaverkakaupa er töluvert og fylgir ráðstöfun þess talsverð ábyrgð. í ofangreindum drögum að reglugerð er lagt til að pólitískt kjörin stjórn Kjarvalsstaða skuli annast innkaup á myndlistarverk- um fyrir Reykjavíkurborg í sam- ráði við forstöðumann sbr. 8. gr. 1. Það má furðulegt teljast, einkum með hliðsjón af reglugerðum ann- arra opinberra stofnana hérlendis og erlendis, sem annast innkaup listaverka fyrir opinbert fjármagn að enginn listfræðileg eða mynd- listarkunnátta er metin til atkvæðis í mati á kaupum Iistaverka í safn Reykjavíkurborgar, né heldur til veitingar starfslauna. Gagnrýni myndlistarmanna á þeim þáttum reglugerðar, sem snýr að starfslaunaveitingu og lista- verkakaupum er ekki beint gegn þeim aðilum sem nú skipa stjórn Kjarvalsstaða, heldur gegn fyrir- komulagi reglugerðar, enda er ekkert þar sem kveður á um að myndlistar- eða listfræðilega menntaður aðili skuli vera kosinn fulltrúi borgarstjórnar í stjórn Kjarvalsstaða í framtíðinni. Myndlistarmenn skora á alla borgarfulltrúa að taka málefnalega afstöðu í þessu máli. Með Brésnjef 1981. Með Tchernenko og Gromyko á fundi með Kohl kanslara, Genscher utanrikisráðherra V-Pýskalands. Einn voldugasti stjórnmálamaður Sovétríkjanna Leitar hugarhægðar í íslendingasögunum - Þegar hann hvílir sig á heimspólitíkinni, leitar hann sér hugsvölunar í heimi íslendingasagna, segir vestur þýska tímaritið Spiegel um Alexandrow-Agentow aðalráðgjafa voldugustu manna Sovétríkjanna undanfarna áratugi. Al- exandrow var ráðgjafi Krústjóf, Brésnjefs. Andropovs og Tchernenko nú. „Aðalritarar koma og fara - en ráðgjafinn stendur allt af sér“, segir Spiegel um hina leyndardóms- fullu persónu. Alexandrow er 66 ára gamall og er talinn afar valdamikill í So- vétkerfinu. í 30 ár hefur hann gegnt hliðstæðu starfi; verið ræðuritari og yfirskoðunarmaður fyriraðalritarann. í gegnum hann hefur aðalritari samband við ráðuneyti og ýmsar stofnanir. Al- exandrow þykir frábær tungu- málamaður; lagði stund á Norðurlandamál og er talinn góður í ensku, þýsku og slarkfær í frönsku. Á árunum í kringum 1940 var Alexandrow starfsmaður TASS- fréttastofunar í Stokhólmi, um það leiti sem Kolontaja gegndi sendiherrastörfum þar. Krústjóf gerði hann að ráð- gjafa sínum og Brésnjef gerði hann sér enn nánari. Hann fékk „Leninverðlaunin" fyrir að ganga frá ræðum og bókum Brésnjefs til útgáfu. Alexandrow er mið- stjórnarmaður í flokknum og hef- ur ýmsa aðra bitlinga. Álexandrow vakti athygli er- lendra fréttamanna um það leyti sem halla fór undan fæti hjá svo- kallaðri Brésnjefsklíku á síðustu mánuðum Brésnjefs. Frægt er þegar Brésnjef var að halda ræðu í beinni útsendingu sjónvarps í Baku - og flutti vitlausan texta. Þegar Brésnjef hafði talað dá- góða stund, gekk Alexandrow að ræðupúltinu og þreif ræðuhand- ritið af Brésnjef, rétti honum annað handrit og sagði. „Þetta hérna“. Bréfsnjef sneri sér að áhorfendum og sagði: félagar þetta voru ekki mín mistök. Þeg- ar Alexandrow sást við fyrstu tækifæri með Andropov eftir lát Brésnjefs, þóttust fréttamenn fá staðfestingu þess, að Alexand- row væri með í ráðum. Hvað um það, Alexandrow er enn ráðgjafi aðalritarans, - og þegar Kohl kanslari V-Þýska- lands var á fundi með Tchern- enko á dögunum var Alexandrow enn mættur, til að rétta leiðtoga sínum bréfmiða og góð ráð í rök- ræðum við hina erlendu gesti_óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.