Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN lan Rush skoraði fjögur -Liverpool vann og Manch. United tapaði í gær! Sjá 9-12 maí þriðjudagur 102. tölublað 49. árgangur Hæstu forstjóralaun yfir 130.000 á mánuði! Tífaldur launamunur samkvœmt leynilegri könnun sem Þjóðviljinn hefur undir höndum Samkvæmt leynilegum upplýsingum sem Þjóðvilj- inn hefur komist yfir, þá eru hæstu forstjóralaun í Reykjavík í dag meira en ein og hálf miljón króna, eða meir en tíu sinnum hærri en lægstu launin! Hæstu forstjóralaunin eru um 130 þúsund krónur á mánuði, eða næstum því jafnhá og það sem lægst Iaunaða verkafólk vinnur sér inn á heilu ári! Þessar upplýsingar Þjóðviljans eru úr leynilegum könnunum sem gerðar voru í Reykjavík og enn standa yfir. Kannanirnar sýna, að þegar búið er að taka með hlunnindi forstjóranna þá fá hinir hæst launuðu greiddar sem svarar 130 þúsund krónum á mánuði, meðan lægstu laun verkafólks sem komu fram í sömu könnunum eru ekki nema 12.700 krónur á mánuði. Kannanirnar sýna jafnframt að meðallaun forstjór- anna eru nú tæp miljón á ári, þ.e. um 80 þúsund á mánuði, miðað við launagreiðslur síðustu mánaða en meðallaun þeirra sem lægst laun fá, til dæmis fólks sem vinnur við almenn afgreiðslustörf, er ekki nema rúm 16 þúsund á mánuði að meðtöldum hlunnindum. Næstum fimmfaldur munur er því á hæstu meðal- launum og lægstu meðallaunum! í rauninni er launamunurinn talsvert meiri en kem- ur fram í þessum upplýsingum, því forstjórar og yfir- menn fá miklu hærri hluta af rauntekjum sínum greidd sem hlunnindi sem ekki eru talin fram til skattlagning- ar, heldur en láglaunafólk. Þannig er hægt að reikna út úr upplýsingunum sem Þjóðviljinn hefur komist yfir, að næstum því fimmtungur af launum forstjóra og yfirmanna er greiddur sem hlunnindi, en til dæmis lágt settir ritarar og afgreiðslufólk fá ekki nema 1 til 3 prósent af launum sínum í formi óskattskyldra hlunn- inda. Þessar upplýsingar sýna að gífurlegur munur er á milli hæstu og lægstu launa á íslandi, og einsog Þjóð- viljinn mun sýna á morgun, þá er sá munur að aukast. -ÖS Tívolí rekið í Öskjuhlíð í sumar ,Jú, það er rétt, við höfum alls- staðar fengið góðar móttökur og vilyrði fyrir því að reka skemmti- Hækkanir Mjólkurliterinn hækkar á morg- un úr 18.70 i kr. 20.60 eða um 10.2%. Rjóminn hækkar um 10.9% og aðrar landbúnaðaraf- urðir hækka um nokkur prósent- ustig. Þessar hækkanir koma í kjölfar svokallaðra efna- hagsráðstafana ríkisstjórnarinnar með afnámi niðurgreiðslna á ýms- um tegundum landbúnaðarvöru. Seinna í mánuðinum er von á meiri glaðningi frá ríkisstjórninni. Sjá baksíðu garð með tívoiítækjum í sunnan- verðri Öskjuhlíðinni í sumar og við vonumst til, ef allt fer eins og áætl- að er, að opna um eða uppúr næstu mánaðarmótum“, sagði Sigurður Kárason eigandi Hótei Borgar, en hann ásamt nokkrum öðrum ein- staklingum og félögum ætla að reka tívólí-garð í sumar sunnanvert í Ös- kjuhlíð, gegnt Flugskóla Helga Jónssonar. Sigurður sagði að ætlunin væri að auk tívolí-tækjanna, skotbakka og annars sem tilheyrir tívolí- görðum, að vera með skemmtiatriði um helgar, svo og veitingasölu á svæðinu. Tívolí-tækin verða tekin á leigu til að byrja með og síðan myndu menn skoða það, þegar garðinum yrði lokað í september hvort þeim verður skilað eða hvort þau verða keypt. -S.dór Mannleg mýkt i stríöl við hreyfingar róbótsins. Dansflokkurinn „lcebreakers" sýndi kúnstir sínar á Lœkjartorgl á föstudaginn. Er maðurinn fagurlimuð skepna ellegar bara ein vélin enn? (Mynd -Atli). Gunnlaugur Björnsson. Dreg út- reikninga Hagkaupa í efa. (Mynd: -eik). Gísli Blöndal. Góðar kartöflur í stað þeirra morknu og mygluðu. (Mynd: -eik). Kartöflustríð • Hagkaup geta fengið nýjar kartöflur á svipuðu verði og þœr finnsku • „Ég efa þann útreikning“, segir forstjóri Grænmetisverslunarinnar „Við getum fengið nýjar og gamlar kart- öflur bæði dýrar og ódýrar. Við getum selt þær á viðráðanlegu verði í dag án þess að niðurgreiðslur komi til. Gamlar kartöflur yrðu jafnvel ódýrari en þær sem nú eru seldar frá Grænmetisversluninni og nýjar lítið dýrari“, sagði Gísli Blöndal hjá Hag- kaupum í gær. Sagðist hann hafa staðfet verð bæði frá Hollandi og Bretlandi. „Ég veit ekkert um hans innkaupsverð", sagði Gunnlaugur Björnsson forstjóri Grænmetisverslunar landbúnaðarins við Þjóðviljann í gær. „Ég efa þann útreikning en get auðvitað ekki rengt hann fyrr en ég sé töiumar. Miðað við markaðsverð finnst mér þetta ólíklegt. Samkvæmt minni heimild tel ég ólíklegt að nýjar kartöflur frá Bretlandi og Hollandi séu fáanlegar á þessum tíma. Þær hljóta að vera innfluttar sunnan að. Ég hef upplýs- ingar um það að nú er nýbúið að setja snemmsprottnar kartöfiur niður í Bretlandi ,qg uppskera er væntanleg eftir 3 mánuði", ■' Ægði Gunnlaugur í Grænmetisversluninni. Við spurðum hann um kartöflur frá Por- túgal og sagðist hann ekki þekkja til hvernig markaðurinn þar væri. Þá spurðum við um innflutning frá Spáni og sagði Gunnlaugur að þar væri hægt að fá nýjar kartöflur á þessum árstíma og einnig frá Grikklandi. „Öðra hverju er þó lokað á útflutning frá þessum löndum og því erfitt að semja um kaup. Það er hægt að fá nýjar kartöflur frá ýms- um löndum. Víða eru þó vandamál með heilbrigðisvottorð sem verða að vera í lagi. Auk þess er svigrúm til innkaupa ekki mikið meðan verðið er fast. Þetta breytist nú á miðvikudaginn þegar niðurgreiðslur verða felldar niður. Við gætum keypt nýjar kartöflur frá Norður-Afríku, Alsír, Marokkó, Egypta- landi og ísrael en þá færi verðið ýfir það sem nú er. Mér er kunnugt um að nú eru seldar nýjar ítalskar kartöflur í Danmörku á 11 krónur danskar kílóið", sagði Gunnlaugur. -jp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.