Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 8. maí 1984 Bandarísk blíðuhót og kínversk gagnrýni einkenndu Kínaferð Reagans Reagan átti fullt í fangi með að hemja hinar kínversku krásir á prjónum sínum í Pekingheimsókninni eins og sést á þessari mynd þar sem hann snæðir með Zhao Ziyang forsætisráðherra og Nancy konu sinni. í heimsókn Ronalds Reagan til Kína um mánaðamótin kom .fram að helsta ágreiningsefni þessara stórvelda er eftir sem áður afstaðan til Taiwan. En kínversku leiðtogarnir notuðu einnig tækifærið til þess að gagnrýna stefnu Bandaríkj- anna í Mið-Ameríku, tundur- duflalagnirnar í Nicargua, innrásina á Grenada og af- stöðu Reaganstjórnarinnar til palestínsku þjóðarinnar og PLO. Þá gagnrýndu kínversku leiðtogarnir Bandaríkjastjórn einnig fyrir uppsetningu banda- rískra kjarnorkueldflauga í Evr- ópu, en kínversku leiðtogarnir héldu því fram að Evrópueldf- laugarnar ykju á spennuna í heiminum og kjarnorkupvopn- akapphlaupið. Þá hvöttu gestg- jafarnir Reagan til þess að kalla heim bandaríska herliðið í Suður-Kóreu, sem gerði ekki annað en að skaða álit Banda- ríkjanna eins og það var orðað. Þrátt fyrir þessi ágreiningsefni var það haft eftir talsmönnum forsetans að í viðræðum hans við kínversku leiðtogana hafi ríkt „90% eining" í þeim málum sem til umræðu komu. Klippt úr rœðu Reagans Það sem einna mesta athygli vakti við heimsóknina var að kín- verska sjónvarpið klippti atriði út úr ræðu Reagans, sem sjónvarpað var um allt Kína. Hér var um að ræða 20 mínútna ræðu, sem forset- inn hélt fyrir 600 háttsetta embætt- ismenn og vísindamenn í Kína. Hafði forsetanum verið sagt að ræðunni yrði allri sjónvarpað. í ræðu sinni réðist Reagan óvægilega að Sovétstjórninni. Þá Iagði hann áherslu á dyggðir hins frjálsa fram- taks og vestræna lýðræðis og að frelsi til orðs og æðis og til til- beiðslu á Guði væri forsenda efna- hagslegra og mannlegra framfara. Öll þessi atriði voru klippt út úr ræðu forsetans, en hins vegar fengu orð hans um vaxandi og bætt sam- skipti Bandaríkjanna og Kína greiða leið um kínverska sjón- varpsnetið. Nánustu samstarfsmenn Reag- ans í sendinefndinni báru fram formlegar kvartanir vegna sensúrs- ins við kínverska utanríkisráðu- neytið þegar á öðrum degi heimsóknarinnar, en yfirmaður upplýsingadeildar ráðuneytisins gaf þau svör, að það væri ekki við hæfi að Reagan notfærði sér kín- verska fjölmiðla til þess að ráðast að þriðja landinu. Þá taldi hann að Reagan hefði fengið meira rúm í kínverskum fjölmiðlum en Zhao Ziyang forsætisráðherra hlaut í bandarískum fjölmiðlum þegar hann var í opinberri heimsókn í Washington í janúar s.l. Aukin viðskipti Af fréttum að dæma virðist sem mikilvægustu viðræðurnar hafi átt sér stað á milli Reagans og Zhao Ziyang forsætisráðherra. Auk þess átti hann einnig fund með Hu Yao- ubang flokksleiðtoga, sem einnig fékk formlegt boð um að heimsækja Bandaríkin við tæki- færi. Þá var einnig ákveðið að Li Ziannian forseti og varnarmála- og viðskiptaráðherrar Kína myndu heimsækja Bandaríkin á næstunni. Á meðan á heimsókninni stóð var undirritaður samningur á milli Bandaríkjanna og Kína um við- skipti með háþróaðan bandarískan tæknibúnað til framleiðslu á kjarn- orku. Samkomulag náðist um kröfu Bandaríkjanna um eftirlit með slíkri framíeiðslu í Kína, en ekki er ljóst í hverju samkomulagið er fólgið í smáatriðum. Telja frétt- askýrendur að Bandaríkjastjórn hafí gefíð eftir kröfur sínar um eft- irlit í veigamiklum atriðum. Hvort þessi fyrirhuguðu viðskipti með kjarnorkutæknibúnað verða jafn mikil og látið er í veðri vaka ræðst þó endanlega af viðbrögðum Bandaríkjaþings, sem á eftir að leggja blessun sína yfir viðskiptin. Væntanlega verður þá krafist svara um hvaða tryggingu Bandaríkin hafi fyrir friðsamlegri notkun þeirrar tækni sem um er rætt. A uglýsingastríð Ljóst var af öllu tilstandinu í kringum heimsókn Reagans, að hún var liður í þeirri kosningabar- áttu sem nú er að hefjast í Banda- ríkjunum fyrir forsetakosnmgarn- ar í nóvember. í fylgdarliði forset- ans til Peking voru um 600 Banda- ríkjamenn, þar af um 300 frétta- menn. Bar öll heimsóknin nokkur merki fleðuláta af hálfu forsetans og fylgdarliðs hans, á meðan kín- versku gestgjafarnir sýndu lítið þakklæti fyrir þann tæknibúnað sem þeim var boðinn. Þvert á móti notuðu þeir tækifærið til að leggja áherslu á ýmsan ágreining þjóð- anna, og þá sérstaklega varðandi Taiwan og vopnasölu Bandaríkj- anna þangað, sem vex Kínverjum mjög í augum. Og rétt eins og til þess að draga úr áróðursgildi for- setaheimsóknarinnar tilkynntu kínversk stjórnvöld það stuttu fyrir komu Reagans að næsti opinberi gestur kínverskra stjórnvalda yrði Ivan Arkhipov, varaforsætisráð- herra Sovétríkjanna, en hann er valdamesti Sovétleiðtoginn sem heimsótt hefur Kína frá 1969. Kín- verjar virðast þannig notfæra sér að spila á ágreining Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í baráttu þessara stórvelda um völd og forræði í heiminum. ólg. Tryi^ augum malara XVI. endurreisnartímans Á fyrstu þúsund árum kristninnar gáfu helgimynda- smiöir kirkjunnar kynferði Krists lítinn gaum. Athyglinni var beint að heilagleika hans en ekki að líkamiegri tilvist hins holdi klædda guðs. En með tilkomu endurreisnarinn- ar tók Kristur að birtast í nýju Ijósi á myndum málaranna. Sannkristnir málarar endur- reisnarinnar frá Flórens til Niðurlanda sviptu hulunum af líkama Krists og gerðu kyn- færum Jesúbarnsins glögg skil í myndum sínum. Ekki er óalgengt að sjá myndir af hinni heilögu fjölskyldu frá þessum tíma þar sem María held- ur Jesúbarninu þannig í kjöltu sinni að kynfæri Krists komi greinilega í Ijós. í öðrum mynd- um má sjá hvar aðdáun vitring- anna frá Austurlöndum beinist sérstaklega að kynfærum Krists, þar sem þeir koma og færa hon- um gjafir sínar. Nýlega hefur bandarískur list- fræðingur, Leo Steinberg frá Pennsylvania-háskólanum fjall- að um þetta í bók sinni „TheSex- uality of Christ in Renaissance Art and in Modern ObIivion“ þar sem hann vísar þeirri hefð- bundnu skýringu á bug, að rekja megi nektina á Madonnumynd- unum til áhrifa frá grísk- klassískri heiðni. Þvert á móti segir Steinberg að það gegni mikilli furðu að listfræðingar og guðfræðingar hafí ekki áttað sig á því að á endurreisnartímanum hafí það gerst í fyrsta skipti í þús- und ár að kristnir listamenn hafi horfst í augu við holdtekju Guðs án þess að horfa framhjá hinni kynferðislegu hlið málsins. Með þessu segir Steinberg að endur- reisnarmálararnir hafi myndað síðasta þáttinn í þeirri kristnu iist- hefð sem getur gert tilkall til þess að vera hreintrúarleg. Þessi skýring Steinbergs gengur því þvert á þá hefðbundnu, sem hef- ur viljað tileinka myndlist endur- reisnartímans áhrif heiðni og ver- aldarhyggju. f bók sinni bendir Steinberg á að listamenn á þessum tíma hafi ekki beint athygli sinni að kyn- færum barna almennt, heldur séu myndirnar af Jesúbarninu und- antekning hvað þetta snertir. Skýringin hlýtur að mati Steinbergs að liggja í hinni guð- Raffaello: Madonnan meó þlstil- flnkuna. fræðilegu þýðingu sem holdtekja Guðs hafði fyrir listamennina og kirkjuna á þessum tíma. Vitnar hann í þessu sambandi til guð- fræðirita og predikana frá endur- reisnartímanum, þar sem meðal annars er fjallað um umskurð Krists sem hinn sársaukafulla for- boða píslargöngunnar og kross- festingarinnar. í bókinni segist Steinberg ekki vita hvenær kirkjan lagði bann- helgi á kynfæri Krists á nýjan leik, en hann telur að það stafí ekki eingöngu af yfirdrepsskap, því reyndar séu margar af þessum myndum endurreisnartímans enn í umferð. Hins vegar segir hann að á þessu megi finna guðfræði- lega skýringu: einhvern tímann eftir endurreisnartímann hafí vestrænn kristindómur glatað hinum goðsagnakenndu rótum sínum, sem jafnframt voru upp- spretta slíkrar listar. Hinn lifandi Kristur sem holdtekja Guðs hvarf mönnum og í staðinn kom hin ófrjóa,Kristsmynd skynsem- istrúarinnar, þar sem líkami Krists hafði ekki lengur þá merk- ingu að opinbera heilagan anda, því hinir trúuðu höfðu ekki lengur augu til að sjá siíkan raun- veruleika. ólg./Newsweek Paolo Veronese: Hin heilaga fjölskylda með heilagri Barböru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.