Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 2
• 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þríðjudagur 8. maí 1984 Nýmæli við lóðaúthlutun Verktakinn byggir dagvistarheimilið en gatnagerðargjöldin falla niður Ákveðið hefur verið að byggja íbúðarhús með 31 íbúð á opnu svæði á milli Stangarholts, Skip- holts og Nóatúns. Fær Böðvar Böðvarsson verktaki hcimild til að byggja á þessu svæði gegn því að skila borginni þar dagvistarheimili, tilbúnu undir tréverk. Fær verk- takinn gatnagerðargjöldin niður- felld í staðinn. Sigurður Harðarson fulltrúi Al- þýðubandalagsins í skipulagsnefnd var á móti því að heimila byggingu á þessum stað. Segir í bókun hans að hann telji að svæðið eigi að vera frátekið áfram til framtíðarnota. Taldi Sigurður nærað nýta svæðið í þágu aldraðra enda væri meðalald- ur íbúa í hverfinu stöðugt að hækka. Sigurður sagði í samtali við Þjóðviljann að á meðan nóg væri af lóðum á nýbyggingarsvæðum borg- arinnar væri fráleitt að troða niður stórum byggingum á opnum, græn- um svæðum eins og hér um ræðir. „Hitt er allt í lagi að ef borgin vill eyrnamerkja gatnagerðargjöld til þess að byggja fyrir þau dagvistar- heimili þá má hún það hvort sem það er til bygginga á þessum stað eða öðrum", sagði Sigurður í sam- tali í gær. Skipulagsnefnd sam- þykkti bygginguna með 4 at- kvæðum gegn atkvæði Sigurðar. Guðrún Agústsdóttir fulltrúi Al- þýðubandalagsins í félagsmálaráði kvaðst hafa greitt atkvæði með byggingu á þessum stað. „Mín af- staða var einfaldlega sú að úr því Reykjavíkurborg vildi verja gatna- gerðargjölum af umræddri lóð til þess að byggja dagvistarheimili þá væri fráleitt að vera því andvíg. Áætlun um uppbyggingu dagvist- arheimilanna í borginni núna er ekki svo burðug hvort eð er og þetta heimili verður hrein viðbót. Vissulega eru verst settu hverfinn varðandi dagvistun í Árbæ og á Eiðsgranda en þetta dagheimili verður í nágrenni við Hlemm þann- ig að það ætti einnig að geta nýst foreldrum sem sækja vinnu úr öðr- um hverfum niður í bæ“, sagði Guðrún Ágústsdóttir í samtali við Þjóðviljann. -V* Á þessu svæði milli Stangarholts, Skipholts og Nóatúns á að risa fjölbýlis- hús með 31 íbúð. Verktakinn fær niðurfelld gatnagerðargjöld en skilar borg- inni dagvistarheimili tilbúnu undir tréverk í staðinn. Ljósm. Atli. Fátítt við HÍ: Fyrirlestur endurtekinn Þqð er ekki á hverjum degi sem fyrirlestrar í Hátíðarsal Háskóla íslands eru endur- teknir. Þórhallur Vilmundar- son prófesor flutti nýlega fyrirlestur sem hann nefnir Hver var hetjan í hólminum? og komust færri að en vildu. Hafa Þórhalli borist tilmæli úr ýmsum áttum um að endur- taka fyrirlesturinn og verður það gert á morgun, miðviku- daginn 9. maí. Hefst fyrirlest- ur Þórhalls kl. 20.40 í Hátíðar- sal Háskólans. Er öllum hei- mill aðgangur. -v. Sjúkraliðar gegn kjarn- orkuvopnum Aðalfundur Sjúkraliðafé- lags íslands tekur heilshugar aindir þá yfirlýsingu Friðar- viku 1984 sem send var ís- lenskum stjórnvöldum - gegn kjarnorkuvígbúnaði og vopnakaupþhlaupi. í ályktun frá aðalfundinum er umræð- unni úm friðarmál sérstaklega fagnað. -óg Stjórnin ræðst á sj úkr adagpeninga Nú þurfa menn að vera óvinnufærir í 21 dag í stað 14 daga til að öðiast rétt til greiðslu sjúkradagpeninga og jafnramt verða menn án sjúkradag- peninga í hálfan mánuð í stað 11 daga áður, samkvæmt tillögum ríkis- stjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Með þessu er verið að lengja biðtímann eftir sjúkradagpening- um og um leið þurfa menn að vera lengur veikir en áður, til að geta fengið sjúkradagpeninga. í greinargerð með tillögu stjórn- arinnar segir að þessi ráðstöfun muni spara ríkissjóði 25 miljónir og þessi lenging á biðtíma eftir sjúkra- dagpeningum muni fyrst og fremst minnka þann rétt sem „atvinnurek- endur“ eiga til dagpeninga. Svavar Gestsson sagði í umræð- um á þingi sl. föstudag að þessi nið- urskurður bitnaði ekki á atvinnu- rekendum eins og ríkisstjórnin vildi halda fram, heldur fyrst og fremst á verkafólki sem hefur unn- ið í tiltölulega skamman tíma, húsmæðrum, einum stærsta vinnu- hópnum í þjóðfélaginu sem misstu verulegan rétt og námsmönnum. „Ætli allir þingmenn stjórnarf- lokkanna hafi gert sér grein fyrir því að það er fyrir skitnar 25 milj- ónir sem verið er að sarga þessu fólki, láglaunafólki, námsmönnum og húsmæðrum. Þetta fólk er verið að plokka. Það er lítið sem hunds- tungan finnur ekki, segir einhvers staðar. Það á við í þessu efni“, sagði Svavar Gestsson. -4g. Styðja lengra fæðingarorlof 472 Egilsstaðabúar hafa skorað á alþingi að samþykkja lengingu fæðingarorlofs úr 3 mánuðum í 6. Það er Kvennahreyfingin á Hér- aði sem gekkst fyrir þessari undir- skriftasöfnun um páskana. Fyrir al- þingi liggur nú tillaga þessa efnis frá Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. Kvenna- hreyfingarkonur skora jafnframt á kynsystur sínar að standa fyrir slíkri undirskriftasöfnun meðal landsmanna frumvarpinu til stuðn- ings. -AI Sveitastjórnaráhuginn leynir sér ekkl í augum Vestlendinganna Engilberts Guðmundssonar og Jóhönnu Leópoldsdóttur á ráðstefnunni um helgina. Sveitarstjórnarmenn innan Alþýðubandalagsins Stofna samtök Akveðið hefur verið að stofna Samtök sveitastjórnarmanna innan Alþýðubandalagsins en tillaga þess efnis var samþykkt á ráðstefnu sveitastjórnarmanna Alþýðu- bandalagsins um nýliðna helgi. Er ætlunin að stofna þessi samtök innan flokksins á flokksráðsfundi í haust. Ráðstefna AB um sveitastjórn- armái hófst á föstudagskvöld og lauk síðdegis á sunnudag. Rætt var um ýmis þau mál sem lúta að störf- um manna í sveitastjórnum og voru mörg framsöguerindi flutt. „Menn voru sammála um það á þessari ráðstefnu að stórauka þyrf- ti samvinnu sveitastjórnarmanna Kosningar í Bretlandi Stórsigur Yerka mannaflokksins A föstudag vann breski Verka- mannaflokkurinn mikinn sigur í bæja- og sveitastjórnarkosningum sem fram fóru í Bretlandi. Miðað við fylgi flokksins við síðustu þing- kosningar í júní síðastliðnum jók Verkamannaflokkurinn níu pró- sentum við fylgi sitt, en viðlíka fylg- isaukning er talin myndu duga til að gefa flokknum meirihluta á þingi á nýjan leik. íhaldsflokkurinn glataði meiri- hluta sínum í fjórtán borgum og bæjum, meðal annars vann Verka- mannaflokkurinn meirihluta í Edinborg en þar hefur flokkurinn ekki setið í meirihluta fyrr á þessari öld. Verkamannaflokkurinn hefur nú meirihluta í fjórum stærstu borgum Skotlands. Úrslitanna í Li- verpool var beði með eftirvænt- ingu, því þar hafði naumur meiri- hluti Verkamannaflokksins lagt fram þá stefnu að áforma gjaldþrot Liverpool-borgar fremur en hlíta niðurskurði þeim á útgjöldum borgarinnar sem Patrick Jenkins, ráðherra sá sem fer með húsnæðis- og borgamál, hafði fyrirskipað. í kosningunum jók Verkamannafl- okkurinn fylgi sitt stórlega, og hef- ur nú 17 sæta meirihluta í Liver- pool. En deild flokksins í Liverpo- ol er mjög róttæk, og er talin á valdi Militant armsins, sem er hópur hálfgerðra trotskista. Jafnframt voru þrennar auka- kosningar til breska þingsins og í tveimur hélt frambjóðandi íhalds- flokksins sætinu en missti þó mikið fylgi til Bandalags krata og jafnað- armanna, en í þeirri þriðju hélt Verkamannaflokkurinn góðum meirihluta sínum. Úrslitin eru túlkuð sem mikill sigur fyrir hinn nýja leiðtoga Verkamannaflokksins, Neil Kin- nock, og talin váboði stjórn Mar- grétar Thatcher. -ÖS Alþýðubandalagsins og í því skyni voru fyrrgreind samtök stofnuð", sagði Halldór Brynjúlfsson úr Borgarnesi en hann á sæti í undir- búningsnefnd. „Við ætlum okkur að halda nokkra fundi í sumar en síðan er meiningin að stofna þessi samtök með formlegum hætti á flokksráðsfundinum í haust“, sagði Halldór ennfremur. Hilmar Ingólfsson úr Garðabæ var annar tveggja fundarstjóra á ráðstefnunni. Hann taldi ráð- stefnuhald af því tagi afar nauðsyn- legt og að fjöldi athyglisverðra mála hafa fram komið. M.a. hefði verið rætt um endurskoðun sveitastjórnarlagannasem nú stæði yfir, tekjustofnar sveitarfélaga hefði mjög borið á góma, samein- ing sveitarfélaga hefði og verið rædd og sitt sýnst hverjum. „Ég er ánægður með þessa ráð- stefnu og tel það hafa komið glöggt fram að flokkurinn þarf að sinna sveitastjórnarmálum mun betur en hann hefur gert. Við bindum mikl- ar vonir við Samtökin og í tengslum við þá tillögu var einnig samþykkt að beina því til framkvæmdastjórn- ar flokksins að ráða starfsmann á flokksskrifstofurnar sem sinni ein- ungis sveitastjórnarmálum. Ég vil geta þess, til að fyrirbyggja mis- skilning að þessi Samtök eru ekki einungis hugsuð fyrir fulltrúa AB í sveitarstjórnum heldur ekki síður alla þá sem áhuga hafa á sveitar- stjórnarmálum", sagði Hilmar Ing- ólfsson að síðustu. _v. Geir Gunnarsson. Fyrsta orlof frá þingstörfum í aldarfjóröung. Elsa Kristjánsdóttir. Fyrsta sinn á þingl. Geir Gunnarsson í þingleyfi I fyrsta skipti í aldarfjórðung I fyrsta skipti í þau 25 ár sem Geir Gunnarsson situr á alþingi kallar hann á varamann fyrir sig. Elsa Kristjánsdóttir bankastarfs- maður í Sandgerði tók sæti hans í gær. Elsa Kristjánsdóttir skipaði ann- að sæti framboðslista Alþýðu- bandalagsins á Reykjanesi við síð- ustu kosningar og hefur ekki áður setið á þingi. Geir Gunnarsson hefur setið á þingi frá 1959 og hefur aldrei tekið þingfrí um lengri tíma í þennan aldarfjórðung. Mun það nær eins- dæmi. Geir er nú í opinberum er- indagjörðum í Frakklandi. -«g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.