Þjóðviljinn - 11.05.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.05.1984, Blaðsíða 1
UOWIUINN _ ------- Það er ódýrara að ferðast til sólarlanda en fara hringveg- inn um landið. Sjá8 maí föstudagur 105. tölublað 49. árgangur Skemmdu kartöflurnar frá Finnlandi: Neytendur borga brúsann sögðu 'forráðamenn Grœnmetisverslunarinnar á fréttamannafundi í gœr Grænmetisverslun landbúnaðarins á enga sjóði til og því er ljóst að neytendur verða að greiða þann skaða sem verslunin hefur orðið fyrir vegna skemmdu kartaflanna frá Finn- landi í hækkuðu kartöfluverði. Þetta kom m.a. fram á fréttamannafundi sem stjórn og forstjóri Grænmetisversiunarinnar boðuðu til í gær. Þeir voru spurðir að því hvort SÍS, sem flutti kartöflur nar inn og tók fyrir það umboðslaun ætti ekki að taka á sig skellinn, hvort Sambandið væri ekki ábyrgt fyrir þeirri vöru sem það flytti inn, en þessari spurningu vildu þeir Ingi Tryggvason for- maður stjórnar og Gunnlaugur Björnsson forstjóri ekki svara afdráttarlaust. Á fréttamannafundinum sögðu forsVars- menn Grænmetisverslunarinnar að finnsku kartöflurnar hefðu mjög lítið geymsluþol, vegna þess að Finnar leyfa ekki notkun kemí- skra efna af hollustuástæðum. Auk þess vildu þeir kenna kaupmönnum að stórum hluta um, sögðu þá hafa lélegar geymslur og oft geyma kartöflur í allt að tvo mánuði. Þá var það fullyrt af þeim Grænmetis- mönnum að verslunin hefði það mikið aðhald af neytendum og fjölmiðlum að tryggt væri að hún kappkostaði að vera alltaf með sem bestar kartöflur. Frjáls innflutningur myndi því ekki tryggja neytendum betri vöru. Þá má einniggeta þess að mat á kartöflum, ríkismatið, fer þannig fram að 1 kg til 2 kg eru tekin úr hverju TONNI sem sýnishorn um gæði hinna 998 eða 999 kílóa, sem þá eru eftir. - S.dór. Sjá bls. 5 Hnípnlr menn í vanda. Gunnlaugur Björnsson forstjórl Grænmetls verslunar ríklslns, Agnar Guönason stjórnarmaður og Ingl Tryggva- son stjúrnarformaður fyrlrtæklsins. Ljosm.: eik. 889 Átta s Olym- píufarar útnefndir Ólympíunefnd íslands til- kynnti í gær nöfn átta íþrótta- manna sem taka þátt í Ól- ympíuleikunum í Los Angeles fyrir íslands hönd í sumar. Þeir eru frjálsíþróttafólkið Einar Vilhjálmsson, Oddur Sigurðsson, Vésteinn Haf- steinsson og Þórdís Gísladótt- ir, júdókapparnir Bjami Frið- riksson og Kolbeinn Gíslason og sundfólkið Tryggvi Helga- son og Guðrún Fema Ágústs- dóttir. Þá var greint frá úthlut- un styrkja til íþróttamanna úr afreksmannasjóði ÍSÍ, alls 270 þúsund krónur, og viðbótar- styrkja frá Ólympíunefrid alls 300 þúsund krónur til einstak- linga og sérsambanda. - VS. Sjá bls. 15 Kergja í stjórnarþingmönnum á alþingi Bullandi ágreiningur um mál og vinnubrögð Ríkisstjórnin komin í vandrœði með afgreiðslu margra stórmála Mikil kergja er nú hlaupin í stjórnarliða í þingflokkum Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins vegna stöðu ýmissa stjórnarmála í þinginu. Áformað er að þinginu Ijúki í lok næstu viku en talið er útilokað að það takist, þar- sem svo mörg ágreiningsmál eru fyrir hendi milli þingflokkanna og innan þeirra. Sjálfstæðismenn hafa boðið uppá frestun á þinghaldi fram i júní ellegar þá að frestað verði að Ijúka þingstörfum þartil sfðar. Bullandi ágreiningur er um af- greiðslu ýmissa mála á þinginu, þannig að ekki eru taldar lflcur á að leysist skjótlega. Þannig er ágreiningurinn um túlkun á hús- næðislöggjöfinni vegna Búseta enn óleystur. Ágreiningur er um sparn- aðaráform menntamálaráðherra og vilja Framsóknarmenn ekki láta sig í því efni. Kjördæmamálið er fast í Neðri deild alþingis, þarsem Páll Pétursson er í formennsku. Stjómskipunarlög eru enn til um- ræðu í fyrri deild, en þessi mál eru efst á blaði forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn- lega afgreiðslu mála fyrir þinglok. Pá er ágreiningur innan Sjálf- stæðisflokksins um bindiskyldu viðskiptabanka hjá Seðlabankan- um. Ágreiningur er um frumvarpið um Ríkismat sjávarafurða, sérstaklega innan Sjálfstæðis- flokksins. Ágreiningur er milli stjórnarflokkanna um útvarpslag- afrumvarpið. Þá er Mangó, kók- ómjólkurmálið enn í ráðherra- neftid og hefur ekkert heyrst um þau mál um nokkurn tíma. Þá er einnig ágreiningur innan stjómar- flokkanna um kísilmálm- iverksmiðjuna og um hvemig þinghaldinu skuli hagað fram að lokum og hvernig því skuli hagað. -óg. Truflanir á símakerfinu Ekki á okkar vegum segir formaður félags símamanna „Mér er ekki kunnugt um að símamenn standi fyrir einhverjum skipulegum tmflunum á símakerf- inu eins og látið er í veðri vaka“, sagði Rannveig Guðmundsdóttir formaður félags símamanna í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Mikið hefur verið kvartað til Pósts og síma undanfama daga vegna truflana á símtölum og ó- nefndir menn hafa hringt á dagblöð og fréttastofur og tilkynnt að síma- menn stæðu í skæruhemaði vegna sérkjarasamninga. Póst- og símamálastjóri hefur til- kynnt að fylgst sé mjög vel með símakerfinu og verði truflanir af mannavöldum að ræða sé þar um lögreglumál að ræða. „Við eigum ekki í neinni kjara- deilu, en það standa yfir samninga- viðræður um sérkjarasamninga og þeim viðræðum er ekki lokið enn- þá. Þetta er allt á umræðustigi og við munum hitta samninganefnd ríkisins n.k. miðvikudag“, sagði Rannveig Guðmundsdóttir for- maður félags símamanna. ~lg- Húsavík á fjórum síðum - Bls. 9-12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.