Þjóðviljinn - 11.05.1984, Side 3
Föstiidagur 11. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
íslenskt landslag er auðlind
Verða útlend kvik-
myndafélög látin borga?
Ætti að skyida erlend kvikmyndafélög til
að ráða ákveðinn hluta af starfsliði sínu við
myndatökur á íslandi úr röðum innlendra
fagmanna? Þessi spurning vaknaði í kjölfar
tökunnar á myndinni Enemy Mine, sem
unnin var að öllu leyti af erlendu kvikmynd-
atökufólki. Jafnframt velta menn vöngum
yfir hvort leggja beri aðstöðugjöld á slík
félög, sem rynnu til styrktar innlendri kvik-
myndagerð.
í gær var stigið fyrsta skrefið til að móta
stefnu í þessum málum þegar nefnd sú á
Alþingi sem fer með lagafrumvarp fyrir
Kvikmyndasjóð samþykkti að setja inn í
drögin ákvæði sem heimilaði
menntamálaráðuneytinu að setja reglugerð
um kvikmyndastörf erlendra aðila á ís-
landi. En fram til þessa hefur ríkið einungis
litið á slíkt fólk einsog hverja aðra ferða-
menn sem koma með ljósmyndavél á mag-
anum inní landið.
Samband kvikmyndaframleiðenda beitti
sér m.a. fyrir að heimildarákvæði yrðu sett
inn í lögin, og Hrafn Gunnlaugsson formað-
ur þess kvað þetta hafa glatt þá kvikmynd-
. aframleiðendur mjög. Hann sagði enn-
fremur að það vantaði skýr ákvæði um að
íslensk atvinnulöggjöf næði til erlendra
kvikmyndaleiðangra, og raunar þyrfti að
marka skýra stefnu um hvað væri íslensk
kvikmyndalögsaga. Hrafn sagði að í kvik-
myndalegu tilliti væri íslenskt landslag auð-
lind sem ekki mætti ganga of nærri, fremur
en öðrum náttúrufyrirbærum svo sem fálk-
aeggjum eða fisknum í sjónum.
Gísli Gestsson kvikmyndagerðarmaður,
sem var umboðsaðili fyrir Enemy Mine,
kvaðst þeirrar skoðunar að við myndir er-
lendra aðila ættu íslendingar að vera „skap-
andi þátttakendur, en ekki bara í þjónustu-
hlutverki“, enda væri hér á landi kominn
upp hópur fólks sem næði góðu máli á mæli-
kvarða alþjóðlegrar kvikmyndunar.
Nánar verður fjallað um íslenska kvik-
myndalögsögu í Helgarblaði Þjóðviljans.
-ÖS.
Álviðræðum slegið á frest á þriðja mánuð
„Þyngra í vöfum en
menn skyldu ætla“
sagði iðnaðarráðherra á þingi
,J>að hefur ekkert gengið úr böndum ennþá en málið er þyngra í vöfum
en menn skyldu ætla við fyrstu kynni“, sagði Sverrir Hermannsson iðnað-
arráðherra þegar hann svaraði fyrirspurnum frá Hjörleifi Guttormssyni
utan dagskrár um stöðu samninga við Alusuisse. Hjörleifur sagði það gott
ef menn væru orðnir reynslunni ríkari og vonandi vitrari af henni fenginni.
Iðnaðarráðherra upplýsti að
veikindi dr. Ernst aðalsamnings-
manns Alusuisse hefðu komið í veg
fyrir allar samningaviðræður um
raforkuverðshækkun á þriðja mán-
uð. Fulltrúar Alusuisse hefðu ósk-
að eftir ffestun á fundum þar sem
„óþægilegt væri fyrir þá að skipta
um formann sinnar samninga-
nefndar og við hlutum að fella okk-
ur við þá niðurstöðu“, sagði Sverr-
ir. Hjörleifur benti hins vegar á að
ef Alusuisse hefði haft áhuga fyrir
viðræðum hefðu þeir skipað annan
mann í nefndina, þeir hefðu íleiri
en 1 forstjóra í sinni þjónustu.
Þá kom fram við umræðuna að
dómnefndir þær sem skipaðar voru
til að skera úr um meint svik á verði
aðfanga og skattgreiðslum og skila
áttu áliti í síðasta lagi í liðnum mán-
uði, munu ekki skila niðurstöðum
fyrr en í haust og dómnefndin um
aðföngin hefði að ósk Alusuisse
fallist á að halda réttarhöldum lok-
uðum.
Hjörleifur sagði að með því að
vísa þessum deilumálum úr gerðar-
dómi til sérstakra dómnefnda væri
staða okkar óvissari en ella og
ákvörðun um lokaða málafærslu
segði sína sögu í þeim efnum.
Þá minnti Hjörleifur á þá hættu
sem væri í því að Alusuisse segði
upp í næsta mánuði samkv heim-
ild samningsins frá í október sl.
þeirri hækkun á raforkuverði úr 6 í
9.5 mills sem þá samdist um. Upp-
sagnarákvæði væru snara sem
smeygt hefði verið um háls ráð-
herra. Fyrirhuguð hækkun í 10
mills hefði ekki gengið eftir, vegna
þess að álverð hefði snarlækkað á
heimsmarkaði frá í haust en ekki
hækkað einsog menn hefðu þá ver-
ið vissir um.
Iðnaðarráðherra sagði við um-
ræðuna að hann hefði hætt við í bili
að leggja fram frumvarp á þingi um
nýjan meðeiganda og stækkun ál-
versins „þar sem mál hefðu dregist
meira úr hömlu en ég ætlaði".
Varðandi hækkun raforkuverðs
tók hann fram allt tal um „álit-
legar“ tölur 18 - 20 mills ætti ein-
göngu við nýja verksmiðju en ekki
þá gömlu.
Hjörleifur sagðist vona að
sumarið færði okkur eitthvað ann-
að en það að stjórnvöld gengju
endalaust áfram í þá gildru sem
auðhringurinn hefði komið þeim í
með bráðabirgðasamkomulaginu
frá því sl. haust.
-Ig.
Kjaradeila flugmanna og Flugleiða:
Nota vonandi vikuna
sem er báðum aðilum til góðs. Allt
sagði Björn Guðmundssonformaður annað situr enn fast.
r j n ,,Ég verð að játa það að ég er
samnmganefndar flugmanna
„Samgöngumálaráðherra fór
fram á það við okkur að boðuðu
verkfalli um helgina yrði frestað og
þar sem að auki komst lítilsháttar
hreyfing á málin í fyrrinótt, þá á-
kváðum við að fresta verkfallinu
um eina viku“, sagði Björn Guð-
mundsson flugmaður en hann er
formaður samninganefndar flug-
manna í kjaradeilu þeirra við Flug-
leiðir.
Björn sagði að sú hreyfing sem
komið hefði á samningamálum á
fundi deiluaðila hjá sáttasemjara
hefði verið um vinnufyrirkomulag,
ekkert sérlega bjartsýnn á að lausn
deilunnar sé í sjónmáli. Það er
fundur í dag hjá ríkissáttasemjara
og við skulum sjá hvað situr. Við
höfum slakað til og frestað verk-
falli um viku og við vonum að þeir
Hugleiðamenn noti þennan viku-
frest vel“, sagði Bjöm Guðmunds-
son. - S.dór.
„Björgun" eftir Ásmund Sveins-
son mun brátt rísa elnhvers staöar
vlð sjó í Reykjavfk.
Sókn vill
breyta
bandorminum
Starfsmannafélagið Sókn hcfur
skorað á stjómvöld að breyta
nokkrum atríðum f frumvarpinu
um hinn sk. bandorm eða ráðstaf-
anir til að fylla upp í fjárlagagatið.
Er lögð áhersla á að allar útflutn-
ingsbætur á landbúnaðarvörum
verði felldar niður og þeir fjár-
munir scm 'kparast notaðir til að
greiða niður mjólk og dilkakjöt á
innanlandsmarkaði. Þá er lagt til
að gjald inn á göngudeildir og
fyrir sérfræðingaþjónustu verði
ekki hækkað þar sem þau bitni
fyrst og fremst á fólki með skerta
starfsorku. _ v
Listaverk Ásmundar Sveinssonar „Björgun44
Fimm metra há bronsstytta
komin til landsins og bíður þess að ákvörðun verði
tekin um staðsetningu hennar í Reykjavík
,J>að er rétt að styttan er komin
tíl landsins og bíður þess að
ákvörðun verði tekin um hvar á að
staðsetja hana, en það var skilyrði
frá Ásmundi Sveinssyni að hún
stæði við sjó“, sagði Othar EHing-
sen kaupmaður í samtali við Þjóð-
viljann í gær um listaverkið
,3jörgun“ eftir Ásmund Sveinsson
myndhöggvara.
Othar sagði að styttan væri
steypt í brons og hefði verkið verið
unnið í Englandi. Hann og fleiri
aðilar hafa fjármagnað þetta verk
og bíða þess nú að Reykjavíkur-
borg ákveði hvar styttan á að
standa.
Forsaga þessa máls er sú að Ás-
mundur skóp þetta listaverk 1936,
þá litla styttu. Othar Ellingsen fékk
hann svo til að gera stóra gipsmynd
með það í huga að gera afsteypu úr
bronsi og vann Ásmundur að gerð
gipsstyttunnar á árunum 1956 til
1962. Þessa gipsmynd á Othar og
hyggst láta setja hana upp í Sjó-
mannaskólanum.
Bronsstyttan sem reisa á í
Reykjavík er 5 metra há og vegur
mörg tonn að sögn Othars. Hann
sagði að menn hefðu verið að láta
sig dreyma um að afhjúpa hana á
sjómannadaginn í júní nk. en fyrir-
séð er að af því getur ekki orðið,
þar sem ekki hefur verið valinn
staður fyrir styttuna enn.
- S.dór.