Þjóðviljinn - 16.05.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.05.1984, Blaðsíða 1
DJÚÐVHISNN Útilokar Seltjarn- arnesræða Friðriks Sophussonar þá Þor- stein Pálsson frá ráð- herradómi? Sjá 5 maí miðvikudagur 109. tölublað 49. árgangur Rannsóknar- lögreglan annast , ^samninga6 6 í nauðgunar- málunum „Þess eru dæmi að rannsóknarlögreglan hafi í nauðg- unarmálum milligöngu um „sættir“, sem svo eru kallað- ar, þegar hinn ákærði býður konunni fé fyrir að draga kæruna til baka. Við vitum um dæmi, þar sem konu voru boðnar 15 þúsund krónur fyrir að draga kæru til baka og í fjölmiðlum lítur málið þá út eins og konan hafi viðurkennt að mökin hafi verið með hennar vilja. Þess eru líka dæmi að konu hafi verið nauðgað af fjórum mönnum, henni misþyrmt og hún rænd, en vegna þess að hún hafði bragðað áfengi var henni vísað frá sjúkrahúsi. Þetta gerðist úti á landi og varð hún að fara alla leið til Reykjavíkur til að leita læknis. Þessa konu hef ég verið með í meðferð og hún hefur aldrei náð sér síðan. Þetta gerðist fyrir réttu ári“, sagði Þuríður Jónsdóttir deildarfélagsráðgjafi á Landspítalanum í viðtali við blaðið í gær. Hún sagði að nauðgun væri slíkt áfall að fengju konur ekki stuðning frá upphafi væru miklar líkur á að þær gæfust upp og drægju kæruna til baka. „Margar konur guggna eftir læknisskoðunina. Læknir, sem rannsóknarlögreglan oftast vísar á, hefur spurt þessar konur spurninga sem koma málinu ekkert við og gefið síðan frá sér vottorð sem eru svo niðurlægjandi fyrir konurnar að þær gefast upp á að halda málinu til streitu.“ Þuríður, sem hefur unnið sem félagsráðgjafi í Kanada, sagði að þar væru félagsráðgjafar á neyðarvakt í nauðgunartilvikum og síðan viðstaddar yfirheyrslur. Hún sagði að þegar hún hefði haft afskipti af slíkum málum hér, hafi það oftast komið konum að miklu gagni, því þær vissu sjaldnast um rétt sinn til að neita að svara óviðkomandi, persónulegum spurningum lækna eða lög- reglumanna. Til dæmis sagðist hún ekki sjá hvers vegna kven- læknir spyrði um áfengisneyslu konunnar, þar sem það réttlæti á engan hátt afbrot mannsins, né breytti eðli brotsins, sem væri fyrst og síðast ofbeldisbrot. þs Sjá einnig aðrar fréttir og viðtöl -bls. 6 og 7 Greiðslan 15.000 kr. - og nauðgarinn sleppur! Félagsmálaráðherra kokgleypti allar stóru yfirlýsingarnar um Búseta Seldí rétt Búseta fyrír Mangómálið • Háðung Framsóknar alger, sagði Svavar Gestsson • Hlutskipti ráðherra dapurlegt, sagði Jóhanna Sig- urðardóttir • Þykir miður hvernig til tókst, sagði Stefán Valgeirsson „Það er verið að pína hæstvirtanfélags- málaráðherra og málið er rekið alveg þversum ofan í kokið á honum. Hann á sjálfur eftir að greiða at- kvæði með lagabreytingu sem fellir hans eigin skiln- ing á frumvarpinu. Já því- lík reisn, þvílíkreisn", sagði Svavar Gestsson m.a. í umræðum um húsnæðisfrumvarpið á þingi í fyrrakvöld þar sem stjórnarflokkarnir tóku höndum saman undirfor- ystu formanns Sjálfstæð- isflokksins og felldu öll ákvæði ervarðarétt byggingarsamvinnufé- lagsins Búsetatil lánafyr- irgreiðslu í félagslega íbúðarkerfinu á brott úr frumvarpinu. Alexander Stefánsson félags- málaráðherra seldi sannfæringu sína varðandi rétt Búseta fyrir Mangó-málið þar sem fjármálaráð- herra hefur fallið frá innheimtu söluskatts og vörugjalds gegn því að hafin verði sala að nýju á kókó- mjólk, mangósopa og jóga á 20% lægra verði en áður. Beygður í duftið Svavar Gestsson sagði að háðung Framsóknarflokksins væri orðin al- ger í þessu máli, hann hefði verið beygður í duftið af íhaldinu og það hefði verið hreinlegra fyrir Þor- stein Pálsson sem flutti tillöguna um að afmá Búseta úr lögunum að orða hana á þann veg að „neðri deild alþingis samþykkti að beygja hæstv. félagsmálaráðherra og hafna skilningi hans á lögum um félagslegrar íbúðabyggingar." Jóhanna Sigurðardóttir sagði að félagsmálaráðherra hefði látið kúga sig og hlutskipti hans væri dapurlegt. Ekki svikið neinnl Félagsmálaráðherra sagði það hámark ósvífninnar að menn væru að saka hann um að svíkja fólk og draga það á asnaeyrunum. Hann hefði aldrei breytt þeirri skoðun sinni að Búseti ætti rétt til þessara lána, en það hefði verið „stórkost- legur ábyrgðarhluti" að stöðva húsnæðisfrumvarpið vegna deilu stjórnarflokkanna og því hefði hann fallist á þessa málamiðlun frá formanni Sjálfstæðisflokksins. Yrði síðan „auðna að ráða“ hvort tækist að útbúa frumvarp fyrir næsta þing um réttarstöðu Búseta. Stefán Valgeirsson sagði að deilu stjórnarflokkanna hefði ekki verið hægt að leysa nema með þessu móti og sér þætti það mjög miður hvern- ig til hefði tekist og væri undrandi á afstöðu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. -Ig. Olympíuleikarnir í New York Sovétmeim með! 14 Íslendingar lágmarki fyrir Olympíuleika fatlaðra Sovétmenn verða með í fyrsta sínn á Olympíuleikum fatlaðra, sagði Arnór Pétursson formaður Oiympíunefndar íþróttasam- bands fatlaðra en Olyrapíuleikarnir verða háðir í New York 16.-30. júní næstkomandi. Amór kvað um 40 þjóðir hafa þegar tilkynnt þátttöku á leikunum og væru þar á meðal margar Austur-Evrópuþjóðir sem aldrei áður hafa verið með. Þetta er í 7. sinn sem Olympíu- leikar fatlaðra eru háðir. Arnór Pétursson kvað 14 íslendinga þegar hafa náð lágmarki því sem Heimsnefnd Olympíuleikana hefur sett, en auk þess væru 4 til viðbótar líklegir til að ná lágmarkinu. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.