Þjóðviljinn - 16.05.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.05.1984, Blaðsíða 3
 Guðmundur J. studdi ekki lán til Búseta -tflr iM Hann og Garðar Sigurðsson sátu hjá „Ég gerði þágrein fyrir atkvæði mínu við atkvæðagreiðsluna, að að tillögu Svavars Gestssonar og Steingríms J. Sigfússonar um sér- - stakt fjárframlagtil byggingarsam- vinnufélaga felldri, væri Ijóst að sótt yrði fjármagn til Byggingar- sjóðs verkamanna sem þá gæti ekki uppfyllt þær skyldur og kvaðir sem honum eru settar,4* sagði Guð- mundur J. Guðmundson alþm. en hann sat hjá vlð atkvæðagreiðslu um hina umdeildu grein 33 í hús- næðislögunum. Byggingarsjóður verkamanna og verkamannabústaðir eru gamalt og nýtt stefiiuatriði verkalýðs- hfeyfmgarinnar. Þéim háfa álla tíð fýigt kvaðir um hámarkstekjuf og eignir tii að tryggja rétt hinná lægst launuðu. Ég ber hlýjan hug til byggingarsamvinnufélaga en þau hafa ekki afgerandi ákvæði í sínum lögum um tekju- og eignamörk. fivf gat ég ekki samþykkt að það géngi fé úf byggingarsjóði verka-- manna til fétaga sem hefðu það rúm ákvæði að t.d. ráðherrar gætu haft þar búseturétt‘Y sagði Guð- mundur J. Guðmundsson. Garðar Sigurðsson sat einnig hjá við at- kvæðagreiðsluna. -Ig. ( gær voru afhent verðlaun sem Reykjavíkurborg úthlutar fyrir bestu barnabókina á liðnu ári. Verð- launin hlaut Indriði Úlfsson fyrir bók sína Óli og Geir. Þáhlaut Söðvar Guðmundsson verðlaun fyrir bestu þýddu barnabókina, Kalli og sælgætisgerðin eftir Roald Dahl. Á myndinni sést Davíð Oddsson borgarstjóri afhenda Indriða Úlfssyni verðlaunin. Ljósm. eik. Arnór Pétursson: Anægöur með að frumvarplð um niðurfellingu fyrir ör- yrkja skull hafa náð fram. Frumvarp Helga Seljan um niðurfellingu gjalda á bifreiðar öryrkja Skínandi breytíng segir Arnór Pétursson um samþykkt tillögunnar á alþingi Þetta er alveg skínandi, sagði Arnór Pétursson fulltrúi á Trygg- ingastofnuninni um samþykkt frumvarps Helga Seljan um niður- feUingu tolla og innflutningsgjaida af bifreiðum fyrir þá sem mestir eru öryrkjar. Arnór var einn aðal- bvatamanna þessarar breytingar sem Heigi Seljan bar fram á þingi og samþykkt var f fyrrinótt. - Fyrir okkur sem bundnir erum við hjólastóla eru bflarnir einsog fæturnir á ófötluðu fólki. Áður var niðurfellingin á bflum sem geta tekið hjólastól með sæmilegu lagi um 132 þúsund, með söluskatti 165 þúsund. Með þessari þörfu laga- breytingu sýnist mér að niðurfell- ingin sé á slíkum bflum um 210 til 220 þúsund, þannig að 60 þúsund koma til viðbótar. - í flestum tilfellum er hér um að ræða bfla sem við getum tæpast verið án, til að vera fullkomlega sjálfbjarga um okkar ferðir. Slíkur bíll kostar nú um 600 til 750 þús- und, þeir ódýrustu, sagði Arnór Pétursson að lokum. -óg Skrifstofustjóri Alþingis Fjórir sóttu um embætti skrif- stofustjóra Alþingis, en sem kunnugt er mun Friðjón Sig- urðsson brátt láta af störfum fyrir aldurs sakir. Umsækjend- ur eru þeir Friðrik Ólafsson skákmeistari og lögfræðingur, Ólafur Ólafsson deildarstjóri á skrifstofu Alþingis og Sigmund- ur Stefánsson skrifstofustjóri. Einn umsækjandi óskaði nafn- leyndar. -v. Mosfellssveit: Á aðalfundi Sögufélags Kjal- arnesþings sem haldinn verður í Varmárskóla á morgun, fimmtudaginn 17. maí kl. 20.30 mun Halldór Torfason jarð- fræðingur fræða um jarð- og landnámssögu Mosfellssveitar. Hann mun m.a. upplýsa fund- argesti um það hvort gull sé að finna f Mosfellssveitinni, um hættu á skriðuföllum og um það hvort þar sé að finna frámtíðar- malamám fyrir Reykjavíkur- svæðið. -v. Husavík__ Afliað Meirihluti myndast í kjördæmamálinu Þrír með Droop Ágreiningur í Alþýðu- bandalaginu Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa komið sér saman um að breyta kosningalagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir alþingi á þann veg að ný tillaga frá Þorkeli Helgasyni dósent í stærðfræði við Háskóia íslands verði tckin upp við útreikning á út- deilingu þingsæta. Þessi nýja reikniaðferð er af- brigði af reiknireglum sem kennd- ar eru við Droop en hingað til hefur verið notuð hérlendis hin svokall- aða d’Hondt aðferð. Tillögur Þorkels hafa verið til umfjöllunar innan flokkanna undanfarna daga og á fundi kosningalaganefndar al- þingis í gær kom fram að Sjálfstæð- isflokkur, Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur eru reiðubúnir að ganga að þessari nýju reikniaðferð. Á sameiginlegum fundi þing- flokks og framkvæmdastjómar AI- þýðubandalagsins á mánudag náð- ist ekki samkomulag um breytingar ákosningalagafrumvarpinu. Ýmsir þingmenn úr landsbyggðakjör- dæmum vildu engar breytingar, en fulltrúar Reykjavíkur og Reykja- neskjördæmis mótmæltu því ein- dregið að kosningalagafrumvarpið í núverandi búningi færir Alþýðu- bandalaginu litla sem enga leiðrétt- ingu í þessum tveimur kjördæm- um. Fjallað verður um þessi mál á fundi þingflokks Alþýðubanda- lagsins í dag. -lg- Að sögn Hermanns Larsen hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hcfur afli Húsavíkurbáta heldur verið að glæðast undanfarið. Afli á vetrar- verttð var með eindæmum lélegur, en fór að glæðast með vorinu. Ann- ar togari Húsvíkinga hefur verið á rækjuveiðum og hefur aflað vel. Hann landaði 26 tonnum eftir 4ra daga veiðiferð í siðustu viku. Kol- beinsey landaði 127 tonnum af góð- um fiski sl. föstudag. Grásleppu- veiði hefur gengið ágætlega í vor. Fiskiðjusamlagið er búið að salta 330-340 tunnur af grásleppuhrogn- um. Af þessu öllu leiðir að atvinna hefur verið góð á Húsavík undan- farið. S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.